Dagur - 16.06.1989, Page 7
Gistiheimili opnað í Ytri-Vík á Árskógsströnd í kvöld:
Pizzur og smáréttir á opnunarhátíð í Ytri-Vík
Tvenn hjón af Árskógssandi
ætla að opna gistiheimili í Ytri-
Vík á Árskógsströnd í kvöld.
Þetta er sjötta sumarið sem
íbúðarhúsið í Ytri-Vík er not-
að fyrir ferðaþjónustu bænda
en eigandi Ytri-Víkur, Sveinn
Jónsson í Kálfsskinni, hefur
leigt þeim Rafni Gunnarssyni,
Bryndísi Friðriksdóttur, Hildi
Marinósdóttur og Gylfa Bald-
vinssyni reksturinn. Þegar
Dagur leit við í Ytri-Vík í
fyrrakvöld var verið að leggja
síðustu hönd á undirbúning-
inn fyrir sumarið.
Þær Hildur og Bryndís ætla að
hafa ferðaþjónustuna mestmegn-
is á sinni könnu í sumar „dyggi-
lega aðstoðaðar af eiginmönnun-
um“ eins og þær komust að orði.
„Já, það má segja að við verðum
með þetta jafnframt öðrum
störfum,“ segir Hildur en Gylfi
bætir við að húsmóðurstarfið á
heimilunum verði í höndum eig-
inmannana í sumar. Þær stöllur
segja að alltaf þurfi að vera ein-
hver við í Ytri-Vík til að líta eftir
gestum og taka á móti pöntunum
þannig að þær verði mikið að
heiman.
„Ja, við erum nú orðnir svo
vanir því að sjá lítið af konunum
að það verða lítil viðbrigði fyrir
okkur,“ skjóta þeir Rafn og Gylfi
inn í en þeir hafa báðir verið á sjó
en ætla að helga sig störfum í
landi næstu mánuðina, sinna
húsverkunum og aðstoða eigin-
konurnar þegar á þarf að halda.
Bryndís og Hildur segja að
margt standi til boða í Ytri-Vík í
sumar. Þeir sem vilji gista geti
fengið uppábúin rúm eða svefn-
pokapláss, kjósi þeir það heldur.
Góð eldunaraðstaða sé fyrir
hendi og jafnframt geti gestirnir
pantað mat en þær munu sjálfar
sjá um matseldina.
„Skemmtileg vinna framundan,“ segja þær Hildur Marinósdóttir og Bryndís Frióriksdóttir sem, ásamt eigin-
mönnunum, reka í sumar gistiheimili í Ytri-Vík á Árskógsströnd. Frá hægri: Rafn Gunnarsson, Bryndís Friðriks-
dóttir, Hildur Marinósdóttir og Gylfi Baldvinsson. Mynd: JÓH
„Við getum tekið viö allt að 20
manns í mat þannig aö þetta er
ekki eingöngu fyrir t'ólk sem vill
gista heldur ekki síður fyrir fólk
sem vill stoppa á feröalaginu og
borða á rólegum og góðum stað.
Á sunnudögum ætlum við síðan
að vera með kaffihlaðborð og í
tengslum við það veröur hér
hestaleiga, seglbrettaleiga og
sjóskíði, ef veður leyfir. Síðan
getur fólk pantað hér kvöldkaffi
og komið hér við á kvöldbíltúrn-
unt,“ segja þær Hildur og Bryn-
dís og bæta við aö framundan sé
spennandi verkefni, undirbún-
ingurinn hafi veriö skemmtilegur
og framhaldið verði örugglega
ekki síðra.
Árskógsstrendingar geta tekið
forskot á þjóðhátíðarsæluna í
kvöld því í Ytri-Vík verður opið
fyrir alla á opnunarhátið þar sent
boðið veröur upp á pizzur og
smárétti til sölu. „Þetta verður
sko ekkert „prívatpartí" þannig
að það er um að gera fyrir fólk að
líta hér við og byrja þjóðhátíðina
í Ytri-Vík," segja Hildur og
Bryndís. " JÓH
F ræðslustarf Krabbameinsfélagsins:
Flestir reyklausir 9. bekkir
á Norðurlandi eystra
- margir reyklausir skólar og bekkir
Krabbameinsfélagið stendur sem
kunnugt er fyrir viðamiklu tó-
baksvarnastarfi í grunnskólum
landsins. Skipulag þess og megin
framkvæmd er í höndunt
Krabbameinsfélags Reykjavíkur
og starfsmanna þess sem fóru í
vetur í 97 grunnskóla víðs vegar
unt landið með fræðslu um skað-
semi tóbaks og gildi heilbrigðra
lífshátta. Starfsmaður Krabba-
meinsfélags Akureyrar sem ráð-
inn var til þess félags í haust, tók
ennfremur mikinn þátt í fræðslu-
starfinu á Akureyri og í Eyja-
firði. í heild náðu heimsóknir til
meira en eitt hundrað skóla og
tæplega 14 þúsund nemenda,
einkum í 5.-8. bekk. Auk þess
voru mörgum skólum lánaðar
fræðslumyndir og útvegað
fræðsluefni. Það er Happdrætti
Krabbameinsfélagsins sem að
langmestu leyti stendur undir
fræðslustarfi samtakanna.
