Dagur - 06.07.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 06.07.1989, Blaðsíða 12
Akureyri, fimmtudagur 6. júlí 1989 TEKJUBREF• KJARABRÉF FJARMAL ÞIN - SÉRGREIN OKKAR rFIÁRFESriNCARFÉlAGID Ráðhústorgi 3, Akureyri Aðalfundur Útgerðarfélags Skagfirðinga hf.: Vaxtagjöld hækkuðu um 113 milljómr milli ára - aðalfundi fram haldið vegna tillagna um breyttar aðstæður útgerðar Akureyrarmótið í golfí hól'st í gær og stendur fram á laugardag. Mótið er flokkakeppni, keppt verður í 9 llokkum og eru rúmlega 120 kylfíngar skráðir til leiks. A myndinni sést Kristín Jónsdóttir útibússtjóri Alþýðubankans hefja keppni í kvennaflokki í gær. Mynd: kk Aðalfundur Útgerðarfélags Skagfírðinga hf. var haldinn í Naustinu á Sauðárkróki í gær. Aðalfundarstörfum lauk ekki í gær og verður þeim fram hald- ið síðar. Eftir er að ræða til- lögur til úrbóta á rekstri félags- ins og koma þær til afgreiðslu á framhaldsaðalfundi. I þeim til- lögum felst m.a. að Hraðfrysti- húsið Skjöldur hf. kaupi einn togara ÚS og gangi þar með úr félaginu. úm leið er lagt til að Fiskiðja Sauðárkróks, Hrað- frystihúsið á Hofsósi og ÚS sameinist um rekstur tveggja frystihúsa og þriggja togara. Reikningar félagsins fyrir síð- asta ár voru samþykktir og þar kemur fram að halli ársins 1988, samkvæmt rekstrarreikningi, var 20,6 milljónir, en tap af reglu- legri starfsemi nam rúmum 110 milljónum. Vaxtagjöld, verðbæt- ur og gengismunur hækkuðu um 113 milljónir á milli ára, voru 58 milljónir ’87 en fóru í 171 milljón á síðasta ári. Brúttó aflaverðmæti skipa félagsins er rétt um 380 milljónir. Mjög góð viðbrögð markaðarins við sjávarnasli Fiskmars hf.: Aætluð mánaðarsala var rífin út á einni viku „Það er ekki hægt að segja annað en viðbrögð við Sjáv- arnaslinu hafi verið afar góð og miklu betri en við áttum von á,“ sagði Sigurður Björnsson, framkvæmdastjóri Fiskmars h.f., en naslið hefur nú verið á markaði í hálfan mánuð. Sigurður sagði að sal- an hefði verið miklu betri en menn hefðu vonast til fyrir- fram. Hann vildi ekki gefa upp beinar sölutölur en sagði að selst hefði á einni viku eins og áætlun fyrir sölu á einum mán- uði hefði gert ráð fyrir. Sjávarnaslinu hefur verið dreift í verslanir á höfuðborgar- svæðinu og á Akureyri og ná- grenni en Sigurður segir að á næstu dögum verði því dreift í verslanir á Suðurlandi og þar á eftir víðar urn land. „Við verðum varir við að versl- anir taka þessu alveg einstaklega vel og það er gríðarlegur áhugi hjá kaupmönnum fyrir þessu. Það er athyglisvert í ljósi þess að margir kaupmenn hafa lokað á þetta hefðbundna snakk. Það þykir og er plássfrekt í verslun- unt,“ sagði Sigurður. Fiskmar h.f. er í fyrstu atrennu með þrjár tegundir á markaðn- um. Sigurður segir að erfitt sé að átta sig á því á fyrsta hálfa mán- uðinum hvort þær falli allar neyt- endum jafn vel í geð. Hann segir þó ákveðnar vísbendingar að ein þeirra komi síst út. Að sögn Sigurðar er ætlunin að bæta tveimur bragðtegundum, salami og tortilla, við að hálfum mánuði liðnum, en fyrir eru bragðteg- undirnar paprika, laukur og chili og jurtakrydd. óþh Á síðasta ári námu heildar launagreiðslur 159,7 milljónum króna og greiddi ÚS alls 181 starfsmanni Iaun. „Verðbólga og okurvextir í íslensku þjóðfélagi ollu mjög erfiðri afkomu, sam- fara lítilli hækkun á fiskverði,“ sagði Ágúst Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚS, í samtali við Dag, aðspurður um ástæður fyrir slæmri afkornu félagsins. í ræðu sinni á aðalfundinuin fullyrti Marteinn Friðriksson, stjórnarformaður ÚS, að hefði félagið ekki selt Drangey á síð- asta ári væri það ekki í rekstri í dag og jafnvel til gjaldþrota- skipta. Um tillögur þær sem fyrr segir, sagði Marteinn að hugsan- lega yrði ÚS lagt niður í kjölfar breyttrar eignaraðildar og stofn- að nýtt félag með þátttöku Fisk- iðjunnar, ÚS og Hraðfrystihúss- ins á Hofsósi. Marteinn sagði að þessi atriði væru óákveðin og yrðu tekin til ákvörðunar á fram- haldsaðalfuridi. Nánar verður sagt frá aðalfundi ÚS síðar. -bjb Kraftur í kvótaviðskiptum: 15 krónur fyrir kíló af óveiddmn þorski - „við þurfum segir Sveinn Mikil