Dagur


Dagur - 16.06.1989, Qupperneq 13

Dagur - 16.06.1989, Qupperneq 13
Föstudagur 16. júní 1989 - DAGUR - 13 Rauði kross íslands: Átta íslendingar við hjálpar- störf víða um heim í sumar í sumar fara 4 fulltrúar á vegum Rauða kross íslands til hjálpar- starfa erlendis og verða þá sendi- fulltrúar á vegum RKÍ alls 8. Tveir hjúkrunarfræðingar fara til starfa á sjúkrahúsum Rauða- krossins og Rauða hálfmánans fyrir flóttamenn og stríðssærða í Thailandi og Afganistan, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríksins er kominn til Grenada í Vestur-Indíum til að aðstoða heimamenn við skipulagningu neyðarvarna og sjálfboðaliði fer til Gojjam-héraðs í Eþíópíu til að vinna að þróunarverkefni sem unnið er í samvinnu Rauða kross íslands og Rauða kross Eþíópíu. Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, fór nýlega til eyjunnar Grenada í Karabíska hafinu til mánaðardvalar þar sem hann mun aðstoða starfsmenn Rauða kross Grenada við að skipuleggja og efla neyðarvarnaáætlun Rauða krossins sem er hluti af almannavörnum landsins. Gren- ada er sjálfstætt ríki síðan 1974, um 375 ferkm. að stærð og íbúa- fjöldi rúmlega 100.000. Grenada hefur á undanförnum áratugum orðið illa úti í fellibyljum og mið- ast starf Guðjóns við að þjálfa og undirbúa heimamenn til að mæta slíkum náttúruhamförum. Ólafur Guðbrandsson, hjúkr- unarfræðingur, fór l.júní sl. til Afganistans til starfa í 6 mánuði við sjúkrahús Rauða hálfmánans í Kabúl. Alls vinna nú um 60 útlendingar á vegum Rauða krossins og Rauða hálfmánans við hjálparstörf í Kabúl. Þar er og annar sendifulltrúi RKÍ, Jón Úthlutun húsnæðis hjá Félagsstofnun stúdenta: Umsóknir þurfa að berast fyrir 25. júní Félagsstofnun stúdenta úthlutar nú húsnæði fyrir næsta skólaár og skulu umsóknir hafa borist fyrir 25. júní. Minnt er á að lands- byggðafólk hefur forgang að her- bergjum á Görðum. Einnig verð- ur úthlutað 50 íbúðum á hjóna- görðum. Þann 18. maí síðastliðinn var haldinn 600. stjórnarfundur F.S. Á þeim fundi var ákveðið að veita tvo styrki til lokaritgerða að upphæð 100.000 krónur hvor. Var þetta jafnframt lokafundur núverandi stjórnar Meðfylgjandi mynd er af stjórn Félagsstofnunar stúdenta. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Halldór Birgisson stjórnarfor- Tryggvi Agnarsson f.h. ráðuneyt- maður, Kristín Gísladóttir áheyr- is, Omar Geirsson f.h. stúdenta, endafulltrúi starfsmanna, Dan Innihald aukefna og umbúðamerking matvöru: Hert eftirht frá 1. júli Vernduð lind í Eþíopíu. Karlsson. Þetta er þriðja ferð Ólafs á vegum Rauða krossins, áður hefur hann tvívegis verið í Thailandi þar sem hann starfaði í búðum fyrir flóttamenn og stríðs- ærða við landamæri Kambódíu. Helena Jónsdóttir leggur af stað til Eþíópíu 20. júní næst- kómandi til ársdvalar í Gojjam- héraði en þar mun hún starfa að verkefni sem unnið er í samvinnu íslenska og eþíópíska Rauða krossins. Verkefnið felst í upp- byggingu ungmennahreyfingar Rauðakrossdeildar héraðsins, kennslu í skyndihjálp og frum- heilsugæslu, verndun linda, trjárækt, auk þess verður unnið að eflingu fiskveiða í Tana-vatni. Þetta er fyrsta ferð Helenu á veg- um Rauða krossins og er hún fjórði sjálfboðaliðinn sem fer til starfa í Gjjoam-héraði. Björg Pálsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, fer 2. júlí nk. til starfa í flóttamannabúðum í Thailandi þar sem hún hefur verið ráðin til 6 mánaða. Björg tekur við af Vigdísi