Dagur - 16.06.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 16.06.1989, Blaðsíða 6
40 Ár Evrópu- ráfiiS Ég bý á reikistjörnunni Jörö Land mitt er Evrópa En viS erum 400 milljónir og tölum 16 mismunandi tungumál og eigum 23 þjóShöfSingja, svo ef viS ætlum aS láta okkur koma saman, verSum viS aS vera viss um aS viljum þessa Evrópu. EVRÓPURÁÐIÐ er tilbúiS aS hjálpa okkur. Og viS getum hjálpaS þvi á þúsund og einn hátt. SnúiS ykkurtil: Conseil de l’Europe, B.P. 431 R6, F-67006 Strasbourg Hvað er að gerast i Akureyri: Fjölbreytt dagskrá íþróttafélagið Þór sér um há- tíðarhöldin á þjóðhátíðardaginn að þessu sinni og verður dag- skráin fjölbreytt að venju. Fánar verða dregnir að húni kí. 8.00 og kl. 9.30 hefst hópakstur Bíla- klúbbs Akureyrar um götur bæjarins og endað verður við Oddeyrarskóla þar sem fram fer árleg bílasýning bílaklúbbsins. Skrúðganga fer frá Ráðhús- torgi að íþróttavellinum um 13.50 en áður leikur Lúðrasveit Akureyrar. Á íþróttavellinum verður mikið um að vera. Sr. Pálmi Matthíasson sér um barna- messu, ávarp fjallkonunnar flytur Steinunn Geirsdóttir og Lúðra- sveitin leikur létt lög. Guðmund- ur Bjarnason ráðherra flytur ræðu dagsins og ræðu nýstúdents úr M.A. Bergþór Hauksson. Þá munu dansarar frá Dansstúdíói Alice sýna dans og fallhlífar- stökkvarar lenda á vellinum. Ríó-tríó skemmtir um 15.45 og Margrét Pétursdóttir leikkona syngur fyrir börnin. Bjartmar Guðlaugsson syngur einnig fyrir börnin, eftirherman Arnar Sím- onarson mætir á svæðið og einnig hljómsveitin Rokkbandið en þeg- ar allt þetta er afstaðið er von á karamelluregni. a 17. jmn Handboltadeild Þórs stendur fyrir tívolíi og leikjum fyrir börn- in að aflokinni skemmtuninni á íþróttavellinum og skráning í Okuleikni B.F.Ö. fer fram á bíla- stæði Ú.A. kl. 17.30. Á Ráðhústorgi hefst gleð- skapurinn kl. 20.30 með því að Lúðrasveit Akureyrar leikur létt lög. Ríó-tríó ætlar að halda áfram að skemmta og einnig Arnar Símonarson, Margrét Pét- ursdóttir og Bjartmar Guðlaugs- son. Dansleikur hefst síðan kl. 2.00 og leikur Rokkbandið fyrir dansi. Blönduós: Condition ofmountain tracks yogír 6 skyflgðum svasöum eru fokaölr alirí umferö þar tll annað verður auglýsi Tracks iri ihe snadeti xreas ara e!o$ea,~.%{: [ tor ail traffic 'jntö turihóf nctíce. y, V Kort nr. 3 Geflð úl 16. júni 1989 Hmsta kort wttwr g$fít> út 22. júrv Map no. 3 puhiishod I5íh ofJune 1989 Ncxt »;ap m!i bc puhlixketi 22>vl i.fJune Vegagerö rlkisins ** Puhíii' fírxuis AdnúniítrhHvn Náttúruverntíarrá& Naturc Conservation Cpuncíi Ástand íjallvega Kurtið hér að ofan er geflð út í samvinnu Vegagerðar ríkisins og Náttúruverndarráðs. Það sýnir ástand hinna ýmsu fjallvega landsins þann 15. júní sl. Vegir á skyggðum svæðum eru lokaðir allri umferð þar til annað verður auglýst. Nýtt kort verður gefið út 22. júní nk. Hér er ekkert hrafneiþing... ...en hins vegar erum við fús að veita ÞÉR góða þjónustu Viö bjóðum: Tölvuprentun Blaðaprentun Tímaritaprentun Bókaprentun Bókband Dagsprent Strandgötu 31 • Akureyrl • S 96-24222 Mikið um dýrðir á 17. júní Blönduósingar taka forskot á 17. júní