Dagur - 12.07.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 12.07.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 12. júlí 1989 ÁRLAND ANDRES ÖND HERSIR BJARGVÆTTIRNIR # Á haugunum Margir eru þeir sem leggja leið sína á öskuhauga Akur- eyrarbæjar. Flestir fara til að henda rusli, en aðrir fara til að tína rusl. Annars væri ekki rétt að kalla allt rusi eða sorp sem á haugunum er að finna, og sumir hafa jafnvel efnast á sorphauga- ferðum. Eldra fólk man ef- laust eftir Pétri Salómons- syni Hoffmann, sem þræddi öskuhauga Reykjavíkur í mörg ár. Hann fann víst bæði silfur og gull, fyrir utan kopar, og lét m.a. slá af sér mynt á sinum tíma úr góðmálmum. Það er þó ekki ætlunin að rifja þetta upp hér heldur segja sögur af manni sem var með „hauga- æði“ á árum áður, og þótti mörgum nóg um, ekki síst eiginkonunni. # Nýtt sjónvarp Maður þessi var fyrir löngu búinn að fylla allar geymsl- ur af gersemum af haugun- um. Kvöld eitt voru hjónin að horfa á sjónvarpið og biðu þau eftir skemmtiþætti sem átti að hefjast hálftíma síðar. Þá heyrðist brestur í sjónvarpinu og blár reykur liðaöist aftan úr tækinu. Húsfreyjan fórnaði höndum og sagði eitthvað á þá leiö að lítið yrði úr skemmtun þetta kvöldið; sjónvarpið ónýtt. Húsbóndinn gerði lít- ið úr þessu en sagðist þurfa að skreppa út. 20 mínútum seinna kom hann aftur með sjónvarp, skellti því í hill- una, þurrkaöi af því óhrein- indin og kveikti á. Tækið var í góðu lagi, þótt það væri komið til ára sinna og væri svarthvítt. Að sjálfsögðu ferskt af haugunum. # Segulbandið Nokkru síðar átti heimil- isvinur hjónanna fimmtugs- afmæli og gaf söguhetja okkar afmælisbarninu kass- ettusegulbandstæki af því tilefni. Afmælisbarnið dá- samaði gjöfina í bak og fyrir og kvað þetta alltof dýra gjöf, hann ætti þetta engan veginn skilið. „Uss, þetta er nú ekkert, ég hirti það á haugunum í gærkvöld," sagði þá söguhetjan að bragði. • Úriö Maður nokkur á Akureyri var að stíga í vænginn við stúlku og vildi gefa henni einhverja góða gjöf. Hann var eitt sinn staddur i húsi og hafði fengið sér í glas. Tók hann þá forláta borð- kveikjara af stofuborðinu og stakk inn á sig. Seinna um kvöldið gaf hann umræddri stúlku kveikjarann. Daginn eftir kom vinkona hennar f heimsókn og þekkti þá aftur kveikjarann góöa sem horf- íð hafði í samkvæminu, því hann var eign hennar. Eitt- hvað minna varð úr sam- skiptum „kærustuparsins“ eftir þetta. Héraðsmót UMSE: Svarfdælir sigruðu 1 *X • X #X / •• X þnðja anð 1 roð Héraðsmót UMSE var haldið á Akureyrarvelli um síðustu helgi. Þar kepptu sjö félög í karla og kvennaflokkum og sigraði Ungmennafélag Svarf- dæla þriðja árið í röð. í öðru sæti varð Æskan og í því þriðja Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður. Besta afrek móts- ins var spjótkast Sigurðar Matthíassonar en hann kastaði 69,20 metra. Sigurður tók einnig þátt í kringlukasti og kúluvarpi og sigraði í þeim greinar báðar. Önnur félög sem þátt tóku voru Umf. Skriðuhrepps, Umf. Framtíðin, Umf. Árroðinn og Umf. Reynir. Þannig varð röð efstu manna í hverri grein: Konur: 100 m hlaup: sek. 1. Snjólaug Vilhelmsdóttir Sv. 14,0 2. Þóra Einarsdóttir Sv. 14,1 100 m grindahlaup: sek. 1. Þóra Einarsdóttir Sv 17,4 2. Jónína Garðarsdóttir Árr 20,5 200 m hlaup: sek. 1. Snjólaug Vilhjálmsdóttir SV. 28,0 2. Þóta Einarsdóttir Sv 28,4 400 m hlaup: sek. 1. Snjólaug Vilhelmsdóttir Sv 66,8 2. Harpa Orvarsdóttir Skr 69,0 Langstökk: metrar 1. Þóra Einarsdóttir Sv 4,64 2. Snjólaug Vilhelmsdóttir Sv 4,62 Hástökk: metrar 1. Þóra