Dagur - 23.05.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 23. maí 1989
------------------í
Badminton á Húsavík:
íþróttir
Vel heppnað Norðurlandsmót
- keppendur frá Siglufirði, Húsavík og Akureyri
Norðurlandsmót í badminton var
haldið á Húsavík á laugardaginn.
Keppendur voru rúmlega 30 frá
Akureyri, Húsavík og Siglufírði.
Akureyringar voru sigursælir,
enda með fjölmennasta liðið, og
hlutu þeir 6 Norðurlandstitla af 7
mögulegum.
Keppt var í þremur flokkum;
öðlingaflokki karla (40 ára og eldri)
og svo flokki karla og kvenna. Það
voru átta heimamenn sem þátt tóku í
mótinu, sjö keppendur komu frá
Siglufirði og tæplega tuttugu voru frá
Akureyri.
í öðlingaflokki var Kári Árnason
sigursæll. Hann sigraði í tvíliðaleik
með Einari Janusi Kristjánssyni og í
einliðaleiknum lagði hann Björn
Baldursson í úrslitum. I öðru sæti í
tvíliðaleiknum komu þeir Erlingur
Knattspyrna:
Hvöt missir
3 leikmenn
- vegna meiðsla
Knattspyrnulið Hvatar á Blöndu-
ósi, sem leikur í 4. deild í sumar,
hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku
á undirbúningstímabilinu. Tveir
leikmenn eru fótbrotnir og einn
með slitin liðbönd í hné. Einn
besti leikmaður þeirra, Asgeir
Valgarðsson, fótbrotnaði á æfíngu
fyrir skömmu, og kemur ekki til
leiks fyrr en í lok keppnistíma-
biisins. Sömu sögu er að segja
með Baldur Reynisson, en hann
fótbrotnaði í æfíngaleik gegn Sigl-
fírðingum sl. laugardag, og verður
frá í lágmark 6 vikur.
í sama leik, gegn KS á laugardag,
varð Egill Ragnarsson fyrir því
óhappi að slíta liðbönd í hné. Egill er
nýr leikmaður hjá Hvöt og verður
hann frá í 4-6 vikur. Leikurinn gegn
KS var mikill baráttuleikur, og má
segja of mikill. Siglfirðingar unnu
3:1.
Þá urðu Tindastólsmenn fyrir
áfalli sl. fimmtudagskvöld, einnig
gegn Siglfirðingum, þegar Hólmar
Ástvaldsson viðbeinsbrotnaði eftir
samstuð við Mark Duffield. Hólmar
verður frá í mánuð og er það annar
leikmaður Tindastóls sem forfallast.
Jón Gunnar Traustason var skorinn
upp í baki í vetur og verður frá
keppni í sumar. -bjb
Landsbankahlaup
á laugardaginn
Hið árlega Landsbankahlaup fer
fram á laugardaginn. Þetta er í
fjórða skiptið sem hlaupið fer
fram og er það búið að tryggja sig
í sessi sem eitt vinsælasta barna-
og unglingahlaup á landinu. I
fyrra hlupu um 1200 krakkar og í
ár er búist við að fjöldinn verði
enn meiri. Hlaupið er sameigin-
legt verkefni FRI og Landsbank-
ans og er hægt að skrá sig til þátt-
töku í öllum útibúum bankans.
Öll börn, óháð búsetu, fædd á
árunum 1976, 1977, 1978 og 1979
hafa rétt til þátttöku. Keppt er í
tveimur flokkum stelpna og tveimur
flokkum stráka. Vegalengdin er 1500
m fyrir krakka fædd 1976 og 1977 en
1100 m fyrir þau yngri.
Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu
sætin í hverjum flokki og auk þess
verður dregin út ein Kjörbók með
3500 kr, innistæðu á öllum keppnis-
stöðum og eiga allir jafna möguleika
á því að hreppa þann vinning.
Nánari upplýsingar fást í öllum
útibúum Landsbankans og einnig á
skrifstofu FRÍ í síma 91-685525.
Aðalsteinsson og Björn Baldursson.
Allir þessir keppendur eru frá Akur-
eyri.
í einliðaleik í karlaflokki var ein-
vígið að vanda milli Karls M. Karls-
sonar og Kristins Jónssonar frá
Akureyri. Eins og undanfarið ár
Kári Arnason frá Akureyri varð að
vanda sigursæll og sigraði tvöfalt í
Oðlingaflokki.
hafði Karl betur og sigraði í
flokknum.