hátíðarhöld með dansleik í Félagsheimilinu í kvöld, föstu- dagskvöld, þar sem Rokkbandið leikur fyrir dansi. Á morgun verður mikið um dýrðir. Frá kl. 10-12 verður opið hús í Barnabæ og hestasport í Arnargerði. Guðsþjónusta verður í nýrri kirkju Blönduósinga kl. 13.30- 14.00, prestur sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. Að lokinni messu verður skrúðganga að íþrótta- vellinum í Fagrahvammi, þar sem hátíðarstund hefst kl. 14.30 með ávarpi forseta bæjarstjórn- ar, Hilmars Kristjánssonar. Einnig verður söngur, ávarp fjall- konu, Sveinn Kjartansson flytur hátíðarræðu og Hjálparsveit skáta verður með leiki fyrir börnin. Um kl. 15.20 ætla félagar úr Hjálparsveit skáta að klifra upp Bókhlöðuna og sýna listir sínar, og ætti fólk að sjá þetta úr Fagrahvammi. Kl. 15.30 hefst kaffisala í Fé- lagsheimilinu og eftir hana verður verðlaunaafhending fyrir Vor- sprettinn og disktók þar á eftir. Blönduóssbíó ætlar svo að sýna myndina Cocktail, sem er fyrir alla aldurshópa. Þess má geta að Frjálsíþrótta- deild USAH ætlar að safna fyrir vindmæli á skólalóð með þátt- töku hátíðargesta. Það er Æskulýðs- og íþróttanefnd Blönduóss sem sér um hátíðar- höld á þjóðhátíðardaginn. 17. jum a Sauðárkróki Á Sauðárkróki verða þjóðhátíð- arhöldin með hefðbundnum hætti á morgun, 17. júní, og byrja á að fánar verða dregnir að húni kl. 8. Kl. 10 hefst svo fjörið með hópreið hestamanna um bæinn og eftir það verður stanslaus dagskrá langt fram á kvöld. Há- tíðarhöldin eru að þessu sinni í umsjón Ungmennafélagsins Tindastóls. Er hestamenn hafa lokið hóp- reið sinni um bæinn munu þeir teyma undir börnum á malarvell- inum. Hátíðarmessa verður í Sauðárkrókskirkju kl. 11 hjá sr. Hjálmari Jónssyni. Kl. 13.30 hefst skrúðganga frá gamla starfsvellinum við Sjúkrahúsið í umsjá Elífsbúa, gengið verður um götur bæjarins og inn á íþróttavöll, þar sem hátíðardag- skrá hefst kl. 14. Meðal atriða þar eru fánahylling, helgistund, hátíðarræða, fjallkona og skemmtidagskrá. Hátíðarkaffisala verður í Bifröst frá kl. 15.30-17.30 og á sama stað hefjast tónleikar um kvöldið kl. 19. Hátíðarhöldunum lýkur svo með dansleik í Bifröst með hljómsveitinni Herramönn- um. Söngskemmtim í Húsi aldraðra í kvöld, föstudaginn 16. júní, skemmtir söngkór eldri borgara í Reykjavík í Húsi aldraðra á Akureyri. Skemmtunin hefst um kl. 20.30. Þar kemur líka fram Kór aldraðra á Akureyri og munu kórarnir sameina krafta sína og taka lagið saman. Eru eldri borgarar á Akureyri hvattir til að mæta á þessa skemmtun, en kórinn úr Reykjavík er nú á ferðalagi um landið og hann mun væntanlega einnig taka nokkur lög á sjúkrahúsinu og dvalar- heimilunum. Akureyri: Kaffisala í Zontahúsinu Zontaklúbbur Akureyrar stendur fyrir kaffisölu í Zontahúsinu Áðalstræti 54 næstkomandi sunnudag 18. júní. Húsið verður opið frá kl. 14.00 til 17.00 og ætla Zontakonur að reyna að hafa. kaffisölu næstu sunnudaga á eftir líka. Þær hvetja fólk eindregið til að koma og fá sér kaffisopa og fyrir þá sem ætla að skoða Nonnahús er upplagt að bregða sér í kaffi í Zontahúsinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.