Dagur - 04.04.1989, Page 7
Þriðjudagur 4. apríl 1989 - DAGUR - 7
- sigraði ÍS 3:2 í spennandi leik
KA tryggði sér íslandsmeist-
aratitilinn í biaki með því að
sigra Stúdenta 3:2 í æsispenn-
andi leik í Iþróttahöllinni á
sunnudaginn. Sigur KA-
manna á þessu Islandsmóti var
fyllilega verðskuldaður enda
hefur liðið ekki tapað einum
einasta leik á mótinu í allan
vetur.
En ÍS lét KA-menn svo sann-
arlega vinna fyrir stigunum að
þessu sinni. Þrátt fyrir að þrjá
fastamenn vantaði í liðið þá spil-
uðu Stúdentarnir mjög vel enda
höfðu þeir allt að vinna, engu að
tapa.
KA-liðið virkaði hins vegar
mjög taugaóstyrkt, sérstaklega í
fyrstu hrinunni, og voru leik-
menn eins og Sigurður Arnar og
Stefánarnir tveir ekki svipur hjá
sjón. Það má sjálfsagt segja að
Sigurður hafi smassað oftar í net-
ið í þessum leik en öllum öðrum
leikjum vetrarins samanlagt.
ÍS gekk því á lagið og komst í
5:0 í fyrstu hrinunni. KA-liðið
hresstist að vísu örlítið en á milli
gáfu þeir Stúdentunum ótrúlega
auðveld stig. ÍS vann því nokkuð
öruggan sigur 15:8 í þessari hrinu.
KA kom ntun ákveðnara til
leiks í þeirri næstu og náði strax
undirtökunum. Hins vegar brást
uppspilið hjá Hauki nokkuð oft
og heimamenn náðu því að ekki
að innbyrða sigurinn örugglega. í
þessari hrinu sýndu kínverjarnir
tveir á vellinum, Zhao Shan Ven
hjá ÍS og Fei hjá KA, stórkost-
lega takta og létu taugastríðið
ekki hafa áhrif á sig. En það var
einkum fyrir stórleik Feis sem
KA náði að sigra í þessari lotu
15:8.
Hinir fjölmörgu áhorfendur
sem leið sína lögðu í Höllina
önduðu nú léttara enda bjuggust
þeir við að KA myndi nú sýna
sínar bestu hliðar. En ÍS ætíaði
sér greinilega ekki að færa þeim
gulklæddu íslandsmeistaratitilinn
á silfurfati. Þeir komu mjög
ákveðnir til leiks og engin þreytu-
merki sáust á þeim þrátt fyrir að
sömu leikmennirnir spiluðu allan
leikinn.
Reyndar var það sama upp á
teningnum hjá KA, nema að Ósk-
ar Aðalbjörnsson, einn hinna
ungu og efr.ilegu blakmanna í
KA-liðinu, kom inn á í annarri
hrinu og stóð sig sig vel, sérstak-
lega þá í hávörninni.
Þriðja hrinan var hinn mesti
barningur. Jafnt var á flestum
tölum allan leikinn og skipust lið-
in á að vinna uppgjöfina. En
Stúdentarnir voru sterkari á
endasprettinum ogsigruöu 15:12.
Nú voru jafnvel hörðustu KA-
menn í áhorfendastúkunni farnir
að verða nokkuð órólegir. „Ætlaði
norðlenskt lið enn einu sinni að
tapa titli á lokasprettinum?"
spurðu menn sig.
Nei, sögðu grimmir KA-menn
og æddu inn á völlinn með
íslandsmeistaraglampa í augun-
unt. Að vísu þrjóskuðust gcstirn-
ir nokkuð við í byrjun en svo fór
betra úthald heimamanna, sigur-
viljinn og hvatningarhróp áhorf-
enda að segja til sín. Stefánarnir
hrukku í gang og Haukur fór að
spila upp eins og engill. Það var
ekki að sökum að spyrja að
skotríðin dundi á ÍS-mönnum og
áttu þeir ekkert svar við henni.
Lokatölur urðu 15:5.