gróska er í viðskiptum með veiðikvóta um þessar mundir enda er farið að síga á seinni hlutann í þeim málum hjá mörgum útgerðarfyrirtækj- um. Gangverð fyrir kvóta er 15 krónur fyrir kílóið af þorsk- ígildum. Algengast er að forráðamenn útgerðarfyrirtækja hafi samband sín á milli í síma og reyni þannig að kaupa, selja eða skipta eftir því hvað hentar. Aðrir fara þá leið að auglýsa eftir kvóta eins og hverri annarri vöru. „Okkur vantar kvóta fyrir togarana Arnar og Örvar. Stað- Hagsmunaglíma um gamlan veg: Bóndínn girti hestamenn úti - Vegagerðin milli tveggja elda Milli hestamanna á Akureyri og í Eyjafirði annars vegar og bænda sunnan Akureyrar hins vegar, hefur staðið yfir stutt hagsmunaglíma vegna nýtingar á gamla þjóðveginum milli Akureyrar og Melgerðismela. Vegagerð ríkisins hefur verið milli tveggja elda í þessu máli en fyrir milligöngu hennar hef- ur nú fundist lausn, a.m.k. fyrst um sinn. Þegar lagður er nýr þjóðvegur og sá gamli er látinn halda sér, hefur það yfirleitt tíðkast að bændur á viðkomandi jörðum hafa fengið afnot af gamla vegin- um. Þetta gerist þó aðeins sam- kvæmt ákvörðun Vegagerðarinn- ar. Á hinn bóginn kemur svo óformlegt samkomulag sem Landssamband hestamanna og Vegagerðin hafa gert með sér um að hún reyni eftir fremsta megni að gera ríðandi umferð mögu- lega. Þetta er einnig hluti af lög- boðnum verkefnum stofnunar- innar. Leiðin milli Akureyrar og Melgerðismela í Eyjafirði er gríðarlega fjölfarin meðal hesta- manna. í skipulagi svæðisins virðist hins vegar sem gleymst hafi að gera ráð fyrir þessari umferð og til þess að hún geti gengið fyrir sig án árekstra við hina miklu bílaumferð sem þarna er, tók Vegagerðin þánkvörðun að láta hestamenn hafa afnot af gantla veginum, nú þegar sá nýi er kominn í gagnið. Að sögn Guðinundar Svavarssonar umdæmisverkfræðings er Vega- gerðin í óvéfengjanlegum rétti til að gera þetta. Bændur á þessu svæði eru margir hverjir mjög óhressir með þessa ráðstöfun. Einn þeirra, Þór Aðalsteinsson í Kristnesi, girti þann hluta gamla vegarins sem lá um hans land af, og útilokaði þar með alla umferð. Með þessu móti vann hann talsvert land sem hann hyggst nýta sem haga og tún. „Við töldum okkur hafa loforð vegagerðarinnar fyrir því að við fengjum þennan veg til umráða," sagði Þór í samtali við Dag. Guð- mundur Svavarsson segir hins vegar ekkert slíkt loforð hafa verið gefið. Vegagerðin fór fram á að girðingin yrði fjarlægð enda væri hún sett upp í leyfisleysi. Eftir viðræður við báða aðila var þó ákveðið að gera málamiðlun og í gær settu starfsmenn vega- gerðarinnar hlið á girðinguna yið báða enda hins umdeilda vegar- kafla. Hestamenn sem rætt var við sögðust vera nokkuð ánægðir með þessa lausn málsins. Óvíst er hins vegar hvort á þetta reyni á næstunni því hin sívinsæla reið- leið „bakkarnir" handan árinnar er nú að verða fær. ET meiri kvóta,“ Ingólfsson greiðum hæsta gangverð." Þann- ig auglýsir Skagstrendingur hf. á Skagaströnd og hefur gert um skeið. Auglýsingin ber talsverðan örvæntingarsvip en að sögn Sveins Ingólfssonar fram- kvæmdastjóra er staðan þó ekki alslæm. Fyrirtækið á eftir á annað þúsund tonn af kvóta fyrir hvorn to'gara, þar af hafa verið keypt 3- 400 tonn. „Við þurfum hins vegar að fá svolítið meira til að það endist út árið enda fer nú í hönd besti tíminn,“ sagði Sveinn. „Það er alltaf verið að hringja,“ sagði hann aðspurður um viðbrögðin við auglýsingunni. Hann sagði að í mörgurn tilfell- um væri um að ræða menn sem væru búnir að semja við eitthvert tiltekið fyrirtæki um sölu á kvóta og þeir væru að „tékka“ á gang- verðinu. Eins og nteð aðra vöru reyndu menn einnig að finna hentugasta tímann til sölu. Yfirleitt eru það eigendur smærri báta sem eru að selja kvótann sinn. Gangverð fyrir kvóta eru 15 krónur fyrir kílóið af þorskígildunt en Sveinn sagði að einn og einn hefði teygt sig svolítið hærra. ET /HfUrœfa Mörg íslensk börn horfa svo mikiö á myndbönd og sjón- varpsþætti að þau heyra meira talað á ensku en íslensku heima hjá sér. Eiga þau ekki rétt á öðru? frpKjpí '7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.