Dagur - 23.05.1989, Blaðsíða 10
6*ií
:< •• TW.. .’ifíi ,SS 1UC6bll|j6h<l
10 - DAGUR - Þriðjudagur 23. maí 1f
myndasögur dags
ÁRLANP
HERSIR
.11 IV.V7U—Í—I—1 —_ Z.
BJARGVÆTTIRNIR
M,,._____________________
—uBölvaðir refirnir!...
Þeir eru enn lifandi! Og þaö eru fleiri meö
' Hefiiö skothríö!
# Drullusokkar
Ritari þessa þáttar i dag
þurfti á dögunum að bregða
sér inn í byggingavöru-
verslun á Akureyri því hann
vantaði drullusokk. Ekki
væri þetta í frásögur fær-
andi í venjulegu árferði, en
þar sem heimsóknin var
einkar fróðleg og skemmti-
leg, ætlar hann að deiia
þessari reynslu slnni með
lesendum.
Þegar inn í verslunina kom
tók á móti honum einkar Ijúf
og glaðleg afgreiðslustúlka,
hún bauð góða dag og
sþurði á hvern hátt hún gæti
orðið til aðstoðar. „Mig
vantar drullusokk," svaraði
ég og að bragði sagði stúlk-
an, „já, þingmennirnir eru
hér, gjörðu svo vel“ og svo
vísaði hún mér að hillu þar
sem í stóðu drullusokkar af
öllum stærðum og gerðum.
# Þarfaþing
Það var ekki svo ýkja erfitt
að velja drullusokk sem
hentaði og þegar ég hafði
greitt fyrir hann, sagðist
stúlkan endilega vilja gefa
mér poka, „svo það sjáist
ekki hvað þú ert með,“
hvíslaði hún. Ég hafði á
orði, að maður þyrfti nú ekki
að skammast sín fyrir
drullusokkinn, „hann hlýtur
að vera þarfaþing á hverju
heimili?“ „Já,“ sagði hún,
„en það eru svo margir spé-
hræddir gagnvart þessu og
vilja ekki láta sjá sig með
svona lagað!“ Síðan þakk-
aði hún mér viðskiptin og
ég gekk út með drullusokk í
poka. Á leiðinni út flaug mér
í hug hvort bæjarbúar
skömmuðust sín virkilega
fyrir að þurfa að nota þenn-
an grip og hvort fólk bæri
almennt ekki meiri virðingu
fyrir þíngmönnunum sínum.
# Af lóðum ný
bygginga...
í framhaldi af skrifum i
þessum dálki um frágang
lóða við nýbyggingar er vert
að benta á eitthvað jákvætt í
því sambandi. Það er nefni-
lega ekki alls staðar jafn
slæmt ástandið. Við Hjalla-
lund rís nú stórt fjölbýlis-
hús sem að hluta hefur ver-
ið tekið í notkun og að ári
ættu allir íbúar þess að vera
fluttir inn. í fyrra þegar
fyrstu íbúarnir fluttu inn var
unnið af kappi við að mal-
bika bílastæði, mála húsið
og gera eins snyrtilegt og
unnt var miðað við allar þær
framkvæmdir sem eftír
voru. í sumar á að ganga
endanlega frá lóðinni í
kringum húsið, tyrfa,
gróðursetja og útbúa leik-
svæði fyrir börn. íbúar
hússins þurfa því ekki að
kvíða drullusvaði og ófrá-
genginni lóð í áraraðir eins
og sumir bæjarbúar.
dagskrá fjölmiðla
Sjónvarpið
Þriðjudagur 23. maí
17.50 Veistu hver Tung er?
Tung er vietnamskur strákur sem býr í
Noregi. Hann sækir skóla en honum leið-
ist að læra heima.
18.15 Freddi og félagar (12).
18.45 Táknmálsfréttir.
18.55 Fagri Blakkur.
19.20 Leðurblökumaðurinn.
19.50 Tommi og Jenni.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Tónsnillingar í Vínarborg.
(Man and Music - Classical Vienna.)
Annar þáttur - Mozart á eigin vegum.
