Dagur - 23.05.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 23. maí 1989
Tölvufræðslan Akureyri hf.:
Fyrstu 30 skrif-
stofutæknamir
útskrifast
Fyrstu 30 skrifstofutæknarnir
útskrifuðust úr Tölvufræðsl-
unni Akureyri hf. þann 12.
maí. Hér var um tvo hópa að
ræða sem hófu nám 11. janúar,
en Tölvufræðslan Akureyri
hóf starfsemi í ársbyrjun, eins
og kunnugt er.
Sigurgeir H. Sigurgeirsson hef-
ur verið framkvæmdastjóri
Tölvufræðslunnar Akureyri í vet-
ur en hann hefur nú látið af því
starfi og stefnir á framhaldsnám.
Núverandi framkvæmda- og
skólastjóri heitir Helgi Kristins-
son.
Tölvufræðslan er til húsa í
Glerárgötu 34, Akureyri. Skrif-
stofutækninámið er fjölbreytt og
hagnýtt, þar eru m.a. kenndar
greinar á sviði töivufræði, s.s.
almenn tölvufræði, stýritækni
tölva, ritvinnsla, töflureiknir og
tölvufjarskipti. Einnig er kennd
bókfærsla, almenn skrifstofu-
störf, mannleg samskipti, við-
skipta-enska, íslenska o.fl. Nám-
ið er alls 256 kennslustundir.
Að sögn forráðamanna Tölvu-
fræðslunnar er góð reynsla af
skrifstofutæknináminu og virðist
sem góður jarðvegur sé fyrir
fræðslustarfsemi af þessu tagi á
Akureyri. „Nemendurnir eru all-
ir ánægðir, það er tvímælaust
grundvöllur fyrir þessu á Akur-
eyri,“ segir Jóhann G. Sigurðs-
son, stjórnarmaður í Tölvu-
fræðslunni.
Nú þegar eru farnar að berast
fyrirspurnir varðandi nám næsta
vetur frá væntanlegum nemend-
um. Næsta námskeið hefst í byrj-
un september og verður það aug-
lýst nánar í júlí og ágúst. Þá eru
sífellt í gangi styttri námskeið hjá
Tölvufræðslunni, t.d. námskeið
fyrir starfsfólk hjá Akureyrarbæ í
notkun og meðferð tölvuforrits
(ritvinnslunámskeið).
Einnig er stefnt að því að
bjóða upp á svonefnda tölvudaga
fyrir börn og unglinga frá 7 ára
aidri. Það verða stutt námskeið
þar sem fjallað er um umgengni
um tölvur, tölvuskák og hvernig
hagnýta má tölvur í námi og leik.
EHB
Frá útskrift skrifstofutæknanna. Aftari röð f.v.: Júlíus Haraldsson, IVlagnús Antonsson, Bjarni Áskelsson, Elísabet
Gunnarsdóttir, Sigurlína Kristjánsdóttir, Sigurður Sigfússon, Jón S. Árnason, Gunnar St. Gíslason, Hákon Hákon-
arson. Fremri röð f.v.: Hildur Marinósdóttir, Britt M. Gunnarsson, Sigurgeir H. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri,
Ásdís Steinarsdóttir, Halldóra Sævarsdóttir.
Skrifstofutæknar, hópur II, f.v.: Ellert Kárason, Andrea Waage, Hanna B. Sigurbjörnsdóttir, Brynja Viðarsdóttir,
Jón Þór Helgason, Sigríður Viðarsdóttir, Svandís Stefánsdóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Gunnar Berg Gunnars-
son. Fremri röð f.v.: Ásdís Ásmundsdóttir, Þóra G. Ásgeirsdóttir, Þórhildur Valdemarsdóttir, Sigurgeir H. Sigur-
geirsson, framkvæmdastjóri, Guðfinna Hallgrímsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Soffía Sævarsdóttir.
Sumardvöl og orlofs-
hús að Hrísum
Orlofshús að Hrísum.
Kirkjukór Dalvíkur og kammersveit á lokaæfmgu sl. sunnudagskvöld fyrir
tónleikana í kvöld. Mynd: óþh
Tónleikar í Dalvíkurkirkju í kvöld:
Gloria eftir Vivaldi
I sumar verður starfrækt
sumardvalarheimi að Hrísum í
Saurbæjarhreppi, Eyjafirði.
Hrísar eru í u.þ.b. 30 kíló-
metra fjarlægð sunnan Akur-
eyrar. Þar hefur einnig verið
reist vandað orlofshús í sumar-
bústaðastíl sem er til leigu all-
an ársins hring.
