Dagur - 06.07.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 06.07.1989, Blaðsíða 4
g .. ftUOAO - Göö t 'ííj[ .0 lugGbuímm!?. 4 - DAGUR - Fimmtudagur 6. júlí 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Heimahjúkrun og heimilisaðstoð Umræða um stuðningsþjónustu; heimahjúkrun og heimilisaðstoð, hefur farið vaxandi innan vébanda hagsmunasamtaka fatlaðra hér á landi. í byrjun júní- mánaðar héldu Landssamtökin Þroskahjálp og Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, sameiginlega ráð- stefnu um þessi mál í Reykjavík, og kom þar margt athyglisvert fram. í ályktun fundarins segir m.a. eftirfarandi: „Ljóst er, að stórlega skortir á lagalegan grundvöll heimaþjón- ustu fyrir fatlaða. Alþingi íslendinga hefur á þessu vori tryggt öldruðum rétt til slíkrar þjónustu. Brýna nauðsyn ber því til að hefja nú þegar undir- búning að því að sett verði löggjöf sem tryggi fötluð- um nauðsynlega liðveislu. Með því er þeim gert mögu- legt að lifa sjálfstæðu lífi á eigin heimili og annars staðar, þar sem þeir lifa og starfa." Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, hefur ítrekað sent frá sér yfirlýsingar um að barátta fatlaðra sé jafn- réttisbarátta, þ.e. barátta fyrir því að allir einstakling- ar þjóðfélagsins njóti sömu mannréttinda. Þessi krafa felur í sér að almenningur og fyrirtæki þurfi að breyta viðhorfi sínu til fatlaðra og viðurkenna vandann. Sú tíð er sem betur fer liðin þegar flestum þótti sjálf- sagt að setja jafnaðarmerki milli líkamlegrar fötlunar og andlegrar. Theodór heitinn Jónsson, fyrrverandi formaður landssambands Sjálfsbjargar, sagði eitt sinn í viðtali að hreyfihamlaðir nytu mests skilnings af öllum hóp- um fatlaðra í þjóðfélagi nútímans. Þó skortir enn mikið á að sá skilningur sé sýndur í verki af því opinbera, og mikið verk er enn óunnið á vettvangi stuðningsþjón- ustu, bæði hvað snertir aldraða og fatlaða. Bæjarfélög á borð við Akureyri þurfa að mörgu að hyggja í fjárhagslegum efnum, og fulla aðgæslu verð- ur að hafa í stjórn peningamála hins opinbera. Efling heimaþjónustu og heimahjúkrunar er þó með brýn- ustu verkefnum í félagsmálageiranum, einkum þegar tillit er tekið til þeirrar stefnu að gera aldraða fólkinu kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði, utan stofn- ana. Hörmulegt er til þess að vita þegar mikið fatlað fólk þarf að yfirgefa heimabyggðir sínar vegna þess að þjónusta fyrir það er ekki fyrir hendi, eða þá of lítil. Þær raddir hafa heyrst að á Akureyri væru fáir mikið líkamlega fatlaðir einstaklingar, aðeins nokkrir menn bundnir við hjólastóla, og því ekki um að ræða mikinn fjölda fólks í þeirri aðstöðu að geta ekki bjargað sér sjálft inni á eigin heimilum. Sannleikurinn er sá að dæmi eru um að fatlað fólk hafi þurft að yfirgefa bæinn til að fá viðeigandi þjónustu, í Sjálfsbjargarhúsinu eða öðrum stofnunum. Hér er um byggðamál að ræða, byggðamál í þágu jafnréttis fatlaðra. Akureyringar hafa tækifæri til að ganga fram fyrir skjöldu í þessum efnum og reyna að koma upp fleiri sambýlum og efla aðra þjónustu fyrir fatlaða. Það er hægt ef viljinn er fyrir hendi - og ófatl- aðir ættu að hafa hugfast að þótt þeir séu heilbrigðir í dag veit enginn hvað morgundagurinn ber í skauti sínu. Slysin gera ekki boð á undan sér. EHB H kvikmyndarýni Umsjón: Jón Hjaltason Borgarbío s\nir: Tvíbura (Dcad Ringcrs). Leikstjóri:David Croncnberg Höfundur hundrits:Duvid Croncnberg og Norman Snider. Hcistu lcikcndur: Jercmy Irons og Gcncvieve Bujold. The Kank Organisation 1988. Þeir eru eineggja tvíburar. Líkir um alla hluti, eða næstum því, og enginn þekkir þá í sundur. Þegar bræðurnir vaxa úr grasi gerast þeir læknar og nokkurskonar frjótæknar, eins og það myndi kallast til sveita. Þeir sérhæfa sig í því að hjálpa konum sem þjást Tvíburarnir er ein af þessum örfáu myndum sem er góð án þess að geta kall- ast