Dagur - 14.07.1989, Síða 3
Föstudagur 14. júlí 1989 - DAGUR - 3
(réttir
Dettifoss-gæludýrafóður:
Raunhæfast að hasla sér
völl á innanlandsmarkaði
- segir Sigurður P. Sigmundsson,
framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags EyjaQarðar
Fyrir skömmu greindum við
frá því að Lárus Hinriksson
hefði verið að þreifa fyrir sér
með útflutning á gæludýra-
fóðri, svokölluðu Dettifoss-
gæludýrafóöri. Hann sagði að
aðilar í Bandaríkjunum hefðu
sýnt áhuga á því að kaupa af
honum fóður, sem hann fram-
leiðir m.a. úr mjólkurdufti og
fiskimjöli, en hins vegar óskaði
hann eftir aðstoð við markaðs-
setningu.
Orðrétt sagði Lárus: „Ég hef
alltaf verið í sambandi við Iðn-
þróunarfélag Eyjafjarðar en hef
aðeins fengið klapp á öxlina fram
til þessa og mér sagt að málið sé í
athugun. en það gerist ekkert."
Þessi ummæli voru borin undir
Sigurð P. Sigmundsson, fram-
kvæmdastjóra Iðnþróunarfélags-
ins, og án þess að vilja svara þeim
beint sagði hann að telagið hefði
veitt Lárusi leiðbeiningar en hitt
væri svo annað mál hvort hægt
væri að flokka þær undir „klapp á
öxlina".
„Við höfum verið ráðgjafar
hans í eitt ár. Ég ráðlagði honum
eindregið að prófa heimamark-
aðinn fyrst áður en hann færi að
huga að útflutningi. Ég hef haft
samband við sjóði, Iðntækni-
stofnun og fleiri aðila og í Ijós
Húsavík:
kom að það er ntiklum vand-
kvæðum bundið að komast inn á
Bandaríkjamarkað og sjóðirnir
veita ekki fyrirgreiðslu til mark-
aðssetningar," sagði Sigurður.
Hann taldi raunhæfast að
reyna fyrir sér innanlands. t.d. á
Reykjavíkurmarkaðinum, því
framleiðslan yrði að verða orðin
stöðug áður en hugsanlegur
útflutningur kæmi til sögunnar
síðar rneir. Sigurði leist vel á
framleiðslu Lárusar og sagði að
hann gæti hæglega haslað sér völl
innanlands á þessum markaði. Á
þeim grundvelli hefði Iðnþróun-
arfélag Eyjafjarðar boðið honum
aðstoð. SS
20 þúsund trjáplöntur
gróðursettar
í suinar hafa verið góðursettar
20 þúsund trjáplöntur innan
bæjarinarka Húsavíkurkaup-
staðar og er gróðursetningu nú
lokið í ár. Að þessu átaki í
ræktunarmálum hafa staðið fé-
lagasamtök og einstaklingar,
auk bæjarfélagsins. Á mið-
vikudag hófust verklegar fram-
kvæmdir við girðingarstæði
fyrir 15 km langa landgræðslu-
girðingu sem reisa á umhverfis
bæjarlandið í sumar. Það eru
Húsavíkurbær og Landgræðsla
ríkisins sem standa sameigin-
lega að uppsetningu girðingar-
mnar.
Girðingin mun liggja á merkj-
um milli Saltvíkur og Húsavíkur-
lands, undir Einbúa, sent er hóll
á Reykjaheiði. Síðan vestan við
Krubbsfjall, á hæðinni ofan við
Botnsvatn, norður fyrir Húsavík-
urfjall og síðan niður norðan við
fjallið að girðingu norðan við
fjallsafleggjarann. Landssvæðið
innan girðingarinnar á að friða og
græða upp.
Staðið verður að ræktunarmál-
unum samkvæmt ákveðnu skipu-
lagi sem búið er að vinna og er
tilgangurinn að rækta skjólbelti
í vor
umhverfis bæinn og gcra um-
hverfi hans fallegra í framtíðinni.
í tilefni af 60 ára afmæli Skóg-
ræktarfélags Islands á næsta ári
er fyrirhugað að gróðursetja
svokallaða landgræðsluskóga,
alls urn tvær milljónir plantna á
landinu öllu. Og til stendur að
hluti þess átaks vcrði unninn í
Húsavíkurlandi.
Mikill og almennur áhugi er á
ræktunarmálum í bænum og er
skemmst að minnast stofnunar
Húsgulls, í framhaldi af ráð-
stefnu um átak í unthverfismál-
um í vor. IM
Múlafélagið á Dalvík:
Gefiir Dalvfloirbæ landsvæði
norðan Rípilsins í Múlanum
Múlafélagið hefur óskað eftir
því við bæjarsjóð Dalvíkur að
hann yfirtaki landsvæði í eigu
félagsins í Ólafsfjarðarmúla,
norðan Rípiis. í Múlafélaginu
voru fjölmargir fyrrum fjáreig-
endur á Dalvík, sem mynduðu
mér sér félag fyrir mörgum
áratugum. Aðeins einn af
stofnfélögunum er á lífi, heið-
ursborgari Dalvíkurbæjar Jón
E. Stefánsson.
Landsvæði sem um ræðir er
eins og áður segir norðan við
Rípil og er úti í hámúla, að
merkjum Ólafsfjarðar og Dalvík-
ur. Á þessu svæði hefur sauðfé
frá Dalvík gengið svo lengi sem
elstu menn muna. Nú er öldin
önnur og ekkert er um sauðfé á
Dalvík. Riðuveikin hefur höggv-
ið stór skörð í fjárhópinn og
vegna hennar er nú fjárlaust á
Dalvík sent og í Svarfaðardal.
