Dagur - 06.06.1989, Blaðsíða 7
Akureyrarslagur í 1. deild:
Stígunum skipt bróðurlega
- í 0:0 jafntefli Þórs og KA
Því miður fékkst ekki leyfi til
að fresta leik Þórs og KA þar
til Akureyrarvöllur kæmist í
lag og því fór sem fór, marka-
laust jafntefli á malarvelli
Þórs. Reyndar segir það ekki
alla söguna því bæði liðin áttu
þó nokkur marktækifæri og þá
sérstaklega KA-menn í fyrri
hálfleik. A leikmönnum
beggja liða mátti heyra að
andstæðingarnir hefðu verið
heppnir að ná jafntefli!
Veður var þokkalegt þegar
Akureyrarliðin mættust í 1.
deildar keppninni, en nokkur
strekkingur og knattspyrnan ekki
áferðarfalleg á hörðum malar-
vellinum. KA-menn sóttu mun
meira í fyrri hálfleik og reyndu
að spila netta sóknarknattspyrnu.
Þórsarar pökkuðu í vörn og
spyrntu knettinum langt fram ef
kostur var. Þar sveimaði Kristján
Kristjánsson einn og mátti sín
lítils.
Þórsarar fengu þó fyrsta mark-
tækifærið. Á 18. mín. tók Krist-
ján hornspyrnu, Kostic skallaði
hraustlega að marki en varnar-
menn KA björguðu á línu. Þaðan
barst boltinn til Hlyns Birgisson-
ar sem skilaði honum í þverslána.
Sem sagt, þar skall hurð nærri
hælum.
Eftir þetta komust Þórsarar
ekki á blað en fimm tækifæri eru
bókuð á KA-menn. Jón Grétar
skaut framhjá Þórsmarkinu á 28.
mín. eftir góða sendingu frá
Gauta Laxdal. Á 30. mín. átti
Gauti skot rétt framhjá markinu
og hann var enn ágengur á 35.
mín. er Baldvin varði glæsilega
skot hans af stuttu færi.
Mínútu síðar var Anthony
Karl dauðafrír við Þórsmarkið en
Víðismenn mættu í Ólafsfjörð
staðráðnir í því að ná í eitt stig
og það tókst hjá þeim. Þeir
spiluðu sterkan varnarfótbolta
og tókst að verjast öllum sókn-
artilburðum heimamanna.
Leiknum lauk því með marka-
lausu jafntefli.
Það sáust ágætir taktar í leikn-
um og áhorfendur voru varla
búnir að koma sér fyrir við völl-
inn er Gústaf Ómarsson átti
þrumuskot í slá Víðismarksins. ,
Nokkru síðar áttu Víðismenn
sitt besta færi í leiknum en varn-
armönnum Leifturs tókst að
bjarga í horn á síðustu stundu.
Þar sluppu heimamenn fyrir horn.
Sóknarmenn Leifturs héldu
áfram að ergja varnarmenn gest-
anna og Friðgeir Sigurðsson átti
tvo ágæt færi en markvörður
Víðs varði vel.
skaut út í bláinn og á 40. mín.
voru Erlingi mislagðir fætur í
dauðafæri.
Þórsarar breyttu um leikaðferð
í seinni hálfleik, KA-mönnum til
mikillar hrellingar. Þórsarar
sóttu nú af meiri krafti, Hlynur
færði sig framar, en þar sem KA
hélt áfram að sækja opnaðist
Þorvaldur Jónsson varð að
taka á honum stóra sínum til þess
að verja skot Björns Jónssonar
strax í byrjun síðari hálfleiks en
þá sögðu heimamenn stopp:
Hingað og ekki lengra. Sókn
þeirra þyngdist stöðugt en bræð-
urnir Daníel og Vilhjálmur voru
sú fyrirstaða sem ekki tókst að
komast yfir.
Nokkuð kapp hljóp í menn
undir lok leiksins og fékk Vil-
hjálmur Víðismaður að sjá gula
spjaldið. En leiknum lyktaði sem
sagt með markalausu jafntefli.
Bestu menn Víðis voru bræð-
urnir Daníel, Vilhjálmur og
Grétar. Einnig átti Björn Vil-
heimsson góðan leik.
Hjá Leiftri var Ubrescu frískur
í fyrri hálfleik og Gústaf barðist
vel allan leikinn. En kjölfestan í
vörn liðsins oft illa. Meira að
segja Erlingur sótti af krafti og
gott ef hann var ekki þrisvar
dæmdur rangstæður! En KA fékk
þó fyrsta færið í hálfleiknum á
50. mín. er Þorvaldur komst inn
fyrir Þórsvörnina en skot hans fór
yfir markið.