Fyrri hluti um undrabarnið frá Salzburg
sem kemur til Vínar til að starfa sjálf-
stætt.
21.25 Launráð.
(Act of Betrayal.)
Fyrsti þáttur.
Breskur myndaflokkur í fjórum þáttum.
Aðalhlutverk: Elliot Gould, Lisa Harrow,
Patrick Bergen og Bryan Marshall.
Meðlimur írska lýðveldishersins (IRA)
gerist liðhlaupi og ljóstrar upp um fyrrum
félaga sína sem eru handteknir og
dæmdir. Honum er síðan komið úr landi
og hann byrjar nýtt líf í Ástralíu, en IRA-
menn hyggja á hefndir.
22.15 Sifjaspell - best geymda leyndarmál
samfélagsins.
Síðari þáttur Kolbrúnar Halldórsdóttur
um sifjaspell, þar sem verður m.a. fjallað
um rannsóknarferli, yfirheyrsluaðferðir
og hlut dómstóla í þessu viðkvæma máli.
23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok.
Sjónvarp Akureyri
Þriðjudagur 23. maí
16.45 Santa Barbara.
17.30 Dægradvöl.
(ABC's World Sportsman)
18.15 Bylmingur.
18.45 Elsku Hobo.
19.19 19:19.
20.00 Alf á Melmac.
Alf Animated)
20.30 íþróttir á þriðjudegi.
21.25 Lagt í'ann.
Léttur og skemmtilegur ferðþáttur.
Umsjón: Guðjón Arngrímsson og Sig-
mundur Emir Rúnarsson.
21.55 Hetjudraumar.#
(Those Glory, Glory Days.)
Hugljúf og gamansöm fjölskyldumynd
um unga stúlku sem hefur störf sem
íþróttafréttaritari hjá dagblaði nokkru.
Allt frá því Júlía man eftir sér hefur hún
verið veik fyrir fótboltahetjum og er enn
við sama heygarðshomið. En þegar hún
yfirgefur vinnustað sinn eftir fyrsta dag-
inn í nýja starfinu rennur upp að henni
bifreið og átrúnaðargoð hennar, Danny
Blanchfower, býður henni far ...
Aðalhlutverk: Zoe Nathenson, Liz Cami-
on og Cathy Myrphy.
23.25 Miðnæturhraðiestin.
(Midnight Express.)
Ungur bandaríkjamaður lendir í tyrknesku
fangelsi og með ótrúlegri seiglu tekst
honum að komast undan. Óviðjafnanleg
mynd.
Aðalhlutverk: Brad Davis, Paul Smith,
Randy Qauid, John Hurt, Mike Kellin og
Irene Miracle.
Alls ekki við hæfi barna.
01.20 Dagskrárlok.
Rás 1
Þriðjudagur 23. maí
6.45 Veðurfregnir • Bæn.
7.00 Fróttir.
7.03 í morgunsárið
með Randveri Þorlákssyni.
Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00
og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forystu-
greinum dagblaðanna að loknu fréttayfir-
liti kl. 8.30.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn.
- „Á Skipalóni" eftir Jón Sveinsson.
Fjalar Sigurðsson les (8).
9.20 Morgunleikfimi.
9.30 í garðinum
með Hafsteini Hafliðasyni.
9.40 Landpósturinn - Frá Suðurlandi.
Umsjón: Þorlákur Helgason.
10.00 Fréttir • Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur.
11.53 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir ■ Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn - Ljósmæður.
13.35 Miðdegissagan: „Brotið úr töfra-
speglinum" eftir Sigrid Undset.
Þómnn Magnea Magnúsdóttir les (19).
14.00 Fróttir • Tilkynningar.
14.05 Eftirlætislögin.
15.00 Fréttir.
15.03 Glott framan í gleymskuna.
Friðrik Rafnsson fjallar um mið-evrópskar
bókmenntir.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Haydn, Sor og
Salieri.
18.00 Fréttir.
18.03 Á vettvangi.
Tónlist • Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.32 Kviksjá - Aldarafmæli lýðháskólans
í Borgá í Finnlandi.
