Dagur - 08.04.1989, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - Laugardagur 8. apríl 1989
Laugardagur 8. apríl 1989 - DAGUR - 9
Blómailmmn á mrin minnti mig alltaf á Skagafjörðinn
- Bjöm Jonsson læknir í Kanada í helgarviðtali
„Ég fæddist 21. maí árið 1920 á
Sauðárkróki. Foreldar mínir
voru þau Jón P. Björnsson,
skólastjóri frá Bræðramóti og
kona hans, Geirlaug Jóhannes-
dóttir, Randverssonar, úr Eyja-
firði.
Ég er því alinn upp sem Skag-
firðingur, þótt Eyfirðingur sé ég í
aðra röndina. í barnaskóla gekk
ég á Sauðárkróki hjá pabba, síð-
an í unglingaskóla. Því næst fór
ég í svokallaðan prestaskóla, en
það var undirbúningsdeild fyrir
Gagnfræðaskólann á Akureyri.
Ég settist að því búnu í Mennta-
skólann á Akureyri og lauk það-
an stúdentsprófi árið 1940.
A sumrin var ég í vinnu, þegar
frí var í skólanum. Þetta var
símavinna uppi á háfjöllum; í
Siglufjarðarskarði, Vestfjarða-
fjöllum, Unaðsdalsheiði, Hest-
eyrarheiði o.fl stöðum þar sem
engar símalínur voru fyrir. Við
urðum að bera allt á bakinu,
þetta var í vinnuflokki Einars
Jónssonar frá Vestmannaeyjum,
en hann var kunnur karl fyrir
hörku og góða stjórnsemi.
Eftir stúdentsprófið flutti ég til
Reykjavíkur og vann fram að
áramótum við Reykjavíkurflug-
völl. Upp úr nýárinu fór ég að
stunda læknanám við Háskóla
íslands. Þaðan útskrifaðist ég
vorið 1947.“
Jónas læknir Kristjánsson
hafði mikil áhrif á mig
- Hafðir þú alltaf ætlað í læknis-
fræði?
„Já, ég hafði eiginlega hugsað
mér það frá barnæsku, eins og ég
segi frá í bernskuminningum
mínum sem koma út í haust hjá
Skjaldborg. Jónas læknir Krist-
jánsson kom mér á þessa leið,
ósjálfrátt, því með breytni sinni
og kynnum mínum af honum fór
ég að hafa áhuga á þessu starfi.“
- Hvernig líkaði þér í lækna-
deildinni?
„Þetta var ákaflega strembið
nám, og ósanngjarnt að mörgu
leyti til að byrja með. Fyrsta árið
þurfti maður ekki að vera í
neinni ákveðinni deild en þurfti
að taka próf í heimspeki. Það
hlógu allir að þessu prófi því
einkunn í því kom hvergi fram á
lokaprófinu eða við námslok. En
þetta þurftu allir að taka.
Ég fór í læknisfræðina og fyrsta
árið lærðum við efnafræði o.þ.h.
sem við þurftum að taka próf í
um vorið. Svo vorum við í sál-
fræði hjá Ágústi H. Bjarnasyni.
Svo komu næstu tvö árin sem
voru álitin þau erfiðustu af flest-
um nemunum. Þá lærðum við
anatómíu, eðlisfræði og bakteríu-
fræði. Engin einkunn var gefin
fyrr en á þriðja vori í þessum
fræðum en þá voru kannski tveir
þriðju af mannskapnum felldir.
Margt hafði saxast úr áður.
Fyrsta árið var eiginlega ekki sem
verst, menn voru að átta sig á
hvað þeir ætluðu að læra o.s.frv.
Þriðja vorið var próf í anatóm-
íu. Engin kennsla var í krufning-
um þarna en Björn Þorbjörnsson
læknir, - eini íslenski læknirinn
sem hefur gert „keisaraskurð" á
karlmanni; keisaranum í Pers-
íu, - var besti félagi minn þarna í
læknadeildinni.
Við urðum okkur úti um
lík til að kryfja
Við Björn urðum okkur úti um
lík. Samkvæmt reglugerð háskól-
ans áttu lík sjúklinga, sem
önduðust á ríkisstofnunum og
enginn gerði tilkall til, að „renna
til læknadeildarinnar,“ og við
Björn notfærðum okkur þetta.
