Dagur - 19.04.1989, Page 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 19. apríl 1989
f/ myndasögur dogs ~jS
ARLAND
Hvað ert þú
með á
höfðinu Lísa?
Þetta er marglitt ennisband
Daddi... í tísku núna ...
er þetta ekki töff?
Mmm ... sko ... ef þú vilt
mitt einlæga álit Lísa ... mér
finnst það hallærislegt.
___________
alvöru?.
Mmm ... þú hefur sjálfsagt rétt fyrir þér. . .
ég býst við að það sé dálítill munur á töff og
hallærislegun
ANDRÉS ÖNP
HERSIR
# Ný fjáröfl-
unarleið hjá
Leikfélaginu
Lelkfélag Akureyrar frum-
sýndi leikritið Sólarferð eftir
Guðmund Steinsson við
góðar undirtektir frumsýn-
ingargesta á föstudaginn.
Það er ekki nema gott um
það að segja en það vakti
athygli gesta að tveir vel
vélvæddir Ijósmyndasmiðir
festu alla á filmu sem stigu
inn í salinn. Að sýningu lok-
inni var búið að framkalla
allar myndirnar og gafst
fólki tækifæri til að kaupa
mynd af sjálfu sér fyrir 200
krónur, og að sögn átti
ágóðinn af þessari sölu að
ganga til leikfélagsins.
Myndunum var still upp við
útganginn og myndaðist
mikili slönguháls á meðan
var verið að sannfæra fólk
að það þyrfti að eiga minja-
grip frá þessari frumsýn-
ingu. Þeir sem ekki vildu
kaupa mynd þurftu hins
vegar að bíða lon og don
eftir því að komast út því
hvorki gekk né rak í stigan-
um.
Upphæðin er í sjálfu sér
ekkert mjög há en umsjón-
armanni S&S finnst skrýtið
að Leikfélagið þurfi að falla
niður á sama plan og
grísaveisluhaldarar suður á
Spáni til þess að hala inn
aura. Leikfélagið fær 25
miljónir í styrk frá ríki og
bæ, auk þess að fá tekjur af
aðgöngumiðasölu, og ætti
sú upphæð að duga til þess
að reka eitt stykki leikfélag.
# Allirá Andrés
Vert er að minna fólk á að á
morgun hefst í Hlíðarfjalli
fjölmennasta skíðamót’
sem haldið er hér á landi.
Hinir svo kölluðu Andrésar
Andar leikar. Þar keppa
börn á aldrinum 7-12 ára og
er mikið um að vera i bæn-
um þessa dagana. Kepp-
endur eru hvorki fleiri né
færri en rúmlega 600 og er
það vel þess virði að bregða
sér upp í fjall og fylgjast
með keppni í þessum
yngstu aldursflokkum því
keppnisandinn er svo mikill.
1
dogskrá fjölmiðla
Ríkissjónvarpiö sýnir í kvöld kl. 23.35 mynd með bandaríska jassistan-
um Dizzie Gillespie á hljómleikum á Kúbu.
Sjónvarpið
Midvikudagur 19. apríl
sídasti vetrardagur
16.30 Fræðsluvarp.
1. Leirkastalar.
Fræðslumynd um heimkynni og bú ter-
mítans.
Lýst er verkaskiptingu, skipulagi og æxl-
un í termítabúinu og þeim boðleiðum sem
termítar búa við.
2. Alles Gute.
21. þáttur.
Þýskukennsla fyrir byrjendur.
18.00 Töfragluggi Bomma.
18.50 Táknmálsfréttir.
19.00 Poppkorn.
19.25 Leðurblökumaðurinn.
19.54 Ævintýri Tinna.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Sumardagskrá Sjónvarpsins.
Kynning á því heista sem verður á
dagskrá Sjónvarpsins á sumri komanda.
21.00 Á tali hjá Hemma Gunn.
Meðal fjölmargra gesta í þessum síðasta
þætti vetrarins má nefna Ómar Ragnars-
son, Ragnar Bjamason, Lúdó-sextett og
Stefán, Víkingabandið frá Færeyjum að
ógleymdum Hljómum frá Keflavík.
22.15 Flugsaga.
(Tail of a Tiger.)
Áströlsk sjónvarpsmynd um tólf ára
dreng sem lendir í útistöðum við klíkuna í
hverfinu.
Hann kynnist manni sem er að gera upp
gamla flugvél og í sameiningu reyna þeir
að koma vélinni á loft.
Aðalhlutverk: Gordon Poole, Caz
Lederman og Grant Navin.
23.35 Dizzie Gillispie á Kúbu.
Bandaríski jassistinn Dizzie Gillespie á
hljómleikum á Kúbu.
01.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Sjónvarp Akureyri
Miðvikudagur 19. apríl
15.45 Santa Barbara.
16.30 Sex á einu bretti.
(Six Pack.)
Lauflétt gamanmynd.
Kenny Rogers leikur kappaksturshetju
sem dagar uppi með sex ráðagóða mun-
aðarleysingja.
