Dagur - 06.07.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 06.07.1989, Blaðsíða 7
• <:<:♦ .i ri"'rnvu.<Í£;o,u<' ♦;«. Fimmtudagur 6. júlí 1989 - DAGUR - 7 ta um jaforétti milli landshluta: istýring er komin á hættulegt stig m að Reykjum við Hrútaijörð lands eystra. Ólafur velti m.a. fyrir sér hag landshluta í heil- brigðisþjónustu og rakti í stuttu máli sögu heilbrigðismála á Is- landi frá 1964. Ólafur sagði að það þyrfti að færa stjórnun heil- brigðismála út í héraðslæknis- svæðin og velti upp þeirri spurn- ingu í erindi sínu hvort það yrði auðvelt að stjórna öllum sjúkra- húsum frá Reykjavík. „Ríkið er alltaf að keppa við sjálft sig. Því er það af hinu góða að færa stjórnun undir einn hatt í hverju kjördæmi fyrir sig. Reyndar skil ég ekki, og hef ekki skilið, hvar stóru ákvarðanirnar í heilbrigðis- málum hafa verið teknar. Það er mikilvægt að það verði unnið eft- ir áætlunum í heilbrigðismálum, líkt og er hjá Pósti og síma og Vegagerð ríkisins. Það er betra að stöðugildin verði út í héruðun- um en í höfuðborginni, þau verða engu fleiri í höfuðborg- inni,“ sagði Ólafur m.a. í erindi sínu. Þurfum að fá útlendinga inn í landið til að éta kjötið Eftir erindi þeirra Vilhjálms, Gunnars og Ólafs fóru fram fyrir- spurnir og almennar umræður. Þær urðu all fjörugar og meðal annara stigu í pontu Valur B. Arnþórsson, bankastjóri Lands- bankans, og Ólafur Þ. Þórðar- son, alþingismaður. Fram kom hjá Ólafi að hann væri alfarið mótfallinn innflutningi á land- búnaðarafurðum. „í staðinn fyrir að senda útlendingum kjötið, þurfum við að fá þá inn í landið Eins og sjá má á myndinni var landsfundur Útvarðar fámennur en góðmennur var hann. Meðal fundarmanna voru Valur B. Arnþórsson, bankastjóri Landsbankans, og þingmennirnir Skúli Alexandersson og Olafur Þ. Þórðarson, svo einhverjir séu nefndir. Myndir: -hjb til að éta það,“ sagði Ólafur. Um þá hugmynd Vilhjálms Egilsson- ar, að bankar skráðu gengið, sagði Ólafur að þeir gætu ekki stjórnað og skráð gengið nema á veturna, því á sumrin væru banka- stjórarnir í laxveiði og hefðu eng- an tíma.“ Við þessi orð Ólafs hristi Valur hausinn út í sal og stökk ekki bros! Þess iná geta að jafnframt lýsti Ólafur Þ. sig mót- fallinn því að Seðlabanki og stjórnvöld hefðu með gengis- skráningu að gera. Brýn þörf fyrir gerð heimildarmyndar um byggðamál Að loknu kaffihléi héldu um- ræður áfram en eftir þær flutti Magnús Guðmundsson, kvik- myndagerðarmaður, erindi um mikilvægi og möguleika á gerð heimildarmyndar um byggðamál. Magnús sagðist undanfarna mán- uði hafa óneitanlega orðið var við vanþekkingu fólks út í hinum stóra heimi á lífsháttum Islend- inga og sagði aö líkt væri farið með vanþekkingu fólks í þéttbýli hérlendis á lífsháttum i' sveitum landsins. Því væri brýn þörf fyrir gerð heimildarmyndar um byggðantál og mikilvægt að hún gæti dugað sem kynningarmynd erlendis, en ekki bara fyrir inn- lendan markað. Um þetta mál samþykkti landsfundur Útvarðar eftirfarandi ályktun: „Landsfundur Utvarðar, 1. og 2. júlí 1989, heimilar stjórn aö ganga til samvinnu við aðila um kkí að taka spón úr itarstjómarmanna u t við Hlöðver Þ. Hlöðversson, formann Útvarðar ipurðu margir hvort samtökin væru ekki dauð,“ segir Hlöðver Þ. Hlöðversson, formað- arðar, m.a. í stuttu spjalli við Dag. Mynd: -bjb um við ágæta stuðningsmenn í öllum flokkum." Hagur allra að sigla sama skipi Hlöðver segir það vera eitt af helstu baráttumálum Útvarðar að fá valdið heim í byggðarlögin, koma á landshlutavaldi. Hvað varðár Norðurland hefur