Dagur - 04.05.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 04.05.1989, Blaðsíða 10
10 DAGUR i-Flt«írituctagú r4 j«1ai !«W0í 'I myndasögur dags ÁRLAND BJARGVÆTTIRNIR # Maraþonþögn Það er alkunna, að grunn- skólanemar hafa oft tekið upp á alls konar uppátækj- um til þess að safna sér í ferðasjóði. Maraþondans, - námsseta og -göngur hverskonar eru t.d. vinsæl uppátæki, en við rákumst á frétt i landsmálablaðinu Austra á dögunum sem seg- ir einmitt frá fjáröflun nemenda í 7. og 8. bekk í Staðarborg í Breiðdal. Þeir hyggjast leggja leið sína til Gotlands í sumar og vantar drjúgan pening til ferðarinn- ar. Akveðið var að efna til maraþonþagnar i heilan sól- arhring og safna áheitum sem námu frá 5-50 krónum á klukkustund. Söfnun áheita gekk vel og hét fólk og fyrirtæki óspart á krakk- ana. í fréttinni segir, að ein- hver hafi skrifað á áheita- listann að hann skyldi borga álitlega upphæð ef þau þegðu til hausts, en það var víst bara grín. # Skólastjórinn fékk ekkert svar Á síðasta vetrardag var munnum lokað kl. 17.00 og skiptust síðan foreldrar á um að sitja yfir þeim og gæta þess að enginn segði orð. Krakkarnir fengu að hafa útvarp, þau fengu hvers kyns góðgæti og fóru i gönguferðir til að halda sér vakandi og viti menn, ekkert hljóð kom fram á þeirra varir. Skólastjórinn ku meira að segja hafa litið inn til þeirra kl. 08.00 að morgni sumardagsins fyrsta og boðið gleðilegt sumar, en enginn svaraði honum. Þegar sólarhringurinn var liðinn, fannst krökkunum nóg komið eftir 36 tíma vöku, en ferðasjóðurinn var kominn í 93 þúsund krónur svo segja má, að þögnin hafi haft sitt að segja! # Dreptu á bílnum! Við skulum halda okkur við Austra, en í sama blaði er frétt um átak sem á sér stað á Egilsstöðum, gegn meng- un frá bílum og tækjum sem látin eru ganga í kyrrstöðu. S&S finnst átakið tímabært, því alkunna er að mengun sem þessi er ekki aðeins hvimlefð, heldur mjög algeng á stöðum þar sem fólk stoppar stutt við. Smekkleg skilti verða hönn- uð og þau sett upp víða um bæinn og hefur eitt slíkt t.d. verið sett upp við leikskól- ann á Egilsstöðum. Á því stendur einfaldlega: „Vin- samlegast dreptu á bíln- nm “ Akureyri Akureyrar Apótek .......... 2 24 44 Dagur...................... 2 42 22 Heilsugæslustöðin......... 2 23 11 Tímapantanir............ 2 55 11 Heilsuverno............. 2 58 31 Vaktlæknir, farsimi ... 985-2 32 21 lögreglan.................. 2 32 22 Slökkvistööin, brunasimi . 2 22 22 Sjúkrabill ................ 2 22 22 Sjúkrahús ................. 2 21 00 Stjörnu Apótek............. 2 14 00 2 37 18 Blönduós Apótek Blönduóss ........... 43 85 Sjúkrahús, heilsugæsla...... 42 06 Slökkvistöð ................ 43 27 Brunasími....................41 11 Lögreglustöðin.............. 43 77 Breiðdalsvík Heilsugæsla............. 5 66 21 Daivík Heilsugæslustöðin.........61500 Heimaslmar ............. 6 13 85 61860 Neyðars. læknir, sjúkrabill 6 13 47 Lögregluvarðstofan........612 22 Dalvíkur apótek...........61234 Djúpivogur Sjúkrabíll ........... 985-2 17 41 Apótek ................... 8 89 17 Slökkvistöð .............. 8 81 11 Heilsugæsla............... 8 88 40 Egilsstaðir Apótek ................... 1 12 73 Slökkvistöð .............. 1 12 22 Sjúkrah.-Heilsug.......... 1 14 00 Lögregla.................. 1 12 23 Eskifjörður Heilsugæsla.................61252 Lögregla...................6 11 06 Sjúkrabill ............ 985-217 83 Slökkvilið ...............612 22 Fáskrúðsfjörður Heilsugæsla.............. 512 25 Lyfsala..................512 27 Lögregla.................5 12 80 Grenivík Slökkviliðið............... 3 32 77 3 32 27 Hofsós Slökkvistöð ................ 63 87 Heilsugæslan................ 63 54 Sjúkrabill ................ 63 75 Hólmavík Heilsugæslustöðin.............. 31 88 Slökkvistöð.....................31 32 Lögregla.......................'32 68 Sjúkrabill ................. 31 21 Læknavakt...................... 31 21 Sjúkrahús .................. 