Einarsdóttir Sv 1,60 2. Sólveig Sigurðardóttir Þ.Sv. 1,45 800 m hlaup: mín. 1. Sigríður H. Gunnarsdóttir Árr 2.54,8 2. Guðný Jóhannesdóttir Árr 3.01,5 1500 m hlaup: mín. 1. Sigríður H. Gunnarsdóttir Árr 5.58,9 2. Guðný Jóhannesdóttir Árr 6.21,2 Kringlukast: metrar 1. Dóróþea Reimarsdóttir Sv 28,14 2. Aðalheiður Stefánsdóttir Æ 23,72 Kúluvarp: metrar 1. Sólveig Sigurðardóttir Þ.Sv. 7,71 2. Hafdís Jóhannsdóttir Þ.Sv. 7,48 Spjótkast: metrar 1. Sólveig Sigurðardóttir Þ.Sv. 22,42 2. Alda Stefánsdóttir Æ 20,76 1000 m hlaup: mín. 1. Sveit Umf. Skriðuhrepps 2.37,5 2. Sveit Umf. Svardæla 2.45,3 4x100 m boðhlaup: sek. 1. Sveit Umf. Svarfdæla 55,2 2. Sveit Umf. Skriðuhr. Karlar: 56,0 100 m hlaup: sek. 1. Davíð Sverrisson Skr 12,3 2. Hannes Garðarsson Sv 12,4 100 m grindahlaup: sek. 1. Hjörtur Gíslason R 16,4 2. Hallgrímur Matthíasson 20,3 200 m hlaup: sek. 1. Arnar Snorrason Sv 24,3 2. Hannes Garðarsson Sv 25,6 400 m hlaup: sek. 1. Eiríkur Hauksson Æ 64,8 2. Brynjar M. Ottósson Sv 71,3 800 m hlaup: mín. 1. Kristján Þorsteinsson Þ.Sv. 2.25,5 2. Sigurgeir Svavarsson Sv 2.34,3 1500 m hlaup: mín. 1. Kristján Þorsteinsson Þ.Sv 5.26,0 7. Brynjar Már Ottósson Sv 5.58,0 3000 m hlaup: mín. 1. Eggert Ólafsson Æ 10.59,8 2. Jóhannes G. Pálmason Árr 12.50,0 5000 m hlaup: mín. 1. Eggert Ólafsson Æ 18.49,4 2. Sigurgeir Svavarsson Árr 12.50,0 Kúluvarp: metrar 1. Sigurður Matthíasson Sv 14,86 2. Jón Sævar Þórðarson R 11,47 Kringlukast: metrar 1. Sigurður Matthíasson Sv 42,34 2. Jón Sævar Þórðarson R 32,84 Spjótkast: metrar 1. Sigurður Matthíasson Sv. 69,20 2. Hallgrímur Matthíasson Sv. 50,98 Langstökk: metrar 1. Hreinn Karlsson Æ 5,77 2. Hallgrímur Matthíasson Sv 5,32 Þrístökk: metrar 1. Hreinn Karlsson Æ 11,69 2. Gunnar Sigurðsson Þ.Sv 11,59 Hástökk: metrar 1. Þórleifur Björnsson Þ.Sv 1,65 2. Gunnar Sigurðsson Þ.Sv 1,60 1000 m boðhlaup: mín. 1. Sveit Umf. Svarfdæla 2.12,6 2. Sveit Umf. Æskunnar 2.24,5 4x100 m boðhlaup: sek. 1. Sveit Umf. Æskunnar 49,5 2. Sveit Umf. Svarfdæla 50,3 JÓH Eyjaleikarnir í Færeyjum: Júdófólk frá Akureyri hreppti gullin Júdosveit Islands hefur átt góða daga á Eyjaleikunum sem nú eru haldnir í Færeyj- um. Sveitin er skipuð fímm keppendum sem allir eru úr júdódeild KA á Akureyri en Tindastóll: Eysteinn í bann í blaðinu í gær var rangt farið með nafn eins leikmanna Tinda- stóls. í greininni sagði að einn varnarmanna liðsins, Eyjólfur Kristjánsson, hefði fengið að líta rauða spjaldið í leik Tindastóls og lR síðastliðið sunnudags- kvöld. Ekki hafa Sauðkrækingar tekið söngvara Bítlavinafélagsins í varnarmúrinn heldur átti þarna að standa nafn Eysteins Kristins- sonar. Hann mun verða í banni í leik Tindastóls og Selfoss á föstu- dag. JÓH upphaflega var ætlunin að fleiri færu á mótið en sökum kostnaðar hættu margir við. Skemmst er frá því að segja að íslenska sveitin sigraði í fjórum þyngdarflokkum og í þeim fímmta náði sveitin silfurverð- launum. í íslensku sveitinni eru Bene- dikt Ingólfsson, Guðlaugur Hall- dórsson, Hilmar Trausti Harðar- son, Svala Björnsdóttir og Fjóla Guðmundsdóttir, öll úr KA. Benedikt keppti í mínus 95 kílógramma flokki og náði gull- verðlaunum, Guðlaugur Hall- dórsson keppti í mínus 86 kíló- gramma flokki og sigraði einnig og loks náði Hilmar Trausti Harðarson öðru sæti í mínus 71 kílógramma flokki. Stúlkurnar létu ekki sitt eftir liggja og sigruðu þær báðar í sín- um flokkum, Svala í mínus 56 kílógramma flokki og Fjóla í mínus 66 kílógramma flokki. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.