Áhorfendur létu nú vel til sín
heyra í úrslitahrinunni og strax
frá fyrstu uppgjöf var Ijóst að KA
var kornið til að sigra. Þeir skor-
uðu fyrstu þrjú stigin og hrinan
var einstefna. Að vísu tókst ÍS
aðeins að klóra í bakkann en
hrinunni lauk með öruggum sigri
KA 15:8 og þar með kemur Is-
landsmeistarabikarinn í blaki
hingað norður í fyrsta skipti.
Þetta er líka í fyrsta skipti sem
meistaraflokkur karla hjá KA
verður Islandsmeistari í einhverri
flokkaíþrótt. Til hamingju KA!
Þetta var spennandi en ekki að
sama skapi vel spilaður blakleik-
ur. Það var of mikið í húfi til
þess. Að vísu var hann hin besta
skemmtun fyrir áhorfendur og
ekki spilltu úrslitin fyrir. KA-lið-
iö náði sér ekki á strik fyrr en
undir lokin en þá sýndu þeir hvað
í þeim býr. Fei þjálfari var sá eini
sem spilaði af fullri getu allan
leikinn og reyndar má segja að
hann hafi átt stórleik. Þarna kom
í Ijós reynslan sem hann hefur, í
gegnum fjölmarga landsleiki, að
spila undir pressu. Að öllum öðr-
um ólöstuðum þá á Fei, sem
þjálfari og leikntaður, einn
stærsta þátt í þessum frábæra
árangri KA-liðsins á þessu
keppnistímabili.
fS-liðið á hrós skilið fyrir góða
baráttu og skcmmtilegan leik,
sérstaklega í Ijósi þess að þrjá
menn vantaði í liðið. I þessum leik
bar mest á Þorvaldi Sigfússyni og
Ven þjálfara. En Stúdentarnir
mættu ofjörlum sínum að þessu
sinni og nú geta þeir einbeitt sér
að úrslitaleiknum í bikarkeppn-
inni gegn Þrótturum.
í ;|tw,i | ‘ VmjÖ f-l
1 'V. 'MðéJEft Q w i 1
Islandsnieistarar KA 1989. Efri röð f.v.: Sigurður Arnar Ólafsson, Óskar Aðalhjörnsson, Gunnar Garðarsson,
Stefán Jóhannsson, Stefán Magnússon, Hou Xiao Fei þjálfari. Neðri röð f.v.: Einar Sigtryggsson, Magnús Aðal-
steinsson, Haukur Valtýsson, Jón Vídalín, Oddur Ólafsson, Pétur Ólafsson. Mynd: kk
Fei þjálfari KA-manna átti stórleik gegn ÍS. Mymi: Kk
„Mál til komið“
- segir Haukur Valtýsson fyrirliði KA
„Þetta er að sjálfsögðu stór-
kostleg tilfinning. Ég hef aldrei
orðiö íslandsmeistari og það
var niál til komið,“ sagði
Haukur Valtýsson hinn snjalli
fyrirliði KA-liðsins í blaki eftir
að liðið hafði tryggt sér titilinn
með sigri á ÍS á sunnudaginn.
Þessi titill er kórónan á glæsi-
legan feril Hauks í blakinu. Hann
kynntist íþróttinni fyrst á Laug-
um og spilaði síðan með liði
Stúdenta fyrir sunnan er hann var
við nám í Háskólanum. En
undanfarin ár hefur hann spilað
með KA og verið einn af burðar-
ásunum í liðinu. Hann var m.a.
kosinn blakmaður ársins at' BLÍ í
fyrra.
„Þetta var erfiður leikur og
ekki sérstaklega vel spilaöur af
okkar hálfu. Við vorum hálf-
taugaóstyrkir í byrjun og vörnin
var mjög slök. ÍS náð því að
skora ódýr stig en við náðum
okkur sem betur fer á strik og
titilinn er okkar,“ sagði fyrirlið-
inn með sigurbros á vör.
Haukur Valtvsson hefur nú unnið
alla þá titla sem hægt cr að ná í í
blakinu.