20.00 Litli barnatíminn.
20.15 Kirkjutónlist.
21.00 Kveðja að austan.
Úrval svæðisútvarpsins á Austurlandi í
liðinni viku.
Umsjón: Haraldur Bjamason. (Frá Egils-
stöðum.)
21.30 Útvarpssagan: „Kristrún í Hamra-
vík“ eftir Guðmund G. Hagalín.
Höfundur les (2).
22.00 Fréttir • Dagskrá morgundagsins •
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Leikrit vikunnar: „Draumaströnd-
in" eftir Andrés Indriðason.
23.10 Tónskáldatími.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur.
01.00 Veðurfregnir.
Rás 2
Þriðjudagur 23. maí
7.03 Morgunútvarpið.
9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun.
Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttir.
- Spaugstofumenn líta við á Rásinni kl.
9.25.
- Afmæliskveðjur kl. 10.30.
- Sérþarfaþing Jóhönnu Harðardóttur
uppúr klukkan ellefu.
12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar.
12.15 Heimsblöðin.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Umhverfis landið á áttatíu
með Gesti Einari Jónassyni.
14.05 Milli mála.
- Óskar Páll Sveinsson.
16.03 Dagskrá.
18.03 Þjóðarsálin.
Þjóðfundur í beinni útsendingu.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Áfram ísland.
Dægurlög með íslenskum flytjendum.
20.30 Útvarp unga fólksins.
21.30 Kvöldtónar.
22.07 Bláar nótur.
Pétur Grétarsson kynnir djass og blús.
01.10 Vökulögin.
Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7, 7.30, 8,8.30,
9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19,
22 og 24.
Ríkisútvarpið á Akureyri
Þriðjudagur 23. maí
8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
Bylgjan
Þriðjudagur 23. maí
07.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor-
steinsson
með morgunþátt fullan af fróðleik, frétt-
um og ýmsum gagnlegum upplýsingum
fyrir hlustendur, í bland við góða morgun-
tónlist.
10.00 Valdís Gunnarsdóttir.
Valdís er með hlutina á hreinu og leikur
góða blöndu af þægilegri og skemmtilegri
tónlist eins og henni einni er lagið.
14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson.
Óskalögin, kveðjurnar, nýjustu lögin,
gömlu góðu lögin - allt á sínum stað.
Bjarni Ólafur stendur alltaf fyrir sínu.
18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst
þér?
Hvað er efst á baugi? Þú getur tekið þátt
í umræðunni og lagt þitt til málanna í
síma 611111. Þáttur sem dregur ekkert
undan og menn koma til dyranna eins og
þeir eru klæddir þá stundina.
Steingrímur Ólafsson stýrir umræðunum.
Fróttir kl. 8, 10, 12, 14, 16 og 18.
Fréttayfirlit kl. 9, 11, 13, 15 og 17.
19.00 Freymóður T. Sigurðsson.
Meiri tónlist - minna mas.
20.00 Sigursteinn Másson.
•Ný - og góð tónlist, kveðjur og óskalög.
24.00 Næturdagskrá.
Hljóðbylgjan
Þriðjudagur 16. maí
17.00-19.00 M.a. er létt umræða um lífið og
tilveruna.
Stjórnandi er Steindór G. Steindórsson.
Fréttir kl. 18.00.
Best geymda leyndarmál samfélagsins?
( kvöld, þriðjudag 23. maí kl. 22.15, verður á dagskrá Sjónvarps síð-
ari þátturinn sem fréttastofan hefur látið gera um sifjaspell. Fyrri þátt-
urinn var á dagskrá fyrir hálfum mánuði og fjallaði aðallega um þol-
endur sifjaspella og þau áhrif sem sifjaspellin hafa á líf ungra barna
sem fyrir þeim verða. ( þessum seinni þætti verður meira rætt um
rannsóknarferli sifjaspellamála, yfirheyrsluaðferðir og hlut dómstól-
anna. Rætt verður við Boga Nilsson rannsóknarlögreglustjóra ríkis-
ins, Hrafn Bragason hæstaréttardómara og Ingibjörgu Georgsdóttur
lækni auk nokkurra kvenna sem starfað hafa með Vinnuhópi gegn
sifjaspellum.