í tvíliðaleik komu bræðurnir Har-
aldur Marteinsson og Ólafur Mart-
einsson frá Siglufirði skemmtilega á
óvart og urðu Norðurlandsmeistarar.
Þeir lögðu þá Hauk Jóhannsson og
Giris Hirlekar frá Akureyri í úrslita-
leiknum.
í einliðaleik kvenna háðu þær ein-
vígi, stöllurnar frá Akureyri Guðrún
Erlendsdóttir og Jakobína Reynis-
dóttir, um titilinn. Að þessu sinni
hafði Guðrún betur og var því krýnd
Norðurlandsmeistari. í tvíliðaleikn-
um stóður þær hins vegar saman og
lögðu Ragnheiði Haraldsdóttur og
Elínu Guðmundsdóttur í úrslita-
leiknum.
Ekki tókst að ljúka keppni í
tvenndarleik, en þar voru fimm pör
skráð til keppni og eru þau öll frá
Akureyri. í ráði er að ljúka þeirri
keppni á Akureyri fljótlega.
Mótið á Húsavík þótti takast vel
og var gerður góður rómur að öllum
undirbúningi heimamanna og voru
menn sammála því að sjá til þess að
mótið fari fram árlega í framtíðinni,
en það féll niður í fyrra. Mótsstjóri
var Halldór Gíslason og stóð hann
sig með sóma.
Þær Jakobína Reynisdóttir og Guðrún Erlendsdóttir voru sigursælar á Norðurlands-
mótinu í badminton á Húsavík.
Frjálsar íþróttir:
Skeimntilegt mót hjá HSÞ
- í flokki barna og unglinga
Héraðsmót HSÞ í frjálsum íþrótt-
um í flokki barna og unglinga var
haldið nýlega. Þátttaka var mjög
góð og voru keppendur frá tíu
íþróttafélögum. Þegar upp var
staöiö höfðu Völsungar sigrað
nokkuð örugglega í stigakeppn-
inni, en þar á eftir komu íþrótta-
félagið Éilífur í Mývatnssveit og
Umf. Geisli.
Þarna komu fram margir efnilegir
frjálsíþróttamenn og verður gaman
að fylgjast með þeim í framtíðinni.
En lítum á úrslitin í einstökum
flokkum:
10 ára og yngri
Langstökk án atr. m
1. Marta Heimisdóttir, Völ. 1,97
2. Sædís Ægisdóttir, Völ. 1,86
3. Rósa B. Gísladóttir, Mag. 1,82
1. Haraldur Lúðvíksson, Efl. 1,93
2. Ólafur H. Ólafsson, Ein. 1,89
3. Hörður Tryggvason, Ein. 1,89
Þrístökk án atr. m
1. Marta Heimisdóttir, Völ. 5,81
2. Ása S. Karlsdóttir, Völ. 5,44
3. Sædís Ægisdóttir, Völ. 5,29
1. Ingi H. Heimisson, Mag. 5,38
2. Þórhallur Stefánsson, Eil. 5,27
3. Jóhannes Héðinsson, Eil. 5,15
Hástökk m
1. Ása S. Karlsdóttir, Völ. 1,10
2. Rannveig Guðmundsd., Völ. 1,05
3. Rósa B. Gísladóttir, Mag. 0,95
1. Þórhallur Stefánsson, Eil. 1,05
2. Jóhannes Héðinsson, Eil. 1,00
Kúluvarp m
1. Ása S. Karlsdóttir, Vöi. 4,99
2. Marta Heimisdóttir, Völ. 4,89
3. Rannveig Guðmundsd., Völ. 4,61
1. Ólafur H. Ólafsson, Ein. 6,55
2. Ólafur H. Kristjánsson, Mýv. 6,25
3. Kristinn Sturluson, Mag. 6,09
11-12 ára
Langstökk án atr. m
1. Katla Skarphéðinsdóttir, Völ. 2,24
2. Erla Viðarsdóttir, Völ. 2,15
