Dagur - 04.05.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 04.05.1989, Blaðsíða 16
Rekstrartapið 36,8 miUjónir árið 1988 Akureyri, fimnitudagur 4. maí 1989 TEKJUBREF• KJARABREF FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR rFlÁRFESriNCÁRFÉIAGD Ráðhústorgi 3, Akureyri Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga: skuldir félagsins rúmur milljarður Aðalfundur Kaupfélags Skag- firðinga fór fram í gær í Selinu á Sauðárkróki. Góð mæting var á fundinn. Hefðbundinn aðalfundarstörf fóru fram. Stefán Gestsson, stjórnarfor- maður kaupfélagsins flutti skýrslu stjórnar og minntist látinna félaga. Lagðir voru fram reikningar félagsins fyrir árið 1988 og Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri fór í gegnum þá. Fram kom að rekstrartap á síðasta ári nam 36,8 milljónum króna, sem er 2,6 milljónum króna minna tap en árið áður. Fjármunamyndun frá rekstri varð 37,3 milljónir, á móti 31,2 milljónum 1987. Eigið fé í árslok er 506,6 milljónir, og hækkaði um 35,9 milljónir milli ára. Heildarvelta Kaupfélags Skag- firðinga á síðasta ári var 1.883,0 milljónir og er það um 15,7% hækkun frá fyrra ári. Samanlögð velta kaupfélagsins og Fiskiðju Sauðárkróks árið 1988 var rúmur 2,1 milljarður króna. Rekstrar- hagnaður síðasta árs, án fjár- magnskostnaðar, var 59,2 millj- ónir króna, einni milljón króna minni hagnaður en ’87. Fjár- magnskostnaður síðasta árs nem- ur rúmum 90 milljónum króna. Samtals nema skuldir Kaupfé- lags Skagfirðinga rúmum einum milljarði, þar af eru skammtíma- skuldir rúmar 657 milljónir og langtímaskuldir rúmar 360 millj- ónir. Frá 1987 hafa skuldirnar hækkað um 123 milljónir. í formálsorðum í ársskýrslu segir Þórólfur Gíslason kaup- félagsstjóri m.a.: „Árið 1988 ein- kenndist öðru fremur af óstöðug- leika, bæði í stjórnmálum og efnahagsmálum. Ef tiltaka á eitthvað, sem öðru fremur setti svip sinn á atvinnulífið, ber að sjálfsögðu hæst hár fjármagns- kostnaður. Verðstöðvunarlög voru í gildi síðari hluta ársins, og jafnframt bann við launahækkun- um og verkföllum. Kaupfélag Skagfirðinga er traust og öflugt félag með eigið fé yfir hálfan milljarð. Þrátt fyrir rekstrarerfið- leika í þjóðfélaginu ber að vara við óhóflegri svartsýni." -bjb Þeir munu brátt yfirgefa þetta leiksvæði, krakkarnir á Krógabóli og leika sér á nýju svæði við Glerárkirkju í sumar. Mynd: kl Velunnarar Krógabóls: Dagheíinili til starfa í kjaUara Glerárkirkj u í júií ,Við vonumst til þess að geta halið starfsemi í nýju húsa- kynnunum 1. júlí í sumar og erum ákaflega þakklát sóknar- nefnd Glerárkirkju fyrir að hafa tekið okkur svona vel,“ sagði Jóhann Gunnar Jóhanns- son formaður stjórnar Velunn- ara Krógabóls sem er félag for- eldra barna á dagheimilinu Krógaból, en það sér jafnframt um rekstur þess. Krógaból hef- ur verið til húsa að Löngumýri 16 frá upphafi en var sagt upp því húsnæði frá 1. júní nk. Um tíma var ekki útlit fyrir að ann- að húsnæði fengist, þar sem gerðar eru vissar kröfur til húsnæðis undir starfsemi sem þessa. „Við fréttum af því að í kjall- ara Glerárkirkju væri laust hús- næði, liöfðum samband við sókn- arnefndina og síðar fram- Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Skreiðarverkun fyrir Ítalíumarkað - með því skásta í dag Vinnsla hefur gengið þokka- lega að undanförnu hjá Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur. Rækju- vinnslan hefur starfað síðustu vikurnar. Tveir loðnubátar; Björg Jónsdóttir ÞH og Örn KE eru við rækjuveiðar fyrir vinnsluna, auk þess sem hún fær hluta af afla rækjufrysti togarans Júiíusar Havsteen Reiknað er með að minni bát ar frá Húsavík haldi til rækju veiða þegar nær dregur sumri Að sögn Tryggva Finnsson ar framkvæmdastjóra FH er rækjukvóti mjög skertur í ár og samdráttur í greininni. Afli á heimaslóð var þokkaleg- ur um tíma hjá minni bátunum, en afli er tregur á grunnslóð fyrir Norðurlandi í vor og sagði Tryggvi það visst áhyggjuefni ef svo yrði ár eftir ár. Aðspurður um hvort bætt yrði við starfsfólki hjá