skemmtileg. Hún er magnþrungin og nálgast að vera hrollvekja fyrir sál- ina. Undir lokin nær hún raunar því marki mjög vel. Annan eins leik og Jer- emy Irons sýnir í þessari mynd hef ég aldrei séð fyrri. ... opt verðr kvalræði af konum af ófrjósemi. Þeir búa saman og deila öllu, jafnt kvenfólki sem mat. Þar kemur að bræðurnir kynn- ast lcikkonunni Claire Niveau. í fyrstu er hún aðeins athyglisvert sjúkdómstilfelli og rekkjunautur en málin taka alvarlegri stefnu þegar annar bræðranna og leikkonan fella hugi saman. Um leið kemur brestur í samband tvíburanna sem í raun og veru er óhugsandi að þeir geti lifað við. Ósýnilegir þræðir tengja þá sam- an sem væru þeir síamstvíburar samvaxnirá bringunni. Þrátt fyrir það eru tvíburarnir ákaflega ólík- ir til sálarinnar. Sá framgjarnari þeirra, Elliot, er djarfur kvenna- maður, liðugur ræðumaður og ágætur penni. Raunar er látið í það skína að hann sé hálfgerður skíthæll en framkoma hans í myndinni staðfestir ekki þann kvitt nema þá þegar kvenmenn eiga í hlut og þá er hinn bróðir- inn, Beverly, undir sömu sökina seldur. Varla er heldur hægt að taka mark á þeirri ásökun að Elliot byggi frama sinn á vinnu Beverlys. Um er að ræða sam- vinnu og ekkert annað. Sú við- leitni handritshöfunda að draga upp mynd af einum vondum og öðrum góðum missir því marks. Beverly er viðkvæmi bróðir- inn, hlédrægur og vinnusamur. Hann er sá sem verður ástfanginn og fær ekki risið undir tilvistar- þunganum. Og enn liggur Elliot undir ámæli. Gefið er í skyn að hann hafi bróður sinn í taumi og neiti að sleppa. Hið rétta er að andlegir þræðir tengja bræðurna svo sterkum böndum að hvorug- ur þeirra ræður við að leysa sig frá hinum. Beverly sér ekki nema eina útgönguleið, flótta. Hann byrjar að éta pillur eins og bíófari poppkorn og fyrr en varir er hann orðinn eiturlyfjasjúklingur. Þeg- ar Elliot reynir að hjálpa honum fellur hann líka fyrir eitrinu. Tvíburarnir er óvenjulega mögnuð mynd en varla mjög skemmtileg. Það liggur einhver óhugnaður í loftinu sem magnast mjög eftir þvf sem á líður. Þessi óhugnaður er raunar mjög vel skilgreinanlegur. Hið nána sam- band bræðranna virðist óslítan- legt og þeir dæmdir til að lifa saman alla ævi. Þeir una glaðir við þessa staðreynd þar til Claire kemur í spilið. Þá kviknar með Beverly ósk um að losna úr þess- ari andlegu spennitreyju. En hann er læknir á líkamann en ekki sálina og með honum byrjar að vaxa þráhyggja um að þeir bræður séu í raun fastir saman á kjöti og beini. Beverly ræður við að skera í hold en sálin er honum gáta. Þetta er annar angi óhugn- aöarins. Hinn er sú hugmynd Elliots að örlög þeirra bræðra séu svo nátengd að deyi annar hljóti hinn að fylgja á eftir yfir móðuna miklu. Enski leikarinn Jeremy Irons (sem lék til dæmis jesúítaprestinn í Missiorí) fer með hlutverk tví- buranna Elliots og Beverly Mantle. Þáttur hans í þessari kvikmynd er mikill og leikurinn svo stórkostlegur að í miðju bíói er maður byrjaður að þekkja bræðurna í sundur. Og þegar tjaldið fellur flýgur manni í hug að Jeremy Irons var ekki einu sinni tilnefndur til óskarsverð- launa fyrir þennan leik sinn. Mik- ið skelfing hljóta þeir að hafa sýnt góða takta Dustin Hoffman og þeir aðrir er börðust um þessi verðlaun í mars síðastliðnum. Astand fjallvega Conditian ofmountain tracks 5um eru lokatar aliri E|||||| Tracks in tho r.ríaoaa aroas i thöö veröur auglyst att imttrc unt:l lurthv/ :,ok Vegagerö ríkisins «... ** fubiic Rtrtw Admini ttration Náttúruverndarróö Nature Conservattan Cpuncil Ástand íjallvega Kortid hér að ofan er gefið út í samvinnu Vegagerðar ríkisins og Náttúruverndarráðs. Það sýnir ástand hinna ýmsu fjallvega landsins þann 6. júlí sl. Vcgir á skyggðum svæðum eru lokaðir allri umfcrð þar til annað verður auglýst. Nýtt kort verður gefið út 13. júlí nk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.