Dagur


Dagur - 04.04.1989, Qupperneq 4

Dagur - 04.04.1989, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 4. apríl 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Samkomulag tíl skamms tíma Allt bendir til þess að kjarasamningaviðræðurnar séu komnar í strand. Það er borin von að deiluaðilar nái samkomulagi nú til lengri tíma, því mikið ber á milli auk þess sem tíminn er á þrotum. Fyrstu verk- föllin koma að óbreyttu til framkvæmda á fimmtu- dag. Sú hugmynd fulltrúa Verkamannasambandsins að freista þess að ná samkomulagi við ríkisstjórnina til mjög skamms tíma til að byrja með, er líklega eina raunhæfa tillagan sem fram hefur komið til þessa til að afstýra vinnustöðvun. Þessi hugmynd er fyrst og fremst til þess fallin að vinna tíma en hún er engu að síður góðra gjalda verð. Ef VMSÍ og ASÍ semja á þessum nötum er líklegt að BSRB og BHMR fylgi þeirra fordæmi. Það yrði mikið fengið með því að afstýra verkföllum nú og fá 40 daga frest til að finna nýjan samningsgrundvöll. Ef til verkfalla kemur verður harkan í kjaradeilunni meiri og kröfu- gerðin óbilgjarnari. Þess vegna er mjög þýðingar- mikið að samið verði á þessum nótum þegar í stað. Ný efiiahagskoll- steypa framimdan? „Brennt barn forðast eldinn," segir máltækið. Það virðist þó ekki gilda um okkur íslendinga þegar efnahagsmál eru annars vegar. Verðbólgubálið hef- ur leikið okkur grátt á undanförnum árum en við kyndum þó alltaf undir því að nýju, þegar það er um það bil að kulna. Á verðstöðvunartímabilinu tókst að ná verðbólgunni niður fyrir 10% en nú sækir óðum í gamalkunnugt far að nýju. Miklar verð- hækkanir að undanförnu og vaxtahækkanir í kjölfar- ið gera það að verkum að verðbólgan nálgast nú 30%. Launþegar vilja auðvitað fá kaupmáttarrýrn- unina bætta en atvinnuvegirnir eru naumast af- lögufærir. Ljóst er að samningar sem fela í sér stórfelldar launahækkanir eru óraunhæfir. Slíkir samningar eru beinlínis ávísun á nýja efnahagskollsteypu. Við höf- um langa reynslu af slíkri samningagerð. Hún er síst til þess fallinn að tryggja hag launþega. Ástæða er til að hvetja samningsaðila til að leggja megináherslu á að tryggja þann kaupmátt launa sem um semst. Hag launþega er best borgið með því að ná að nýju stöðugleika í efnahagsmálin. Verðstöðvun, vaxtalækkun og síðast en ekki síst minnkandi atvinnuleysi eru bestu kjarabæturnar launþegum til handa. Það er ekkert fengið með því að semja um svo og svo mikla launahækkun sem engin innstæða er til fyrir. BB. Jónas Stefánsson: Hvað er þá orðið okkar starf? Á hátíðis- og tyllidögum þykir ráðamönnum fínt að geta flaggað því hve menntakerfi okkar sé gott og að allir hafi möguleika til náms. Það má tína til ýmislegt sem bendir til þess að svo sé og mýmörg höfum við dæmin um að vel sé að starfsfólki menntastofn- ana og námsfólki búið. Stór og falleg skólahús víða mjög vel búin tækjum og hin vistlegustu, bæði sem menntastofnanir og sem vinnustaðir. En hitt ereinnig til að aðbúnaður sé svo lélegur að óviðunandi er, eflaust rámar ein- hvern í sjónvarpsþátt þar sem starfsaðstöðu í tilleknum fram- haldsskóla voru gerð skil. Ég tel mig vita að starfsfólk þessara stofnana leggi sig fram um að glæða stofnanirnar lífi, og til að örva námsgleði og efla námsgetu nemendanna og hlúa svo að því starfi sem þar fer fram, að hver og einn komi þaðan sem betri og hæfari einstaklingur, til að takast á við og aðlaga sig því samfélagi sem bíður hans utan skólaveggj- anna. Öllum mun vera ljóst að ekki er nægilegt að húsnæði og tæki séu fyrir hendi til að einhver starfsemi geti átt sér stað. Það þarf einnig að vera starfsfólk á þessum stöðum, og það starfsfólk sem kann til verka í hverju til- viki. Engum dytti í hug að fara til lögfræðings til að láta gera við bílinn sinn og enginn færi heldur til bifvélavirkja ef hann þyrfti að stefna manni vegna samnings- brota. Þetta er svo augljóst að ekki þarf um að tala. Eitthvað álíka mun einnig gilda um starfs- fólk skólanna, það þarf að vera sínum vanda vaxið, ella má búast við því að afrakstur námsvinn- unnar verði í samræmi við það hvernig til hennar er sáð. I fersku minni er að grunn- skólanemendur í einu skólaum- dæmi komu illa út á grunnskóla- prófi. Eðlilegt væri að leitað yrði skýringa á því hvers vegna nemendur í einu umdæmi koma áberandi verr út úr prófum en nemendur annarra umdæma. Eru til einhverjar ástæður sem við getum fallist á að skýri þennan mun á árangri í námi? Að minnsta kosti tvennt vekur at- hygli þegar skólastarf í þessu umdæmi er skoðað. í fyrsta lagi að hlutfall réttindalausra kennara var 1/1, þ.e. (1 réttindalaus kenn- ari á móti hverjum 1 með rétt- indi), á sama tíma var þetta hlut- fall í Reykjavík 1/18. I öðru lagi munu vera alltíð kennaraskipti við skólana, sem koma óneitan- lega