Aðalhlutverk: Kenny Rogers, Diane Lane,
Erin Gray og Barry Corbin.
18.15 Topp 40.
19.19 19:19.
20.30 Skýjum ofar.
(Reaching for the Skies.)
9. þáttur.
21.35 Af bæ í borg.
(Perfect Strangers.)
22.00 Spenna i loftinu.
(Thin Air.)
Nýr breskur spennumyndaflokkur í fimm
þáttum.
22.55 Viðskipti.
23.25 Aprílgabb.
(April Fool’s Day.)
Ung stúlka býður nokkrum skólasystkin-
um sínum til dvalar á heimili foreldra
sinna á afskekktri eyju. Allt gengur
snurðulaust fyrir sig fyrsta kvöldið en
morguninn eftir vantar eitt ungmennið.
Upp frá því fara þau að týna tölunni hvert
á fætur öðru.
Aðalhlutverk: Jay Baker, Deborah Fore-
man, Deborag Goodrich og Ken Olandt.
Alls ekki við hæfi barna.
00.45 Dagskrárlok.
Rásl
Miðvikudagur 19. apríl
6.45 Veðurfregnir • Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið
með Ingveldi Ólafsdóttur.
Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að
loknu fréttayfirliti kl. 8.30.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn.
„Glerbrotið" eftir Ólaf Jóhann Sigurðs-
son.
Anna Kristin Arngrímsdóttir les (3).
9.20 Morgunleikfimi.
9.30 íslenskur matur.
9.40 Landpósturinn - Frá Austurlandi.
Umsjón: Haraldur Bjarnason.
10.00 Fréttir • Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Óskastundin.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur.
11.53 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn - Öldrunarþjónusta á
Akureyri.
Umsjón: Helga Jóna Sveinsdóttir. (Frá
Akureyri.)
13.35 Miðdegissagan: „Riddarinn og
drekinn" eftir John Gardner.
Þorsteinn Antonsson þýddi.
Viðar Eggertsson les (13).
14.00 Fréttir ■ Tilkynningar.
14.05 Norrænir tónar.
14.30 íslenskir einsöngvarar og kórar.
15.00 Fréttir.
15.03 Hugvit til sölu.
15.45 Þingfréttir.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Haydn og
Schubert.
18.00 Fréttir.
18.03 Á vettvangi.
Tónlist • Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.32 Kviksjá.
20.00 Litli barnatiminn.
20.15 Tónskáldaþingið í Paris 1988.
21.00 Að tafli.
21.30 Frambaldsskólafrumskógurinn.
Umsjón: Ásgeir Friðgeirsson.
22.00 Fréttir ■ Dagskrá morgundagsins •
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Mímósur og með því.
23.10 Djassþáttur.
- Jón Múli Ámason.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur.
01.00 Veðurfregnir.
Rás 2
Miðvikudagur 19. apríl
7.03 Morgunútvarpið.
9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun.
- Eva Ásrún Albertsdóttir.
11.03 Stefnumót.
- Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það
sem neytendur varðar.
12.00 Fréttayfirlit * Auglýsingar.
12.15 Heimsblöðin.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Umhverfis landið á áttatíu.
Gestur Einar Jónasson leikur þraut-
reynda gullaldartónlist og gefur gaum að
smáblómum í mannlífsreitnum.
14.05 Milli mála.
Óskar Páll á útkíkki.
16.03 Dagskrá.
18.03 Þjóðarsálin.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 ÍJþróttarásin.
22.07 A rólinu
með Önnu Björk Birgisdóttur.
01.10 Vökulögin.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og
4.30.
Fréttir eru sagðar kl. 2,4, 7, 7.30,8, 8.30,
9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19,
22 og 24.
Ríkisútvarpið á Akureyri
Miðvikudagur 19. april
8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
Bylgjan
Miðvikudagur 19. apríl
07.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor-
steinsson
með morgunþátt fullan af fróðleik, frétt-
um og ýmsum gagnlegum upplýsingum
fyrir hlustendur, í bland við góða morgun-
tónlist.
10.00 Valdís Gunnarsdóttir.
Valdís er með hlutina á hreinu og leikur
góða blöndu af þægilegri og skemmtilegri
tónlist eins og henni einni er lagið.
14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson.
Óskalögin, kveðjurnar, nýjustu lögin,
gömlu góðu lögin - allt á sínum stað.
Bjarni Ólafur stendur alltaf fyrir sínu.
18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst
þér?
Hvað er efst á baugi? Þú getur tekið þátt
í umræðunni og lagt þitt til málanna í
síma 611111. Þáttur sem dregur ekkert
uridan og menn koma til dyranna eins og
þeir eru klæddir þá stundina.
Steingrímur Ólafsson stýrir umræðunum.
Fréttir kl. 8, 10, 12, 14, 16 og 18.
Fréttayfirlit kl. 9, 11, 13, 15 og 17.
19.00 Freymóður T. Sigurðsson.
Meiri tónlist - minna mas.
20.00 Sigursteinn Másson.
Ný - og góð tónlist, kveðjur og óskalög.
24.00 Næturdagskrá.