Dagur - 19.04.1989, Síða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 19. apríl 1989
■ fe&i
onm
i
J
lnteinati0„al Training In ‘S*
isfils^lli^Sssssi
^“^tSS^'^^riálslnrar rrmrreön4n fordímaumhvers-
W^S-í^SK®51
xtsír^S'«?- : sa»9* -
* ió siiórna umræDum oþvingað- , ð
; ‘,ramfc;' "f sanntær'
inpu og öryggk .
★ Að leggja fram ^ “sveitar- cða bæjarfélagt
* Að skipufeggja stort i
★ Að stjórna fundi. „byggjandi orku.
k AO .
★ Að leggja fram ^\U^eitar- eða bæjarfélagt. , £rmina á 8Cr. Hætt ^wníréðf ríkjum. U™
léið oe félagsko"“m - irCeIP______________________________
_ .—■--- “ "* " "" ISnrKilrlnr C í m í n Y*rl nlii r.
Þórhildur Sigurðardóttir:
Þær eru öruggari með sig
Þórhildur Sigurðardóttir er í
stjórn ITC Flugu. Þórhildur er
heimilisfræðikennari og hús-
freyja í Haga, Aðaldal og í
haust er ár síðan hún gerðist
félagi í dcildinni. Þórhildur var
spurð hvort ekki væri inikið
mál að fara hálfsmánaðarlega
yfir vetrartímann úr Aðaldal á
fundi í Mývatnssveit.
„Nei, nei. Þetta er ekki svo
mikið mál, við erum 20-25 mínút-
ur á leiðinni og suma fundina
fáum við niður í Heiðarbæ eða
Ýdali. í haust var haldinn einn
fundur á Breiðintýri i Reykjadal,
því þar býr einn aðili í deildinni."
- Hvað hefur þú fengið út úr
því að vera með í þessum félags-
skap?
„Ég hef oft spurt mig að því.
Ég fór í þennan félagsskap fyrst
og fremst til þess að reyna að
þjálfa mig í því að koma fram.
Og fólk sagði: „Pú ert kennari og
ert þaulvön í að koma fram og
tala yfir fólki." En ég er það bara
ekki, þó að ég sé kennari. Ég á
mjög erfitt með að koma upp í
ræðustól og hef orðið fyrir því að
sjá ekki það sem ég hef skrifað á
blöð vegna þess að ég var svo
nervös, mig langar til að komast
yfir þetta. Eitt hefur þessi félags-
skapur gefið ntér: Ég er farin að
þora að segja hiklaust: „Nei. ég
veit betur,“ heima hjá mér, og
mér finnst það strax rnikil
framför. Gallinn er sá að ég
þyrfti að gefa mér miklu nteiri
tíma, bæði til.að setja saman það
sem ég ætla að flytja og til að læra
fundarsköp og það sem stendur í
handbókinni. Éf ég gerði það
gæti ég gert sjálfri ntér miklu
meira gagn.“
- Hefur þú ekki unnið til
viðurkenningar fyrir ræðu-
mennsku?
„Ég tók þátt í ræðukeppni
deildar og var þar í fyrsta sæti, þá
fylgja því eiginlega þær skyldur
að fara í ræðukeppni í ráði, og ég
fór suður og tók þátt í ræðu-
keppni á Hótel Sögu. Þetta var
undirbúin ræða og ég fékk að
velja um þrjú efni, hálfum mán-
uði áður en ég átti að flytja
ræðuna og mátti hafa skrifaða
ræðu. Mér þótti mjög skemmti-
legt að taka þátt í þessu, en hefði
ekki lagt í að fara óundirbúin og
eiga að draga um ræðuetni og
flytja síðan 5-8 mín. ræðu, eftir
fimm mínútur cða svo. Óundir-
búin ræða er trekar á undanhajdi,
því það gerist svo sárasjaldan aö
það þurfi að flytja svona langt
mál undirbúningslaust, þó oft
þurfi að segja álit sitt á einhverju
í 1-2 mín. ræðu."
- Hefur þú séö breytingu á
konurn eftir að þær hafa gcngið í
þennan félágsskap?
„Já, ég tel mig sjá breytingar á
konum sem gengu í deildina um
svipað leyti og ég; þær eru örugg-
ari með sig og þora meira.
Stundum þegar ég sit á þessum
Þórhildur Sigurðardóttir.
deildarfundum finnst mér að
formið sé óskaplega stíft og ég
finn að þetta pirrar mig. Petta er
náttúrlega rangt af mér því það
er ntjög hollt að reyna að aga sig
og læra reglur. Núna, þegar allir
mannasiöir, allar reglur og þess
háttar, eru heldur á undanhaldi,
held ég að þetta sé okkur hollt.
Og ég vildi óska þess að það væru
lleiri sem gætu gefið sér tíma til
þess að geta tekiö þátt í þessum
félagsskap og hugsuðu sem svo;
nú ætla ég að gera þetta fyrir
sjálfa mig. Við gerum þetta fyrir
sjálfar okkur og erum ekki alltaf
að flytja ræður um einhver
merkileg mál, heldur fyrst og
fremst að æfa okkur og vera þá
betur búnar til að taka þátt í
félagslífi annars staðar." IM
Sara Hólm.
og löngun til að taka þátt í starf-
inu. Fólk er ekki þvingað til neins
og er í sjálfsvald sett hvort það
tekur þátt í ræðukeppnunum eða
ekki."
