Dagur - 06.06.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 06.06.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 6. júní 1989 - DAGUR - 3 -i fréttir Samkeppni um útilistaverk á Akureyri: Yfir 20 tfllögur hafa borist - sýning á tillögunum á Akureyri síðar í sumar Frestur til að skila inn tillögum í samkeppni Flugleiða um úti- listaverk á Akureyri rann út síðastliðinn laugardag. Að sögn Olafs Jenssonar, trúnað- armanns dómnefndar, var mikil þátttaka í samkeppninni. Hafa yfír 20 tillögur borist og fleiri tillagna er að vænta á næstu dögum. Olafur segir að dómnefnd muni byrja að vinna úr tillögunum í lok þessa mán- aðar en um leið og úrslit verði tilkynnt muni fara fram sýning á verkunum á Akureyri. Útilistaverkið er gjöf Flugleiða h.f. til Akureyrarbæjar og á það að minna á upphaf flugs á íslandi með stofnun Flugfélags Akureyr- ar. Ákvörðun um þessa gjöf var tekin á afmælisfundi stjórnar Flugleiða á Akureyri fyrir tveim- ur árum en síðastliðinn laugardag voru liðin 52 ár frá því Flugfélag Akueyrar var stofnað. Listaverkið mun rísa sunnan Strandgötu á Akureyri, á þeim stað sem áður var bryggja fyrir flugbáta. Listamönnunum voru nær algerlega gefnar frjálsar hendur um form verksins, stærð og efnisval en einu skilyrðin sem sett voru í keppnisgögnum voru þau að verkið félli vel að umhverfinu. Dómnefnd er skipuð þeim Sig- urði Helgasyni stjórnarformanni Flugleiða, Gunnari Ragnars for- seta bæjarstjórnar Akueyrar, Einari Helgasyni forstöðumanni hlutdeildarfyrirtækja Flugleiða, Aðalsteini Ingólfssyni listfræð- ingi og Steinunni Þórarinsdóttur myndlistarmanni. JÓH Fundur íþróttamálaráðherra: Sameigiiilegar aðgerðir til að spoma við lyfjanotkun HAFNARSTRÆTI 96 SIMI96-24423 AKUREYRI Karlmenn takið eftir Við bjóðum í dag og næstu daga ekta þýska karlmannafrakka á kr. 7.800,- Einnig þýska stakka, hentuga í sumarferðalagið á kr. 5.400,- Takmarkaðar birgðir. Við höfum einnig vinnuskyrtur, sumarboli stutt- og langerma, sokka og nærföt. Karlar þegar þið komið þá takið þið konuna með, það verður ódýr og faiiegur kjóll sem hún kýs og þá er ánægjan vís. [T Siguthar Gubmwtdssotiúrhf. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-24423 AKUREYRI Fundur íþróttamálaráðherra frá 23 aðildarríkjum Evrópu- ráðsins, auk Páfagarðs og Júgóslavíu var haldinn í Reykjavík 31. maí til 1. júní. Stjórnandi fundarins var Svav- ar Gestsson menntamálaráð- herra. Ýmis mál voru rædd og m.a. tekin ákvörðun um sam- eiginlcgar aðgerðir til að sporna við lyfjanotkun íþrótta- manna. Ráðherrarnir samþykktu drög að Evrópusáttmála þar sem sett eru ákvæði um samræmingu reglna um bann við lyfjanotkun. Sáttmálinn fjallar m.a. um ráð- stafanir til að hefta sölu og dreif- ingu örvandi lyfja, lyfjapróf og eftirlit utan keppni og heima- lands, einnig stuðning til að koma á laggirnar fullkomnum rannsóknarstofum, fræðslu- og upplýsingastarfsemi. Örinur mál sem rædd voru á fundinum voru ofbeldi í hópi áhorfenda, kynþáttaaðskilnaður í íþróttum, íþróttir fatlaðra, F ríkirkjusöfnuðurinn: Sr. Cecil Haraldsson hlaut lögmæta kosningu Um helgina fóru fram prests- kosningar í Fríkirkjusöfnuðin- um í Reykjavík. Sr. Cecil Har- aldsson var einn í kjöri en hann þurfti að fá a.m.k. helm- ing greiddra atkvæða til að hljóta löglega kosningu sam- kvæmt lögum safnaðarins. Sr. Cecil hlaut lögmæta kosn- ingu fékk 775 atkvæði af 1551. Auðir seðlar voru 367 pg ógildir 9. Alls voru 4409 á kjörskrá og kjörsókn