33 95 Lyfsalan........................31 88 Hvammstangi Slökkvistöð.................. 14 11 Lögregla..................... 13 64 Sjúkrabill .................. 1311 Læknavakt.................... 1329 Sjúkrahús ................... 13 29 13 48 Heilsugæslustöð.............. 13 46 Lyfsala...................... 13 45 Kópasker Slökkvistoð .............. 5 21 44 Læknavakt..................5 21 09 Heilsugæslustöðin........ 5 21 09 Sjukrabíll ........... 985-217 35 Neskaupstaður Apótek................... 711 18 Lögregla.................7 13 32 Sjúkrahús, sjúkrabíll....7 14 03 Slökkvistöð ............. 7 12 22 Ólafsfjörður Ólafsfjarðar apótek........ 6 23 80 Lögregluvarðstofan......... 6 22 22 Slökkvistöð ............... 6 21 96 Sjúkrabill ............... 6 24 80 Læknavakt...................6 21 12 Sjúkrahús - Heilsugæsla .... 6 24 80 Raufarhöfn Lögreglan - Sjúkrabíll...5 12 22 Læknavakt................ 5 12 45 Heilsugæslan............. 5 11 45 Reyðarfjörður Lögregla.....................6 11 06 Slökkvilið ................. 4 12 22 Sjúkrabíll ............. 985-2 19 88 Sjúkraskýli .................4 12 42 Sauðárkrókur Sauðárkróksapótek ......... 53 36 Slökkvistöð ............... 55 50 Sjúkrahús ................. 52 70 Sjúkrabill ................ 52 70 Læknavakt.................. 52 70 Lögregla................... 66 66 Seyðisfjörður Sjúkrahús ...............2 14 05 Læknavakt................ 2 12 44- Slökkvilið ..............212 22 Lögregla.................213 34 Siglufjörður Apótekið .................. 7 14 93 Slökkvistoð ............... 7 18 00 Lögregla................... 7 11 70 '713 10 Sjúkrab. - Læknav. - Sjúkrah. 7 11 66 Neyðarsimi ................ 7 16 76 Húsavík Húsavikur apótek.......... 41212 Lögregluvarðstofan........4 13 03 41630 Heilsugæslustöðin.........413 33 Sjúkrahúsið............... 4 13 33 Slökkvistöð............... 4 14 41 Brunaútkall .............. 4 19 11 Sjúkrabíll ............... 4 13 85 Vorhefti Skímis komið út Vorhefti Skírnis, Tímarits Hins íslenska bókmenntafélags, 163. árg. er komið út. í heftinu eru 12 greinar og fjalla þær um bókmenntir, sögu og íslenska búhætti. En Skírnir hefur einnig að geyma efni sem erfiðara er að draga í dilka, svo sem grein eftir Guðberg Bergs- son er nefnist „Um ásthneigð í bókmenntuni og lífinu". Loftur Guttormsson skrifar grein um íslenska ábúðarhætti á 18. öld og leitar m.a. svara við því að hve miklu leyti þeir hafi ráðist af fjöl- skyldutengslum. í „Skírnismál- um“ er einnig fjallað um skipan mála í íslenskum sveitarfélögum, því þar skrifar Sigurður Líndal „Vörn fyrir hreppa og þúsund ára gamalt stjórnkerfi". í heftinu birtist í fyrsta sinn í heild á íslensku hinn kunni inn- gangur danska bókmennta- fræðingsins Georgs Brandesar að tímamótaverkinu Meginstraum- um. Þýðandi er Jón Karl Helga- son og birtir hann jafnframt rit- gerð um tengsl milli Brandesar og tveggja talsmanna raunsæis í íslenskum bókmenntum, þeirra Gests Pálssonar og Hannesar Hafstein. Örn Ólafsson á í Skírni grein um einkenni expressjón- isma í smásögum Halldórs Stefánssonar. Tvær greinar eru um Sturl- ungu\ „Hart er í heimi, hórdóm- ur mikill“ eftir Úlfar Bragason og „Eitt sinn skal hver deyja“ eftir Guðrúnu Nordal. Helgi Þorláks- son skrifar grein sem einnig fjall- ar um íslenska arfinn, nánar til- tekið um nýjar bækur er birst hafa erlendis um íslenska þjóð- veldið. Flokkast grein Helga undir „Greinar um bækur“, en Skírnir hefur nú lagt niður venju- lega ritdóma og tekið upp greina- flokk sem á að rúma margskonar umfjöllun um bækur eins og rit- stjóri greinir frá í pistli sínum. Undir þennan flokk heyrir einnig grein eftir Þóri Óskarsson um nýlegar Ijóðabækur Hannesar Sigfússonar og Sigfúsar Daða- sonar, grein Baldurs Gunnars- sonar um skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur, Kaldaljós, og grein Kenevu Kunz um rit Heimis Páls- sonar og Höskuldar Þráinssonar, Um þýðingar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.