Dagur - 04.05.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 04.05.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 4. maí 1989 Hafnarstjórn Sauðárkróks óánægð með hafnaáætlun 1989-1992: Fyrirsjáanlegt öngþveiti í Sauð- árkrókshöfii á næstu árum - miðað við þær framkvæmdir sem ríkið ætlar sér að Qármagna Hafnaáætlun fyrir árin 1989- 1992, sem lögð hefur verið fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar, fellur ekki í kramið hjá Hafnarstjórn Sauð- árkróks. Samkvæmt áætlun- inni á Sauðárkrókshöfn að fá 75,4 milljónir á árunum ’89- '92, en Hafnarstjórn telur þá upphæð ónóga. Aðallega er óánægja með að engar fjár- Fjölmiðlanámskeið Sambands ungra framsóknarmanna og kjördæmissambandanna verð- ur haldið á Akureyri laugar- daginn 6. maí n.k. Efni námskeiðsins er tvíþætt. Áhrif fjölmiðla annars vegar og framkoma í sjónvarpi hins vegar. Leiðbeinandi er hinn kunni fréttamaður Helgi Pétursson. Sem fyrr segir verður nám- skeiðið haldið á Akureyri um Síðastliðinn laugardag afhenti forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, 24 dróttskát- um forsetamerki, sem er æðsta viðurkenning sem skátar geta fengið. Merki þetta hefur verið veitt allt frá árinu 1967 en var þó ekki veitt á síðasta ári vegna skipulagsbreytinga sem þá var verið að gera á skáta- starfinu. Starf dróttskáta er mjög öflugt á Akureyri sem sést best á því að 23 þeirra sem tóku við viðurkenningu forset- ans á laugardaginn koma það- an. Dróttskátar eru skátar á aldr- inum 15-18 ára. Viðurkenning þessi er veitt skátum sem lokið hafa ákveðnum verkefnum á veitingar hafí verið veittar fyrir þetta ár, en í framkvæmda- áætlun Hafnarstjórnar hafði verið gert ráð fyrir fram- kvæmdum við 1. áfanga stál- þils á Norðurgarði, á þessu ári. I hafnáætlun er þessi fram- kvæmd felld út. Hafnarstjórn fundaði í síðustu viku um málið og samþykkti svo- hljóðandi athugasemdir og næstu helgi, nánar tiltekið á skrif- stofu Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 90. Það hefst kl. 13.00. Enn er hægt að bæta örfáum þátttakendum við á námskeiðið. Þeir sem hafa áhuga þurfa að hafa samband við Sigfús Karisson (s. 96-23441) í dag, uppstigning- ardag. Hann veitir einnig nánari upplýsingar um námskeiðið ef óskað er. sviði útilífs og við foringjastörf. í gegnum tíðina hefur starf drótt- skáta verið það öflugt á Akureyri að þeir hafa mjög auðveldlega náð þeim áfanga að fá forseta- merki. Því skipta þeir nú orðið hundruðum skátarnir á Akureyri sem fengið hafa forsetamerki. f Athöfnin á laugardaginn fór þannig fram að forseti og skáta- höfðingjar ávörpuðu skátana í Bessastaðakirkju en að því loknu afhenti forseti merkin og skáta- höfðingi afhenti viðurkenning- arskjöl. Að lokinni athöfninni bauð forsetinn síðan til veislu í bústað forseta. Samkvæmt venj- unni voru tekin nokkur skátalög og að vanda tók frú Vigdís virkan þátt í söngnum. JÓH ábendingar við þingsályktunar- tillöguna: „Svo virðist vera að ekki hafi tekist að koma því til skila við stjórnvöld hversu brýnar framkvæmdir við Sauðárkróks- höfn eru. Framkvæmdir