Dagur - 12.07.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 12.07.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 12. júlí 1989 Ferðamálaráð íslands er 25 ára um þessar mundir og af því tilefni hefur ráðið staðið fyrir sérstakri kynningu á ferðamannastöðum innanlands í samvinnu við heimamenn á hverjum stað. Dagur fór í kynnisferð til Austurlands og kannaði hvað Egilsstaðir, Hallormsstaður, Borgarfjörður eystri og Vopnafjörður hafa upp á að bjóða fyrir ferðafólk í sumarskapi. Mikið og fjölskrúðugt fuglalíf er í Hafnarhólma í Borgarfirði eystra og vakti sérstaka athygli að ritan var svo gæf að nærri mátti klappa henni. Hins vegar lögðu menn ekki i það að klappa fýlnum. Feréamnmtéir á Austurlani - heimsókn til Egilsstaða, Hallormsstaðar, BorgarQarðar og Vopnaijarðar að hina rómaða Atlavík. Lögur- inn teygir sig upp Fljótsdalinn, þetta frjósama hérað sem menn binda miklar vonir við í sam- bandi við skógrækt. Milli trjánna í Hallormsstaðar- skógi, voldugra trjáa á íslands- vísu, leynist Hótel Edda Hall- ormsstað. Þar eru 17 rúmgóð tveggja manna herbergi og auk þess svefnpokapláss fyrir um 60 manns í skólastofum og. á her- bergjum. Einnig er þar aðstaða fyrir funda- og ráðstefnuhald, svo og árshátíðir og ýmsar veislur. Veitingasalur Hótel Eddu Hallormsstað tekur um 100 manns í sæti. Hann er opinn frá kl. 8 á morgnana til 23 á kvöldin. í sumar er að venju boðið upp á kalt borð á laugardagskvöldum, þar sem finna má úrval fisk- og kjötrétta, og öll önnur kvöld og í hádeginu getur fólk valið sér sér- rétti af matseðli. Á sunnudagseft- irmiðdögum er boðið upp á kaffi- hlaðborð og útbúnar eru veislur fyrir einstaklinga og hópa. Borgarfjörður eystri Það er fallegt á Austfjörðum og gaman að fljúga þar yfir og inn yfir hálendið. Flugfélag Austur- lands á nú þrjár tveggja hreyfla flugvélar. Við fórurn í loftið á Egilsstöðum og stefnan var tekin á Borgarfjörð eystri. Flogið var yfir Fljótsdalshéraðið og út á Héraðsflóa þar sem Jökulsá á Brú og Lagarfljót renna til sjávar í sameiginlegum farvegi. Hin ljósu, austfirsku líparítfjöll sáust vel, flogið var fram hjá Njarðvík og inn Borgarfjörð eystri þar sent þorpið Bakkagerði var viðkomu- staður. Yfir staðnum gnæfa hin tignarlegu Dyrfjöll. Jóhannes S. Kjarval ólst upp í Borgarfirði og víða má sjá Dyrfjöll í verkum hans svo og önnur fjöll, einnig álfana en álfabyggð er mikil á þessum slóðum t.d. í Álfaborg. Þar er sagt að álfadrottning Is- lands búi. í Kirkjusteini í Kækju- dal er álfakirkja og álfabiskupinn býr í Blábjörgum, stuðlabergs- hömrum milli Húsavíkur og Her- jólfsvíkur. Jarðfræði í Borgarfjarðar- hreppi er kapítuli út af fyrir sig. Fjöllin í kringum Borgarfjörð eystra eru meðal þeirra elstu á íslandi, um 10-15 milljón ára gömul. Mikið er af líparíti á svæðinu, ekki aðeins hraun held- ur einnig gjóska og flykruberg eins og t.d. í Hvítserki. Ludwig Eckardt jarðfræðingur segir í bæklingi að þetta bendi til geysi- legra sprengigosa sem hafa átt sér stað á þeim tíma er stór megin- eldstöð myndaðist. Þessi megin- eldstöð er næststærsta líparít- svæði á íslandi. Dyrfjöllin eru líklegast hluti þessarar megineld- stöðvar. Steiniðjan Álfasteinn hf. Austfirðir eru þekktir fyrir fal- lega steina og í steiniðjunni Álfa- steini hf. í Borgarfirði eystra er ógleymanlegt að litast um. Álfa- steinn er vaxandi fyrirtæki og var Helgi Arngrímsson framkvæmda- stjóri spurður nánar um fram- leiðsluna. „Við notum mest borgfirskt grjót. Um 70-80% framleiðslunn- ar er venjulegt fjörugrjót, sagað og slípað, en hér eru líka dýrari Rúnar Pálsson er umboðsmað- ur Flugleiða á Egilsstöðum og jafnframt formaður Ferðamála- félags Austurlands. Hann tók að sér fararstjórn og benti á ýmsa möguleika sem í boði eru fyrir þá sem komnir eru til Egilsstaða. Kaupstaðurinn er að mörgu leyti miðdepill Austurlands. Þaðan liggja vegir í allar áttir og á Egils- stöðum er gott gistirými, mat- sölustaðir, verslanir og mikið skemmtana- og menningarlíf. Til dæmis má geta þess að fyrir skömmu voru fimm málverka- sýningar í gangi á Egilsstöðum og um síðustu helgi var þriggja daga djasshátíð í Hótel Valaskjálf. Hótel Yalaskjálf og Hótel Edda Hallormsstað Hótel Valaskjálf er landsþekkt hótel og á síðustu misserunt hef- ur staðurinn aukið hróður sinn sem fyrirtaks matsölustaður. Auk gistiherbergja í Valaskjálf býður hótelið upp á gistingu í Menntaskólanum á Egilsstöðum, en að sögn Rúnars Pálssonar var þessi heimavistarskóli sérstak- lega hannaður með það í huga að nýtast sem sumarhótel. Hótel Valaskjálf hefur því yfir miklu gistirými að ráða og þar er einnig stór salur fyrir dansleikjahald, skemmtanir og ráðstefnur. Hót- elstjóri er Sigurborg Hannesdött- ir. Hallormsstaðarskógur, stærsti skógur landsins, er spottakorn frá Egilsstöðum og þar er auðvit- Rúnar Pálsson, ferðamálafrömuður á Egilsstöðum, gefur flugmanni Flugfélags Austurlands góð ráð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.