Við krufum þessi lík í sex mánuði
fyrir lokaprófið og fengum báðir
hæstu einkunn í líffærafræði í
okkar bekk.
í sambandi við læknanámið á
íslandi vil ég segja frá því að ég
og bekkjarfélagar mínir stóðum
að fyrsta læknaverkfallinu í
heiminum. Ég var formaður
nefndar læknanema sem barðist
fyrir því að læknanemar fengju
betri kjör eða aðstöðu fyrir þá
sem voru orðnir fjölskyldumenn,
og betri kennslu því hún var
alveg ómöguleg. Það var gert
grín að okkur allan veturinn en
við sögðum að ef ekki yrði hlust-
að á okkur yrði efnt til verkfalls
allra lækna, líka á sjúkrahúsun-
um.
Fyrsta læknaverkfallið
Á föstudaginn langa 1947 skall
verkfallið á. Við vorum búnir að
semja við alla lækna, líka aðstoð-
arlæknana á Landspítalanum,
en þeir síðastnefndu voru búnir
að eiga í fimm ára deilu við land-
lækni um sín kjör. Það voru sett-
ar verkfallsvaktir á allar deildir
sjúkrahúsanna nema á bráðamót-
töku, skurðstofu og fæðingar-
deildir. Við fengum skurðlækn-
ana til að sinna einungis neyðar-
tilvikum.
Allt Læknafélag Reykjavíkur
stóð með okkur. Við vorum með
sérfræðinga til að greina hvort
sjúklingar þyrftu á bráðaaðgerð
að halda. Læknarnir í sveitunum
kringum Reykjavík voru líka
með okkur. Það var allt stopp
nema börnin, þau fæddust auð-
vitað áfram en ekkert annað var
gert. Læknar á öðrum sjúkrahús-
um, þ.e. Landakoti og Bláa
Bandinu, fóru í samúðarverkfall.
Þetta er fyrsta læknaverkfall í
heimi. Danskir læknanemar
höfðu hótað svona verkfalli á sín-
um tíma en gerðu ekki alvöru úr
því. Næsta læknaverkfall á eftir
þessu varð mörgum árum seinna,
í Japan.
Ég hef annars aldrei verið rót-
tækur nema í kringum þetta
verkfall.“
Hvað tók við eftir að þú út-
skrifaðist 1947?
„Þá varð ég héraðslæknir. Ég
hafði verið kandidat eða hjálpar-
kokkur hjá Guðmundi Karli Pét-
urssyni á Akureyri flest sumrin
meðan á náminu stóð, oftast með
Þórarni Jónassyni. En eftir lækn-
isprófið varð ég héraðslæknir á
Húsavík í fjarveru Björns Jósefs-
sonar.
Mótorhjólið -
minn fyrsti farkostur
Á Húsavík var ég í eina fimm til
sex mánuði og þótti það ákaflega
gaman. Þá eignaðist ég minn
fyrsta farkost sem í mínu tilfelli
var mótorhjól. Þetta hjól var af
gerðinni Matchless og var enskt.
Ég fór á því eins og byssubrenndur
út um allt og var kallaður Björn
blástrik. Það var haft á orði að ég
væri oftast kominn til sjúkling-
anna þegar þeir voru að leggja
símann á.
Einu sinni var ég kallaður til
prestfrúarinnar vegna barnsfæð-
ingar. Ég var hálf hræddur, því
ég hafði svo litla tilsögn fengið í
fæðingarhjálp. Ljósmæðurnar á
Landspítalanum settu okkur
kandítana bara út í horn svo við
sáum lítið og gerðum ennþá
minna. Síðan áttum við læknarn-
ir að fara út um land og aðstoða
reyndar ljósmæður við erfiðar
fæðingar. Við vissum meira á
bókina en kunnum samt minna til
verka en þær.
Þegar ég kem til konunnar
með græjurnar var allt kurlbrot-
ið. Ampúlurnar með lyfjunum
sem gefin eru eftir fæðingu til að
stöðva blæðingar o.fl. voru ónýt-
ar. Ljósmóðirin, sem var gamal-
reynd, sagði: Þetta er allt í lagi,
Björn minn, þetta gengur sinn
vanagang. Þú hefur alveg nógan
tíma til að keyra aftur til Húsa-
víkur til að ná í meira, ef þú held-
ur að þú þurfir endilega að nota
ampúlur! Ég fór aftur en upp frá
þessu var ég alltaf með töskuna í
ól um hálsinn, þegar ég ferðaðist
á mótorhjólinu.