niður á skólastarfi. En er nokkuð við þessum kennaraskorti að gera, er þetta ekki bara hluti af þeirri þróun sem á sér stað í þjóðfélaginu? Ef til vill er þetta óviðráðanlegt, en einnig kann að vera að kjaramál kennarastéttarinnar ráði ein- hverju um hvernig komið er. Það er ekki vansalaust að kennara með þriggja ára háskólanám skuli vera boðið upp á 53.000 kr. mán- aðarlaun, og kennara með meist- arabréf í iðngrein og 10 ára starfsreynslu 60.000 kr. á mán- uði. Það er engum vafa undirorp- ið að alla jafnan hefur þetta fólk möguleika á mun betur launuðu starfi, en það hefur menntað sig til þessa starfs og vill gjarnan helga sig því. Það eru þó alltaf einhverjir sem ekki treysta sér til að vinna á þessuni kjörum eftir að hafa fjárfest í menntun um margra ára skeið. Af þeim sem Jónas Stef'ánsson. útskrifuðust úr K.H.Í. vorið 1987 komu aðeins 68% til kennslu það haust. Þetta er athyglisvert þegar haft er í huga að á milli 700 og 800 réttindalausir kennarar eru ráðnir til kennslustarfa á hverju hausti, þörfin er sem sagt brýn en réttindakennarar fást ekki til starfa. Mig langar til að varpa fram spurningu til þeirra sem hafa að baki nám sem leiðir til starfsrétt- inda. Spurningin er þessi, hvern- ig litist ykkur á ef ekki fengist fólk með tilskilin réttindi til að starfa í ykkar starfsgrein, að þá yrði ráðið fólk án tilskilinna starfsréttinda til starfanna á kauptaxta sem væri 10% lægri en sá taxti sem þið eruð á, hver yrðu viðbrögð ykkar við slíkar kring- umstæður? Ég minnist þess að á sjöunda áratugnum var gert mik- ið átak innan málmiðnaðargrein- anna hér á Akureyri á þann veg að allir verkamenn urðu að hætta störfum eða taka sveinspróf í við- komandi iðngrein. Ég tel að það hafi verið samdóma álit félaga viðkomandi stéttarfélags að þetta hafi verið mikið framfaraspor og aukið samheldni og samhug inn- an stéttarinnar. Á þetta minnist ég hér að sam- hugur innan stétta er nauðsyn- legur til að árangri verði náð, sá samhugur verður að byggjast á því að félagar eigi sameiginlegan bakgrunn sem þeir viðurkenna að sé jafngildur. Nú stefnir í að félagar í Hinu íslenska kennarafélagi fari í verkfall til að knýja á um bætt kjör. Síðan 1984 hefur vart liðið ár svo að kennarar hafi ekki reynt að rétta hlut sinn með þeim árangri sem að framan er lýst, og geta þeir vart öðrurn um kennt en sjálfum sér. Ég tel að sá sem ekki er tilbúinn til að berjast fyrir | kröfum sínum, geti ekki búist við því að hannn fái einhverjar úr- bætur. Þetta mas um umhyggju fyrir nemendum er eðlilegt meðal kennara, en verkfall er nú einu sinni þannig að það kemur alltaf niður á einhverjum. Það er hins vegar alveg óþolandi að skóla- starf skuli vera truflað á hverju ári vegna óánægju og deilna um kaup og kjör. Nemendum og kennurum veitir ekki af starfs- friði til að sinna sínum verkefn- um. Það einfaldlega gengur ekki upp að þeir sem eru önnum kafn- ir mikinn hluta af sínum vöku- tíma við að búa til verkefni eða próf og fara yfir þau, eða að safna saman eða útbúa námsefni og koma þvr til skila, skuli þurfa að verja miklum tíma og kröftum á hverju ári frá námsgagnagerð- inni til að karpa um kjör sín. Ég minnist hér á námsgagnagerð kennara sem er stór hluti af þeirra heimavinnu, því að frammistaða hins opinbera við námsgagnagerð er slík að enginn trúir. Við íslendingar höfum talið okkur búa við góða almenna menntun, til þess þurfum við góða kennara. Þess vegna þarf að gera miklar kröfur til kennara um menntun og hæfileika til að koma þekkingunni frá sér. Þessar kröf- ur er hins vegar ekki hægt að setja fram nema að eðlileg umb- un komi fyrir. Fyrir nokkrum árum þótti eðli- legt að þingmaður hefði sömu laun og framhaldsskólakennari. Nú tel ég að kennarasamtökin ættu að stefna að samkomulagi við launagreiðanda sinn um lang- tímasamning t.d. til 10-15 ára, um að á samningstímabilinu yrðu laun kennara hækkuð árlega þannig að lágmarkslaun kennara yrðu að loknu samningstímabil- inu 70% af launum þingmanna. Síðan yrðu laun kennara bundin breytingu á launum viðmiðunar- aðila. í sátt og samlyndi gætu skóla- menn síðan einbeitt sér að öðrum brýnum málum sem við koma skólanum, af ýmsu er að taka í þeim efnum sem ef til vill verður vikið að síðar. Nú tel ég að fersk- ari vindar blási um sali en verið hefur undanfarin ár. Með nýjum kjarasamningi væri hægt að drepa framfarasóknina og ný- sköpunina úr dróma, notum tækifærið og stöndum einarðlega saman um bætt kjör og betra skólastarf. Ég vil að lokum brýna alla þá sem láta sig skólana ein- hverju varða, til að leggja skóla- málaumræðunni lið. Jónas Stefánsson. „Við íslendingar höfum talið okkur búa við góða, almenna menntun, til þess þarf góða kennara“, segir Jónas m.a. í grein sinni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.