Að sögn Kristins Guðlaugsson-
ar, sem er einn félaga í Múlafé-
laginu, var tekin ákvörðun um að
afhenda landið í Múlanunt Dal-
víkurbæ til eignar á fundi sem
haldinn var í liðinni viku. Krist-
inn sagði að þetta hefði þótt eðli-
legt sökum þess að félagsskapur-
inn hefði einungis verið nafnið
tómt til fjölda ára. Til marks um
það sagði Kristinn að ekki heföi
verið haldinn aðalfundur í félag-
inu frá árinu 1968.
Skipuð var þriggja manna
nefnd Múlafélagsins til að ganga
frá gjafabréfi á landinu í Múlan-
um til Dalvíkurbæjar. í nefndinni
eiga sæti auk Kristins Guðlaugs-
sonar, Friðþjófur Þórarinsson og
Ingimar Lárusson. óþh
Akureyri:
40 prósent hækkun dag-
vistargjalda á árinu
Bæjarstjórn Akureyrar sam-
þykkti 20 prósent liækkun dag-
vistargjalda frá og með næstu
mánaðamótum á fundi sínum
sl. þriðjudag. Gjöld þessi hafa
þá hækkað um 40 af hundraði
á árinu.
Sigríður M. Jóhannsdóttir,
dagvistarfulltrúi, var spurð um
þessa hækkun, og minnti hún á
að dagvistargjöldin hefðu ekkert
hækkað allt árið 1988 vegna verð-
stöðvunar. Gjöldin hækkuðu um
20 prósent í aprílmánuði á þessu
ári, og svo aftur nú um 20
prósent. Síðastnefnda hækkunin
var ákveðin við gerð og afgreiðslu
fjárhagsáætlunar bæjarfélagsins.
EHB
Fijáls verð-
lagrdng á loðnu
Á fundi Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins i vikunni, varð santkomu-
lag um að gefa frjálsa verðlagn-
ingu á loðnu til bræðslu frá byrj-
un loðnuvertíðar sumarið 1989 til
loka hennar vorið 1990.
Tilkynning til
9? launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að
gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina maí og júní er
15. júlí nk.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn-
heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og
afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
Tilkynning til
söluskatts-
greiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að
gjalddagi söluskatts fyrir júnímánuð er 15. júlí.
Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkis-
sjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA
Athugasemd frá
Ferðaþjónustu bænda
Aö gefnu tilefni vill Ferðaþjónusta bænda koma
eftirfarandi á framfæri:
Á undanförnum árum hefur ferðaþjónusta á
vegum bænda aukist verulega. Ferðabændur
hafa með sér samtök og reka þjónustuskrifstofu
í Bændahöllinni í Reykjavík.
Stefna samtakanna er að tryggja gæði þjónust-
unnar eins og kostur er og gera merki sitt og
nafn að gæðastimpli.
Skrifstofan hefur eftirlit með þeirri þjónustu sem
í boði er og kynnir einungis þá þjónustu sem
talin er standast tilteknar gæðakröfur undir
merki Ferðaþjónustu bænda.
Borið hefur á því að einstakir aðilar auglýsi á
eigin vegum undir merki Ferðaþjónustu
bænda, ýmsa þjónustu sem samtökin hafa
ekki viðurkennt, og ekki er talin fullnægja
settum gæðakröfum. Þess vegna viljum við
vekja athygli á því að réttar upplýsingar um þá
þjónustuþætti sem Ferðaþjónusta bænda sam-
þykkir er að finna í bæklingi samtakanna
„Ferðaþjónusta bænda 1989-1990".
Páll Richardson,
formaður Félags ferðaþjónustu bænda
SOS - Akureyri
Dagvistin Krógaból érforeldrarekið barnaheimili.
Framtíðaraðsetur verður í nýinnréttuðu húsnæði í
Glerárkirkju, sem tekið verður í notkun í byrjun
ágúst.
Vegna flutnings í Glerárkirkju og uppsagnar
starfsmanna auglýsum við eftirfarandi til um-
sóknar:
Forstöðufóstru-staöa Deildarfóstru-staða
Almenn fóstru-staða Almennt starfsfólk
I boði er:
Laun skv. samkomulagi.
Aðstoð við útvegun húsnæðis og flutningsstyrkur.
Spennandi starf þar sem starfsfólk hefur möguleika
á að skipuleggja innra starf heimilisins frá grunni.
Ráðning miðast við 1. ágúst.
Einnig eru laus dagvistarpláss.
Æskilegur aldur er 2 til 5 ára.
Börnum sem byrja 5 ára eða yngri er heimilt að vera
til 7 ára aldurs.
Krógaból lokar ekki vegna sumarleyfa.
Umsóknir sendist til:
Velunnarar Krógabóls
Brekkugötu 8 600 Akureyri
fyrir 20. júlí.
Upplýsingar gefa:
Kristján Kristjánsson símar 96-24222 og 26367.
Aðalheiður Steingrímsdóttir sími 96-25251 eftir kl.
18.00