Dagur - 19.04.1989, Blaðsíða 4
4- ÐAQUR- Miðvikudagur 19. april 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 80 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960),
EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Vandinn í hnotskum
í Degi í gær var skýrt frá afkomu þriggja fyrir-
tækja á síðasta ári. Tvö þeirra voru rekin með
bullandi tapi en eitt með hagnaði. Tvö þeirra
bjuggu við versnandi eiginfjárstöðu á síðasta ári
en það þriðja bætti eiginfjárstöðu sína um 30%.
Það er engin tilviljun að fyrirtækin sem rekin
voru með tapi teljast bæði til undirstöðufyrir-
tækja í sjávarútvegi og eru burðarásar atvinnu-
lífs í sínu byggðarlagi. Eina fyrirtækið af þessum
þremur sem skilaði hagnaði er hins vegar pen-
ingastofnun.
Þessi þrjú fyrirtæki eru Þormóður Rammi og
Sigló h.f. í Siglufirði annars vegar en Sparisjóður
Svarfdæla á Dalvík hins vegar. Þessi fyrirtæki eru
einungis tekin sem dæmi hér vegna þess að
afkoma þeirra á síðasta ári er táknræn fyrir það
ástand sem ríkt hefur undanfarna mánuði í efna-
hags- og atvinnulífi landsmanna. Það hefði allt
eins verið hægt að taka nánast hvaða sjávarút-
vegsfyrirtæki annað í landinu sem dæmi og ein-
hverja peningastofnun aðra en Sparisjóð Svarf-
dæla. Niðurstaðan hefði orðið sú sama.
Sigló h.f. hefur sem kunnugt er þegar verið
lýst gjaldþrota. Heildarvelta félagsins á síðasta
ári var 288 milljónir króna. Þar af voru laun og
launatengd gjöld 41 milljón en vaxtagjöld og
verðbætur 78 milljónir króna og tap vegna
gengismunar 16 milljónir. Vaxtagjöld og verð-
bætur voru sem sagt nær helmingi hærri en sú
upphæð sem fór í að greiða laun og launatengd
gjöld!!
Þormóður Rammi tapaði á síðasta ári 136,7
milljónum króna. Tapið á útgerðinni nam 51,8
milljónum en tapið á fiskvinnslunni um 84,9
milljónum króna. Fjármagnskostnaður fyrir-
tækisins var 160 milljónir króna á síðasta ári en
26,2 milljónir króna árið 1987. Vaxtagjöld, verð-
bætur og gengismunur voru samtals 261 milljón
á síðasta ári samanborið við 111 milljónir árið
1987. Með hliðsjón af þessum tölum þarf engan
að undra þótt verulegur taprekstur hafi orðið á
síðasta ári hjá þessu annars ágæta fyrirtæki.
Sparisjóður Svarfdæla kom út með 9,7 milljónir
króna í hagnað á síðasta ári, fyrir skatta, en eftir
skatta nam hagnaðurinn 5,3 milljónum króna.
Eigið fé sjóðsins hækkað á sama tíma um 30%.
Sparisjóður Svarfdæla er ellefti stærsti sparisjóð-
ur landsins og er ánægjulegt til þess að vita að
afkoma fyrirtækisins á síðasta ári hafi verið svo
góð sem tölurnar hér að ofan bera með sér.
í þessum tölum endurspeglast vandi íslensks
efnahags- og atvinnulífs um þessar mundir.
Undirstöðuatvinnuvegunum blæðir til ólífis en
peningastofnanir dafna sem aldrei fyrr. Sú
spurning gerist áleitin hvort ráðamenn þjóðar-
innar ætli að bíða þar til öll undirstöðuatvinnu-
fyrirtækin og allar peningastofnanirnar í landinu
hafa haldið aðalfundi, áður en þau trúa því sem
er að gerast í þjóðfélaginu. BB.
leiklist
Sólarferð hjá Leikfélagi Akureyrar:
Fjörið í fyrirrúim
Leikfélag Akureyrar: Sólarferð
Höfundur: Guðmundur Steinsson
Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir
Leikmynd og búningar: Gylfi Gislason
Hljóðmynd og tónlist: Þórólfur Eiríksson
Lýsing: Ingvar Björnsson
Sólarferð er kannski það sem
Leikfélag Akureyrar þurfti til að
rífa upp stemmninguna eftir
stormasamt leikár. Að öllum lík-
indum mun verkið laða að fleiri
áhorfendur en Skjaldbakan og
Virginía gerðu, jafnvel saman-
lagt, og leikhús lifir ckki án
áhorfenda. Reynslan sýnir að
Akureyringar vilja skemmta sér í
leikhúsi, ekki ígrunda alvarlegri
málefni eða takast á við lífshásk-
ann, og Sólarferð ætti að uppfylla
kröfur þeirra til skemmtilegrar
kvöldstundar.