3. Hilda Kristjánsdóttir, Völ. 2,14
1. Skarphéðinn F. Ingason, Mýv. 2,36
2. Halldór Jóhannsson, Mag. 2,10
3. Magnús Þorvaldsson, Völ. 2,07
Þrístökk án atr. m
1. Katla Skarphéðinsdóttir, Völ. 6,74
2. Ingunn Lúðvíksdóttir, Efl. 6,10
3. Eyrún Þorfinnsdóttir, Völ. 6,05
1. Skarphéðinn F. Ingason, Mýv. 7,00
2. Magnús Þorvaldsson, Völ. 6,30
3. Einir Heiðarsson, Mag. 6,23
Hástökk m
1. Katla Skarphéðinsdóttir, Völ. 1,30
2. Valgerður Jónsdóttir, Efl. 1,25
3. Arnfríður G. Arngrímsd., Mýv. 1,2
1. Skarphéðinn F. Ingason, Mýv. 1,50
2. Sævar Þorbergsson, Eil. 1,25
3. -4. Stefán Ö. Guðmundss., Eil. 1,15
3.-4. Baldvin Hallgrímsson, Eil. 1,15
Kúluvarp m
1. Katla Skarphéðinsdóttir, Völ. 7,19
2. Margrét Stefánsdóttir, Mag. 6,20
3. Guðlaug Steinsdóttir, Ein. 6,11
1. Skarphéðinn F. Ingason, Mýv. 9,55
2. Baldvin Hallgrímsson, Eil. 8,76
3. Kristinn Stefánsson, Eil. 8,44
13-14 ára
Langstökk án atr. m
1. Sigurrós Friðbjarnard., Völ. 2,36
2. Auður Þorgeirsdóttir, Völ. 2,26
3. Birna Baldursdóttir, Ein. 2,20
1. Leifur Ásgeirsson, Völ. 2,59
2. Þorvaldur Pálsson, Gam. 2,45
3. Sigurður Ö. Arngrímss., Mýv. 2,40
Þrístökk án atr. m
1. Sigurrós Friðbjarnard., Völ. 7,05
2. Auður Þorgeirsdóttir, Völ. 6,61
3. Birna Baldursdóttir, Ein. 6,05
1. Leifur Ásgeirsson, Völ. 7,17
2. Sigurður Ö. Arngrímss., Mýv. 6,88
3. Þorvaldur Guðmundss., Völ. 6,72
Hástökk m
1. Erna Þórarinsdóttir, Völ. 1,40
2. Sigurrós Friðbjarnard., Völ. 1,30
3. Þóra Dögg Dungal, Rey. 1,25
1. Leifur Ásgeirsson, Völ. 1,45
2. Sigurður Ö. Arngrímss., Mýv. 1,45
3. Guðni R. Helgason, Völ. 1,40
Skarphéðinn Ingason úr Umf. Mývetn-
ingi stóð sig vel á mótinu.
Kúluvarp m
1. Erna Héðinsdóttir, Eil. 6,99
2. Þóra Dögg Dungal, Rey. 6,53
3. Auður Þorgeirsdóttir, Völ. 5,93
1. Leifur Ásgeirsson, Völ. 9,24
2. Jens N. Buch, Rey. 9,05
3. Gunnar Leósson, Mag. 9,04
15-16 ára
Langstökk án atr. m
1. Jóna Kristjánsdóttir, Gei. 2,36
2. Gunnhildur Hinriksdóttir, Eil. 2,27
3. Svanhildur Valsdóttir, Gei. 2,26
1. Hákon Sigurðsson, Völ. 2,81
2. Áki R. Sigurðsson, Eil. 2,66
3. Þórir S. Þórisson, Eil. 2,63
Þrístökk án atr. m
1. Jóna Kristjánsdóttir, Gei. 6,72
2. Stefanía Guðmundsd., Gei. 6,40
3. Gunnhildur Hinriksdóttir, Eil. 6,39
1. Hákon Sigurðsson, Völ. 8,81
2. Áki R. Sigurðsson, Eil. 8,19
3. Sigurbj. A. Arngrímss., Mýv. 7,97
Hástökk m
1. Jóna Kristjánsdóttir, Gei. 1,50
2. Iris D. Ingadóttir, Mýv. 1,35
3. Gunnhildur Hinriksdóttir, Eil. 1,35
1. Magnús Skarphéðinsson, Ein. 1,65
2. Sigurbj. Á. Arngrímss., Mýv. 1,65
3. Stefán Jónsson, Gei. 1,60
Kúluvarp m
1. Svanhildur Valsdóttir, Gei. 8,45
2. íris D. Ingadóttir, Mýv. 7,88
3. Stefanía Guðmundsd., Gei. 7,76
