Dagur - 04.04.1989, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 4. apríi 1989
f/ myndosögur dogs 7j
ÁRLAND
Svei mér fröken
Bára?! Hverju get
ég þakkað þessa
ótímabæru heim-
sókn?
Hr. Árland ... ég átti
bara leið framhjá á
nágrannaglæpavakt-
inni minni...
Og skyndilega réðst eitthvað á mig sem
líktist gleraugnaslöngu!... sko ... en eftir
að ég drap hana með veiðihnífnum mínum
gerði ég mér grein fyrir að ég var í garðinum
þínum ... sko ... ég biðst afsökunar!
... og hvað á ég að gera við nýslátraða
garðslöngu klukkan tvö að nóttu?!
■ ity—<■- i
ANDRÉS ÖND
_______, Ja hérna, blóöþrýstingur-
■jy^ Cjnn hjá þér er allt of hár!
/ /
/
'Áuðvitað er hann það! Veistu hvað ég\
.beið lengi á biðstofunni hjá þér? J1,
Ahhh!
BJARGVÆTTIRNIR
Við deyjum öll!... I Rólegur Ben, og
Of seint fyrir aðvaramr... örvæntingarfullt
öskur Bens rennur saman við gnauðið í
storminum ..,______________ J
n-------> í AAAHHHHH!
get ekki meira!... I hættu að skjálfa
við komumst aldrei n svona eða
af!... ™
# 1. apríl
Á þeim herrans degi, 1. apríl
hafa gárungar gaman af því
að gabba náungann, jafnvel
sína kærustu ættingja. Fjöl-
miðlar eru að venju mest
áberandi þennan dag með
misjafnlega frjó og
skemmtileg aprílgöbb, en
nokkur slík litu dagsins Ijós
á laugardaginn. Flutningur
Hljomskálans í Reykjavík,
Grænfriðungar við Stjórnar-
ráðið, selur í Tjörninni og
talning heimilishunda eru
t.d. góðar hugmyndir hver á
sinn hátt. Dagur reyndi að
sjálfsögðu að láta lesendur
hlaupa. Þar sem blaðið er
landsbyggðarblað með
mikla dreifingu norðan-
lands kom það nokkuð
kúnstugt út að um fleiri en
eitt og fleiri en tvö göbb
væri að ræða í blaðinu. Til-
gangurinn var vitaskuld að
fá sem flesta til að hlaupa
apríl.
# Já en ...!
Ritara S&S er minnistæður
1. apríl fyrir um 15 árum síð-
an þegar hann var þann dag
staddur á afskekktum
sveitabæ fyrir vestan. Dag-
urinn féll inn í páskahátið-
ina og því var gestkvæmt f
sveitinni. Ritarinn vaknaði
snemma þennan dag og
byrjaði á þvi að „plata“ tvö
börn 7 og 9 ára gömul þess
eðlis, að ær væri borin úti i
fjárhúsi. Auðvitað ruku
börnin út í fjárhús að líta á
lambið en komu að vonum
fljótt aftur því ekki fundu
þau lambið. Kvikindishátt-
urinn hélt áfram. „Nei, ærin
er uppi í efri fjárhúsum," og
viti menn þau ruku af stað
greyin. Þegar þau komu til
baka, heldur orðin óþolin-
móð hlakkaði í mér og ég
sagði: „1. apríl.“ Svipur
þeirra breyttist ekki. „Já en
hvar er lambið?“ Þegar tek-
inn hafði verið timi til að
útskýra fyrir þeim eðli
dagsins, var unun að fylgj-
ast með þeim plata hvern af
fætur öðrum þennan dag.
# Blakmeistarar
Meistaraflokkur karla í blaki
hjá KA nældi sér á sunnu-
daginn i íslandsmeistaratitil
eftir glæsilega frammistöðu
í deildinni ( vetur. Liðið er
fram til þessa taplaust í
íslandsmótinu, hefuraðeins
tapað einum leik í vetur, en
það var í bikarkeppninni.
Þessi frábæri árangur skil-
aði KA fyrsta íslandsmeist-
aratitli í boltaíþróttum i
meistaraflokki og mega for-
ráðamenn vera stoltir af.
dogskrá fjölmiðlo
Sjónvarpið
Þriðjudagur 4. april
18.00 Veistu hwer Amadou er?
Annar þáttur.
18.20 Freddi og félagar.
18.50 Táknmálsfréttir.
19.00 Poppkorn.
- Endursýndur þáttur frá 22. mars.
19.25 íslandsmótið í dansi.
Frjáls aðferð.
