Dagur - 12.07.1989, Síða 5

Dagur - 12.07.1989, Síða 5
Miðvikudagur 12. júlí 1989 - DAGUR - 5 ^faviöskipti og veitum á sviði fjármála • Sími 96-24700 lesendahornið Um gúrkutíð og teiti Hávaði í SjaUaimm „Nýlega birtist frétt í Degi þar sem rætt var viö Ólaf Laufdal um veitingahúsið Sjallann. Hann sagði að reksturinn væri þungur og það þætti hreinlega ekki fínt lengur að fara út að borða. Ég er sannfærður um að ein af ástæð- unum fyrir minnkandi aðsókn er hávaðinn. Hljómsveitir sem leika fyrir dansi fremja yfirþyrmandi hávaða þannig að vonlaust er að tala saman nema að kalla upp í eyra þess sem ræða á við. Svo er það lagavalið. Um 80-90% af lög- unum er svokölluð graðhesta- músík, þar sem parið stiklar sitt í hvoru lagi sér og öðrum til leið- inda. Ég vil því skora á hljóm- sveitir að bæta lagavalið og minnka hávaðann og þá mun aðsókn aukast á ný.“ Þakkir fyrir skemmtíférð „L“ skrifar: „Mig langar til að þakka fyrir dásamlega ferð sem var farin með gamla fólkið í Hlíð og Skjaldarvík fyrir skömmu. Þetta var skemmtiferð, og var farið í Blómaskálann Vín og upp að Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli. Sér- staklega vil ég þakka Helgu Frímannsdóttur fyrir frábæra þjónustu og liðlegheit við okkur gamla fólkið við þetta tækifæri, en hún var fararstjóri." Stefán Karlsson íslenskufræð- ingur hringdi og sagðist hafa les- ið lesendabréf frá Ingimar Ey- dal, þar sem hann hélt því fram að orðið gúrkutíð væri rammís- lenskt fyrirbæri sem ætti rætur að rekja til auglýsingarherferðar Sölufélags garðyrkjumanna fyrir 20 árum. Að sögn Stefáns er orðið gúrkutíð ættað úr þýsku, þar sem talað er um „saure gurken zeit,“ eða súrgúrkutíð. Orðasambandið er myndað af kaupmönnum í Berlín og notað um sumarið, þegar gúrkur voru aðalmatur Berlínarbúa. Síðar er farið að nota þetta um sumar yfirleitt og alveg sérstaklega í blaðamáli. í þeirri merkingu er það komið inn í dönsku um aldamótin, agurke- tid, um sumarið sem þann tíma þegar lítið er um fréttir, vegna sumarleyfa stjórnmálamanna og annarra. Aðeins í þessu sam- bandi er orðið notað í dönsku og þaðan er orðið komið til íslands, líklega ekki fyrr en á seinni árum. Notkunin hjá Sölufélagi garðyrkjumanna er auðvitað í fullu samræmi við upphaflega Hættuleg rólurenni- braut í Kjama Ijós hér í lesendahorninu. Síminn er 24222 Ung kona kom á ritstjórnarskrif- stofu Dags fyrir stuttu og vildi koma á framfæri kvörtun vegna rólurennibrautar í Kjarnaskógi. Hún hafði farið þangað kvöldið áður og í róluna. Þegar hún síðan var komin út á enda slengist hún með andlitið í keðju sem heldur dekkinu, sem setið er á, uppi. „Ég er með gleraugu og glerið í þeim brotnaði og skarst í annað augnlokið á mér og það þurfti að sauma. Mér finnst þetta bilun, það er ætlast til að börn leiki sér í þessu og svona er tækið stór- hættulegt. Ég ætlast þó ekki til að tækið verði tekið niður, heldur væri hægt að lagfæra róluna svo hún verði ekki neinum til skaða.“ merkingu orðsins í Þýskalandi. En að gúrkutíð merki upphaflega gott ástand á markaðinum og ekki hið gagnstæða, segir Stefán ekki vera rétt. Varðandi ábendingu sem birt- ist sama dag í blaðinu frá mál- rækt '89, vildi Stefán benda á að talið væri réttara að tala um teiti í kvenkyni. í ábendingunni er tal- að um „venjulegt teiti" þar sem réttara er að segja „venjulega teiti“. í orðabók Menningarsjóðs er teiti gefið upp sem kvenkyns- orð en þó en hvorugkynsmyndin j sviga. Hún er því ekki alröng. íslenskukennarar hafa hins vegar að sögn Stefáns lengi barist við að koma kvenkynsmyndinni inn hjá nemendum sínum. Blessaðar agúrkurnar hafa stundum komið fréttamönnum til bjargar í tíðinni sem heitin er í höfuðið á þessu ágæta grænmeti. Þetta leiktæki er storhættulegt að mati lesanda. Við hvetjum lesendur til að koma úr felum og láta skoðanir sínar í AKUREYRARB/ER Jafnréttisráðgjafi Jafnréttisnefnd Akureyrarbæjar auglýsir laust til umsóknar starf jafnréttisráðgjafa. Helsta verkefni ráðgjafans er að vinna að fram- kvæmd jafnréttisáætlunar sem bæjarstjórn sam- þykkti 6. júní sl. Tilgangur jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar er að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði Akureyrar. Ráðgjafinn mun einnig vinna önnur verkefni fyrir jafnréttis- nefnd og veita jafnréttisráðgjöf fyrirtækjum, stofn- unum og einstaklingum á Akureyri. Um er að ræða 50% starf, en gert er ráð fyrir að í upphafi geti verið um að ræða hærra starfshlut- fall, tímabundið. Einnig er mögulegt að viðkom- andi geti átt kost á hlutastarfi til viðbótar hjá starfsmannadeild. Ráðningartími fer eftir sam- komulagi og laun eru samkvæmt kjarasamningi Akureyrarbæjar og STAK. Meirihluti þeirra sem nú gegna ábyrgðarstöðum hjá Akureyrarbæ eru karlar, og eru konur því hvattar til að sækja um. Krafist er a.m.k. þriggja ára háskólanáms í félags- vísindum, sálfræði, uppeldisfræði eða sambæri- legum greinum. Einnig verður umsækjandi að eiga auðvelt með, og hafa ánægju af, að vinna með öðru fólki. Nánari upplýsingar um starfið veitir formaður Jafnréttisnefndar, Aðalheiður Alfreðsdóttir í síma 96-22879 eftir kl. 20.00 eða starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 96-21000. Umsóknarfrestur er til 4. ágúst og skal umsókn send undirrituðum á umsóknareyðublöðum sem fást hjá starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, s. 96-21000. Starfsmannastjóri. Tegund bréfs Vextir umfram verðtryggingu Einingabréf 1,2 og 3 8,3-12,5% Bréf stærri fyrirtækja 9,0-11,5% Bréf banka og sparisjóða 7,0-8,0% Spariskírteini ríkissjóðs ... 5,5-6,0% Skammtímabréf 8,0-8,5% | Hlutabréf ? Gengi Einingabréfa 12. júlí 1989. Einingabréf 1 4.031,- Einingabréf 2 2.235,- Einingabréf 3 2.631,- Lífeyrisbréf 2.027,- Skammtímabréf .. 1,387 Verbbréf er eign sem ber arb ,-------------------------------v Dýnur — Dýnur! Rúmdýnur allar stærðir. Heilsudýnur, tjalddýnur, dýnur í hjólhýsi og tjaldvagna. Svampur og bólstrun, Austursíða 2, sími 25137. Ath. Lokaö frá 1.-21. ágúst.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.