fyrirtækinu í sumar og unglingar fengju þar sumarvinnu sagði Tryggvi að eitthvað yrði um slíkt en harðara um en áður. Fiskverkendur á Húsavík hafa undanfarnar vikur hengt upp fisk vegna skreiðarverkunnar fyrir Ítalíumarkað. Sagði Tryggvi að ef vel tækist til væri þetta með því skásta sem menn gerðu í dag. Að undanförnu hefur Fiskiðju- samlagið flutt fisk, landleiðina frá Suðurnesjum og einnig smávegis frá Snæfellsnesi, til verkunar í skreið. Meginuppistaðan í þess- um fiskflutningum hefur verið afli Sigþórs ÞH, en hann er nú við veiðar fyrir austan land. Tryggvi sagði að veðurfarslega séð væri að koma besti tíminn til skreiðarverkunar. Menn hafa eitthvað orðið fyrir áföllum við skreiðarverkunina að undan- förnu vegna veðurlagsins, en Tryggvi sagðist vona að ekki væri um verulegan skaða að ræða. IM kvæmdanefndina. Eftir þær við- ræður var ljóst að við þyrftum aðstoð til að greiða húsaleigu og við að koma upp útileiksvæði, svo haft var samband við Akur- eyrarbæ og óskað eftir fjárhags- legri fyrirgreiðslu.“ Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í vikunni var erindi Króga- bóls samþýkkt. í því felst að greiða rekstrarstyrk vegna húsa- leigu fyrirfram í eitt ár, að félagið fái afnot af Brekkukoti um tíma þar til nýja svæðið er tilbúið og heimiluð voru leigulaus afnot í 5 ár af lóðinni austan kirkjunnar. Þá var samþykkt að veita félag- inu allt að 1,5 milljón króna styrk til að byggja upp og ganga frá leiksvæði úti. Jóhann segir ástæðuna fyrir því að félagið var stofnað í upphafi vera þá, að giftir foreldrar á Akureyri hafi nánast enga mögu- leika á að koma börnum sínum á dagvistir bæjarins. Akureyrarbær styrkir lögum samkvæmt rekstur dagheimila og hefur Krógaból notið styrkjanna frá upphafi. „Vegna þess rasks sem húsnæðis- rnálin hafa valdið höfum við þeg- ar misst einn starfsmann og auk þess eru rnörg börn að hætta. Hluta þeirra hefur verið boðið pláss hjá Akureyrarbæ svo í augnablikinu er mikill skortur á börnum, en ég tel að það eigi ekki að vera stórt vandamál því á biðlista hjá bænum eru nú 270 börn sem bíða þess að komast í vistun. Þá vantar okkur sömu- leiðis fóstrur, en þar sem hús- næðið sem við erum að fara í verður innréttað samkvæmt okk- ar óskum og verður því eins og það best getur orðið, verður væntanlega eftirsótt að starfa þar.“ VG Útíbú Húsnæðisstofiiunar á Akureyri á næsta ári? - atvinnumálanefnd sendir stjóm Húsnæðisstoftiunar áskomn þess efnis „Við höfuin lengi velt vöngum yfir því hvernig við getum best komið okkur fyrir á Akureyri og þykjumst nú sjá í hendi okkar hverning skynsamlegast og best verður að gera það,“ sagði Sigurður E. Guðmunds- son forstjóri Húsnæðisstofnun- ar ríkisins þegar nýleg ályktun atvinnumálanefndar Akureyr- arbæjar var borin undir hann. í ályktuninni skorar atvinnu- málanefnd á stjórn Húsnæðis- stofnunar að koma á fót þjón- ustuskrifstofu á Akureyri hið allra fyrsta og eigi síðar en í lok þessa árs. „Það er engin spurn- ing um að þetta mál er ekki gleymt, það verður að veru- leika og ég vænti þess eindreg- ið að það verði á þessu ári.“ Nokkuð hefur verið rætt um þá þjónustu sem ráðgjafarstöð Hús- næðisstofnunar veitir og hvernig fólk utan af landi getur nýtt sér það sem þar er uppá að bjóða. Sigurður segir, að algengast sé að fólk ýmist skrifi eða hringi, en auk þess hafi ráðgjafar á vegum stöðvarinnar verið á ferðinni í nokkrum sveitarfélögum. „Það er enginn vafi á því að menn hér eru jákvæðir gagnvart því að auka þjónustuna í stærri kaup- stöðum og þar er Akureyri efst á blaði. Það hafa þegar farið fram undirbúningsathuganir í því sambandi, en þetta er eitt af því sem er hluti af endurskipulagn- ingunni hérna, þ.e. að finna ráð og leiðir til að mæta óskum fólks um land allt. Félagsmálaráðherra bað t.d. sérstaklega um það á síð- asta ári að þetta væri tekið til endurskoðunar og verkefnið er nú efst á blaði þeirra sem sjá um endurskipulagningu hér eftir að fyrsta hluta hennar lauk.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.