Endursýndur þáttur frá 1. apríl sl.
19.54 Ævintýri Tinna.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Matarlist.
20.55 Á því herrans ári 1972.
22.00 Óvænt málalok.
((A Guilty Thing Surprised.)
Fyrsti þáttur.
Bresk sakamálamynd i þremur þáttum
gerð eftir sögu Ruth Rendell.
Aðalhlutverk: George Baker og Christ-
opher Ravenscroft.
Lik ungrar stúlku finnst úti í skógi og tek-
ur Wexford lögregluforingi málið að sér.
23.00 Seinni fréttir og dagskrárlok.
Sjónvarp Akureyrí
Þriðjudagur 4. apríl
15.45 Santa Barbara.
16.30 Krydd í tilveruna.
(A Guide for the Married Man.)
Gamanmynd um hamingjusamlega gift-
an mann sem ákveður að halda framhjá
eiginkonunni.
Aðalhlutverk: Walter Matthau, Inger
Stevens, Robert Morse, Sue Anne
Langdon, Lucille Ball, Jack Benny, Art
Carney, Joey Bishop, Sid Ceasar, Jayne
Mansfield, Terry-Thomas o.fl.
18.00 Feldur.
18.25 Elsku Hobo.
(The Littlest Hobo.)
Á næstu þriðjudögum verða sýndir þættir
með hinum vingjarnlega hundi, Hobo,
sem er ávallt reiðubúinn að aðstoða þá
sem eru hjálparþurfi.
18.55 Myndrokk.
19.19 19:19.
20.30 Leiðarinn.
20.45 íþróttir á þriðjudegi.
21.40 Hunter.
22.25 Jazz.
(Chet Baker.)
23.25 Fjarstýrð örlög.
(Videodrome.)
Dlskeytt ofsóknarvera býr í sjónvarps-
þætti og er þeim krafti gædd að ná tang-
arhaldi á þeim sem koma fram í þættin-
um.
Alls ekki við hæfi barna.
00.45 Dagskrárlok.
Rásl
Þríðjudagur 4. apríl
6.45 Veðurfregnir • Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið
með Randveri Þorlákssyni.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn.
- „Agnarögn" eftir Pál H. Jónsson.
Heimir Pálsson, Hildur Heimisdóttir og
höfundur lesa (8).
9.20 Morgunleikfimi.
9.30 í pokahorninu.
9.40 Landpósturínn - Frá Vesturlandi.
Umsjón: Einar Kristjánsson.
10.00 Fréttir • Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur.
11.53 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn - Streita.
13.35 Miðdegissagan: „Riddarinn og
drekinn" eftir John Gardner.
Þorsteinn Antonsson þýddi.
Viðar Eggertsson les (2).
14.00 Fréttir • Tilkynningar.
14.05 Eftirlætislögin.
Svanhildur Jakobsdóttir spjallar við
Magnús Ólafsson sem velur uppáhalds-
lögin sín.
15.00 Fréttir.
15.03 Mannréttindadómstóll Evrópu.
15.45 Þingfréttir.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fróttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Liszt, Kodaly og
Brahms.
18.00 Fréttir.
18.03 Á vettvangi.
Tónlist • Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.32 Kviksjá - Skáldið með trompetinn.
20.00 Litli barnatíminn.
20.15 Kirkjutónlist - Gounod, Britten og
Mendelssohn.
21.00 Kveðja að norðan.
Úrval svæðisútvarpsins á Norðurlandi í
liðinni viku.
Umsjón: Kristján Sigurjónsson og Þröstur
Emilsson. (Frá Akureyri.)
21.30 Útvarpssagan: „Heiðaharmur" eftir
Gunnar Gunnarsson.
Andrés Bjömsson les (12).
22.00 Fréttir • Dagskrá morgundagsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Leikrit: „Dægurvísa " eftir Jakobínu
Sigurðardóttir.
Þriðji og lokaþáttur: Kvöld.
23.25 Tónskáldatími.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur.
01.00 Veðurfregnir.
Rás 2
Þríðjudagur 4. apríl
7.03 Morgunútvarpið.
9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun, Eva
Ásrún kl. 9.
Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdótt-
ur.
11.03 Stefnumót.
Jóhanna Harðardóttir.
12.00 Fréttayfirlit ■ Auglýsingar.
12.15 Heimsblöðin.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Umhverfis landið á áttatíu.
Gestur Einar Jónasson leikur þraut-
reynda gullaldartónlist.
14.05 Milli mála.
- Óskar Páll Sveinsson.
