Dagur - 19.04.1989, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 19. apríl 1989
Akureyrar
Fyrsta ferð sumarsins verður skíðagöngu-
og snjóbílsferð í Lamba á Glerárdai.
Farið verður frá sorphaugunum kl. 10.00 (mæting kl.
09.30.) laugardaginn 22. apríl.
Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig á skrifstofu
félagsins Strandgötu 23 b föstudaginn 21. apríl kl.
18.00-20.00.
Upplýsingar í síma 22720.
Hálfdán Örnólfsson:
Aðalfundur
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf.
verður haldinn að Hótel KEA, Akureyri, föstu-
daginn 21. apríl nk. kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Fjármögnun félagsins.
3. „Nýjungar, Þróun, Möguleikar í Eyjafirði." Erindi flutt af
Sigurði P. Sigmundssyni.
4. Önnur mál.
Stjórnin.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum fer
fram á eignunum sjáifum,
á neðangreindum tíma:
Böggvisstaðir, minkabú og íbúðar-
hús, Dalvík, þingl. eigandi Þorsteinn
Aðalsteinsson, miðvikud. 26. apríl
'89, kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Hróbjartur Jónatansson hdl., Bene-
dikt Olafsson hdl. og Byggðastofn-
un.
Eyrariandsvegur 8 n.h. Akureyri,
talinn eigandi Stefán Sigurðsson,
miðvikud. 26. apríl '89, kl. 17.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Veðdeild Landsbanka íslands,
Brunabótafélag íslands og Gunnar
Sólnes hrl.
Eyrarvegur 4, Akureyri, þingl. eig-
andi Vébjörn Eggertsson, miðvikud.
Gáið á hófana!
- Nokkur viðvörunarorð í tilefni undirskriftalista
26. apríl '89, kl. 16.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Kristján Ólafsson, hdl., Bæjarsjóður
Akureyrar og Veðdeild Landsbanka
íslands.
Norðurbyggð 12, Akureyri, þingl.
eigandi Birgir Stefánsson, miðvik-
ud. 26. apríl '89, kl. 16.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Eggerl B. Ólafsson hdl., innheimtu-
maður ríkissjóðs, Brunabótafélag
Islands, Ólafur Birgir Árnáson hdl.
og Bæjarsjóður Akureyrar.
Öldugötu 14, Dalvík, þingl. eigandi
Friðrik Gígja, miðvikud. 26. apríl
'89, kl. 14.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Árni Einarsson hdl. og Búnaðar-
banki Islands.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Þeir sem þekkja til þjóðsagna af
þeirri voðaskepnu nykrinum
kannast væntanlega við heilræðið
sem sett er hér í fyrirsögn. Því er
á þetta minnt að fyrir nokkru fór
af stað í Þingeyjarsýslum undir-
skriftalisti sem virðist búa yfir
þeim eiginleikum nykursins að
geta villt um fyrir fólki.
Megintilgangurinn með listan-
um er greinilega að þrýsta á
stjórnvöld að þau heimili svokall-
aða forkönnun á hagkvæmni
vara(her)flugvallar í Aðaldals-
hrauni og er svo sem ekki mikið
um það að segja. Það sem er
verra og jafnframt tilefni þessa
greinarkorns er að í „haus“ list-
ans hefur verið komið fyrir
nokkrum mjög áferðarsnotrum
fyrirheitum sem eru þegar betur
er að gáð gersamlega órökstudd
og stangast jafnvel á við fram
komnar upplýsingar í málinu. Eg
læt nægja að nefna hér nokkur
atriði:
1. Látið er að því liggja að um
sé að ræða „alþjóðlegan varaflug-
völl“ í eigu og umsjá íslendinga
og einungis til hernaðarnota á
stríðstímum.
Staðreyndir málsins eru hins
vegar þær að Atlantshafsher-
stjórn NATO hefur lýst áhuga á
að reisa varaherflugvöll á norður-
strönd fslands og yrði sá völlur
samkvæmt ummælum háttsettra
bandarískra embættismanna fyrst
og fremst hernaðarmannvirki þó
svo að þar verði ekki staðsettur
herafli eða vopnageymslur á
„friðartímum“. Umferð og við-
dvöl herflugvéla á vellinum á
friðartímum mun eiga sér stað
„ . . . þegar aðstæður krefjast
þess“, svo vitnað sé beint til orða
blaðafulltrúa bandaríska hersins
á íslandi. Þetta vægast sagt loðna
orðalag er trúlega hollast að
skoða í ljósi reynslunnar. Þegar
Bandaríkin unnu að því sem
ötullegast í ársbyrjun 1949 að fá
fslendinga til að gerast aðilar að
NATO lýstu þeir því yfir að her
yrði aldrei staðsettur á íslandi á
friðartímum. Tvö ár liðu og
bandarískur her sté á land á ís-
landi í annað sinn. Yfirlýst tilefni
var þá stríð austur í Kóreu. Her-
inn er hér enn og mætti af því
ráða að ríkt hafi samfellt ófriðar-
ástand síðan 1951 samkvæmt
Sumardaginn fyrsta, 20. apríl nk., kemur út veglegt blað meðal ann-
ars með sumarkveðjum.
Föstudaginn 21. apríl kemur ekki út blað, en laugardaginn 22. apríl
kemur út venjulegt helgarblað. Skilafrestur á auglýsingum í blaðið
22. apríl er til kl. 10.00 á föstudag, nema 3ja dálka og stærri aug-
lýsingar þurfa að berast fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 19. apríl.
auglýsingadeild
sími 24222
skilningi Bandaríkjamanna.