Flestir reyklausir 9. bekkir
á Norðurlandi eystra
Mikilvægur þáttur í þessu starfi
Krabbameinsfélagsins er að fylgj-
ast með ástandi tóbaksmála í
skólum. Meðal annars leitar fé-
lagið upplýsinga um reyklausa
bekki og reyklausa skóla. Komu
þær að þessu Sinni úr 89 skólum.
Eins og í fyrra var leitað sérstak-
lega eftir reyklausum 9. bekkjum
og voru þeir verðlaunaðir. Aðal-
verðlaun voru nokkrar bekkjar-
ferðir í Þórsmörk sem Bifreiða-
stöð íslands, Krabbameinsfélag
Reykjavíkur og Tóbaksvarna-
nefnd gáfu, en auk þess gaf
B.S.Í. „hringmiða“ með áætlun-
arbifreiðum sínum, tveimur
nemendum í hverjum reyklaus-
um 9. bekk.
Tilkynnt var um 40 bekki og
var þriðjungur þeirra á Norður-
landi, þar af átta á Akureyri.
Norðlensku bekkirnir voru
þessir:
Norðurlandsumdæmi vestra:
9. bk. Laugarbakkaskóla.
Norðurlandsumdæmi eystra:
9. A, 9. B, 9. E og 9. G Gagn-
fræðaskóla Akureyrar. - 9. bk.
Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar. -
9. J, 9. JE og 9. Ú Glerárskóla
Akureyri. - 9. bk. Grenivíkur-
skóla. - 9. bk. Grunnskólanum í
Lundi Öxarfirði. - 9. bk. Síðu-
skóla Akureyri. - 9. bk! Stóru-
tjarnaskóla.
Dregið var um Þórsmerkur-
ferðirnar 8. maí og komu þær í
hlut eftirtalinna bekkja: 9. Á. P.
Hlíðaskóla Reykjavík, 9. bk.
Grunnskóla Eyrarsveitar Grund-
arfirði, 9. bk. Grunnskólanum á
Hellissandi, 9. B. Gagnfræða-
skóla Akureyrar, 9. bk. Greni-
víkurskóla, 9. S. J. Gagnfræða-
skólanunt Selfossi og 9. bk.
Laugalandsskóla Holtum.
Reyklausir skólar
Nú fékkst staðfest vitneskja um
46 skóla þar sem enginn nemandi
reykti. Skólarnir eru teknir á skrá
án tillits til aldurs nemenda. Tíu
þeirra eru á Norðurlandi og
skiptast þannig eftir fræðslu-
umdæmum.
Norðurlandsumdæmi vestra:
Barnaskóli Staðarhrepps (V,-
Hún.), Grunnskóli Akrahrepps,
Grunnskólinn að Hólum í
Hjaltadal og Laugarbakkaskóli.
Norðurlandsumdæmi eystra:
Grunnskóli Hríseyjar, Grunn-
skólinn í Lundi Öxarfirði,
Grunnskóli Saurbæjarhrepps,
Grunnskóli Svalbarðshrepps,
Reyklaus 9. bekkur í Gangfræðaskólanum á Ákurcyri. Þau fengu ferð í
Þórsmörk að launuin.
Grunnskólinn á Svalbarðsströnd
og Oddeyrarskóli Akureyri.
Frá 28 skólum á landinu bárust
þær upplýsingar að enginn kenn-
ari reykti, a.m.k. ekki þeir fast-
ráðnu, og í 39 skólum (af þeint 89
sem svöruðu) er alls ekki reykt
innan dyra, a.m.k. ekki meðan
skólastarf fer fram.
Reyklausir 6.-8. bekkir
í öðrum skólum
Frá skólum sem ekki voru með
öllu reyklausir barst fjöldi til-
kynninga um reyklausa 6.-8.
bekki, þar á meðal þessar frá
skólum á Norðurlandi:
Norðurlandsumdænti vestra:
6. bk. Grunnskólanum á Blöndu-
ósi. - 6. bk. og 7. bk. Grunnskóla
Hvammstanga. -6. bk., 7. bk. og
8. bk. Húnavallaskóla.
Norðurlandsumdæmi eystra:
6. bk. 6. st. og6. bk. 8. st. Barna-
skóla Húsavíkur. - 7. A og 7. X
Framhaldsskóla Húsavíkur,
grsk.deild. -7. A, 7. B, 7. C, 7.
D, 7. E, 7. F, 7. G, 8. A, 8. B, 8.
C og 8. G Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar. - 6. bk. og 7. bk. Gagn-
fræðaskóla Ólafsfjarðar. - 6. 17,
6. 18,7. H, 7. M, 7. St, 8. Fog8.
S Glerárskóla Akureyri. - 6. 1,
6.2, 7. 1,7. 2, og 8. 1 Síðuskóla
Akureyri. - 7. bk. og 8. bk.
Skútustaðaskóla. - 6. bk. og 7.
bk. Stórutjarnaskóla.