Dagur - 19.04.1989, Page 16
Kodak
Express
Gæöaframköllun
★ Tryggðu filmunni þinni
Jbesta GPedí6myndir'
Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
Rembihnútur í samningaviðræðum ríkis og BHMR:
Framhaldsskólanemendiir
leita út á vinmimarkað
verkfall nokkurra aðildarfélaga BHMR víða farið að hafa
veruleg áhrif - heimanám verður örðugara
eftir því sem samningaviðræður dragast á langinn
Fátt bendir til að yfirstandandi
verkfalli nokkurra aðildarfé-
laga BHMR Ijúki á allra næstu
dögum. Formlegar samninga-
viðræður hafa ekki verið á
dagskrá undanfarna daga en
menn hafa ræðst óformlega
við. Víða eru verkföllin farin
að hafa vcruleg áhrif og sum-
staðar lætur nærri að hafi
skapast neyðarástand, eins og
t.d. í Blóðbankanum. Þá þarf
ekki að fara mörgum orðum
um skólastarf í framhalds-
skólunum. Það liggur niðri að
langmestu leyti og íjölmargir
nemendur hafa leitað út á
vinnumarkaðinn.
Samkvæmt upplýsingum skóla-
meistara Verkmenntaskólans og
Menntaskólans á Akureyri hafa
nemendur þó ekki enn sem kom-
ið er ákveðið að hætta námi á
þessu skólaári. Baldvin Bjarna-
son, settur skólameistari VMA,
segir að nokkrir nemendur séu
þó að velta fyrir sér ýmsu í þessu
sambandi. Hann segir að á fyrstu
dögum verkfallsins hafi 30-40
nemendur setið við lestur í Verk-
menntaskólanum. Undanfarna
daga hafa hins vegar sárafáir nýtt
sér lesaðstöðu í skólanum. Jó-
hann Sigurjónsson, skólameistari
MA, segir að nemendur hafi get-
að lcsið námsbækurnar án
aðstoðar kennara á fyrstu dögum
verkfallsins en heimanám verði
nemendum örugglega æ erfiðara
eftir því sem verkfallið dregst á
langinn.
Flestir nemendur í framhalds-
skólunum á Akureyri, sem búa
utan Akureyrar, hafa farið til
síns heima og margir hafa fcngið
vinnu, t.d. í fiskvinnslu. Sam-
kvæmt upplýsingum Dags hefur
drjúgur hópur nemenda einnig
fengið vinnu á Akureyri í verk-
fallinu. Þannig segir Gunnar Lór-
enzson, verkstjóri hjá Útgerðar-
félagi Akureyringa, að á bilinu
30-40 nctnendur hafi fengið þar
vinnu. Flestir vinna hálfan
daginn, cn þess cru nokkur dæmi
að krakkarnir vinni fullan vinnu-
dag. óþh
Kjörmarkaöi KEA við Hrísalund hefur verið breytt og nú eru brauð og kök-
ur seld frá sérstöku brauðborði.
Mynd: TLV
Byggingafélagið Lind í startholum með byggingu 6 hæða húss við Hafnarstræti 97:
Stefiat að því að rífa Bóka-
búðina Huld í þessum mánuði
Síðar í þessum mánuði er fyrir-
hugað að hcfjast handa við að
rífa húsið við Hafnarstræti 97 á
Akureyri, þar sem Bókabúðin
Huld er nú til húsa. Á þcssari
lóð er ráðgert að byggja 6
hæða verslunar- og þjónustu-
hús og er að því stefnt að fyrir
næstu jól opni verslanir á
fyrstu og annarri hæð hússins.
mikill áhugi fyrir kaupum á verslunarhúsnæði
Nýverið auglýsti Byggingafé-
lagið Lind hf., sem stendur að
byggingu verslunar- og þjónustu-
hússins, cftir kaupendum að rými
í húsinu. Að sögn Pálma G. Jóns-
sonar, framkvæmdastjóra Lindar
hf., hefur eftirspurn eftir húsnæði
verið nokkuð góð. „Þaö hafa
margir sýnt þessu áhuga og eru
menn um þessar mundir að stað-
festa kaupin," segir Pálmi.
Hann segir Ijóst að í húsinu
verði hæfileg blanda verslunar og
þjónustu. „Þarna gæti orðið pen-
ingastofnun, útibú tryggingafé-
lags, bókabúð, tískuvöruverslan-
ir, snyrtivöruverslun, ferðaskrif-
stofa, gjafavöruverslun, skóbúð,
hljómtækjaverslun o.fl. í raun
ræðst samsetningin af því hverjir
verða fyrstir að tryggja sér
pláss," segir Pálmi.
