Dagur - 23.05.1989, Blaðsíða 1
Vegaáætlun 1989-1992 afgreidd á síðustu dögum þings:
Á fiimnta hundrað miUjónir í
snjómokstur á yfirstandandi ári
- áædun um pröflun til vegamála og skiptingu útgjalda
hækkuð frá upphaflegu útgáíu vegaáætlunar
Skagaíjörður:
Tveir slasaðir
efitír útafakstur
Árla morguns á sunnudag
var útafakstur í Lýtings-
staðahreppi í Skagafirði.
Tveir farþegar voru fluttir
slasaðir á Sjúkrahúsið á
Sauðárkróki, en meiðsl
þeirra eru ekki talin alvar-
leg. Bíllinn er nær ónýtur
eftir útafaksturinn.
í síðustu viku hafði lögregl-
an á Sauðárkróki afskipti af
ólöglegum gæsaskyttum í
Blönduhlíðinni. Landeigend-
ur tilkynntu um skytturnar til
lögreglu og hún fór á staðinn
og gómaði þær. Voru þær þá
búnar að skjóta nokkrar gæsir.
Hjá lögreglunni í Húnaþingi
var róleg helgi en þó voru 11
ökumenn teknir fyrir of hrað-
an akstur. Sá sem ók hraðast
var á 136 km hraða. -bjb
Eyjaijörður:
Byijað að bera á
fraiuiui í firði
Það er ekki að spyrja að
búsældinni í Eyjaflrði. Á
mcðan útsveitir eru á kafi í
fönn eru bændur í Hrafna-
gils-, Saurbæjar-, og
Ongulsstaðahreppi byrjaðir
að bera á tún.
Ólafur G. Vagnsson, ráðu-
nautur Búnaðarsambands
Eyjafjarðar, segir að nokkrir
bændur í þessum hreppum
hafi byrjað að bera á í síðustu
viku. „Sérstaklega eru menn
að bera á einstaka bletti þar
sem ætlunin er að byrja að
beita mjólkurkúm og sauðfé,
þar sem það er,“ sagði Ólafur.
Jörð var einna fyrst til í
Hrafnagilshreppi, enda þar
fremur lítill snjór í vetur. Þá
komu tún að mestu óskemmd
undan snjónum og gróðurnál-
arnar voru því fljótar að taka
við sér þegar fór að hlýna.
• óþh
Akureyri:
Engir simíbnmar
Nú, þegar jörð kemur seint
undan snjó Norðanlands
eftir mikil snjóalög, fer
varptími fuglanna í hönd.
Undanfarin ár hefur því
miður borið allmikið á ólög-
legum sinubruna í bæjar-
landinu á vorin.
Gísli Kr. Lórenzson,
aðstoðarslökkviiiðsstjóri,
sagði að ennþá hefði ekki ver-
ið um útköll að ræða vegna
sinubruna hjá Slökkviliði
Akureyrar, og vonandi yrði
ekki um slíkt að ræða. Þó væri
full ástæða til að vekja athygli
á að sinubruni væri ólöglegur
eftir 1. maí ár hvert, en
slökkviliðsmenn eru venjulega
kallaðir út á 2. tug skipta
vegna sinubruna hvert vor.
Umtalsverður kostnaður fylgir
brunaútköllum, hverju nafni
sem þau nefnast, að frátöldum
skaða fyrir fuglalífið. EHB
Eitf þeirra mála sem afgreidd
voru á síðustu dögum 111. lög-
gjafarþings Islendinga, sem
lauk síðastliðinn laugardag,
var vegaáætlun árin 1989-1992.
I meðförum fjárveitinganefnd-
ar tók áætlunin nokkrum
breytingum m.a. breyttist
áætlun um fjáröflun til hækk-
unar. Þannig er nú gert ráð
fyrir að tekjur af bensíngjaldi
verði á þessu ári 2930 milljónir
króna eða 100 milljónum hærri
en í upphaflegri útgáfu vega-
áætlunar. Samkvæmt breyt-
ingatillögunni verða tekjur af
bensíngjaldi 800 milljónum
hærri á næsta ári en upphaf-
lega var gert ráð fyrir og einnig
er gert ráð fyrir meiri tekjum
af árgjaldi og kílómetragjaidi
vegna þungaskatts. í heild ger-
ir vegaáætlun ráð fyrir að þær
tekjur sem aflað verði til vega-
mála verði að upphæð rúmlega
3,5 milljarðar í ár en hækki í
5,2 milljarða á næsta ári.
Vetrarviðhald þjóðvega er tal-
ið kosta um 405 milljónir króna í
ár og er orðið 100 milljónum dýr-
ara en gert var ráð fyrir þegar
vegaáætlun var samin fyrr í
vetur. í meðförum Alþingis tók
sá liður vegaáætlunar sem snert-
ir skiptingu útgjalda, þ.e. hvað
varðar yfirstandandi ár, þeim
breytingum að framlag til
almennra verkefna vegna nýrra
þjóðvega var hækkað um 100
milljónir en framlag til bundins
slitlags var skorið niður um tæpar
80 milljónir. Sérstök verkefni í
vegagerð fá 235 milljónir í ár og
svokallaðir Ó-vegir fá 77 milljón-
ir króna. Og eins og kveðið var á'
um í upphaflegri útfærslu vega-
áætlunar fá stórverkefni í vegagerð
200 milljónir á yfirstandandi ári,
mest er veitt í jarðgöngin í Ólafs-
fjarðarmúla eða 190 milljónir
króna.