Fyrirhugað er að hafa börnin á
aldrinum 6 til 10 ára og að þau
dvelji í 7 eða 14 daga í senn, en
þó má semja um annað ef með
þarf. Pláss er fyrir 10 til 12 börn í
einu. Á staðnum eru tvær starfs-
stúlkur og ein fóstra. Til viður-
væris verður lögð áhersla á
íþróttir, leiki, náttúruskoðun,
gróðursetningu á trjám og mat-
jurtum, veiðferðir og ýmislegt
fleira.
Aðaláhersla verður lögð á vel-
ferð barnanna og að gera þeim
dvölina sem ánægjulegasta.
Árið 1984 voru fjórtán hektar-
ar girtir í landi Hrísa og byrjað
að gróðursetja þar trjáplöntur.
Aðaltegundirnar eru birki, lerki,
stafafura og ösp. Nú er búið að
gróðursetja 14 þúsund plöntur og
hafa verið lítil afföll af þeim.
Hæstu trén eru um 1 meter á
hæð.
Jafnhliða þessum framkvæmd-
um var svæðið skipulagt fyrir sex.
orlofshús og er eitt þegar risið og
tilbúið til notkunar. Húsið er 45
fermetrar, byggt í fyrra. Það er
vel einangrað og panelklætt að
innan. Hægt er að nota húsið allt
árið, þar er stór verönd á þrjár
hliðar, rafmagn, heitt og kalt
vatn, tvö svefnherbergi með rúm-
um fyrir 5 manns og aukadýnur
fyrir 3. Baðherbergi er búið
sturtuklefa o.fl. þægindum, í eld-
húskrók er vönduð innrétting,
ísskápur, eldavél og venjuleg eld-
húsáhöld. í stofu er sófasett og
viðarofn. Við húsið er stórt bíla-
plan og grasflöt til leikja. EHB
Hið þekkta verk Gloria eftir
Antonio Vivaldi mun hljóma í
Dalvíkurkirkju í kvöld, þriðju-
dagskvöld, kl. 21, í flutningi
Kirkjukórs Dalvíkur, ein-
söngvara og 10 manna kamm-
ersveitar frá Akureyri. A tón-
leikunum flytur kirkjukórinn
og einsöngvarar einnig nokkur
vel þekkt lög. Stjórnandi er
Hlín Torfadóttir.
Á efnisskrá fyrri hluta tónleik-
anna eru fimm lög í flutningi
Kirkjukórsins, Hver á sér fegra
föðurland, lag Emils Thoroddsen
við ljóð Huldu, Smávinir fagrir,
lag Jóns Nordal við ljóð Jónasar
Hallgrímssonar, Heyr himna-
smiður, lag Þorkels Sigurbjörns-
sonar við ljóð Kolbeins Tuma-
sonar, Mín sál þinn söngur
hljómi, úts. Róbert A. Ottósson
og Ave verum Corpus eftir W.A.
Mozart.
Margrét Bóasdóttir, sópran,
syngur tvö lög, Hvert örstutt
spor, lag Jóns Nordal við ljóð
Halldórs Laxness og Maríuvers,
lag Áskels Jónssonar við ljóð
Matthíasar Jochumssonar. Þá
mun Liza Lillicrap, sópran, sem
hefur í vetur kennt við Tónlistar-
skólann á Dalvík og á Akureyri,
syngja úr níu þýskum aríum eftir
G.F. Haandel, Suusse Stille og In
den Angenehmen Buuschen.
Eftir hlé verður Gloria eftir
Vivaldi flutt. Einsöngvarar með
kórnum eru Margrét Bóasdóttir,
Liza Lillicrap og Þuríður Bald-
ursdóttir, alt. í efnisskrá tónleik-
anna segir um Gloriu: „Gloria
(dýrðarsöngur) er einn af föstum
liðum hinnar klassísku messu.
Þessi söngur hefst á orðum þeim
sem englar sungu hina fyrstu
jólanótt. Hirðar námu þau og
kenndu öðru fólki og síðan hafa
þau hljómað þegar menn fagna
holdtekju Guðs sonar.
Við þessi orð hefur kirkjan til
forna bætt lofgjörð. Sú viðbót
nefnist Laudamus sem er fyrsta
orð lofgjörðarinnar: Vér lofum
Þig-“
Það er fyllsta ástæða til að
hvetja alla sem vettlingi geta
valdið til að fjölmenna í Dalvík-
urkirkju í kvöld og hlýða á
undurfagra tónlist. Framtak
Kirkjukórsins er vissulega mikið
og gott og ástæða til að þakka
honum fyrir með því að fjöl-
menna á tónleikana. óþh
Hrísar í Eyjaflrði, sumardvalarhcimili fyrír börn.