eru eng- ar við höfnina á þessu ári. Farið var fram á 29.275 þús. sem hluta ríkissjóðs á þessu ári eða heild- arframkvæmdir að upphæð kr. 34.500 þús. Áætlun fyrir næsta ár gerir ráð fyrir 18,4 milljónum króna framlagi úr ríkissjóði, sem hvergi nálgast þær þarfir, sem bráðnauðsynlegt er að leysa við Sauðárkrókshöfn. Skipakomur árið 1988 voru tæplega 600 skip, þ.e. kaupskip og fiskiskip. Rétt er að vekja athygli á að 1 togari hefur bæst í skipaflota Sauðkrækinga, svo og stórt rækjuskip, þá mun og koma nýr bátur til Sauðárkróks í sumar. Fyrirsjáanlegt er því, að öng- þveiti verður í Sauðárkrókshöfn á næstu árum, miðað við þær framkvæmdir sem ríkið ætlar sér að fjármagna. Hafnarstjórn Sauðárkróks skorar á alþingismenn Norður- lands vestra, Hafnaráð, Hafna- málastofnun og Samgöngumála- ráðuneytið aö gera nauðsynlegar breytingar á hafnaáætlun svo Sauðárkrókshöfn geti þjónað því lágmarkshlutverki sem henni er ætlað. Slík verkefni hljóta að vera forgangsverkefni við hafnir á íslandi." -bjb Áformum Bygginganefnd Akureyrarbæj- ar hefur fjallaö um erindi frá Haraldi Arnasyni, þar sem hann f.h. SS Byggis hf. sækir um samþykkt á tillöguteikn- ingum af verslun og gistiíbúð- um á lóð nr. 2 við Hlíðarlund. Nefndin tók jákvætt í erindið en samþykkti ekki framlagðar teikningar sem tillöguteikning- ar. Jafnframt fór bygginganefnd fram á að sett verði sérstök reglu- gerð sem tryggi að íbúðirnar verði flokkaðar sem gistiíbúðir, þ.e. að tryggt verði að þær verði Akureyri: Fjölmiðlanámskeið SUF um helgina Stór hópur skáta frá Akureyri: Hlaut viðurkenrmigu forseta Akureyri: Aur og skít makað á gæsluvallarhús Aðkoman var ekki fögur þegar starfsfólk gæsluvallarins við Sunnuhlíð á Akureyri mætti til starfa 2. maí síðastliöinn. Þar höfðu krakkar vægast sagt tek- ið til hendinni, plægt upp hluta af lóðinni og makað aur og öðrum óskapnaði á veggi vall- arhússins og hent drullu inn í það. Þá höfðu sorpílát orðið fyrir barðinu á hinum athafnasömu krökkum og varð starfsfólkið að gjöra svo vel að eyða fyrstu vinnustundum sínum á þessu sumri í það að þrífa upp ósóm- ann. Starfsfólkið vill koma þeirri ábendingu á framfæri við foreldra að umgengnismál af þessu tagi verði rædd við börnin. í þessu sambandi má geta þess að bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti tillögu dagvistarfulltrúa, sem félagsmálaráð hafði áður samþykkt, að breyta starfstíma gæsluvalla sumarið 1989. Þeir voru því opnaðir 2. maí í stað 15. og þeim verður lokað 1. septem- ber í stað 15. Þetta á við um þá velli sem ekki eru starfræktir allt árið. SS Þannig var aðkoman að gæsluvellinum þegar starfsfólk mætti þar til vinn þriðjudaginn 2. maí. Mynd: K Sundlaugargestir prófa nýju pottana og ekki annað að sjá en þeim líki vel. Mynd: -bjb Sundlaug Sauðárkróks: Um 850 manns komu í heitu pottana - fyrstu þrjá dagana Heitu pottarnir tveir við Sund- laug Sauðárkróks voru opnaðir sl. föstudag. Þann dag var ókeypis í laugina og nýttu sér það fjölmargir í blíðskapar- veðri. Frá kl. 7.00-9.30 og 13.00-21.00 komu um 400 manns í laugina