Dagur - 04.05.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 04.05.1989, Blaðsíða 11
Firhmtudagúr>4. maí 19B9 - DAGUR11; áfengismál 1. grein Svolítið um sjúk- dóminn alkóhólisma Alkóhólismi er sjúkdómur. Allt frá því fyrstu vínberin voru sprengd hafa menn drukkið áfengi til að finna til ölvunaráhrif- anna, verða mjúkir, geta slakað á hömlum og glaðst á góðra vina fundi. Um þá vellíðan sem fylgir ölvunaráhrifunum hafa menn samið ótal vísur og lofsungið í hástert gleðina sem glas í góðum hópi gefur. Jafnlengi hafa menn deilt um ástæður þess hvers vegna sumir drekki öðruvísi en allur fjöldinn, drekki meira, hraðar og lengur. Fíknin sem myndast hjá þess- um einstaklingum er öllum fögr- um loforðum, ásetningi og tárum svo mikið yfirsterkari að það er vart á færi annarra en þeirra sem hafa upplifað hana að reyna að skilja hana. En eitt getum við þó öll verið sammála um, og það er það að þessum einstaklingum körlum og konum er ekki sjálfrátt, þau eru stöðugt að gera hluti sem eru í algjörri andstöðu við þeirra eigið besta. Alkóhólismi er fjölþátta sjúk- dómur, líkamlegur, félagslegur og andlegur. Grunnurinn er lík- amlegur. Fíknin, stjórnleysið, þolaukningin og þetta síendur- tekna minnistap eru nokkur þess- ara líkamlegu einkenna. Við skulum ímynda okkur mann sem er farinn að drekka um hverja helgi, hann telur sig ráða ágæt- lega við drykkjuna, hann geti sleppt því að drekka ef honum sýndist svo, staðreyndin er að vísu sú að honum sýnist bara aldrei svo. Konan fer að kvarta og hann sannfærir hana um að þetta sé ekkert mál, hann skuli bara verða edrú næstu helgi. Svo kemur föstudagurinn og hann sér auðvitað eftir loforðinu og man nú að þetta var nú kannski ekkert loforð, eða hvað? Svona er þá fíknin farin að stjórna, ekki bara hans lífi, heldur einnig lífi allra þeirra sem hann umgengst náið. En þetta var nú bara dæmi um byrjunareinkenni sjúkdómsins og á þessu stigi upplifir sjúklingur- inn sig varla alkóhólista og ein- mitt þess vegna þróar hann sjúk- dóminn áfram. Næst kentur stjórnleysið inn í spilið, hann hættir að geta sagt til um hve mörg glös verða drukkin, eða hve langan tíma það rnuni taka og hann fer jafnframt að verða ófær að segja til um hve lengi hann muni verða edrú í það og það skiptið. Hér fer hann að verða var við aukið þol, hann þarf einfaldlega meira magn en áður til að verða jafn drukkinn og grípur í því skyni til aukasjússa, fer t.d. að fela áfengi til að geta fengið sér aukalega svo enginn viti. Hann fer að upplifa það að hann man ekki alveg samræður frá því kvöldinu áður né heldur við hverja hann talaði. Minnistapið fer að angra hann oftar og meira og hann fer að skilja að það er hluti af drykkjunni að muna ekki heilu og hálfu kvöldin. En drykkjan fer stöðugt að verða dýrari, því eftirköstin láta ekki á sér standa. Fráhvarfseinkennin eru mjög hættuleg og hafa orðið mörgum að bana. Hann fer að fá allskonar svefntruflanir, martraðir, svita- kóf og skjálfta. Síðari stig eru krampar, ofskynjanir og delerium tremens. Félagslega fer þessi maður að verða mjög háður áfengi, hann getur ekki hugsað sér samkvæmi án áfengis, hann sér enga gleði án drykkjar og enn síður sorg. Hann hættir að koma í heimsóknir þar sem áfengi er ekki haft um hönd, og ef hann verður, hundleiðist honum og lætur alla sjá það sem það vilja með augljósum fýlusvip. And- lega er hann orðinn mjög háður drykkjunni og upplifir meiri og meiri vandamál tilfinningalega. Hann er í mikilii vörn og afneitun á eigin drykkju og finnur ótal útskýringar á því hvers vegna hann drekki t.d. léleg vinna, illa giftur, stressað þjóðfélag eða bara leiðinlegt veður. Hann fer þess utan að missa stjórn á skapi sínu án nokkurs sérstaks tilefnis og getur ekki undir nokkrum kringumstæðum tjáð sínar góðu tilfinningar. Hann einangrast félagslega og til- finningalega og fer smámsaman að finna til stjórnleysis gagnvart sínum tilfinningum, dæmi: Ofsa- reiði, sjúkleg afbrýðisemi, ólýs- anleg kvíðaköst, svaka sektar- kennd og ýmis þunglyndiseinkenni s.s. sjálfsmorðshugsanir og fl. Þrátt fyrir að þessi einkenni séu svona augljós, eru menn ennþá að leggja siðferðilegt mat á alkóhóiistann, saka hann um skort á vilja og fleira í þeim dúrnum. Ég vil svara því með því að benda á að þegar þessi ein- kenni um fíknmyndun og stjórn- leysi eru til staðar þá skiptir vilj- inn til að verða edrú nálega engu máli, alkóhólistinn getur ekki hætt drykkjuskap