16.03 Dagskrá.
18.03 Þjóðarsálin.
Þjóðfundur í beinni útsendingu.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Áfram ísland.
Dægurlög með íslenskum flytjendum.
20.30 Útvarp unga fólksins.
21.30 Hátt og snjallt.
Enskukennsla á vegum Fjarkennslu-
nefndar og Málaskólans Mímis.
Annar þáttur.
22.07 Bláar nótur.
Pétur Grétarsson kynnir djass og blús.
01.10 Vökulögin.
Fréttir eru sagðar kl. 2,4,7, 7.30, 8, 8.30,
9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19,
22 og 24.
Ríkisútvarpið á Akureyri
Þríðjudagur 4. apríl
8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
Hljóðbylgjan
Þriðjudagur 4. apríl
07.00 Réttu megin framúr.
^Ómar Pétursson spjallar við hlustendur í
morgunsárið, kemur með fréttir sem
koma að gagni og spilar góða tónlist.
09.00 Morgungull.
Hafdís Eygló Jónsdóttir á seinni hluta
morgunvaktar, spilar tónhst við allra hæfi
og segir frá ýmsum merkilegum hlutum.
Afmæliskveðju- og óskalagasímarnir eru
27711 fyrir Norðurland og 625511 fyrir
Suðurland.
12.00 Ókynnt hádegistónlist.
13.00 Perlur og pastaréttir.
Snorri Sturluson sér um tónlistina þína og
lítur m.a. í dagbók og slúðurblöð.
17.00 Síðdegi í lagi.
Þáttur fullur af fróðleik og tónlist í umsjá
Þráins Brjánssonar.
19.00 Ókynnt kvöldmatatartónlist.
20.00 Kjartan Pálmarsson
með öll bestu lögin, innlend og erlend.
23.00 Þráinn Brjánsson
fylgir Hljóðbylgjuhlustendum inn í nótt-
ina, þægileg tónlist ræður ríkjum undir
lokin.
01.00 Dagskrárlok.
Bylgjan
Þriðjudagur 4. apríl
07.30 Páll Þorsteinsson.
Réttu megin fram úr með Bylgjunni -
þægileg morguntónlist. Kíkt í blöðin og
litið til veðurs.
Fréttir kl. 8 og Potturinn kl. 9.
10.00 Valdís Gunnarsdóttir.
Allt í einum pakka - hádegis- og kvöld-
tónlist.
Fréttir kl. 10, 12 og 13. Potturinn kl. 11.
14.00 Þorsteinn Ásgeirsson.
Síðdegistónlist eins og hún gerist best.
Síminn er 611111.
Fréttir kl. 14 og 16. Potturinn kl. 15 og 17.
18.00 Fróttir.
18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst
þér?
Steingrímur Ólafsson spjallar við hlust-
endur. Síminn er 611111.
19.00 Freymóður T. Sigurðsson.
Meiri músík minna mas.
20.00 íslenski listinn.
Ólöf Marin kynnir 40 vinsælustu lög vik-
unnar.
22.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson.
Þægileg kvöldtónlist.
24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
Stjarnan
Þriðjudagur 4. apríl
7.30 Jón Axel Ólafsson
vaknar hress og vekur hlustendur með
skemmtilegri tónlist við allra hæfi, spjall-
ar við hlustendur og tekur púlsinn á ýms-
um málum.
Fréttir kl. 8 og fréttayfirlit kl. 8.45.
10.00 Helgi Rúnar Óskarsson.
Hver vinnur 10.000 kallinn? Sá eða sú
sem hringir í síma 681900 og er hlustandi
númer 102, vinnur 10.000 krónur í bein-
hörðum peningum.
14.00 Gísli Kristjánsson
spilar óskalögin og rabbar við hlustendur.
Síminn er 681900.
18.00 Af líkama og sál.
Bjarni Dagur Jónsson stýrir þætti sem
fjallar um okkur sjálf, manneskjuna og
hvernig best er að öðlast andlegt öryggi,
skapa líkamlega vellíðan og sálarlegt
jafnvægi.
19.00 Setið að snæðingi.
Þægileg tónlist á meðan hlustendur
snæða kvöldmatinn.
20.00 Sigurður Helgi Hlöðversson og Sig-
ursteinn Másson.
Þessir tveir bráðhressu dagskrárgerðar-
menn fara á kostum á kvöldin. Óskalaga-
síminn sem fyrr 681900.
24.00-07.30 Næturstjörnur.
Fróttir á Stjörnunni kl. 8, 10, 12, 14 og
18.
Fréttayfirlit kl. 8.45.