Dagur - 04.04.1989, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 4. apri'l 1989 - DAGUR - 11
hér & þar
Það var erfitt að finna rétta nafnið á frumburðinn en að lokum gátu allir sætt sig við Betrice.
Beatrice -
ekki Annabel
skal barnið heita
Eins og flestir vita eignuðust
Andrew bretaprins og „Fergie,“
stúlkubarn í fyrra. Barnið var
skýrt Beatrice - eftir langa mæðu
í leit að nafni sem Elísabet
drottning gat samþykkt.
Elísabet II. hefur þau forrétt-
indi innan fjölskyldunnar að fá
að ráða nöfnum á börnum innan
konungsfjölskyldunnar. Ungu
hjónin ætluðu að láta barnið
heita Annabel, en það nafn er í
miklu uppáhaldi hjá Fergý.
Drottningin gat ekki samþykkt
nafnið vegna þess að henni fannst
það of alþýðlegt. Ekki bætti úr
skák að frægt - og að sögn lítt
sómakært diskótek í London
heitir Annabel’s.
Drottningin hafnaði fleiri til-
lögum frá Fergý, t.d. Louisa og
Sofia. Um þessi nöfn sagði hún
að þau væru ekki í breskum
anda. Hún vildi að stúlkubarnið,
sem er rauðhært og bláeygt, fengi
nafn í hefðbundum stíl kónga-
fólks þar í landi. Andrew prins
vildi ekki að barnið yrði skýrt
Victoria.
Ungu hjónin létun undan og
fóru að velja úr kvenmanns-
nöfnum í bresku konungsfjöl-
skyldunni. Eftir tíu daga komu
þau sér niður á nafnið Beatrice,
eftir níunda barni Viktoríu
drottningar og Alberts prins.
Beatrice prinsessa eldri var
ekki gæfumanneskja. Hún missti
föður sinn fjögurra árá gömul.
Eiginmaður hennar, þýskur að-
alsmaður, lést 38 ára gamall.
Tveir af þremur sonum hennar
dóu á barnsaldri.
Sumum innan konungsfjöl-
skyldunnar finnst þetta nafn því
ekki boða neina gæfu. Jákvæða
hliðin á málinu er hins vega sú að
merking nafnsins Beatrice er eig-
inlega „boðberi gleðinnar.“ En
litla prinsessan heitir auðvitað
Fergý með dótturina - sem er líka rauðhærð.
fleiri nöfnum. Annað nafn henn-
ar er Elísabet og hið þriðja er
Mary - til heiðurs ömmunni,
„Queen Mary.“
Verslunin
við Vaglaskóg
er til leigu í sumar.
Þeir sem hafa áhuga snúi sér til undirritaðs, sem gef-
ur nánari upplýsingar, fyrir 20. apríl.
Tryggvi Stefánsson í símum 26912 og 26086.
Nauðungaruppboð
annað og síðara,
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri,
á neðangreindum tíma:
Furuvöllum 13, b-hluti, Akureyri,
þingl. eigandi Norðurljós h.f.,
föstud. 7. apríl '89, kl. 15.15.
Uppboðsbeiðendur eru:
Iðnlánasjóður, innheimtumaður
ríkissjóðs, Guðjón Ármann Jónsson
hdl. og Gunnar Sólnes hrl.
Glerárgötu 34, 1. hæð, Akureyri,
þingl. eigandi Haraldur Gunnars-
son, föstud. 7. apríl ’89, kl. 15.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Gjaldheimtan í Reykjavík, Bæjar-
sjóður Akureyrar og Brunabótafélag
íslands.
Hjallalundi 17, Akureyri, þingl. eig-
andi Björk Dúadóttir, föstud. 7. apríl
'89, kl. 14.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Jónas Aðalsteinsson hrl., Veðdeild
Landsbanka fslands og Iðnaðar-
banki íslands h.f.
Hrísalundur 16j, Akureyri, þingl.
eigandi Unnur Káradóttir, föstud. 7.
apríl '89, kl. 14.15.
Uppboðsbeiðendur eru:
Tryggingastofnun ríkisins, Gunnar
Sólnes hrl. og Veðdeild Lands-
banka íslands.
Lönguhlíð 21, Akureyri, talinn eig-
andi Sigurlaug K. Pétursdóttir,
föstud. 7. apríl '89, kl. 13.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Tryggingastofnun ríkisins, Ingvar
Björnsson hdl. og Guðmundur Krist-
jánsson hdl.
Lækjargötu 11a, Akureyri, þingl.
eigandi Birgir Ottesen, föstud. 7.
apríl '89, kl. 14.00.
Uppboðsbeiðandi er:
Trygingastofnun ríkisins.
Norðurgötu 32, Akureyri, talinn eig-
andi Jakob Tryggvason ofl., föstud.
7. apríl '89, kl. 14.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Veðdeild Landsbanka íslands,
Bæjarsjóður Akureyrar og Róbert
Árni Hreiðarsson hdl.
Stapasíðu 14, Akureyri, þingl. eig-
andi Skúli Torfason ofl., föstud. 7.
april '89, kl. 14.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Veðdeild Landsbanka islands,
Ævar Guðmundsson hdl. og Versl-
unarbanki íslands.
Strandgötu 19, neðri hæð, Akureyri,
talinn eigandi Sveinn Úlfarsson ofl.,
föstud. 7. apríl '89, kl. 14.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Guðjón Ármann Jónsson hdl. og
Brunabótafélag íslands.
Þverá II, Öngulsstaðahreppi, þingl.
eigandi Ari B. Hilmarsson, föstud. 7.
apríl '89, kl. 13.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Gunnar Sólnes hrl., Stofnlánadeild
landbúnaðarins, Landsbanki
íslands og Benedikt Ólafsson hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri,
á neðangreindum tíma:
Fjölnisgötu 1a, Akureyri, þingl. eig-
andi Trésmiðjan Börkur s.f. föstud.
7. apríl '89, kl. 15.15.
Uppboðsbeiðendur eru:
Iðnlánasjóður og Bæjarsjóður Akur-
eyrar.
Karlsrauðatorg 20, Dalvik, þingl.
eigandi Bergur Höskuldsson,
föstud. 7. apríl '89, kl. 14.15.
Uppboðsbeiðendur eru:
Innheimtumaður ríkissjóðs og
Benedikt Ólafsson hdl.
Norðurvegi 25, Hrísey, þingl. eig-
andi Stefán Björnsson, föstud. 7.
apríl '89, kl. 15.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Gunnar Sólnes hrl., Veðdeild
Landsbanka islands og Benedikt
Ólafsson hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Eftir allt stappið kringum nafn-
ið og skírnina voru foreldrarnir
hinir ánægðustu - enda ekki
ástæða til annars.
Þetta eru tölumar sem upp komu 1. apríl 1989.
Helldarvinningsupphseð var kr. 2.706.061.-
Þar sem enginn var með 5 tölur réttar færist 1. vinningur kr. 2.315.973 yfír á 1. vinning
næsta laugardag.
Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 401.043,-
Skiptist á 3 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 133.681.-
Fjórar tölur réttar, kr. 692.041.- skiptast á 109 vinningshafa, kr. 6.346.- á mann.
Þrjár tölur réttar kr. 1.613.304,- skiptast á 4158 vinningshafa, kr, 388,- á mann,
Sölustaðir eru opnir frá mánud. til laugard. og er lokað 15 mín. fyrir útdrátt.
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. 1