Líffræðin tók völdin
En ég var ekki lengi á Húsavík.
Eftir áramótin 1947-8 fór ég beint
til Kanada og kom mér fyrir í
Winnipeg hjá Þorbirni gamla
Thorláksson, við almenna spítal-
ann þar. Þarna fór ég í tveggja
ára framhaldsnám sem ég ætlaði
að nota til að undirbúa mig undir
héraðslæknisstöðu. Ég stefndi
helst á Krókinn eða Húsavík.
Þetta fór þó ekkert nálægt því
sem ég hafði ætlað. Líffræðin tók
völdin. Ég kynntist ungri stúlku
sem var meinatæknir við spítal-
ann og þetta endaði með að við
giftumst innan árs. Við fórum að
eignast börn og líka skuldir. Það
var því ekki heimkomu auðið fyr-
ir mig þótt það hefði verið ætlun-
in. Ég fór út í héraðslæknisstörf
þegar að náminu loknu.
Fyrst fór ég til starfa í bæ sem
heitir Baldur, en það var kjána-
legt val. Þeir greiddu illa, í gegn-
um hreppsnefndina, en á flestum
öðrum stöðum í fylkinu var
„frjáls praxis“ og þeir sem voru í
honum höfðu miklu meiri
pening. Ég hélt að launin væru
nógu há til að ég gæti greitt niður
skuldirnar á tveimur árum. Þetta
gekk ekki eftir, ég lenti í stappi
við hreppsnefndina út af launun-
um og fór.
Ég fór því frá Baldur til Swan
River Valley, eða Álftárdals. Ég
byrjaði í smábæ sem heitir Ben-
ito, við spítalann þar. Ég naut
hjálpar lækna í Swan River, sem
er 40 km frá. Eftir fjögur ár flutti
ég alveg til Swan River og þar
höfum við búið síðan, í 32 ár. Þar
er 100 rúma sjúkrahús ásamt elli-
og hjúkrunarheimili. Þarna starfa
7 til 8 læknar við skurðlækningar,
fæðingarhjálp og aðrar almennar
lækningar.“
Hugurinn leitaði oft heim
- Ætlaðir þú að dvelja svona
lengi í Kanada?
„Nei, það hafði ég aldrei ætlað
mér. Skuldirnar héldu alltaf
áfram að vaxa og ég varð kyrr.
Mér líkaði bæði vel og illa vestra.
Maður var ákaflega einmana
stundum þegar frí var frá vinnu,
sem var blessunarlega ekki oft.
Margt minnti mig á ísland og
Skagafjörð því þótt engin væru
þarna fjöllin þá varð blómailmur-
inn á vorin, sérstaklega smárinn,
oft til að maður var kominn upp í
móana fyrir ofan Sauðarkók í
huganum. Þegar ég kom niður að
vatni, sem er þarna skammt frá,
minnti það mig líka á Skagafjörð,
á sjóferðir, siglingar og slíkt.
Ég hafði ekki mikið samband
við gamla landið fyrstu 13 árin
eða svo. Ég drakk talsvert mikið
á þeim árum og lagðist eiginlega í
áfengissýki. Úr því komst ég á 7.
áratugnum. En árið 1961 kom ég
aftur til íslands eftir margra ára
fjarveru og þá fann ég að mér
hafði farið aftur í málinu. Ég
kom aftur 1969 og eftir það hef
ég komið talsvert oft.“
- Þú hefur átt áhugamál fyrir
utan starfið?
„Já, ég er alltaf eitthvað að
bralla. Ég var í stjórn læknafé-
lags vestra í 5-6 ár. Ég hafði gam-
an af að fljúga, lærði flug og ferð-
ast um Bandaríkin með fjölskyld-
una. Flugið lagði ég á hilluna
upp úr 1980 því þá fékk ég krans-
æðastíflu.
En ég fór að fást við ný við-
fangsefni, þjóðsögur og fróðleik
frá íslandi. Þetta var m.a. vegna
áhrifa frá Hermanni Pálssyni. Ég
áleit að þarna gæti ég lagt eitthvað
af mörkum sjálfur en til þess
þurfti meiri menntun og bak-
grunn en ég gæti aflað mér á
stuttum tíma.