Þetta sýnir að yfirlýsingum um
takmörkuð umsvif á svokölluð-
um friðartímum er alls ekki
treystandi.
2. Hin efnahagslegu áhrif
hugsanlegs flugvallar eru mjög
upphafin í listahausnum og má
jafnvel túlka framsetninguna þar
þannig að aðstandendur listans
telji flugvöllinn forsendu þess að
búseta haldist á svæðinu. Auðvit-
að er eðlilegt við þær aðstæður
sem nú ríkja á svæðinu í atvinnu-
málum að menn líti vonaraugum
til slíkra stórframkvæmda, en
menn mega ekki láta vonir um
skyndihagnað blinda sig svo
gjörsamlega að þeir skynji með
engu móti þær hættur sem þarna
kunna að leynast. Spyrja má til
dæmis um hugsanlega röskun á
þeim atvinnugreinum sem fyrir
eru og þá áhættu sem tekin er
með því að gera hernaðarmann-
virki að burðarás efnahagslífs.
Gera menn sér grein fyrir því að
fjármögnun og rekstur þessa
ævintýris stendur og fellur með
því að nægileg hernaðarspenna
haldist á norðurslóðum að mati
amerískra herstjóra? Hafa menn
kannski magnað upp í sér slíka
draumóra að þeir haldi að rekst-
ur alþjóðlegs flugvallar í Aðal-
dalshrauni geti átt sér eðlilegan
cfnahagslegan grundvöll? Sagt er
að rekstur Keflavíkurflugvallar
kosti einn og hálfan milljarð á
ári. Er ferðamálaráðið búið að
reikna livað þurfi mörg júmbó-
þotuhlöss af túristum til að dekka
þó ekki væri nema einn hundr-
aðshluta af þeirri upphæð? Og
eru menn vissir unt að það sé
þriggja kílómetra flugbraut sem
helst vanti til að efla ferða-
mennsku í Þingeyjarsýslunt? Mér
finnst miklu trúlegra að bygging
flugvallar á þessum stað muni
skaða svo orðstír okkar á sviði
náttúruverndar að það fæli burt
ferðamenn fremur en lokki að.
Líklegt er að menn horfi fyrst
og fremst til þeirrar þenslu er
hlytist af sjálfum framkvæmdun-
um og sjái fyrir sér mikla atvinnu
og blómlega verktakastarfsemi.
Þetta getur sjálfsagt ræst að ein-
hverju leyti og einhverjir molar
hrokkið af borðum stóru verk-
takanna til heimamanna, en þann
tímabundna ávinning verður að
vega og meta á móti hugsanlegri
skaðsemi slíkrar þenslubólu
gagnvart öðru atvinnulífi f hérað-
inu. Sumir halda ef til vill að
forkönnun eigi að ná til þessara
þátta en slíkt verður að telja
harla ótrúlegt.
3. Lorkönnun er traustvekj-
andi orð sem vekur væntingar um
að menn ætli ekki að flana að
neinu heldur undirbyggja
ákvarðanatöku með vísindaleg-
um rökum. Ég efast heldur ekki
um að slík könnun muni svala
forvitni NATO um hagkvæmni
eða óhagkvæmni vallarins.
Spurningin er bara: Hvaða býð-
ingu hefur þessi forkönnun fyrir
okkur íslendinga ef hún er unnin
á forsendum NATO? Ef það
itemur nú í ljós að völlurinn sé
hagkvæmur fyrir Bandaríkjaher
og NATO (látum það liggja milli
hluta hvernig hagkvæmni hern-
aðarmannvirkja er reiknuð) er þá
sjálfgefið að hann sé góður kost-
ur fyrir íslendinga? Eg vona að
fólk átti sig á þeirri hættu sem
felst í svo einföldum ályktunum.
Ég held að Þingeyingar ættu ekki
að hrópa á forkönnun sent engin
trygging er fyrir að hafi þeirra
hagsmuni að leiðarljósi.
Það er svo önnur saga að
fyllsta ástæða er til að fara vand-
lega ofan í saumana á þessu máli
öllu og skoða sérstaklega fram-
göngu utanríkisráðherra og varn-
armálaskrifstofu, en greinilegt er
að kynlegar og mótsagnakenndar
yfirlýsingar úr þeim herbúðum
hafa kynt undir þá draumóra sem
listahausinn ber með sér. Svo er
að sjálfsögðu full ástæða til þess
fyrir íslendinga að fylgjast með
því hvaða hlutverk landinu er
ætlað í hernaðaráætlunum
Bandaríkjanna. Ef menn skoða
þá miklu vígvæðingu sem átt hef-
ur sér stað hérlendis undanfarin
ár f samhengi við yfirlýsingar
Bandaríkjamanna um breytta
hernaðarstöðu í norðurhöfum
blasir við óhugnanlegur mögu-
leiki. Nefnilega að hlutverk
landsins sé að breytast frá því að
vera aðallega til eftirlits með kaf-
bátum yfir í það að vera stökk-
pallur til árása á víghreiður
Sovétmanna á Kólaskaga og þar
um kring. Herflugvöllur í Aðal-
dal gæti verið skref í þessa átt.
Verði þetta að staðreynd má
segja að íslenska þjóðin sé kontin
á bak nykrinum, en vonandi höf-
um við vit á og ráðrúm til að gá á
hófana.
Hálfdán Örnólfsson.
dagblaðið á
landsbyggðinni