án þess að til komi meiriháttar breytingar á lífsháttum öllum saman. Vegna þeirra breytinga sem gerast and- lega, sérstaklega afneitunar, er alkóhólistanum ekki kleift að sjá stöðu sína sjálfur án aðstoðar annarra. Ég vona að einhverjir séu ein- hverju nær um sjúkdóminn alkó- hólisma eftir þennan lestur. Afneitun er það stór hluti sjúk- dómsins að ég kýs að fjalla um hana sérstaklega, og mun ég gera það í annarri grein síðar. Ingjaldur Arnþórsson ráðgjafí, SÁÁ-N Töflureiknirinn Hjá fyrirtækinu Tölvutali eru komnar út tvær bækur fyrir töflu- reikninn Exel. Önnur bókin er sniðin fyrir Macintosh tölvur, hin fyrir IBM og samhæfðar vélar. Höfundar bókanna eru Guðjón ísberg og Rafn Sigurðsson. Skipta má Exel forritinu í fjóra hluta. 1) Töflureikni 2) Gagnasafn 3) Gröf 4) Macro Bækurnar taka fyrir þrjá fyrstu hlutana og fjallað er um þann fjórða. Bækurnar eru ætlaðar jafnt byrjendum sem og þeim sem þeg- ar hafa kynnst Exel. Fjallað er um allar skipanir og verkun þeirra útskýrð með dæmum. Exel Tekin eru fyrir atriði eins og töflu- og eyðublaðagerð, upp- setning og notkun gagnasafna, teiknun samfelldra falla, notkun fjármálafalla, uppsetning reikn- inga og margt fleira. Mikill fjöldi mynda er í bókunum. Báðar eru bækurnar 300 bls. að stærð og fjölritaðar af Stensli hf. Hönnun kápu annaðist Guð- jón Ingi Hauksson. Frambjóðendur | Jón Emil Pétursson, 2v.c. Guðrún K. Svavarsdóttir, 2.m. Jón V. Birgisson, 1v.b. Nemar V.M.A. athugið! '' 5: ítuft &<• 1®ÍF 1 Jflf WmmSk - Æk Stefán H. Stefánsson, 2v.a. Kristján H. Hákonarson, 2v.a. Á laugardaginn 6. maí verður kosið í stjórn skólafé- lagsins fyrir næsta skólaár. Við hvetjum ykkur öll til að koma og kjósa ykkur stjórn. Kosningar fara fram í Eyrarlandsholti kl. 12.30-16.00. Kosningastjórn. 15 daga rútuferð frá Húsavík til Evrópu 1. júní. Brottför frá Ferðaskrifstofu Húsavíkur kl. 04.30, ekið sem leið liggur um austurlandsveg til Seyðisfjarðar. Brottför með Norröna er kl. 12.00. 2. júní. Komutími til Þórshafnar í Færeyjum er um kl. 06.00. Þeir sem eru snemma á fótum geta fengið sér göngutúr um Þórshöfn. Þaðan er siglt kl. 09.00 og stefna sett á Hanstholm. 3. júní Tekið land á danskri grund um kl. 16.00 og ekið sem leið liggur suður jótland til Ulfborg og gist á Hotel Vedersö Klit. 4. júní Ekið til Billund og stansað í Legolandi. Þaðan er haldið til landamæra Þýskalands og ekið suður Þýskaland um Flensburg og Kiel til Weibenhauser Strand sem er sumarleyfisstaður við Eystrasalt um 6 km frá Oldenburg. Þar verður haldið til í fimm nætur. 5. -8. júní. Þessir fjórir dagar verða notaðir til hvíldar og skoðunarferða eftir því sem tækifæri gefast og veður leyfir, t.d. er möguleiki á hálfs eða heilsdagsferðum til Lubeck, Hamborgar og Kaupmannahafnar. 9. júní. Ekið af stað til baka og haldið til Álaborgar og gist þar á Ansgaar hótel. 10. júní. Ekið til Hirsthals þar sem tekin verður ferja kl. 10.30 og siglt í fjórar klst. til Kristjánssand. Þaðan er haldið til Stavanger og gist á hótel Algard. 11. júnf. Eftir góða hvíld er enn lagt af stað til Randaberg þar sem tekin verður ferja til Haugesund. Þaðan ekið til Kinsaravik og enn tekin ferja til Kvanndal, það- an er haldið til Standebarm Fjord Hotel, en þar er hótelstjórafrú Halldóra Einars- dóttir frá Ófeigsstöðum í Kinn og þar bíður okkar kvöldverður. Síðan haldið til Bergen og gist á Bergen Airport Hotel. 12. júní. Dagurinn notaður í skoðunarferð um Bergen. Um kvöldið bíðurokkar veisla á hótelinu og gisting aðra nótt. 13. júní. Eftir góða hvíld verður haldið til hafnar í Bergen, stansað þar um stund en brottför Norröna er kl. 15.00. 14. -15. júnf. Á leiðinni til (slands er komið við í Leirvík og Þórshöfn en komu- tími til Seyðisfjarðar kl. 08.00 á fimmtudag, eftir tollskoðun er haldið til Húsavík- ur, áætlaður komutími er um kl. 16.00. Innifalið í verði: Sigling meö Norröna báöar leiöir, gist í fjögurra manna klefum. Gisting erlendis í 10 nætur á góöum hótelum í tveggja manna herbergjum. 10 morgunverÖir á gististööum. 6 kvöldveröir á gististööum. 3 ferjusiglingar. Allur akstur meö rútunni aö heiman og heim. Leiðsögn erlendist (Margrél Jónsdóttir, Húsavík.) Verö er miöaÖ viö gengi 15/3 1989. Einnig er möguleiki á tveggja manna klefum á skipinu gegn aukagreiðslu. Verð kr. 67.000,- Örfá sætí ennþá laus FERÐASKRIFSTOFA HÚSAVÍKUR Simi 96-42100 Björn Sigurðsson sími 96-42200.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.