Dagur - 04.05.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 04.05.1989, Blaðsíða 4
3 -- FiUOAQ - 6861 ssm .$• •agBÉiuínwní'í 4 - DAGUR - Fimmtudagur 4. maí 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Kjarasairaiingar Nýr kjarasamningur Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands var undirritaður að morgni 1. maí eftir nær tveggja sólarhringa samfellda lokahrinu í löngu samningaþófi. Þar með er ljóst að til alvarlegra vinnudeilna kemur ekki á hinum almenna vinnumarkaði. Þessi samningur er ánægjulegur að því leyti að hann felur ekki í sér prósentuhækkanir á öll laun, eins og svo oft hefur orðið raunin, heldur hækka öll laun um sömu krónutölu þrisvar sinnum á samningstímanum. Samningur ASÍ og VSÍ er mjög í anda BSRB-samninganna og er metinn á um 10- 12% launahækkun á samningstímabilinu. Það verður að teljast hófleg hækkun miðað við þær kröfur sem uppi voru þegar samn- ingaviðræður hófust og sýnir að forystu- menn launþega hafa fullan skilning á því efnahagsástandi sem ríkir í landinu. Vinnuveitendur hafa einnig staðið skynsamlega að málum og tekið tillit til aðstæðna. Engu að síður er ljóst að launa- hækkanir næstu mánaða leggja auknar byrðar á atvinnufyrirtækin í landinu og auka enn á þá erfiðleika sem fyrir eru. Áður en samningaviðræður hófust var ljóst að framleiðslufyrirtækin þyldu ekki aukinn til- kostnað og þótt nýgerðir kjarasamningar séu hóflegir eftir atvikum, eru þeir ávísun á aukna verðbólgu og jafnvel gengisfellingu að óbreyttu. Það mun því reyna verulega á ríkisstjórnina næstu vikur og mánuði. Hún þarf að beita sér fyrir margvíslegum laga- og stjórnvaldsákvörðunum sem snerta hagsmuni launþega og ekki er unnt að semja um við atvinnurekendur beint. Ríkisstjórnin þarf ekki síður að grípa til aðgerða til að létta ýmsar byrðar sem atvinnulífið ber í formi skatta og opinberra gjalda. Forsætisráðherra hefur reyndar þegar lýst því yfir að fullur vilji sé innan ríkisstjórnarinnar til að beita slíkum aðgerðum og er það ánægjulegt. Við blasir að rekstrarvandi undirstöðu- atvinnufyrirtækja landsmanna er ennþá verulegur. Nýgerðir kjarasamningar létta síst róðurinn, enda ekki við því að búast. Ríkisstjórnin mun því þurfa að beita sér fyrir enn frekari ráðstöfunum í þeirra þágu á næstunni. Við erum enn í öldudalnum og eflaust verður þess langt að bíða að við komumst á lygnan sjó. BB. „Þannig rynni meðal annars það fjármagn sem varið er til framieiðslu á græðlingum til bænda sem marga vantar ný verkefni vegna minnkandi fullvirðisréttar“, segir greinarhöfundur m.a. Pórður Ingimarsson skrifar: Að skógrækt verði landhúnaður Það er snjókoma og skafrenning- ur á Holtavörðuheiði. Göngin eru að fyllast og þótt moksturs- dagur sé samkvæmt almanaki vegagerðarinnar er engin vinnu- vél með snjóruðningstönn sýnileg framundan. Það sést raunar ekk- ert fram fyrir vélarhlífina á Wagoneernum sem þræðir sig eftir óljósri slóðinni í fyrsta gír í sjálfskiptingu. Ökumaðurinn lít- ur á klukkuna. Degi á þorra er tekið að halla. „Ég næ aldrei suð- ur fyrir lokun og ég sem ætlaði aftur til baka í nótt,“ hugsar maðurinn við stýrið og þegar Wagoneerinn tekur að þræða sig niður í móti og leitast við að fara í annan gír í sjálfskiptingu er ökumaður hans farinn að hugsa um hótelherbergi um nóttina og kannski tvöfaldan á barnum um kvöldið. Á sama tíma situr hópur fólks í flugstöðvarbyggingu og bíður þess að Fokkerinn lendi. Hann fór á réttum tíma úr Reykjavík og maðurinn við afgreiðsluborðið segir að vélin eigi að lenda eftir tuttugu mínútur. Einn hinna til- vonandi farþega gengur um gólf. Hann lítur á klukkuna. „Ég trúi ekki að vélin lendi,“ hugsar hann um leið og hann virðir fyrir sér renningskófið á flugbrautinni. Hann er rétt búinn að snúa sér við þegar kallað er í hátalara að því miður hafi vélin orðið að snúa við þar sem ólendandi sé á vellinum. Maðurinn snarar