Dagur - 19.04.1989, Side 9
Miðvikudagur 19. apríl 1989 - DAGUR - 9
ilveig Sveina Sveinbjörnsdóttir, forseti ITC Flugu:
íefur gert mér mikið gott
trfa í þessum félagsskap
heim en hún stóð upphaflega
fyrir: International Toastmistress
C!ubs.“
- Ykkar deild heitir Fluga.
hvernig er það nafn til komið?
„Þetta var eitt nafnið sem kom
upp þegar velja átti nafn á deild-
ina. Nú, allar flugurnar í
Mývatnssveit komu upp í
hugann, því upphaflega voru það
eingöngu konur úr Mývatnssveit
sem stofnuðu þessa deild.
Deildin var stofnuð 9. febrúar
1984. Nú eru félagar 16 og koma
úr fjórum sveitum; Mývatnssveit,
Reykjahverfi, Aðaldal og Reykja-
dal.“
- Eru deildirnar á landinu
margar?
„Það eru 23 deildir á landinu
og okkur er skipt niður í þrjú
ráð, sem svo kallast. Það eru
þrjár deildir norðanlands, ein hér
og tvær á Akureyri. Það eru einar
tvær deildir á Snæfellsnesi og
nokkrar á Vestfjörðum. Við
erum í ráði með deildunum á
Akureyri og höfum mest sam-
skipti við þær ásamt með þrem
deildunt á Stórreykjavíkursvæð-
inu.“
- Er mikið starf hjá ykkur?
„Já, þetta er mikið starf. Við
höldum fundi hálfsmánaðarlega,
frá september og fram í maílok.
Það eru allt skipulegir fundir með
þjálfunardagskrá, sem reynt er
að byggja upp þannig að hver
kona fái tækifæri til að tjá sig, og
að hún fái þar verkefni við sitt
hæfi eftir því hvað hún er komin
langt.“
- Hvað hefur þú verið lengi í
deildinni?
„Ég er einn af stofnendum
hennar.“
- Hvað hefur þessi félagsskap-
ur gefið þér?
„Það hefur gert mér mikið gott
að starfa í þessum félagsskap. Ég
þori nú orðið að segja mína skoð-
um innan um fólk, en maður
gerði það ekki beint á almennum
Sólveig Sveina Sveinbjörnsdóttir formaöur ITC Flugu.
farið á fundinum og hvað henni
hefur fundist betur mega fara,
þetta er mat þessarrar manneskju
en ekki neinn allsherjar dómur.
Þetta hefur gert okkur virkilega
gott, maður gætir líka að sér,
hugsar að maður ætli ekki að fá
gagnrýni, reynir að vanda sig og
koma betur undirbúinn. Við
erunt orðnar ógurlega krítískar á
ýmislegt sem við sjáum í ræðu-
stólum, sérstaklega hjá alþingis-
mönnunum."
- Er gaman að starfa í þessum
félagsskap?
„Það er virkilega gaman. Þetta
er samheldinn hópur og allar
stefna að sama markmiði, að
gera eins vel og hver og ein getur.
Mér finnst það afrek hvað þessar
konur úr öðrum sveitum hafa
verið duglegar að drífa sig og
koma á fundi í Mývatnssveit, og
við erum að reyna að koma á
nróts við þær og halda fundi í
þeirra sveitarfélögum. Mér finnst
það sýna best hvað þessi félags-
skapur gefur fólki; að þær skuli
leggja þetta á sig. Það liggur mik-
il vinna á bak við félagsstörfin,
við þurfum ekki endilega að hafa
svo mikinn tíma, heldur að
skipuleggja okkar tíma og gefa
okkur tíma til að vinna verkefn-
in. Við fáum þau með í það
minnsta hálfs mánaðar fyrirvara,
þannig að við ættum að geta
fundið okkur tíma til að vinna
þau.“ 1M
fundum áður. Það hefur verið
leitað aðeins til okkar varðandi
fundarstjórnun, ritun fundar-
gerða og þess háttar, því fólk veit
að við vinnum að þessu. Við les-
um okkur til og svo reynum við
að leiðbeina hver annarri. í lok
hvers fundar fer fram svokallað
hæfnismat, þá segir ein af okkur
sína skoðun á því sem fram hefur
Mynd: IM
til Á 1 Opið 1 kl. 20 i kvöld
I HAGKAUP 1 Akureyri
AKUREYRARBÆR
Sumarstarf (Nordjobb)
í Lahiti,
vinabæ Akureyrar, í sumar
( sumar bjóöast ungu fólki (18-22 ára) fjögur störf á
vegum vinabæjar Akureyrar í Finnlandi. Er þar um
aö ræöa störf á vegum mismunandi stofnana bæjar-
félagsins í Lahti.
Störf þessi, svo og ferðamöguleikar, veröa á sama
grundvelli og önnur „Nordjobb“-störf, sem bjóðast.
Umsóknarfrestur um þessi störf er til 25. apríl n.k.
Nánari upplýsingar hjá Norrænu upplýsingaskrifstof-
unni, Strandgötu 19 b. Sími 27599.
Menningarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Leikföng
til sumargjafa