Hlöðv- er ákveðna skoðun á hvernig þessu yrði komið fyrir þar. „Ég er sannfærður um að vesturvæng- urinn og austurvængurinn og Akureyri í einu, væri lang sterk - asti vettvangurinn til þess að ná góðum tökum á þessum málum. Þá á ég í fyrsta lagi við gagnvart ríkinu. í öðru lagi er svo það, án þess að ég sé að ýja að nokkrum um meting, að ég held að byggðalögin ein á Norðurlandi eystra gagnvart Akureyri væri ekki hið hollasta jafnvægi. Norðurland vestra væri of veikur aðili, einn sér. Þess vegna held ég að það væri hagur allra að sigla sama skipi. Þetta er grundvölluð skoðun mín og grundvallast æ meir, að hafa Akureyri sem miðpunkt. Akureyri stæði sterkust, báðir vængirnir stæðu sterkastir," sagði Hlöðver. Sífellt fleiri verkefni færast yfir á ríkið - Hvernig hljómgrunn og við- brögð finnur þú hjá almenningi við ykkar hugmyndum? „Það er tvennt um það að segja. Ef við komumst að fólki til að ræða hugmyndirnar, þá fáum við yfirleitt jákvæðar undirtektir. Ef við ræðum þetta við einn og einn sveitarstjórnarmann, þá hnígur að því líka. En ýrnsir sveitarstjórnarmenn eru ekki komnir yfir þann misskilning, ég segi misskilning, að viö séunt að taka einhvern spón úr þeirra aski. Þessir möguleikar eru frani- lenging á möguleikum sveitarfé- laganna. Við erum að stilla því þannig upp að þegar við erum búin að fá valdkerfi, byggt á beinu umboði frá fólkinu, þá get- um við tekið aftur við verkefnum frá ríkinu. Það hafa í áranna rás sífellt fleiri verkefni verið að fær- ast yfir á ríkið, ég nefni t.d. niöurfellingu sýslunefnda, flutn- ingur sjúkrasamlaga o.m.fl.“ -bjb gerð kvikmyndar um mannlíf, ómengað náttúrufar og matvæla- frumleiðslu á landsbyggð hér- lendis og e.t.v. víðar á norður- slóð. Þaö er mikilvægt samtökun- um að efla kynningarstarf varð- andi þýðingu landsbyggðar í þjóðfélagsmyndinni. Þátttaka Útvarðar hlyti þó meir að tak- markast viö hvatningu til sam- taka um viðfangsefnið og samráð um stefnumótun, en að samtökin (Útvörður) geti bundið sér veru- legar fjárhagsbyrðir eða skuld- bindingar." Aukið vald heiin til byggðanna Er menn höfðu rætt um erindi Magnúsar flutti Sigurður Helga- son, fv sýslumaður N-Múlasýslu, erindi um landshlutavald og verkefnislýsingu. Hvað erindi Sigurðar varðar, er best að vitna í eina ályktun fundarins: „Landsfundur Útvarðar, hald- inn að Reykjum við Hrútafjörð 1. og 2. júlí 1989, telur að áfram þurli að leggja þunga áherslu á baráttu fyrir stjórnkerfisbreyt- ingu í framhaldi af viðleitni fyrri ára. Fundurinn fagnar því að nú er unnið af fullum krafti að þess- um málefnum og þakkar Alþingi fjárstyrk að upphæð 500 þús. kr., er stjórn Útvarðar ákvað að verja beint til þessa verkefnis. Sigurður Helgason, fv. sýslumaður, var fenginn til þess að vinna verkið með gagnasöfnum frá frændþjóð- um um skipan landshlutavalds og reynslu þeirra af valddreifingu, svo og tillögugerð á grunni þeirra gagna, aðlöguð íslenskunt stað- háttum. Heitir fundurinn á þing- menn til málafylgju unt framhald fjárstyrks frá Alþingi til að sinna þessum viðfangsefni cr stefni að auknu valdi heim til byggðanna." Síðari fundardag þinguðu starfshópar og skiluðu ályktun- unt. Stjórn Útvarðar var endur- kjörin, og hana skipa: Hlöðver Þ. Hlöðversson, formaður, Sjöfn Halldórsdóttir, varaformaður, Þórarinn Lárusson, gjaldkeri, Gunnlaugur Júlíusson, ritari, og Magnús B. Jónsson, meðstjórn- andi. Þess má geta að Magnús var fundarstjóri á landsfundinum og stjórnaði honum af mikilli röggsemi. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.