Dagur - 12.07.1989, Side 2

Dagur - 12.07.1989, Side 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 12. júlí 1989 frétfir Jökulsárgljúfur/Hvannalindir: Tjaldsvæði verða lokuð fyrst um sinn Hryssan Ljóska á Hríshóli í Saurbæjarhreppi getur verið ánægð með lífið og tilveruna þessa dagana enda ástæða til því á dögunum kastaði hún tveimur gullfallegum folöldum, sem fengu strax nöfnin Stjarna og Lokka. Það mun nokkuð fátítt að hryssa kasti tveimur folöldum og einkum er það sjaldgæft að bæði folöldin lifi. Mynd: kl Atvinnumálanefnd Akureyrar: Nýr samstarfssairmingur við Iðnþróunarfélagið Snjóa leysti mjög skyndiiega í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfr- um eftir miðjan júlí og urðu mikil flóð í Vesturdal. Leys- ingavatnið bar með sér aur og sand yfir flatir í botni dalsins sem notaðar eru sem tjald- svæði. Af þessum sökum er gróður á flötunum í mjög slæmu ástandi og því ekki mögulegt að leyfa nema tak- mörkuðum hópi göngumanna tjöldun þar fyrst um sinn og eru þeir beðnir að láta vita af sér með fyrirvara. Bent skal á að rúmgóð tjald- svæði eru í Ásbyrgi og góð snyrti- aðstaða. í friðlandinu í Hvannalindum er sömu sögu að segja. Þar fóru flatir sem nýttar hafa verið. sem tjaldsvæði mjög illa í leysingum í vor. Ferðamönnum er því bent á að tjaldsvæði er þar lokað og þeir beðnir að virða það bann svo gróður fái tækifæri til þess að ná sér. nefndar Akureyrar var gengið frá nýjum samstarfssamningi Akureyrarbæjar og Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar. Samningurinn feiur í sér að atvinnumálanefnd hefur nú sem nemur einum starfsmanni hjá Iðnþróunarfélaginu til umráða. Eins og verið hefur mun Iðnþró- unarfélagið sjá um að kanna ýmsa málaflokka fyrir atvinnu- málanéfnd en auk þess munu starfsmenn þess nú sjá um undir- búning funda og afgreiðslu ýmissa mála. Fyrir þetta greiðir Akureyrarbær ákveðna upphæð á ári. Staða starfsmanns atvinnu- málanefndar hefur verið lögð niður en Þorleifur Þór Jónsson sem henni gegndi ráðinn til Iðn- þróunarfélagsins. Að sögn Hólmsteins Hólm- steinssonar formanns atvinnu- málanefndar er þessi samningur til sparnaðar og hagræðingar fyrir báða aðila. ET Sauðárkrókur: Ekið á dreng á reiðhjóli Um miðjan dag í gær var ekið á ungan dreng á hjóli á Sauðár- króki. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús, þar sem gert var að meiðslum hans, en hann fékk að fara heim að því loknu. Hann brákaðist á fæti og marðist á höfði. Slysið átti sér stað á Skag- firðingabraut, við Ártorgið. Bifreið var ekið norður braut- ina og var drengurinn að koma á hjólinu frá söluskála er hann hjólaði í veg fyrir bifreiðina. -bjb Skógræktarátak í Olafsfirði: Sjálfstæðis- félögin keyptu plöntumar I frétt í Degi s.l. föstudag um uppgræðslu- og skógræktarátak í Ólafsfirði var ranghermt að Skógræktarfélag Eyjafjarðar hefði gefið 3000 plöntur sem Sjálfstæðisfélögin hefðu síðan gróðursett. Hið rétta er að Sjálf- stæðisfélögin keyptu plönturnar af Skógræktarfélaginu og sáu einnig um pota þeim niður í jörð- ina. óþh Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá iðnaðarráðherra dags. 29. júní s.L, þar sem hann þakkar framkominn áhuga á atvinnu- uppbyggingu við Eyjafjörð á grundvelli orkulindanna og telur „eðlilegt að næsta stór- iðj uíramkvæmd eftir aukningu álframleiðslu í Straumsvík, verði utan suðvesturhorns og kemur þar Evjafjarðarsvæðið til greina.“ Hann hefur í hyggju aö kynna þessi mál á fundi í Eyjafirði í september- mánuði n.k. ■ Stjóm Sjálfsbjargar hefur í erindi, farið þess á leit við bæjarráð, að félaginu verði veittur styrkur úr Bæjarsjóði og upp verði teknar viðræður við bæjaryfirvöld um breytt lóðamörk með tilliti til þess að ióðin minnki, þar sem félagið mun ekki nýta hana í langri framtíð. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp við- ræður við stjórn Sjálfsbjargar um erindið. ■ Meiri hluti bæjarráðs hefur lagt til að vistgjöld á dagvist- um bæjarins hækki um 20% frá 1. ágúst næstkomandi að telja. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að véita umhverfisnefnd auka- fjárveitingu að upphæð kr. 4 milljónir, til verkefna tengda unglingavinnunni. ■ Vinnueftirlit ríkisins hefur með bréfi, farið fram á sam- starf við bygginganefnd um að taka aðbúnaðarmál bygginga- vinnustaða föstum tökum. Bygginganefnd frestaði af- greiðslu málsins. ■ Á fundi atvinnumálanefnd- ar nýlega, kynnti Þorleifur Þór Jónssön niðurstöður könnunar á gistirými á Akureyri og ná- grenni. Á Akureyri eru 285 gistirými á heilsárshótelum, 154 gistirými á sumarhótelum og 124 á gistiheimilum, sam- tals 563 gistirými. í nágrenni bæjarins eru 79 gistirými á sumarhótelum og 69 á gisti- heimilum bænda, samtals 148 gistirými. ■ Á Akureyri og í nágrenni eru því samtals 711 möguleg gistirúm og til viðbótar eru um 100 gistirúm á stöðum í kring- um Akureyri. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá borgarstjórninni í Váster- ás, sem boðar til vinabæja- móts dagana 5.-9. júní 1990, í tilefni af 1000 ára afmæli stað- arins. Til mótsins er jaínframt boðið tveimur fulltrúum frá1 Akureyri ásarnt mökum. ■ Bæjarráð hefur samþykkt ósk frá bygginganefnd, þess efnis, að mega auglýsa lausar til umsóknar fjölbýlishúsalóðir við Vestursíðu. Hópferð að Sörlastöðum Hópferð verður farin að Sörlastöðum föstudag- inn 14. júlí og lagt af stað frá „Réttinni" kl. 18.30. Ferðanefnd sér um akstur á farangri og þarf hann að vera kominn að Skeifunni í síðasta lagi kl. 17.30 á föstudag. Þátttakendur þurfa að skrá sig hjá Áslaugu, sími 22015 eða Hólmgeiri J., sími 21179. Ath. Verð kr. 100,- fyrir manninn og kr. 25,- pr. hest. 13 ára og yngri eru gjaldfríir. Ferðanefnd Léttis. Skil á staðgreiðslufé: EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum“, blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- | um krónum. | Gerlð skll tfmanlega | RSK RlKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.