Dagur - 08.04.1989, Síða 5

Dagur - 08.04.1989, Síða 5
Laugardagur 8. apríl 1989 - DAGUR - 5 Fréttagetraun liðins mánaðar Pá er komið að fréttagetraun marsmánaðar. Nýr skammt- ur afskringilegum spurning- um til gagns og gamans. Sem fyrr eru spurningarnar tengdar efni Dags í liðnum mánuði og eru þrír svar- möguleikar gefnir upp en aðeins eitt svar er rétt við hverja spurningu. Vinsam- legast fyllið út svarseðilinn hér á síðunni og sendið okkur. Skilafrestur er til 2. maí, enþá verða þrírseðlar dregnir út og hinir heppnu fá vöruúttekt í viðurkenningar- skyni. 1) Hvaða leið beittu nemendur í 9. bekk GA til þess að afla fjár fyrir skólaferðalag? (1) Þeir söfnuðu áheitum með því að skríða upp í Hlíðarfjall og renna sér síðan á bakinu niður í bæ. (X) Nemendurnir gengu um miðbæ Akureyrar að kveldi 1. mars og söfnuðu bjórdósum gegn greiðslu frá Akureyrarbæ. (2) Þeir söfnuðu fé með því að stunda maraþonsnúsnú á sal skólans. 2) „Það er voðalega vond lykt af þessu,“ sagði Gunnar Bryn- jólfsson í fyrirsögn á baksíðu Dags. Af hvaða tilefni sagði hann þetta? (1) Gunnar var fyrsti viðskipta- vinur ÁTVR á Akureyri 1. mars og þetta hafði hann að segja við blaðamenn um bjórinn sem hann keypti. (X) Þessi vonda lykt tengdist vél- sleða sem þótti óvenju kraftmik- ill í vélsleðakeppni í Mývatns- sveit. (2) Gunnar var að kanna unnar kjötvörur í matvöruverslunum þegar hann kvað upp þennan dóm. 3) Hver sagði og af hvaða tilefni: „Þetta er gamaldags og illgirnislegt sjónarmið . . .“? (1) Ónefndur unglingur sem fékk ekki inngöngu í Dynheima sakir ölvunar. Viimingshafar febrúarmánaðar Þrír svarseðlar hafa verið dregnir út fyrir fréttagetraun febrúarmánaðar og komu þessi nöfn upp: Barbara Geirsdóttir, Akurgerði 3d, Akureyri. Jón H. Pálsson, Norðurgötu 5, Siglufirði. Sveinn Hjálmars- son, Arnarsíðu 8e, Akureyri. Vinningshafarnir fá senda úttektarmiða í viðurkenningar- skyni. Rétt röð í fréttagetraun febrú- armánaðar var þessi: 1) 1 2) 1 3) 2 4) X 5) X 6) X 7) 2 8) 1 9) 1 10) 2 11) 1 12) 2 Þátttaka í getrauninni var mjög góð og það var ánægjulegt að svarseðlar bárust mjög víða af Norðurlandi. Dagur þakkar öll- um sem sendu inn svör fyrir þátt- tökuna. SS (X) Bjarni Ásgeir Jónsson, stjórnarmaður í Félagi kjúklinga- bænda, vegna ummæla Jóhannes- ar Gunnarssonar í garð kjúkl- ingaframleiðenda. (2) Vilhelm Ágústsson, er bæjar- stjórn Akureyrar synjaði Lind- inni um léttvínsleyfi. 4) Hvað var óvenjulegt við fund bæjarstjórnar Akureyrar 7. mars? (1) Hann stóð aðeins yfir í 12 mínútur vegna þess hve fá mál voru á dagskrá. (X) Konur voru í meirihluta bæjarstjórnarmanna. (2) Umræður um snjó og snjó- mokstur settu dagskrá fundarins úr skorðum og var bæjarfulltrú- um mjög heitt í hamsi. 5) Hvaða farartæki vildu Borg- aratlokksmenn fá til landsins? (1) Dvergkafbát. (X) Skriðdreka. (2) Stýriflaug með kjarnaoddi. 6) „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður og þykir mér mikill heiður sýndur.“ Hver mælti svo og af hvaða tilefni? 