því um 26% sem er svipað og í síðustu prestskosning- um Fríkirkjusafnaðarins. Sr. Cecil réðst til þjónustu við Fríkirkjusöfnuðinn í ágúst 1988 en áður hafði hann gegnt starfi forstöðumanns öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar frá 1986. Eigin- kona sr. Cecils er Ólína Torfa- dóttir hjúkrunarforstjóri og eiga þau tvö börn. Sumardvöl að Hólavatni Innritun stendur enn yfir vegna sumardvalar fyrir börn að Hóla- vatni í Eyjafirði, en þar reka KFUM og K félögin á Akureyri sumardvalarheimili fyrir börn frá átta ára aldri. Fyrsti drengjaflokkurinn dvel- ur að Hólavatni frá 6. júní og er það tíu daga dvöl. Fyrsti stúlkna- flokkurinn verður frá 3. júlí, einnig í tíu daga. Nánari upplýs- ingar eru veittar hjá skrifstofu KFUM og K í Sunnuhlíð á Akur- eyri mánudaga og miðvikudaga milli kl. 17.00 og 18.00, í síma 26330. Athugasemd - vegna forsíðufréttar á föstudag Vegna fréttar á forsíðu Dags sl. föstudag um að stóriðja sé ekki á borði Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar hf. vill Sigurður P. Sig- mundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélagsins, taka fram eftirfarandi: „Af gefnu tilefni vil ég taka fram að hugmyndir um stóriðju hafa ekki enn komið á okkar borð. Hins vegar höfum við áhuga á öllu sem varðar þró- un atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæð- inu hvort sem það er stóriðja eða annað, stóriðja er jafn áhugaverð fyrir okkur og hvað annað. Það er stjórnar Iðnþróunarfélagsins að taka ákvörðun um þessi mál og starfsmenn þess vinna sam- kvæmt samþykktum stjórnarA varnir gegn meiðslum og þjóð- hagsleg áhrif íþróttastarfsemi. Ráðherrarnir fordæmdu hvers- konar mismunun í íþróttum og lýstu áhyggjum sínum af íþrótta- samskiptum við þjóðir sem beita aðskilnaðarstefnu. Peir minntust fórnarlamba harmleiksins á Hills- borough-leikvanginum í apríl sl. og hvöttu Evrópuráðið til að leggja fram tillögur um ráðstaf- anir til að tryggja öryggi á íþróttaleikvöngum. Ráðherrarnir lýstu eindregnum áhuga á nánu samstarfi við íþróttasamtök og lögðu áherslu á mikilvægi þess að styrkja siðræn gildi í íþróttastarfi með eflingu íþróttakennslu. Bílaklúbbur Akureyrar Fundur verður haldinn í Dynheimum í kvöld kl. 20.00. Fundarefni: Bílasýning • Videó. Stjórnin. Konur, gefum börnum okkar gott fordæmi Styojum hver aðra, reykjum ekki! Tóbaksnotkun fer minnkandi meðal íslenskra barna og unglinga. Þó reykja fleiri stúlkur en piltar. Reykingar kvenna á meðgöngutíma skaða fóstur. Börn sem verða fyrir óbeinum reykingum á heimili fá oftar öndunarfærasjúkdóma en börn foreldra sem ekki reykja. Margir þeirra sem reykja vilja gjarnan hætta. Ástæðurnar eru augljósar: Reykingar eru heilsuspillandi. Lungnakrabbamein sem áður var sjaldgæft meðal íslenskra kvenna er nú næstalgengasta krabbamein þeirra en dánartíðni íslenskra kvenna úr þessum sjúkdómi er ein sú hæsta í heiminum. Er ekki mál til komið að konur taki sig saman og vinni gegn þeim heilsuspilli sem einna skæðast herjar á þær sjálfar, reykingunum? Konur, styðjum hver aðra, byrjum ekki að reykja. Ef við reykjum, hættum þá. Aðalheiður Bjamfreðsdóttir Danfríður Skarphéðinsdóttir Guðrún Agnarsdóttir Guðríin Iielgadóttir fóhanna Sigurðardóttir Kristín Einarsdóttir Krístín Halldórsdóttir Margrét Frímannsdóttir Málmfríður Sigurðardóttir Ragnhildur Helgadóttir Salóme Þorkelsdóttir Valgerður Sverrísdóttir Þórhildur Þorleifsdóttir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.