Pálsdóttur sem verið hef- ur þar undanfarna 6 mánuði. Þetta er fyrsta ferð Bjargar á veg- um Rauða krossins, en hún hefur áður starfað í Wollo-héraði í Eþíópíu á vegum Hjálparstofn- unnar kirkjunnar. Björg er tutt- ugasti og þriðji sendifulltrúinn sem Rauði kross íslands sendir til starfa á vegum Alþjóðarauða- krossins í Thailandi. Auk ofangreindra sendifull- trúa eru nú 4 aðrir íslendingar við hjálparstörf á vegum Rauða krossins. Þeir eru : Jón Karlsson, hjúkrunarfræðingur, sem starfar við sjúkrahús Alþjóðaráðs Rauða krossins í Kabúl, Jónas Valdimarsson og Sigríður Sverr- isdóttir í Gojjam-héraði í Eþíó- píu, en Sigríður snýr heim síðla sumars, og Lilja Steingrímsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur, í búðum fyrir afganska flóttamenn og stríðsærða í Quetta í Pakistan. Aðalfundur Fóðurstöðvarinnar S.V.F., Dalvík veröur haldinn á Sæluhúsinu á Dalvík, föstudaginn 23. júní kl. 20.00. Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. AKUREYRARB/ER Tilkynning Að gefnu tilefni tilkynnist hér með, að stranglega er bannað að opna brunahana bæjarins án leyfis, öðr- um en Slökkviliði Akureyrar við slökkvistörf. Vatnsveita Akureyrar. Bílstjóri óskast! Óska eftir aö ráöa bílstjóra til framtíöarstarfa. Upplýsingar á staðnum ekki í síma. Einarsbakarí. Vörumarkaðurinn hf. í Reykjavík óskar eftir umboðs- manni á Akureyri Upplýsingar gefur Hanna í síma 91-688166. Umsóknir óskast sendar í pósthólf 3160. í Reykjavík. Vörumarkaðurinn hf. Kringlunni Reykjavík. FRAMSÓKN ARMEN N AKUREYRI Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90 mánudaginn 19. júní kl. 20.30. Rætt um gróðursetningarferð 1. júlí. Stjórnin. Brynjarsson f.h. stúdenta. Á myndina vantar Valdimar Her- m n y r ■: . .-•■"■■■.-.i ' 7 =: ■■ . ■ ■ ~ = - ... ........ == Hollustuvernd ríkisins og heil- brigðiseftirlit sveitarfélaganna undirbúa nú hert eftirlit með innihaldi aukefna og umbúða- merkingu matvöru hér á markaði eftir 1. júlí n.k. Ná aðgerðir þess- ar bæði til innlendar og innfluttar vöru. Aðlögunartími vegna gildis- töku nýrra reglugerða um auk- efni og umbúðamerkingar er nú liðinn og það sama gildir í flest- um tilvikum um þann tíma sem tilteknum fyrirtækjum var veittur til að vinna að breytingum. Matvælaframleiðendur og inn- flytjendur eru hvattir til að ganga úr skugga um að vörur þeirra séu í samræmi við gildandi reglur. Þeim ber einning að sjá til þess að vörur sem ekki uppfylla reglur verði ekki til sölu að loknum aðlögunartíma. Sama skylda hvílir á smásölum. Breytingar á innlendri fram- leiðslu og innfluttum vörum vegna nýrra reglna hafa í flestum tilvikum tekist vel. Má meðal annars þakka það góðu samstarfi innflytjenda, framleiðenda og eftirlitsaðila. Hollustuvernd ríkis- ins og heilbrigðiseftirlit sveitar- félaganna hvetja neytendur til að leita nánari upplýsinga og koma athugasemdum á framfæri. Framleiðendum og dreifingar- aðilum ber að kynna sér gildandi reglur og leita ráðgjafar ef þörf er á, þannig að í framtíðinni verði aðeins á boðstólummiatvara sem er í samræmi við settar kröfur. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför litla drengsins okkar, BJARMARS SMÁRA ELÍASSONAR. Þökkum sérstaklega Grétu fyrir hennar framlag og elsku móð- ursystur. Bjarnheiöur Ragnarsdóttir, Olafur Ingi Hermannsson, Stefán Hafstein Gunnarsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VIGDÍSAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.