Gott og vel. En þótt Sólarferð
lýsi spaugilegum uppákomum
blundar blessaður lífsháskinn
undir niðri. Við breyttar aðstæð-
ur koma ýmsir þverbrestir í Ijós,
bældar tilfinningar gjósa upp úr
undirvitundinni. Ég ætla þó að
gefa meistara Freud og lærisveini
hans Jung frí í þessari umfjöllun
en á mannamáli get ég sagt að í
ferð íslendinganna til Costa del
Sol koma upp óvænt atvik sem
þeir munu þurfa að kljást við
þegar heim kemur. Þá er maður
farinn að hugsa út fyrir verkið og
viðurkenna að Sólarferð skilur
meira eftir sig en brosviprur í
munnvikum.
Sögusvið leikritsins er Costa
del Sol, nánar tiltekið hótel.
Leikritið er í 7 þáttum og allir
þættir verksins eiga sér stað á
hótelherbergi Nínu og Stefáns,
nema 5. þáttur sem gerist á hótel-
herbergi Jóns og Stellu. Sögutím-
inn gæti verið í kringum árið 1976
þegar leikritið er skrifað, a.m.k.
samkvæmt fatnaði, tækjabúnaði
og öðrum ytri aðstæðum. Þessi
tími er hins vegar brotinn upp í
upphafi sýningar þegar Nína og
Stefán ræða um drykkjarföng og
Stefán segir eitthvað á þá leið að
þau eigi nægan bjór heima. Þá er
sögutíminn allt í einu orðinn árið
1989 og á mig virkaði þessi við-
bótarsetning sem stílbrot. Hafi
leikstjórinn hugsað sér að færa
leikritið fram til dagsins í dag þá
hefði Stefán fjandakornið ekki
átt að vera með svona gamaldags
upptökuvél, án þess þó að ég hafi
vit á þeim málum. Jón virtist hins
vegar vera með frekar nýmóðins
myndavél, en sögutíminn í heild
fannst mér ekki skýr.
Sólarferð snýst að mestu leyti
um hjónin Nínu og Stefán. Vina-
hjón þeirra, Jón og Stella koma
einnig við sögu svo og þriðju
hjónin, Pétur og Elín. Spænski
þjónninn Manolo er líka töluvert
í sviðsljósinu en aðrar persónur
hafa lítil áhrif á gang mála nema
þá Rut í 5. þætti.
Á raunsæjan hátt lýsir höfund-
ur þessari týpísku sólarlandaferð
íslendinganna, týpískum persón-
um og uppákomum. Sólbaðs- og
brennivínsdýrkun, magakveisa,
sóðaleg strönd, snubbóttar skoð-
unarferðir, stimamjúkur þjónn
sem kann hrafl í íslensku, tösku-
rugiingur, fáránlegur farangur,
óþolandi gestir; allt þetta kannast
Spánarfarar ábyggilega við. Að
mínu mati er þessi sólarlanda-
dýrkun hláleg og það viðhorf fær
stuðning með þessari útfærslu
Guðmundar Steinssonar. Mér
finnst verkið að mörgu leyti vera
háðsk ádeila á sólarlandaferðir
þrátt fyrir að margir hafi þvertek-
ið fyrir það.
Nína og Stefán eru ósköp
venjuleg hjón og aðrar persónur
eru líka ósköp venjulegar, enda
einkenni Guðmundar að fjalla
um hversdagslega atburði og
fólk, a.m.k. á yfirborðinu. Flækj-
an í Sólarferð er ekki stórbrotin
og átök einstaklinga hálfgert
aukaatriði eins og leikritið var
sett upp. En leikrit á bók og
leiksýning er auðvitað tvennt
ólíkt. Ég tel að Hlín Agnarsdótt-
ir hafi lagt meiri áherslu á gaman-
ið en alvöruna í þessari upp-
færslu. Brestirnir sem koma í
hjónaband Nínu og Stefáns eru
umhugsunarefni en heldur þykir
mér vera farið að slá í þennan
þátt eftir 14 ár. Það er ekkert
frumlegt við þessa flækju í dag,
né hinn niðursoðna túrisma, og
að þessu leyti finnst mér verkið
ekki eiga sama erindi til okkar í
dag og árið 1976.
Sjálfsagt hefur Hlín Agnars-
dóttir leikstjóri komið auga á
þessa veikleika og því lagt meiri
áherslu á skemmtanagildið. Það
þýðir kannski að Sólarferð skilur
minna eftir sig en ella, en hafi ég
á réttu að standa með áhersluna
þá hefur Hlín leyst verk sitt með
miklum ágætum. Þessi Sólarferð
er nefnilega bráðskemmtileg og
sumar uppákomurnar (og uppá-
ferðirnar!) óborganlegar. Leikar-
arnir voru líka yfirleitt í essinu
sínu á frumsýningunni, leikgleðin
og öryggið í fyrirrúmi, sem ekki
er algengt á frumsýningum.
