Dagur


Dagur - 14.07.1989, Qupperneq 1

Dagur - 14.07.1989, Qupperneq 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Skinnaiðnaðardeild Sambandsins: Þurrvnrnslusalurimi fylltist af reyk - eldur varð laus í hreinsibúnaði ■ <• . : » */! V Ónýtum gærum og skinnum inokað út eftir brunann í gær. Mynd: KL Atvinnuleysi á Norðurlandi í júní: Atvmnuleysisdögum fjölgaði á Norðurlandi eystra - en fækkaði á Norðurlandi vestra „Þetta fór betur en á horfðist,“ sagði Bjarni Jónas- son, forstöðumaður skinna- Kröfluvirkjun: Hlé á raforku- firamleiðslu Síðan í lok maí hefur raforku- framleiðsla legið niðri hjá Kröfluvirkjun. Það er árlegur viðburður að raforkufram- leiðslan sé stöðvuð um tíma yfir hásumarið en lengd og lega þess tíma fer eftir ástandi mála á Suðurlandi, nánar til- tekið við Sigölduvirkjun. Á vorin þegar vatnsborð hækkar í miðlunarlónum við Sig- ölduvirkjun vegna vatnavaxta, er óþarft talið að starfrækja raf- orkuframleiðsluna í Kröflu. í lok maí var því slökkt á túrbínu virkjunarinnar og er ekki gert ráð fyrir að hún verði gangsett að nýju fyrr en um miðjan ágúst. Á meðan fást starfsmenn virkj- unarinnar við ýmis viðhaldsverk- efni og nú í sumar var túrbínan öll yfirfarin og reyndist ástand hennar vera með besta móti. Þá hafa starfsmenn Jarðborana hf. unnið að hreinsun og endur- vinnslu í tveimur af borholum virkjunarinnar þ.á.m. holu 9 sem er ein aflmesta holan. ET Eins og fram hefur komið komu 16 íbúðir í hlut Norður- lands vestra í úthlutun stjórnar Húsnæðisstofnunar á lánum til bygginga eða kaupa á svo- kölluðum félagslegum íbúð- um. Athygli vekur að Sauðár- króksbæ var úthlutað öllum þessum íbúðum. Önnur bæjar- félög í kjördæminu, Siglu- tjörður og Blönduós, sitja eftir með sárt ennið og fá ekki krónu til félagslegra íbúða. Siglufjörður sótti um lán vegna 18 íbúða en fékk sem sagt ekki einn eyri. Ekki náðist í gær í ísak Ólafsson, bæjarstjóra á Siglufirði, en Ófeigur Gestsson, bæjarstjóri á Blönduósi, kvaðst ekki hafa fengið formlegt bréf frá Hús- næðisstofnun um afgreiðslu hennar á umsóknum Blöndu- ósinga, og vildi því lítið tjá sig um málið. Sagði þó að ef þetta væri rétt væri lítið við þessu að iðnaðar Sambandsins á Akur- eyri. Um sexleytið í gærmorg- un kom upp eldur í hreinsibún- aði sem flytur kusk og ull frá vélum í þurrvinnslusal verk- smiðjunnar. Tjónið á búnaðin- um nemur nokkrum milljónum króna, en ekki er vitað um peningalegt tjón á framleiðslu- vörum verksmiðjunnar. Hreinsibúnaöurinn brann til kaldra kola og þurrvinnslusalur- inn fylltist af reyk. Reykurinn barst eftir loftræstikerfi, meira og minna um allt húsið. Bjarni segir að erfitt sé að meta skemmdirnar á gærum og mokkaskinnum af völdunt reyksins, en þær séu þó örugglega nokkrar. Næturvakt var að störfum þeg- ar eldsins varð vart. Hann magn- aðist fljótt og var töluverður þeg- ar slökkviliðið kom að. Vel gekk að ráða niðurlögum hans og sfð- ari hluta dags í gær var vinna orð- in að mestu með eðlilegu móti aftur. Ekki munaði þó miklu að eldurinn næði að læsa sig víðar í’ húsið, m.a. var tjara farin að leka niður úr þakskegginu yfir eld- staðnum. „Það er Ijóst að síubúnaðurinn er ónýtur og það þarf að byggja hrcinsikerfið upp að nýju. Síðan er spurningin hversu miklu tjóni reykurinn hefur valdið á gærum og mokkaskinnum, þarna eru bæði fullunnin og hálfunnin skinn,“ sagði Bjarni, en venju- lega er allmikið magn skinna geymt í húsinu. EHB gera. Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, sagð- ist heldur ekki hafa fengið bréf frá Húsnæðisstofnun um af- greiðslu hennar. Hann sagði að ef þetta reyndist rétt væru síður en svo vandkvæði á að fullnýta íbúðirnar strax. „Það er engin spurning að við gætum losnað við 16 fullbúnar íbúðir á einu bretti. Hér er hrikalegur skortur á húsn- æði og hefur verið lengi,“ sagði Snorri Björn. Sauðárkrókur fær úthlutað 10 íbúðum í kaupleigukerfi og 6 íbúðum til stjórnar verkamanna- bústaða. Útborgun framkvæmda- lána til byggingar tveggja íbúða hefst 1. september. Lán til næstu tveggja íbúða kemur til greiðslu 15. október og síðustu tveggja íbúðanna 1. nóvember nk. í skýrslu Byggðastofnunar til Húsnæðisstofnunar um húsnæðismál segir orðrétt um Siglufjörð: „Unt Siglufjörð virð- Atvinnuleysisdögum í júní á Norðurlandi vestra fækkaði um 582 frá mánuðinum á und- ist gilda það sama og sagt var um ísafjörð og Bolungarvík. Bygg- ing kaupleiguíbúða kallar á nán- ari rökstuðning frá framkvæmda- aðila um þörfina." Um Sauðár- krók segir hins vegar: „Sauðár- krókur hefur verið vaxandi stað- ur undanfarin ár og gegnir vafa- lítið mikilvægu hlutverki í byggðaþróun á Norðurlandi. Bygging 10-20 kaupleiguíbúða ætti að verða lyftistöng fyrir staðinn.“ Margir þingmenn landsbyggð- arinnar eru síður en svo sáttir við niðurstöður Húsnæðisstofnunar og hafa farið fram á rökstuðning stjórnar hennar fyrir úthlutun- inni. Stjórnin kom saman til fundar í gær og eftir þann fund var búist við að lægi fyrir skýrsla til þingflokka um afgreiðsluna. Á minnisblaði frá Húsnæðis- stofnun, dagsettu 10. júlí s.l., eru tilgreindar 7 forsendur fyrir út- hlutun á lánum til félagslegra íbúða. an en fjölgaði á sama tímabili um 238 á Norðurlandi eystra. Fjöldi skráðra atvinnuieysis- I fyrsta lagi er getið um rök- studda húsnæðisþörf, burtséð frá staðsetningu hlutaðeigandi sveil- arfélaga í landinu. I öðru lagi staða atvinnumála í hlutaðeig- andi byggðarlagi með tilliti til skýrslu Byggðastofnunar. í þriðja lagi lánveitingar Húsnæðisstofnunar til bygginga- framkvæmda síðustu 2 ár til hvers byggðarlags. í fjórða lagi hvort áður veittar heimildir og veitt framkvæmdalán í hlutaðeig- andi byggðarlagi hafi verið not- aðrar eða séu enn notaðar. í fimmta lagi fjöldi félagslegra íbúða í byggðarlaginu. í sjötta lagi hvort borist hafi umbeðnar upplýsingar áður en ákvörðun var tekin um veitingu fram- kvæmdaláns og í sjöunda lagi að í þeim tilvikum sem sveitarstjórnir hafi hafnað forkaupsrétti á félagslegunt íbúðum, er hafa losnað, hafi það haft sín áhrif á afstöðu stjórnar Húsnæðisstofn- unar. óþh daga á Noröurlandi vestra í júní var 3.452, á inóti 5.072 á Norðurlandi eystra. Þetta kemur fram í yfirliti um at- vinnuástandið frá Vinnumiðl- unarskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins. Fjölgun atvinnuleysisdaga er öll hjá konum en um fækkun varð að ræða hjá körlum. Þrátt fyrir fækkun atvinnuleysisdaga í júní, miðað við maí, á Norður- landi vestra, varð fjölgun á atvinnuleysisdögum á Sauðár- króki, Skagaströnd. Hólmavík, Hofsósi og nágrenni, Drangsnesi, í Seyluhreppi og í Hofshreppi. Aftur á móti fækkaöi atvinnu- leysisdögum á santa tíma á Siglu- firði, Hvammstanga og Blöndu- ósi og nágrenni. Ekki var um atvinnuleysi að ræða í Lýtings- staðarhreppi í júní en í maí voru skráðir þar 295 atvinnuleysisdag- ar. í Akrahreppi var ekki um atvinnuleysi að ræða á umræddu tímabili. Atvinnuleysisdögum í júní á Norðurlandi eystra fjölgaði sem fyrr sagði frá mánuðinum á und- an en þó varð um fækkun daga að ræða á Húsavík og nágrenni, Kópaskeri, Raufarhöfn og í Grýtubakkahreppi. Á Raufar- höfn og í Grýtubakkahreppi voru í maí skráðir 10 atvinnuleysisdag- ar á hvorum stað en enginn í júní. Þess má þó geta í lokin, að í fréttatilkynningu vinnumálaskrif- stofunnar kemur einnig fram, að námsmenn leituðu nú í ríkari mæli en áður til vinnumiðlunar- innar og sú staðreynd getur átt hér einhvern lilut að máli. -KK Sauðárkrókur fékk úthlutað öllum 16 félagslegum íbúðum á Norðurlandi vestra: Gætum auðveldlega losnað við sextán íbúðir á einu bretti - segir Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.