1) Jón Sæmundur Sigurjónsson alþingismaður þegar Sölusamtök lagmetis buðu honum í kynnis- ferð í lagmetisfyrirtækin. (X) Bjarni Hafþór Helgason sjónvarpsstjóri er tvö lög eftir hann komust í undanúrslit Söngvakeppni íslands 1989. (2) Svavar Gestsson mennta- málaráðherra er honum var boð- ið að vera í helgarviðtaii Dags. 7) Byggingafyrirtæki á Dalvík mun væntanlega byggja þjón- ustu- og iðanaðarhús í sumar. Hvað heitir þetta fyrirtæki? (1) Viðar hf. (X) Sög sf. (2) Hilmar hf. 8) Hvaða útgerðarfyrirtæki sýndi áhuga á Bessa ÍS 410 frá Súðavík? (1) Þormóður rammi á Siglufirði. (X) Útgerðarfélag Kaupfélags Eyfirðinga í Hrísey. (2) Útgerðarfélag Norður-Þing- eyinga á Þórshöfn. 9) Hver sagði: „Ég læt mig hafa það að fara á milli, það er ekkert mál“? (1) Jón Sæmundur Sigurjónsson alþingismaður um lagmetisferðir sínar innanlands og til Þýska- lands. (X) Flutningabílstjóri á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur mælti svo í tilefni ófærðarinnar. (2) Trausti Þorsteinsson, skóla- stjóri á Dalvík og nýskipaður fræðslustjóri Norðurlandsum- dæmis eystra. 10) Hverju mótmæltu íbúar við Munkaþverárstræti á Ak- ureyri? (1) Ákvörðun bæjaryfirvalda um að færa bílastæðin austur yfir götuna. (X) Ákvörðun bæjaryfirvalda um að færa bílastæðin vestur yfir götuna. (2) Ákvörðun bæjaryfirvalda um að hafna beiðni um að færa bíla- stæðin úr götunni. 11) Neysla á hverju breiðist ört út samkvæmt frétt Dags? (1) Kjötfarsi og káli. (X) Ámfetamíni og kókaíni. (2) Bjór og brennivíni. 12) Hvað sagði Jón Ásbergs- son forstjóri Hagkaupa um ,,kjúklingastríðið“ í samtali við Dag? (1) „Við munum að sjálfsögðu hætta að selja kjúklinga enda teljum við hugmyndir Neytenda- samtakanna skynsamlegar eins og verðlagsmálum er háttað í dag.“ (X) „Ekki undir neinum kring- umstæðum hættum við að bjóða upp á kjúklinga því við lítum svo á að það sé ákvörðun neytenda hvort þeir hætti að kaupa kjúkl- inga.“ (2) „Ákvörðun liggur ekki fyrir af okkar hálfu en við höfum rætt við forsvarsmenn annarra stór- verslana og væntanlega mun sam- eiginleg yfirlýsing verða gefin út innan skamms.“ SS 1. Svarseðill (1, X eða 2) 7 2. 8. 3. __ 9. 4. 10. 5. _ 11. 6. 12. Nafn: Heimilisfang: Sími: Utanáskriftin er: Dagur - fréttagetraun, Strandgötu 31 • Pósthólf 58 • 602 Akureyri ERTÞÚ ÍBÚÐAREIGANDI í GREIÐSLU- ERFIÐLEIKUM? Ef svo er, þá átt þú sennilega aðeins um þrjá kosti að velja, til að leysa þá. 1. Létta greiðslubyrði lána þinna. 2. Auka greiðslugetuna. | 3. Selja íbúðina. O) > GREIÐSLUBYRÐIN MINNKUÐ Greiðslubyrði lána léttist ef lánstími er lengdur. Ef lang- tímalán fæst svo hægt sé að greiða uþþ skammtimalán, þá dreifast afborganir yfir lengri tíma, og þar með léttist greiðslubyrðin. Heildarskuldir eru þær sömu, en auðveldara getur verið að standa í skilum. GREIÐSLUGETAN AUKIN Greiðslugetu er unnt að auka með því að auka tekjur eða minnka framfærslukostnað. Sennilega geta fæstir aukið tekjur sínar í einni sviþan en aðra sögu getur verið að segja af framfærslukostnaði. Sumir geta án efa dregið úr ýmsu sem kallað er nauðsynjar, aðrir geta það líklega ekki. ÍBÚÐIN SELD Að selja íbúð vegna greiðslu- erfiðleika getur verið eina úr- ræði íbúðareigenda. Betra er að taka þá ákvörðun fyrr en seinna. Ef þú ert íbúðareigandi í greiðsluerfiðleikum, leitaðu þá aðstoðar fagmanna við að meta hvaða leiðir þér eru færar. STARFSFÓLK RÁÐGJAFA- STÖÐVARINNAR ER REIÐUBÚIÐ AÐ AÐSTOÐA ÞIG RÁÐGIAEASTOÐ HUSf^EÐíSSTOeíUMAR Slys gera ekki^- boð á undan sér! uÁ :

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.