Dagur - 06.06.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 6. júní 1989 - DAGUR - 5
Til sölu
International Cargostar 1950 B vörubifreið árg.
’81, skráð 1983, lítið ekin og í góðu lagi.
Til sýnis og upplýsingar veittar hjá Bifreiðadeild
KEA, Óseyri 1, sími 21400.
Hryssu-
eigendur!
Stóðhesturinn Leistur 960 verður á húsi á Akur-
eyri til 19. júní.
Þeir sem vilja nota hestinn hafi samband við Pál Alfreðs-
son í síma 21603.
Skipverjar af Sigluvíkinni sigruðu í róðrarkeppni sjósveita í keppninni á Siglufirði og hlutu að launum glæsilegan far-
andbikar, sem gefinn er af Verslun Sigurðar Fanndal. í sveitinni voru, Ásgeir Magnússon, Jónas Sumarliðason,
Jóhannes Hjálmarsson, Ingvar Olafsson, Magnús Ásmundsson stýrimaður og Friðrik Jónsson en á myndina vantar
Halldór Birgisson.
Dalvík, Ólafs^örður og Siglufjörður:
Mynd: ÁS
Hátíðahöld á sjómanna-
dagfóruvelfram
Hátíðahöld sjómannadagsins
fóru fram með hefðbundnu
sniði um helgina á Dalvík, á
Siglufirði og í Ólafsfirði. Allt
fór vel fram og þátttaka var
nokkuð góð þó að fremur kalt
hafi verið í veðri.
Björgunarsveitin Strákar sá
um hátíðahöldin á Siglufirði. f>au
hófust með kappróðri á laugar-
daginn og á sunnudaginn var
byrjað á því að fara í siglingu um
fjörðinn. Messað var við minnis-
merki um drukknaða sjómenn að
siglingunni lokinni og eftir hádegi
voru ræðuhöld og síðan hefð-
bundnir leikir svo sem nagla-
boðhlaup, reiptog og sjóstakka-
fótbolti. Slysavarnafélagskonur
voru með kaffisölu og bæði
kvöldin var dansleikur á Hótel
Höfn.
Dalvíkingar hófu einnig sín
hátíðahöld á laugardaginn með
undanrásum í kappróðri og sjó-
mannadansleik. Messa var á
sunnudagsmorguninn og eftir
Ihádegi úrslit í kappróðri, reiptog,
naglaboðhlaup, kararóður og fót-
bolti ásamt fleiru. Kaffisala á
vegum slysavarnafélagskvenna
var í Víkurröst og hátíðahöldun-
um lauk síðan með skemmtisigl-
ingu á sunnudagskvöld.
í Ólafsfirði hófst kappróður á
laugardagskvöld. Á sunnudags-
morgun var safnast saman við
höfnina og gengið til kirkju þar
sem blómsveigur var lagður á
,minnisvarða um drukknaða sjó-
I róðrarkeppni kvenna á Sjómannadeginum á Siglufirði, sigraði sveit Drafn-
ar hf. og hlaut að launum glæsilegan farandbikar, sem gefinn er af
Samvinnutryggingum GT. í sveitinni voru, María Hafsteinsdóttir, Guðbjörg
Björnsdóttir, Sigríður Arnardóttir, Inga Margrét Birgisdóttir, Kolbrún
Gunnarsdóttir stýrimaður, Júlía Birgisdóttir og Linda Gylfadóttir.
Húsavík:
Rólegt á sjómannadag
Sjómannadagshátíöahöldin á
Húsavík voru með hefðbundn-
um hætti og fóru vel fram að
sögn lögreglu. Messað var í
Húsavíkurkirkju á sunnudags-
morgun. Bæjarbúum var síðan
boðið í skemmtisiglingu um
flóann og eftir hádegi fór fram
kappróður. Tveir aldraðir
sjómenn; Hjálmar Friðgeirs-
son og Aðalsteinn Halldórsson
voru heiðraðir og verðlaun og
viðurkenningar veittar í
Félagsheimilinu meðan á kaffí-
sölu Kvennadeildar slysa-
varnafélagsins stóð.
Árshátíð sjómanna var haldin
um kvöldið og á Grenivík, Rauf-
arhöfn og Þórshöfn voru einnig
haldin sjómannadagsböll. Tvö
sveitaböll voru haldin um helgina
og fóru allar þessar samkomur
bærilega fram og var helgin ágæt-
lega róleg að sögn lögreglu.
Einnig var rólegt hjá lögregl-
unni á Egilsstöðum um helgina.
Þar sóttu 4-500 manns dansleik á
laugardagskvöld. Lögreglunni á
Egilsstöðum finnst heldur hafa
dregið úr umferð síðustu daga og
telur að menn „rúnti“ heldur
minna eftir bensínhækkunina.
IM
menn. Hátíðahöld hófust síðan
við sundlaugina og var þar allt
með hefðbundnu sniði. Keppt
var í stakkasundi, björgunar-
sundi, trukkadrætti, fótbolta og
fleiru og endað á dansleik um
kvöldið. KR
Grillsteikur
Djúpsieiktir
laukhringir
_ nestin.
'L-y
SKRIFSTOFA
Stórtskreltil ennbetri
hyggingaþjónustu
1. júní sl. veitti tryggingaráðherra Vátryggingafélagi
íslands hf starfsleyfi. í framhaldi af því höfum við sameinað
skrifstofur okkar á Akureyri undir eitt þak að Glerárgötu 24.
Þar störfum við framvegis í nafni Vátryggingafélags
íslands hf.
Viðskiptavinir munu njóta allra þeirra réttinda hjá Vátrygg-
ingafélagi íslands sem þeir hafa áunnið sér hjá okkur.
Við hlökkum til þess að geta komið tvíefld til móts við óskir
viðskiptavina okkar og leggjum metnað í að veita bestu og
hagstæðustu tryggingarvernd sem fáanleg er.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÉBRUnnBÓT
BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS
96-23445 og 96-24142