1. Þórir S. Þórisson, Eil. 9,57
2. Jón Þór Ólason, Rey. 9,44
3. Guðmundur Sigmarsson, Gei. 8,80
15-18 ára
Hástökk án atr. m
1. íris D. Ingadóttir, Mýv. 1,15
2. Ágústa Pálsdóttir, Ein. 1,15
3. Stefanía Guðmundsd., Gei. 1,15
1. Magnús Skarphéðinsson, Ein. 1,35
2. Ketill Sverrisson, Bja. 1,30
3. Stefán Jónsson, Gei. 1,25
17-18 ára
Langstökk án atr. m
1. Agústa Pálsdóttir, Ein. 2,60
2. Sigrún Sigmarsdóttir, Gei. 2,50
1. Hilmar Ágústsson, Eil. 2,69
2. Ketill Sverrisson, Bja. 2,61
Þrístökk án atr. m
1. Ágústa Pálsdóttir, Ein. 7,27
2. Sigrún Sigmarsdóttir, Gei. 7,25
1. Hilmar Ágústsson, Eil. 8,07
2. Ketill Sverrisson, Bja. 7,93
Hástökk m
1. Ágústa Pálsdóttir, Ein. 1,40
1. Ketill Sverrisson, Bja. 1,60
Kúluvarp m
1. Ágústa Pálsdóttir, Ein. 8,24
2. Sigrún Sigmarsdóttir, Gei. 6,19
1. Hilmar Ágústsson, Eil. 8,86
Heildarstig félaganna stig
1. íf. Völsungur 213,5
2. íf. Eilífur 129,0
3. Umf. Geisli 90,5
4. -5. Umf. Einingin 78,0
4.-5. Umf. Mývetningur 78,0
6. íf. Magni 77,0
7. Umf. Bjarmi 28,0
8. Umf. Reykhverfungur 27,0
9. Umf. Efling 21,0
10. Umf. Gaman og alvara 6,0
Þriðjudagur 23. maí 1989 - DAGUR - 9
Enska bikarkeppnin:
Ian Rush var hetja Iiverpool
- skoraði tvö mörk í framlengingu gegn Everton á Wembley
Á laugardaginn fór fram á
Wembley úrslitaleikurinn í
FA-bikarnum þar sem áttust
við Liverpool og Everton. Fyr-
ir leikinn var þeirra minnst
sem létu lífíð í Sheffíeld á
undanúrslitaleik Liverpool og
Nottingham For. Færri áhorf-
endum var nú sleppt inn á
Wembley en venjulega og
öryggisgrindur umhverfís völl-
inn höfðu verið teknar niður.
Það setti þó leiðinlegan svip á
leikinn að undir lokin ruddust
áhorfendur inná leikvöllinn og
Liverpool leikmenn gátu ekki
hlaupið hinn venjuiega hring
með bikarinn að leik loknum.
Vegna þessa hefur nú verið
ákveðið að grindurnar verði
settar upp að nýju.
Leikmenn Everton hófu leik-
inn vel, en það var Liverpool sem
tók forystuna strax á 4 mín. leiks-
ins nokkuð óvænt. Steve Nicol
komst þá inní sendingu hjá Kevin
Sheedy og löng sending Nicol
fram var tekin niður af Steve
McMahon sem sendi strax inná
John Aldridge. Aldridge var ekk-
ert að hika og gott skot hans
Frjálsar íþróttir:
Þóra með
silfurpening
- á smáþjóðaleikunum
Um helgina lauk Smáþjóða-
leikunum á Kýpur. íslendingar
stóðu sig nokkuð vel á þessum
Ieikum og lentu í öðru sæti á
eftir heimamönnum. Einn Ey-
fírðingur, Þóra Einarsdóttir,
komst á verðalaunapall með
því að stökkva 1.71 í hástökki
og lenti í öðru sæti.
Þóra bætti árangur sinn um
hvorki meira né minna en sjö
sentimetra og er það óvenjulegt á
slíku stórmóti.
