Dagur - 19.04.1989, Side 13

Dagur - 19.04.1989, Side 13
Miðvikudagur 19. apríl 1989 - DAGUR - 13 Stjórn Landssambands kúabænda. Frá vinstri: Guðmundur Þorsteinsson, Skálpastöðum, Borgarfírði, Oddur Gunn- arsson, Dagverðareyri, Eyjafirði, Guðmundur Lárusson, Stekkum, Arnessýslu, Halldór Guðmundsson, Holti, Svínadal, A-Húnavatnssýslu, Sturlaugur Eyjólfsson, Efri-Brunná, Dalasýslu. Mynd: Torfi F. ólafsson. Árleg fjáröflun Kvenfélagsins Hlífar Merkjasala hefst síðasta vetrardag Fjölskyldusamkoma á Hótel KEA sumardaginn fyrsta kl. 15. Kaffihlaðborð, skemmtiatriði og happdrætti. Allur ágóði rennur til Barnadeildar FSA. Atvinna ■ Bleiki fíllinn - Pizza Elefant Hafnarstræti 100. Starfsfólk óskast í ýmis störf. Nánari upplýsingar á staðnum eftir kl. 18.00. Aðalfundur Landssambands kúabænda: Mjólkurframleiðslan nú í samræmi við eftirspum - fyrirsjáanleg offramleiðsla á nautgripakjöti verði ekkert að gert Aðalfundur Landssambands kúabænda 1989 var haldinn fyrir skemmstu í Reykjavík. A fundinn mættu fulltrúar frá öll- um svæðafélögum kúabænda en þau eru nú 15 talsins. I ræðu fráfarandi formanns Landssambands kúabænda, Harðar Sigurgrímssonar, kom fram að staða mjólkurfram- leiðslunnar er viðundandi um þessar mundir, þ.e. að fram- Íeiðsla á mjólk er í samræmi við eftirspurn. Á fundinum kom fram að undanfarið hefur framleiðsla á nautgripakjöti haldist í hendur við eftirspurn en svo virðist sem mikið hafi verið sett á af kálfum að undanförnu og því þarf að g&X Heilsum sumri með \ félagsvist í Húsi aldraðra I fímmtudaginn 20. apríl kl. 20.30, 1989. (Sumar- daginn fyrsta). Góð verðlaun. Aðgangur kr. 200.- Allir velkomnir. Fjölmennið. Spilancfndin. beita aðgerðum á næstunni eigi að koma í veg fyrir offramleiðslu. Umræður á fundinum snerust að mestu um fagráð í nautgripa- rækt, fullvirðisréttarmál, nauta- kjötsframleiðsiu og nýtt kjötmat. Samin hafa verið drög að skipu- lagi fagráðanna en kúabændur eru fremstir í flokki með þessa nýj- ung ásamt loðdýrabændum. Fag- ráðin eru nýjung í landbúnaði hér á landi en búgreinasambönd- in hafa haft uppi eindregnar óskir um að slík ráð verði sett á fót. Fagráðunum er ætlað að sam- ræma starfsemi á sviði leiðbein- inga, fræðslu og rannsókna innan búgreinanna. Kúabændur ályktuðu um full- virðisréttarmálin á fundi sínum. Fundurinn fagnaði fram komnum hugmyndum um millifundanefnd um ráðstöfun fullvirðisréttar og lagði áherslu á að verðmyndun og ráðstöfun fullvirðisréttar fari í framtíðinni uin hendur þriðja aðila. Einnig að bændur innan þess sveitarfélags sem réttur losn- ar í gangi að öðru jöfnu fyrir við úthlutun og að fullvirðisrétturinn geti aldrei orðið öðrum en ábú- endum á lögbýlum tekjustofn. Aðalfundurinn kaus nýjan formann sambandsins en hann er Guðmundur Lárusson á Stekkum í Sandvíkurhreppi í Árnessýslu. JÓH Sumardagurinn fyrsti: Níu böm fermd í Svalbarðskirkju Kvenfélagið Hjálpin, Saurbæjar- hreppi heldur aðalfund að Sólgarði n.k. sunnudag 23. apríl kl. 13.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. I.O.O.F. 2 = 17042181/2 = I.O.G.T. St ísafold fjall- konan nr. 1. Fundur fimmtudaginn 20. þ.m. kl. 20.30 í fél- agsheimili templara. Fundarefni: Reikningar fyrirtækjanna lagðir fram. Kosnir fulltrúar í stjórn. - Önnur mál. Eftir fund, kaffi. Æ.t. Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður fermingarguðs- þjónusta í Svalbarðskirkju. Fermingarbörnin eru níu talsins. Þau eru: Ásgeir Þór Arnar, Smáratúni 11 Ásmundur Gunnar Stefánsson, Höfn II Erna Jónsdóttir, Sigluvík Harpa Hrönn Stefánsdóttir, Bergi Henrý Júlíus Indriðason, Laugatúni 13 Magne Kvam, Fossbrekku Maríanna Hansen, Smáratúni 5 Signý Þóra Ólafsdóttir, Smáratúni 16 b Þórdís Ólafsdóttir, Sigluvík Guðsþjónustan hefstkl. 11.00. Sóknarprestur Við óskum eftír að ráða: Verslunarstj óra Við leitum að verslunarstjóra fyrir matvöru- verslun. Um heilsdagsstarf er að ræða. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu og þekk- ingu á verslunarrekstri. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skrifstofustarf Við óskum eftir að ráða starfsmann á skrifstofu lögmanns. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í bankastörf- um og kunnáttu í ensku. Um heilsdags starf er að ræða. Umsóknareyðublöð og upplýsingar aðeins á skrif- stofunni. FELL hf. Tryggvabraut 22, sími 25455. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Verkmenntaskólann á Akureyri eru lausar kennara- stöður í eftirtöldum greinum: Dönsku, ensku, efnafræöi, íslensku, matreiðslu, málmiönagreinum, rafmagnsgrein- um, sögu, sálfræði, stæröfræði, vélritun, vélstjórnargrein- um og viðskiptagreinum. Þá er laus tll umsóknar staða námsráðgjafa og staða sérmenntaðrar fóstru vegna væntanlegrar fósturliðabrautar. Auk þess vantar stundakennara að flestum sviðum skólans. Við Menntaskólann í Kópavogi eru lausar til umsóknar kennarastöður í stæröfræði, íslensku og tölvufræðum. Einnig vantar stundakennara í nokkrar ferðaþjónustu- greinar er snerta hótel og veitingahús, ferðaskrifstofur, flugfélög og farseðlagerð. Við Iðnskólann í Reykjavík eru lausar til umsóknar kennarastöður í tölvugreinum, rafeindavirkjun, stærð- fræði, eðlisfræði, íslensku, dönsku, ensku, félagsaðstoð og líkamsbeitingu við vinnu. Við Framhaldsskóla A-Skaftafellssýslu vantar kennara í eftirtaldar greinar: Dönsku, þýsku, ensku, stæröfræði, raungreinar, viðskiptagreinar, samfélagsgreinar, tölvu- fræði, íþróttir og bókavörslu (hálfa stöðu). Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 12. maí nk. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameistara. Menntamálaráðuneytið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.