- Nú eru það stundum býsna
stór verkefni sem þið eigið að
skila fyrir fundina, er starfið
tímafrekt?
„Stundum, en það er auðvitað
tímafrekast fyrir byrjendur. Ég
vil hvetja alla til að kynna sér
þennan félagsskap, og ekki láta
umtal um ræðuflutning fæla sig
neitt frá, því hann er ekki nema
lítill hluti af starfinu." IM
Sara Hólm:
„Þetta er góður félags-
skapur og þroskandf
Sara Hólm, húsfreyja aö Skóg-
um í Reykjahverfi hefur starf-
aö sem féiagi í ITC Flugu á
annaö ár. Hún var spurð
hvernig henni fyndist að vera í
félagsskapnum.
„Mér finnst það injög gott,
þetta er félagsskapur sent höfðar
til mín á margan hátt. Mér finnst
það mjög skemmtileg tilbreyting
að starfa í þessari deild og eigin-
lega mjög gefandi, því þetta er
góður félagsskapur og þrosk-
andi."
- Eftir hverju varst þú að
sækjast þegar þú gekkst í deild-
ina?
„Ég vissi eiginlega varla út í
hvað ég var að fara, held að ég
hafi helst verið að sækjast eftir
fróðleik og skemmtun."
- Hvað finnst þér þú hafa
fengið út úr starfinu?
„Pað er alltaf svolítið erfitt að
meta sinn eigin árangur. Kannski
er ég orðin örlítið betri hlustandi
og ég hugsa að ég geti staðið upp
án teljandi skelfingar, nánast
hvar sem er, og sagt nafnið niitt.
Mér finnst sjálfri að ég venji ntig
á skipulegri vinnubrögð og ef ég
er með verkefni á fundi kvíði ég
ekki fyrir því allan tímann á ntilli
funda. Fundirnir eru góð hvíld
frá daglegu amstri, þar þarf ekki
að taka neinar ákvarðanir heldur
aðeins njóta líðandi stundar. Ég
cr ekki búin að starfa mjög lengi
og vona að ég eigi eftir að bæta
sjálfa mig mikið."
- Hefur þú séð mikla breyt-
ingu á konum eftir að þær hafa
gengið í félagið?
„Já, ég hef séð feiminn félaga
breytast í fyrsta flokks ræðu-
manneskju. Eftir að fólk hefur
setið tvo fundi hjá deildinni má
það sækja um inngöngu. Nýir
félagar fá góðan aðlöðunartíma í
félagsskapnum og verkefni eftir
því sem þeir treysta sér til. Yfir-
leitt er fólk ekki búið að sitja
marga fundi þegar vaknar áhugi
Sc
„Þaðl
að sta
Sólveig Sveina Sveinbjörns-
dóttir er forseti ITC deildar-
innar Flugu. Sólveig býr í Kís-
iliðjuþorpinu í Mývatnssveit,
er húsmóðir en vinnur hálfan
daginn á skrifstofu Hótels
Reynihlíöar. I fundarhléi gaf
hún sér til tíma til að svara
nokkrum spurningum blaða-
manns, sem fyrst spurði hvern-
ig félagsskap hér væri um að
ræða.
„Þessi félagsskapur er aðallega
uppbyggður á því að maður er að
þjálfa sjálfan sig. Ekki er um að
ræða líknarstarfsemi eða neitt
þannig, þetta er eingöngu til að
byggja upp mann sjálfan; að
koma fram, þora að tjá sig, segja
sínar skoðanir, læra að mynda
sér skoðanir og koma þeint á
framfæri.“
- Er félagsskapurinn eingöngu
fyrir konur?
„Það er enginn karl genginn i
þessi samtök hér á landi, en við
erum búnar að opna þau fyrir
karlmönnum líka. Þeim er heimil
þátttaka en það hcfur enginn
karlmaður sótt um inngöngu í
okkar deild ennþá, og hvergi á
landinu, mér vitanlega."
- Hvernig er staðið að félaga-
öflun?
„Við höldum kynningarfundi,
þar kynnum við félagsskapinn og
hvetjum konur til að koma, ger-
um þeim Ijóst að við erum ein-
göngu að vinna fyrir okkur
sjálfar. Það er hverjum sem er
heimilt að óska eftir inngöngu í
deild og það er síðan deildarinn-
ar að samþykkja inntökuna.“
- Félagsskapurinn gekk áður
undir nafninu Málfreyjur, eruð
þið hættar að nefna ykkur það?
„Þegar deildirnar voru opnað-
ar fyrir bæði kynin var það nafn
fellt niður, því karlar þóttu ekki
geta nefnst freyjur. Það var því
ákveðið af landssamtökunum að
nota þessa erlendu skammstöfun
I.T.C. sem notuð er um allan
Félagskonur sem mættu á fundinn.