Árangur íslensku keppend-
anna var mjög misjafn. Sund- og
frjálsíþróttafólkið stóð sig einna
best en hópíþróttamennirnir
síður. Einkum sveið körfuknatt-
leiksmönnunum sárt að tapa fyrir
Andorra. Blaklandsliðið náði sér
heldur ekki á strik og tapaði flest-
um sínum leikjum. En þetta var
góð reynsla og á örugglega eftir
að koma sér vel síðar.
hafnaði uppí markhorninu hjá
Neville Southall markverði
Everton, 30 mark Aldridge á
leiktímabilinu. Þetta mark virtist
ætla að duga Liverpool til sigurs,
Ronnie Whelan og McMahon
höfðu góð tök á miðjunni og
þrátt fyrir að Everton væri mun
meira með boltann vantaði allan
kraft í sóknarleik liðsins. Þá voru
varnarmönnum Everton mjög
mislagðar fætur í leiknum og
skyndisóknir Liverpool sköpuðu
mikla hættu. Aldridge hefði hæg-
lega getað bætt við mörkum fyrir
liðið. Þegar nokkuð var liðið á
síðari hálfleik skipti Everton inn
þeim Stuart McCall og Ian Wil-
son og sérstaklega McCall hleypti
nýju blóði í leik liðsins með krafti
sínum og hörku.
Áhangendur Liverpool voru
farnir að fagna sigri er McCall
tókst að koma boltanum á mark-
ið hjá Liverpool og jafna úr
þvögu er nokkrar sek. voru til
leiksloka. Það þurfti því að fram-
lengja leikinn og þvílík framleng-
ing. Ian Rush sem hafði komið
inná sem varamaður fyrir Aldridge
náði forystu fyrir Liverpool með
frábæru skoti efst upp í mark-
hornið, en McCall jafnaði aftur
fyrir Everton með hörkuskoti
rétt utan vítateigs sem Bruce
Grobbelaar í marki Liverpool
réði ekki við.
En fyrir lok fyrri hálfleiks í
framlengingunni tókst Liverpool
að gera út um leikinn og skora
sigurmarkið. John Barnes braust
upp vinstri kant og sendi góða
Kevin Sheddy og félagar í Everton-
liðinu töpuðu fyrir betra liðinu.
Hvammstangi:
Vel heppnað
Kormákshlaup
- tæplega áttatíu keppendur
Kormákshlaupi Umf. Kor-
máks á Hvammstanga lauk um
síðustu helgi. Keppnin fer
þannig fram að hlaupið er fjór-
um sinnum yfír tímabilið og
þrír bestu tímarnir gilda.
F. 1979-1981:
Ellen Drífa Björnsdóttir og
Guðmundur Jónsson
F. 1976-1978:
Hafdís Baldursdóttir og
Svavar Einarsson
Keppendur voru 74 á öllum
aldri, þó aðallega börn og ungl-
ingar. En lítum þá á úrslitin í ein-
stökum flokkum:
Krakkar f. 1982 og síðar:
Lilja Björnsdóttir og
Einar Hansberg Árnason.
F. 1973-1975:
Bergur Guðbjörnsson og
Kristianna Jessen
F. 1963-1972:
Grétar Eggertsson
F. 1962 og fyrr:
Örn Gunnarsson og
Hermína Gunnarsdóttir
Þeir sáu um mörkin fyrir Liverpool. Ian Rush kom inná fyrir John Aldridge
nr. 8 og skoraði 2 mörk. Aldridge hafði skorað fyrsta markið.
sendingu fyrir þar sem Rush var
mættur og skallaði boltann
framhjá Southall í markið, en
varnarmenn Everton voru enn á
ný steinsofandi og að því er mér
sýndist var það fyrst og fremst
sofandaháttur þeirra sem kostaði
liðið sigurinn í leiknum.
Liverpool fékk mun hættulegri
færi í leiknum og aðeins frábær
frammistaða Neville Southall í
marki Everton kom í veg fyrir
fleiri mörk, m.a. er Ray Hough-
ton komst einn í gegn. Liðsheild-
in hjá Liverpool er mjög sterk og
hvergi veikan blett að finna. Ian
Rush var að sjálfsögðu hetja liðs-
ins að þessu sinni og nýtti tæki-
færi sín frábærlega vel, en allir
leikmenn liðsins léku af miklu
öryggi í leiknum. Það var því
alger óþarfi af liðinu að leika síð-
ari hluta framlengingarinnar með
það eitt að markmiði að tefja
leikinn.
Sem fyrr segir var varnarleikur
Everton fyrir neðan allar hellur í
leiknum, en markvarslan mjög
góð. Trevor Steven og Pat Nevin
áttu góðan leik ásamt Graham
Sharp miðherjanum sem vann
nánast alla skallabolta í víta-
teignum. Barátta Sharp kom þó
að litlum notum því félagi hans
Peter Beardslcy ögnaöi vörn Everton vel í leiknum.