Þó fór ég að kynna mér
ákveðna hluti, sérstaklega fornar
leiðalýsingar um Sprengisands-
leið. Leiðalýsing Jóns Hafliða-
sonar var birt árið 1770. Mig
langaði til að finna þann stað sem
nefndur er Beinakerlingin. Ég
bað um loftmyndir frá Landmæl-
ingum ríkisins af Sprengisandi og
sá þá að Beinakerlingin gat ekki
verið nálægt þeim vegi sem nú er
farinn. Sá Sprengisandsvegur
sem við þekkjum var ekki lagður
eða merktur fyrr en 1832 af
Eggerti Briem, sýslumanni í
Eyjafirði.
Beinakerlingin fundin
Ég fór til íslands eftir að hafa
njörvað gömlu leiðina nokkurn
veginn niður á kort. Ég vissi að
Æjórðungsvatn gat ekki verið eins
og banani í laginu, það hlaut að
vera eins og fótur í lögun, beint
vestur af Þjórsá. Þar var flöt
sandbreiða sem hlaut að vera
Sprengisandur. Austanvert við
sandinn voru sandeyrar eða aur-
ur. Ég var búinn að reikna út að
í ákveðinni kvos væri staður sem
fólk hefði áð í á öldum áður, þeg-
ar snjóþyngra var en nú og meiri
aurbleyta í sandinum. Eg tók
loftmyndir af þessum stað úr
flugvél sem fór með mig þarna
yfir.
Ég fann stórar vörður sem
merktu vað á Fjórðungskvísl.
Síðan reiknaði ég út stöðu
Sveina, en þeir eru nefndir í leið-
arlýsingunni og Kristján Eldjárn,
forseti, fann þá ári síðar, en
Sveinar eru hópur af smávörðum
á austurbakka Þjórsár.
Þegar ég fann þessa staði þá
hafði enginn maður vitað um þá
frá árinu 1740. Beinakerlingin
var full af beinum og ég fór með
nokkur vestur til Kanada til að
láta aldursgreina þau. Beinin
reyndust vera 355 ára gömul, eða
frá miðri 16. öld. Þau voru af
dauðum hestum. Beinakerlingin
er lítill hóll, mosavaxinn í vestur
og norður en í suðurátt og aust-
urátt var allur gróður brunninn
upp vegna uppblásturs."
- En þú hefur átt fleiri áhuga-
mál?
„Já, ég hef lengi haft gaman af
Eddunum. Ég velti því fyrir mér
hvort ekki lægju einhverjar stað-
reyndir að baki frásögnum þeirra
og hvort þær vísuðu til stjarnhim-
insins að einhverju leyti.
Til að kanna þetta skoðaði ég
rit Efrata og Súmera frá tímum
Persaveldisins, en þetta eru leir-
töflur ritaðar um 2000 árum fyrir
Kristsburð. Þarna koma fram
myndir sem lýst er í Eddunum og
hvergi annars staðar, svo vitað sé
til. Þarna er t.d. lýst heimstrénu,
Aski Yggdrasils, og erninum sem
hefur fálka á milli augnanna, en
Persar og Súmerar voru ekki á
einu máli um hvort kalla ætti
stjörnumerkið sem táknað var
þannig örn eða fálka. Biblíuskrif-
arar Hebrea kalla þetta sitt hvoru
nafninu en Snorri karlinn Sturlu-
son skellir þessu saman í eitt;
hann setti fálkann milli augnanna
á erninum! - hvernig svo sem það
samkomulag hefur verið.
Stjarnvísi í Eddum
Ég fann þrjú önnur atriði sem
aldrei fóru vestur á bóginn, inn í
klassíska stjörnufræði. Ég kalla
viðfangsefni af þessu tagi stjarn-
vísi, því þetta er blanda af
stjörnufræði og stjörnuspeki.