Björgunarskóli Landssambands hjálparsveita skáta:
Þeir Lindarmenn verða að láta
hendur standa fram úr ermum á
næstu vikum og mánuðum. Strax
að afloknu niðurrifi núverandi
húss á lóð við Hafnarstræti 97
hefst uppsteypa nýja stórhýsisins.
Stefnt er að því að afhenda tvær
neðstu hæðirnir í september til
þeirra aðila sem kaupa þar rými
til verslunarreksturs. Þeir hefðu
þá um tvo mánuði til að koma sér
fyrir og undirbúa mestu verslun-
arvertíð ársins, jólin. óþh
Hundraðasti leiðbemandinn
í skyndihjálp útskrifaðnr
Óvenjulegur atburður átti sér
stað á ritstjórn Dags í vikunni.
Þá fékk Kristján Sigurðsson, frá
Hjálparsveit skáta í Reykja-
dal, afhcnt prófskírteini með
aðstoð símfaxins okkar. Til-
efnið var það að Kristján er
hundraðasti leiðbeinandinn í
skyndihjálp sem útskrifast frá
Björgunarskóla Landssam-
bands Hjálparsveita skáta.
Hann útskrifaðist jafnframt
með hæstu einkunn (9,4) á
níunda skyndihjálparnám-
skeiði Björgunarskólans.
Á þessu lciðbeinendanám-
skeiði í skyndihjálp útskrifuðust
14 björgunarsveitamenn eftir 12
daga námskeið. Þeir hafa nú rétt
til þess að kenna skyndihjálp inn-
an björgunarsveita og á nám-
skeiðum fyrir almenning, auk
þess sem þeir fá flokksstjórarétt-
indi innan vettvangsstjórnar-
skipulags Almannavarna ríkisins.
Kristján sagði að námskeiðið
hefði verið mjög strangt, í það
minnsta frá 8 til 8 hvern dag og
oft langt fram eftir kvöldi. Þátt-
takendur voru látnir takast á við
- fékk prófskírteini gegnum símfax Dags
óvæntar uppákomur og því til
staðfestingar sýndi hann myndir
af mönnum með brunasár, hey-
kvísl í kviðnum og einnig þurl'tu
þeir að hjúkra manni sem hafði
misst fótinn fyrir neðan hné. Sár-
in voru óhugnanlega raunveru-
leg, þökk sé förðunarmeisturum
og reynslu „sjúklinganna".
„Helsti munurinn á þessu
námskeiði og öðrum skyndihjálp-
arnámskeiðum er sá hve þarna
var mikið lagt upp úr verklegum
æfingum. Þá var kennslan tekin
upp á myndband sem síðan var
skoðað og okkur bent á hugsan-
leg aðfinnsluatriði. Það var mjög
lærdómsríkt að sjá hvernig mað-
ur bar sig að,“ sagði Kristján.
Hann er þegar byrjaður að
nota réttindi sín cn raunar hefur
hann kennt skyndihjálp í nokkur
ár. Hann er íþróttakennari að
mennt og er með kennararéttindi
í skyndihjálp frá Rauða krossin-
um. Hins vegar þurfti Kristján að
fara í Björgunarskólann til að fá
réttindi til að kenna hjá Hjálpar-
sveitum skáta og þaðan útskrif-
aðist hann sem hundraðasti leið-
beinandinn. SS
Kristján Sigurðsson, frá Hjálparsveit skáta í Reykjadal, með blömvönd og
prófskírtcini frá Björgunarskólanum. Hann er sá hundraðasti í röðinni sem
fær kennsluréttindi í skyndihjálp frá skólanum. Mynd: tlv
Akureyri:
Félag verslunar- og
skrífstoMólks með
verkfaMeimild
Jóna Steinbergsdóttir var
endurkjörinn formaður Fé-
lags verslunar og skrifstofu-
fólks á Akureyri á aðalfundi
félagsins á mánudagskvöld.
Jafnframt fór fram kjör
tveggja stjórnarmanna sam-
kvæmt iögunt félagsins, en
stjórnarmenn sitja tvö ár í
stjórn í einu.
Jóna Steinbergsdóttir hefur
verið formaður Félags versl-
unar og skrifstofufólks á
Akureyri frá árinu 1981. Þau
Þóröur Rist og Erla Hallsdótt-
ir voru endurkjörin í stjórn-
ina.
Stjórn og fulltrúaráð féiags-
ins fékk verkfallsheimild á
aðalfundinum á mánudags-
kvöld. Jóna sagðist vona að
ekki þyrfti til þess að koma að
verkfallsvopninu yrði beitt en
þó væri ekki endalaust hægt að
draga samninga á langinn.
Þeir hefðu verið lausir 20.
febrúar en ekkert gengið. Um
væntanlega kjarasamninga
sagði Jóna að erfitt væri að
trúa öðru en að þeir yrðu
a.m.k. ekki lakari en samning-
ar ríkisins við BSRB. EHB