Tony Cottee var í vasa Alan
„gamla“ Hansen allan leikinn.
Stuart McCall hefði vissulega
mátt koma fyrr inná hjá Everton,
en eftir stendur að Everton hefur
ekki þann mikla styrk sem ná-
grannar þeirra hafa og allt bendir
nú til þess að Liverpool sigri tvö-
falt í ár, þ.e. bæði í deildinni og
bikarkeppninni. Þ.L.A.
1. deild
Arsenal
Liverpool
Nott. Forest.
Norwich
Derby
Tottenham
Everton
Coventry
Q.P.R.
Millwall
Man. Uld.
Wimbledon
Southampton
Charlton
Shcff. Wed.
Luton
Aston Villa
Middlesbro
West Ham
Newcastle
37 21-10- 6 71:36 73
36 21-10- 5 60:25 73
38 17-14- 8 64:43 65
38 17-11-10 48:44 62
38 17- 7-15 40:38 58
38 16-11-11 60:46 57
38 14-11-12 50:45 57
38 14-13-11 48:42 56
38 14-11-13 43:37 53
38 14-11-13 47:49 53
38 13-12-13 45:35 51
38 14- 9-15 50:46 51
38 10-17-12 52:66 45
38 10-12-16 44:58 42
38 10-12-16 34:5142
38 10-11-17 43:49 41
38 9-13-15 45:56 40
38 9-12-17 44:61 39
37 10- 8-19 36:57 38
38 7-10-2133:59 31
Urslit
Urslit í vikunni:
1. deild
Arsenal-Wimbledon
Liverpool-Q.P.R.
Evcrton-Derby
Nottingham For.-West Ham
Sheffield Wed.-Norwich
Coventry-Nottingham For.
2:2
2:0
1:0
1:2
2:2
2:2
Um helgina:
FA-bikarinn úrslit
Liverpool-Everton
Úrslitakeppnin.
2. deild
Blackburn- Watford
Swindon-Crystal Palace
3. deild
Bristol Rovers-Fulham
4. deild
Leyton Orient-Scarborough
W rexham-Scunthorpe
2:0
3:1
Enska deildakeppnin:
Úrslitin ráðast
núna í vikunni
- um titilinn og fallið í 1. deild
Nú er aðeins tveim leikjum ólok-
iðí 1. deildinni, en þeir eru báðir
úrslitaleikir. Liverpool og West
Ham leika í kvöld og þá ræðst
hvort West Ham eða Aston Villa
fellur í 2. deild. Aðeins sigur
gegn Liverpool dugir West Ham.
Síðasti leikurinn fer síðan fram á
föstudaginn og þá ræðst hvort
það verður Liverpool aða Arsenal
sem verður Englandsmeistari í
ár. Leikur liðanna fer fram í
Liverpool og veðja flestir á sigur
Liverpool í leiknum.
Úrslitakeppnin er nú hafin í 2.,
3. og 4. deild og voru fyrri leikir
liðanna á sunnudag. Síðari
leikirnir fara fram nú í vikunni og
kemur þá í ljós hvaða tvö lið úr
hverri deild leika til úrslita um
sæti í næstu deild fyrir ofan.
Úrslitaleikirnir eru einnig tveir
og er leikið heima og að heiman.
Aðeins eitt mark var skorað í
leikjunum í 2. deild, Swindon
sigraði Crystal Palace á heima-
velli, en Blackburn og Watford
gerðu markalaust jafntefli. Ég
spái því að Crystal Palace og
Watford leiki til úrslita um sætið í
1. deild.
í 3. deild vann Bristol Rovers
nauman sigur á heimavelli gegn
Fulham, en Port Vale og Preston
hafa enn ekki leikið sinn leik.
Leyton Orient og Wrexham
hafa nú góða stöðu í 4. deild og
líklegt að þau leiki til úrslita þar.
Swansea varð bikarmeistari
Wales um helgina og leikur í
Evrópukeppni bikarhafa á næsta
ári.
Þá má geta þess að Eddie Gray
framkvæmdastjóri Hull City var
rekinn um helgina. Árangur Hull
City í 2. deildinni í vetur var ekki
nægilega góður að mati for-
ráðamanna liðsins, en því tókst
naumlega að forðast fall. Þ.L.A.