Ég hélt áfram að rannsaka
Eddurnar út frá fræðum Efrata
og fann margar lausnir í því
sambandi. Ég hef nú ritað tvær
bækur um þessi efni. Haraldur
Bessason, háskólarektor, hvatti
mig á sínum tíma til að gefa fyrir-
lestra mína um þessi mál út í
bókarformi. Ég fékk aðstöðu til
að stunda fræðimennsku í tengsl-
um við stjarnvísindadeild Mani-
toba-háskóla. Síðar fór ég til
Washington á fyrstu alþjóðlegu
ráðstefnuna um þjóðsagnastjarn-
fræði, en hún var haldin á vegum
Smithsoninan Institute þar í
borg. Þar voru fluttir 72 fyrir-
lestrar á 5 dögum, en ég var sá
eini sem flutti efni frá Evrópu-
landi.
Bækurnar eru tvær, sem ég hef
ritað um þessi efni. Sú fyrri er
ensk og verður gefin út á vegum
Manitoba-háskóla. Hin er stytt
útgáfa af þeirri ensku, hún kemur
út næsta haust hjá Skjaldborg og
nefnist Stjarnvísi í Eddum.
Bernskuminningar mínar koma
einnig út hjá Skjaldborg fyrir jól-
in 1990, þ.e. fyrra bindið af
tveimur.“
Kanada - Iand og þjóð
- Eru Véstur-íslendingarnir
ólíkir öðrum íslendingum?
„Þeir eru bersýnilega af sama
stofninum en hugsanaferill þeirra
er talsvert breyttur. Þeir tala þá
íslensku sem töluð var um alda-
mótin, dágóða íslensku, en þá
vantar mörg nýyrði sem hafa
komið síðan, t.d. sími, bifreið
o.s.frv. og nota þá enskuna í
staðinn. Þeir eru nokkuð íhalds-
samir í hugsunarhætti. Þetta fólk
skiptist eiginlega í tvo hópa;
bændur og fiskimenn í Nýja-ís-
landi og svo fræðimenn alls
konar. íslendingarnir vestra ber-
ast ekki mikið á en leggja mikið
af mörkum á mörgum sviðum
mannlífs, í stjórnmálum, vísind-
um, læknisfræði o.fl.
Ástæðan fyrir því að ég fór til
Kanada eftir stríðið var að víðast
hvar var búið að loka fyrir út-
lendinga í störf í heilbrigðisstétt-
unum vegna endurkomu her-
mannanna af vígvöllunum. Mér
var bent á að ekki væri verra að
stunda nám í Kanada en annars
staðar og fór því þangað.
Mér kom veðurfarið í Kanada
ákaflega mikið á óvart. Þegar ég
kom þangað fyrst var 38 stiga
frost, þegar ég steig út úr flugvél-
inni. Nú, svo var hitinn svo mikill
á sumrin að þegar maður fór út
úr sjúkrahúsinu var það eins og
að ganga inn í ofn að koma undir
bert loft, hitinn var rúmar 40
gráður á Celsíus.
Annað sem sló mig var fjalla-
leysið. Maður sér bæði allt og
ekki neitt í landi eins og Kanada.
Kanadamenn eru ákaflega
fastir í sínum sessi, þeir hafa ekki
mikinn áhuga á stjórnmálum.
Kosningar þar snúast oftast um
einhver smátriði, þeir gleymdu
t.d. flestum sínum þjóðarhags-
munum í síðustu þingkosningum,
þetta er næstum þvi eins slæmt og
í Bandaríkjunum. Það var ekki
gert neitt af því að nota þau fjöl-
mörgu mál sem skiptu verulegu
máli fyrir hagsmuni þjóðarinnar.
Ef eitthvað getur gert þá reiða
þá eru það umræður um viðskipti
eða skatta á almenning. Ég kann
annars ágætlega við Kanada-
menn, en þeir fara stundum í
taugarnar á mér,“ sagði Björn að
lokum og hló. EHB
Margir Norðlendingar sem komnir eru á efri ár kannastvið Björn
Jónsson, lækni frá Sauðárkróki. Flestir þekkja hann þó betur
undir nafninu Bjössi bomm, en hann var ekki nema tveggja eða
þriggja ára þegar hann fékk það viðurnefni, að sögn eftir
Bombardiusi, rómverskum keisara. Hann lét af læknisstörfum
fyrir þremur árum en hefur fengist við fræðimennsku af ýmsu
tagi. Bjössi bomm lætur gamminn geysa um ævi og störf í helgar-
viðtali.
Texti og myndir: Egill H. Bragason