sér út úr flugstöðvarbyggingunni. „Og það sem veltur á mínu atkvæði í stjórninni." Að fækka slíkum ferðum Margir þeirra, sem veita starf- semi á landsbyggðinni forstöðu þekkja eflaust aðstæður líkar þeim sem hér er lýst. Það skiptir ekki máli hvort þeir fást við opin- ber störf í þágu samfélagsins eða þurfa að sjá um að atvinnurekst- ur gangi og landsbyggðarfólkið fái laun. Þeir eiga oft erindi suður, erindi sem skipt geta sköpum fyrir þá sem heima búa. Stundum er horft á þessi ferðalög með augum öfundarinnar en oft- ar finnst landsbyggðarfólki að með auknu sjálfsforræði mætti fækka slíkum ferðum. Þórður Ingimarsson skrifar: Það hefur verið rætt um að flytja aðsetur stofnana, sem athafnasemi og einstaklingar eiga oft erindi við, frá höfuðborginni og út á land. Vissulega má deila um staðsetningu hinna og þessara stofnana og einnig um gagnsemi þess að staðsetja þær dreift um Íandið. í því sambandi hefur ver- ið bent á að árangursríkara væri að koma upp viðbótarstjórn- sýslustigi með föstum tekjustofn- um og ákveðnum verkefnum. Það myndi færa raunverulegri umráð í hendur heimamanna og fækka ferðum til höfuðstaðarins. Látum vangaveltur um það bíða að sinni. Að slíta sig úr fjölmenninu Þegar fjallað hefur verið af alvöru um flutning tiltekinna opinberra stofnana frá höfuð- borginni hafa gjarnan komið upp mjög ákveðnar mótbárur. í því sambandi má minnast þess er Byggðastofnun skyldi flutt til Akureyrar. Það var fellt með naumum meirihluta stjórnar stofnunarinnar. Áður en til þeirr- ar atkvæðagreiðslu kom höfðu starfsmenn hennar, með fyrrum bæjarstjóra á Akureyri í broddi fylkingar, risið upp og neitað ein- um rómi að flytjast norður. Bæjarstjórinn fyrrverandi hafði engan áhuga á að flytja á fornar slóðir og öðrum hraus hugur við að yfirgefa stíginn við Rauðará. Nú fyrir skömmu bar það til tíðinda að enginn af starfsmönn- um Skógræktar ríkisins vildi flytj- ast austur á Hallormsstað en flutningur þeirrar stofnunar hef- ur verið ofarlega á döfinni hjá Alþingi. Skógræktarstjóri var áður skógarvörður fyrir austan og hann hugsar á sama hátt og bæjarstjórinn fyrrverandi. Ég flyt ekki á fyrri slóðir. Vandamálin sem koma upp þegar rætt er um flutning stofnana út á lands- byggðina eru ekki síst af þeim toga að starfsfólk vill alls ekki búa annars staðar en í Reykja- vík. Það gildir einu hvort það er upprunnið á landsbyggðinni, jafnvel í umræddum byggðarlög- um, eða hefur búið þar í lengri eða skemmri tíma. Það getur ekki slitið sig úr fjölmenninu fyrir sunnan. Að skógrækt verði landbúnaður Skógrækt verður aldrei stunduð í Reykjavík nema á lóðum borgar- búa og þau svæði sem líkleg eru til skógræktar liggja flest annars staðar á landinu en á suðvestur- horni þess. Nú er rætt um að bændur taki að sér að rækta skóg. Talað er um skógræktina sem búgrein er leyst geti annan búskap af hólmi. Bóndi austur í Ölfusi, sem meðal annars hefur ræktað garðplöntur og túnþökur, ræddi um það við mig á síðast- liðnu hausti hvort ekki væri tíma- bært að leggja Skógrækt ríkisins niður og gefa bændum kost á skógræktarstarfsemi í landinu. Þannig rynni meðal annars það fjármagn sem varið er til fram- leiðslu á græðlingum til bænda sem marga vantar ný verkefni vegna minnkandi fullvirðisréttar. Mér finnst þessi bóndi hafa nokk- uð til síns máls. Væri ekki unnt að fela Búnaðarfélagi íslands og búnaðarsamböndunum víðs veg- ar um landið að annast vísinda- og leiðbeiningarstarfið en bænd- ur sjálfir sæju síðan um fram- kvæmdir? Þá þarf skógræktar- stjóri ekki að óttast hreppaflutn- ing til fyrri heimkynna austur á landi. Hann færi í lengsta lagi vestur í Bændahöll. Skógræktin verður alla tíð stunduð á lands- byggðinni hvernig sem fram- kvæmd hennar verður háttað. Að skógrækt verði landbúnaður í orðsins fyllstu merkingu er málefni sem tímabært er að huga að.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.