og gera má ráð fyrir að allflestir liafi stigið ofan í nýju pottana. Á laugar- dag og sunnudag komu síðan um 450 manns, þannig að fyrstu þrjá opnunardaga heitu pottanna komu um 850 manns í Sundlaug Sauðárkróks. Guðmundur Jensson, for- stöðumaður Sundlaugarinnar, sagðist í samtali við Dag vera ánægður með þessa aðsókn og vonaðist til að hún héldist áfram. Guðmundur sagði að fólk væri yfirleitt ánægt með nýju pottana. í pottunum tveim geta um 30 full- orðnir setið, en mun fleiri börn geta verið í þeim í einu. Aðalverktaki við byggingu híjifu þottana var Kriútur Áádnegaard og undirverktakar voru Hörður Ölafsson, sem sá um pípulagnir, Björn Ottósson sá úm múrverk og raflagnir voru í höndum Rafsjár h/f. -bjb Hlíðarlundur: verslun og gistiíbúðir ekki seldar á almennum markaði þetta íbúðir sem mætti líkja við sem heilsársíbúðir og eigenda- skipti verði háð samþykki bygg- inganefndar. Sigríður Stefánsdóttir bæjar- fulltrúi vakti athygli á þessari bókun á fundi bæjarstjórnar og taldi hugtakið gistiíbúðir óljóst. Sigfús Jónssonn bæjarstjóri svaraði því til að sennilegast væru mótel erlendis, þ.e. leigðar út í stuttan tíma, t.d. eina nótt eða eina viku. Hann sagði að þetta væru aðeins tvær íbúðir, 25 og 34 fermetrar, og gert væri ráð fyrir húsverði og verslun í húsinu. Hins vegar taldi hann erindið of óljóst, s.s. varðandi leigutíma, til að bæjarstjórn gæti fjallað um það að svo stöddu. SS Vormót B.A.: Anton o g Pétur sigruðu - Aðalfundur B.A. haldinn 9. maí nk. Pétur Guðjónsson og Anton Haraldsson sigruðu I Vormóti Bridgefélags Akureyrar sem lauk s.l. þriðjudagskvöld. Vormótið var síðasta mót vetrarins hjá B.A*., þriggja kvölda tvímenningsmót með Mitchell-fyrirkomulagi. 22 pör tóku þátt í mótinu. Lokastaða efstu para varð þessi: Stig 1. Pétur Guðjónsson - Anton Haraldsson: 768 2. Stefán Vilhjálmsson - Guðmundur Víðir: 723 3.-4. Hörður Steinbergsson - Örn Einarsson: 702 3.-4. Ármann Helgason - Alfreð Pálsson: 702 5.-6. Soffía Guðmundsdóttir - Hermann Tómasson: 697 5.-6. Kristján Guðjónsson - Stefán Ragnarsson: 697 7. Grettir Frímannsson - Frímann Frímannss.: 690 8. Haukur Harðarson - Haukur Jónsson: 688 9. Ormarr Snæbjörnsson - Jónas Róbertsson: 683 10. Tryggvi Gunnarsson - Reynir Helgason: 682 Keppnisstjóri var Albert Sig- urðsson en reiknimeistari Mar- grét Þórðardóttir. Aðalfundur Bridgefélags Akureyrar verður haldinn n.k. þriðjudag, 9. maí, kl. 19.30. í Félagsborg. Auk venjulegra aðalfundarstarfa fer fram verð- launaafhending fyrir mót vetrar- ins. Að því loknu býður félagið upp á kaffi og með því og að sjálfsögðu verður gripið í spil að loknum fundi. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Leiðrétting í dálkinum „Úr bæ og byggð - messur" í blaðinu í gær var rang- hermt að „Stólvers" sem flutt verður í guðsþjónustu í Akureyr- arkirkju í dag, sé eftir Björgvin Guðmundsson. Höfundur lagsins er Björgvin Jörgensson. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutaðeigendur beðnir velvirð- ingar á rangherminu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.