í listanum yfir sérverkefni yfir-
standandi árs er eitt verkefni á
Einn umsækjandi hefur skilað
inn umsókn til biskups-
embættisins um Glerársókn,
en umsóknarfrestur rennur út
mánudaginn 5. júní nk.
Að sögn biskupsritara eru
miklar annir hjá embættinu þessa
dagana og hafði tæpast gefist
ráðrúm til að yfirfara póstinn í
gær. Þá var ekki vitað um nema
þessa einu umsókn.
Eftir að umsóknarfrestur renn-
Norðurlandi. Þar er urn að ræða
kaflann frá Ólafsfjarðarvegi að
sýslumörkum Eyjafjarðar- og
I gær héldu nemendur í Mennta-
skólanum á Akureyri fund með
deildarforsetum þar sem rætt var
um hugsanleg próflok í hverjum
áfanga. Á efstu bekkingum var
það að heyra að þeir vildu Ijúka
sínum prófum fyrir 17. júní og
skólameistari vonaðist til að hægt
yrði að birta próftöflu á allra
næstu dögum. Hann sagði að
ekki kæmi til greina að stúdentar
útskrifuðust með vitnisburð sem
ekki gæti staðist nákvæma
rannsókn. Fulltrúar 1.-3. bekkjar
báru fram tillögu þess efnis að
hafi nemandi staðist fyrri áfanga í
grein þá geti hann valið um tvo
kosti: Þreyta fullgilt áfangapróf í
ur út á miðnætti 5. júní nk. verð-
ur beðið í einn dag eftir hugsan-
legum umsóknum í pósti. Því
næst mun biskup skrifa umsögn
sína með umsækjanda eða
umsækjendum og senda síðan
prófastinum, sr. Birgi Snæbjörns-
syni. Það er síðan sóknarnefnd-
arinnar að upplýsa almenning um
nafn eða nöfn umsækjenda, eftir
að prófastur hefur skilað
umsóknum til nefndarinnar.
EHB
Skagafjarðarsýslu en þar verður
unnið fyrir 20 milljónir króna.
Stærstur hluti þeirrar upphæðar
vor eða haust, eða biðja þá
kennara sem treysta sér til að
meta árangur í tölum, annars
með „S“ sem þýðir að nemandi
Lögreglan á Akureyri hafði í
nógu að snúast um helgina.
Frá föstudegi til sunnudags
urðu fjögur umferðarslys,
ákeyrslur og árekstrar. Þá
voru 9 ökumcnn stöðvaðir fyr-
ir of hraðan akstur.
Um kl. 17 á föstudag varð
árekstur tveggja bíla á mótum
Gránufélagsgötu og Laufásgötu.
Ökumenn beggja bifreiða voru
fluttir á slysadeild svo og þrír
farþegar. Sem betur fer reyndust
meiðsli ekki vera alvarleg. Mikl-
ar skemmdir urðu á bifreiðunum.
Aðfaranótt laugardags valt
bifreið út af veginum á Eyjafjarð-
arbraut vestri. Tveir piltar voru í
bílnum og voru þeir fluttir til
rannsóknar á slysadeild en
meiðsli þeirra reyndust ekki
alvarleg. Ökumaður bifreiðar-
innar var 16 ára gamall og því án
ökuréttinda. Hann hafði tekið
bílinn í heimildarleysi. Bakkus
mun ekki hafa verið með í för en
reynsluleysi ökumanns og
er síðari hluti verks sent byrjað
var á í fyrra, þ.e. frá Krossa-
staðaá að Bægisá. JÓH
hafi staðist áfangann. Miklar
umræður voru á fundinum en til-
lögur voru ekki bornar undir
atkvæði. SS/Mynd: KL
glannaakstri er kennt um að svo
fór sem fór.
Þriðja umferðaróhappið varð
um kl. sex á laugardagsmorgun.
Bifreið var ekið á ljósastaur á
Drottningarbraut skammt sunn-
an við Kaupvangsstræti. Öku-
maður var einn í bifreiðinni og er
grunaður um ölvun. Hann var
fluttur á slysadeild og mun vera
mikið slasaður, að sögn lögreglu.
Fjórða óhapp helgarinnar varð
á sunnudagsmorgun kl. 9.30.
Bifreið var ekið á ljósastaur á
Þórunnarstræti við Mímisbraut.
Miklar skemmdir urðu á bifreið-
inni. Ökumaður fékk höfuðhögg
og leitaði aðhlynningar á slysa-
deild.
Níu ökumenn voru teknir fyrir
of hraðan akstur um helgina,
bæði innan og utan bæjarmarka
og virðist sem menn gerist nú
liprari við bensíngjöfina í takt við
hækkandi sól og hlýrra veður.
Ökuföntum er þó bent á að hafa
sig hæga því lögregla hefur vak-
andi auga með hraðakstri. óþh
Glerársókn:
Ein umsókn borist
- umsóknarfrestur rennur út 5. júní
Meimtskælingar funda um próflok
Nóg að gera hjá lögreglunni á Akureyri:
Ljósastaurar í vegmum