Mest mæddi á Theodór Júlíus-
syni og Önnur S. Einarsdóttur í
hlutverkum Stefáns og Nínu. Þau
hafa áður leikið saman (Tevje og
Golda í Fiðlaranum) og virðast
kunna því ágætlega. Theodór
Háskólinn á Akureyri
- Byggðastefnumál
Þegar litið er á byggðaþróun síð-
ust ára blasa við ógnvekjandi
tölur. Tölurnar sjálfar segja þó
ekki alla söguna heldur sú stað-
reynd að ungt fólk hefur flykkst
af landsbyggðinni til Reykjavík-
ursvæðisins. Þar hefur verið
starfsvettvangur yngri og mennt-
aðri hluta þjóðarinnar og hefur
því landsbyggðin mátt búa við
atgervisflótta.
Árið 1975 skilaði nefnd seni
Ólafur Ragnar Grímsson núver-
andi fjármálaráðherra var for-
maður fyrir, og í voru meðal ann-
arra Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra, áliti um flutn-
ing stofnana frá Reykjavík. Þessi
nefnd var skipuð „til að kanna
staðarval ríkisstofnana og athuga
hverjar breytingar komi helst til
greina í því efni“ og skilaði hún
áliti sem nefnist Flutningur ríkis-
stofnana. Ef farið hefði verið eft-
ir áliti nefndarinnar að einhverju
leyti hefði byggðaþróun síðustu
ára vafalaust orðið nokkuð öðru-
vísi. í þessari skýrslu var gert ráð
fyrir að Eyjafjarðarsvæðið yrði
miðstöð mikillar uppbyggingar í
skólamálum. Leggur nefndin
m.a. til flutning á Kennarahá-
skóla íslands, Æfinga- og til-
raunaskólanum, Húsmæðra-
skólanum, Tækniskóla íslands og
verkfræðikennslu Háskóla ís-
lands (bls. 84 í nefndarálitinu) til
Eyjafjarðarsvæðisins. Þó ekki
liafi ennþá verið farið út í að
framkvæma tillögur nefndarinnar
um flutning ýmissa skóla frá
Reykjavík, hingað, hefur þó
nýlega eitt mjög mikilvægt gerst í
þá veru að styrkja hér skólastarf
en það er stofnun Háskólans á
Akureyri.
Nokkur veigamikil fjárhagsleg
atriði sem tengjast Háskólanum á
Akureyri nú eru framlög til skól-
ans á fjárlögum, byggingafram-
kvæmdir á vegum Félagsstofnun-
ar stúdenta og eyðsla nemenda
sem kemur að hluta úr Lánasjóði
íslenskra námsmanna.
Árið 1989 seni er annað heila
starfsár skólans hefur hann um 49
milljónir króna á fjárlögum.
Byggingaframkvæmdir á vegum
Félagsstofnunar stúdenta verða í
ár minnst 60-70 milljónir og
verða vonandi svipaðar næstu
árin. Erfitt er að segja til um
eyðslu nemenda en allavega er
ljóst að um þó nokkrar milljónir
er að ræða.
Hvernig skyldi uppbygging
Háskólans á Akureyri verða
næstu árin? Það fer allt eftir
áhuga allra þeirra sem málið
varðar. Ef litið er á það mögu-
lega er eðlilegt að skoða hvað
gert hefur verið annars staðar við
svipuð skilyrði og líta þá til þeirr-
ar uppbyggingar sem orðið hefur
í Tromsö í Norður-Noregi.
Árið 1968 samþykkti norska
Stórþingið að stofna Háskóla í
Tromsö. Það kemur fram í um-
ræðum Stórþingsins um þetta mál
að fyrst og fremst var um byggða-
stefnumál að ræða. Á þessum
tíma var verulegur fólksflótti frá
Norður-Noregi, og rök voru
leidd að því að byggð þar væri í
verulegri hættu.
Kennsla hófst í skólanum 1972
í bráðabirgðahúsnæði. Nú er
búið að byggja um 50000 fer-
metra húsnæði fyrir deildir skól-
ans og í byggingu er 50000 fer-
metra húsnæði læknadeildar og
sjúkrahúss.
Markmið háskólans þar er að
rannsóknir við stofnunina séu að
minnsta kosti sambærilegar rann-
sóknum við aðra háskóla í heim-
inum. Jafnframt eiga þær að
leysa tiltekin vandamál Norður-
Noregs. Margar deildir stunda
rannsóknir á heimskautasvæð-
inu. Árið 1988 var unnið að fimm
til sex hundruð rannsóknaverk-