Á 72. mín. byggðu Þórsarar
upp skemmtilega sókn og braust
liðinu var Hafsteinn Jakobsson á
miðjunni og var hann besti mað-
urinn á leikvellinum. Sigurbjörn
Hlynur lipurlega framhjá Erlingi,
sendí knöttinn á Kristján en hann
virtist hafa gleymt skotskónum.
Jón Grétar komst í færi á 75.
mín. en Baldvin varði vel og á 86.
mín sökuðu KA-menn Þórsara
um handknattleik í eigin vítateig
en dómarinn var á öðru máli. Á
sömu mínútu skallaði Bjarni
Jakobsson var góður en varð fyrir
því óhappi að kjálkabrotna og
verður frá í 6 vikur.
franthjá Þórsmarkinu og síðasta
tækifærið fékkTanevski, en hann
hitti ekki mark KA fremur en
aðrir Þórsarar. Niðurstaðan því
jafntefli, 0:0, þokkalega sann-
gjörn úrslit.
Leikmenn Þórs voru æði mis-
jafnir í leiknum. Kostic var að
vanda kletturinn í hafinu en Birg-
ir Þór og Þorsteinn börðust líka
vel í vörninni og yfirferð Gren-
víkingsins vakti athygli. Sveinn
barðist vel í fyrri hálfleik og
Baldvin var traustur í markinu.
Ekki er ástæða til að nefna
frammistöðu annarra leikmanna.
KA-liðið virðist mun jafnara
og erfitt er að setja einstaka Ieik-
menn á stall. Þó var Gauti ansi
skæður, einnig Örn Viðar og
Stefán, en vörnin óvenju mistæk.
Þessi leikur hefur sennilega
ekki skilað miklu í kassa félag-
anna. Áhorfendur væntanlega
innan við 1000, en það sem verra
er: Fyrir austan völlinn taldi ég
rúmlega 80 bíla, fulla af fólki sem
sá sér ekki fært að greiða að-
gangseyri.
Ólafur Lárusson dómari hafði
góð tök á leiknum og róaði æsta
leikmenn niður. Undir lok leiks-
ins varð hann þó að sýna tveimur
KA-mönnum gula spjaldið, þeim
Erlingi og Stefáni. SS
Þór: Baldvin Guðmundsson, Luca
Kostic, Birgir l'ór Karlsson, Þorsteinn
Jónsson, Sveinn Pálsson, Nói Björnsson,
Júlíus Tryggvason, Ólafur Þorbergsson,
Valdimar Pálsson, Hlynur Birgisson,
Kristján Kristjánsson (Bojan Tanevski
80. mín.)
KA: Haukur Bragason, Halldór Hall-
dórsson', Erlingur Kristjánsson, Stein-
grímur Birgisson, Stefán Ólafsson, Gauti
Laxdal (Árni Hermannsson 73. mín.),
Bjarni Jónsson, Örn Viðar Arnarson,
Þorvaldur Örlygsson, Jón Grétar
Jónsson, Anthony Karl Gregory.
Staðan
1. deild
Valur 3 2-1-0 3:0 7
KA 3 1-2-0 3:1 5
FH 3 1-1-1 2:2 4
Fram 3 1-1-1 3:4 4
Þór 3 1-1-1 2:3 4
Fylkir 2 1-0-1 3:2 3
Víkingur 3 1-0-2 2:2 3
KR 2 1-0-1 2:3 3
ÍA 3 1-0-2 3:5 3
ÍBK 2 0-1-1 2:3 2
Úrslit helgarinnar:
Þór-KA 0:0
ÍA-Víkingur 0:2
FH-Valur 0:1
Frant-ÍBK 1:1
2. deild
Breiðablik 2 1-1-0 4:1 4
Völsungur 2 1-1-0 3:1 4
Stjarnan 2 1-1-0 3:2 4
Víðir 2 1-1-0 1:0 4
ÍR 2 1-0-1 3:3 3
ÍBV 2 1-0-1 2:2 3
Leiftur 2 0-2-0 1:1 2
Tindastóll 2 0-1-1 1:2 1
Einherji 2 0-1-1 0:3 1
Selfoss 2 0-0-2 1:4 0
Gunnlaugi Sigurvinssyni tókst ekki að skora gegn Víði.
„Má bjóða þér upp í dans?“ Svo gæti Þorsteinn Jónsson Þórsari verið að spyrja Halldór Halldórsson KA-mann ■
leiknum á laugardaginn. Hlynur Birgisson fylgist spenntur með og e.t.v. vill hann líka taka þátt í dansinum.
Knattspyrna 2. deild:
Jafntefli í Ólafsflrði
- í leik Leifturs og Víðis 0:0