Dagur - 04.08.1989, Page 2

Dagur - 04.08.1989, Page 2
2 - DAGUR - Föstudagur 4. ágúst 1989 Bakka§örður: Hægist um í fiskinum „Það er nú heldur lítið að segja eins og er. Nú er að koma fríhugur í fólk. Þetta gekk heldur erfiðlega framan af vetri en síðan rættist úr og þeir hörðustu eru búnir með kvótann,“ sagði Kristinn Pét- ursson, framkvæmdastjóri Útvers á Bakkafirði í samtali við Dag í gær. Veiði smábáta hefur gengið mjög vel þar eystra að undan- förnu en nú hafa menn lagt árar tímabundið í bát því þann 30. júlí sl. tók gildi veiðibann á smá- báta. Bannið stendur til 8. ágúst nk. Einn smábátaeigandi á Bakka- firði er nú þegar búinn með út- hlutaðan kvóta og annar er mjög langt kominn með hann. Það kann því að verða heldur dauft yfir útgerðinni á Bakkafirði á haustdögum. Menn sjá þó alltaf björtu hliðarnar á tilverunni og hugga sig við að þessa dagana er verið að gera verulegar úrbætur á hafnarmannvirkjum á staðnum. Ef allt gengur að óskum lýkur framkvæmdum í haust og því binda menn vonir við að bátar heimamanna standi af sér öll stórviðri næsta vetur, en bátar Bakkfirðinga hafa eins og fram hefur komið skemmst hvað eftir annað í veði ráhlaupum og má í flestum tilfellum rekja það til ónógrar hafnaraðstöðu. óþh Þjóðgarðurinn Jökulsárgljúírum: Tjaldstæðið í Vesturdal ennþá lokað Góð aðsókn hefur verið að tjaldstæðunum í Ásbyrgi í sum- ar en tjaldstæði við Vesturdal er ennþá lokað. Boðið er upp á dagskrá fyrir tjaldstæðisgesti sem og aðra sem leið eiga um og er þar um að ræða göngu og röltferðir undir leiðsögn land- varða. Að sögn Ingólfs Jóhannesson- ar landvarðar í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum hefur verið mikil umferð í sumar en mest var þó um að vera um næst síðustu helgi og dvöldu þá um 600 manns á svæðinu, þar af 500 íslendingar. Tjaldstæði í þjóðgarðinum eru leyfð við þjónustumiðstöðina í Ásbyrgi og íþróttavelli á Ásbyrgis- isbotni. Tjaldstæðiö í Vesturdal, við Hljóðakletta, er hins vegar ekki búið að opna enn, en það fór mjög illa þegar Vesturdalsá flæddi yfir bakka sína í vor. Undantekning er þó gerð fyrir þá sem ætla að ganga yfir þjóðgarð- inn, frá Dettifossi að Ásbyrgi eða öfugt, og einnig geta húsbílaeig- endur fengið að leggja bílurn sín- um við tjaldstæðið. Boðið er upp á gönguferðir undir leiðsögn landvarða á hverj- um degi og eru settar upp auglýs- ingar en auk þess veita landverðir í Ásbyrgi og Vesturdal upplýsing- ar. Um verslunarmannahelgina er boðið upp á miðdegisrölt á laugardag og sunnudag úr Vest- urdal. Úr Asbyrgi er ganga á laugardag og morgunrölt á sunnudagsmorguninn. KR Fjölbýlishús við Grundargarð á Húsavík varð fokhelt í síðustu viku og í tilefni af fokheldisáfanganum blakti íslenski fáninn við hún á þrein stöðum á húsinu. í húsinu verða 12 íbúðir, 7 þeirra eru byggðar á vegum Stjórnar verka- mannabústaða en 5 sem kaupleiguíbúðir á veguin Húsavíkurbæjar. Aðalverktaki við bygginguna er Fjalar hf. Mynd: IM Bændur fógnuðu rigningunni á dögunum: „Inginn vafi að votviðrið gjörbreytti ástandinu - segir Ólaíur Vagnsson, ráðunautur „Það er ekki nokkur vafi á því að þessi votviöriskafli hefur gjörbreytt ástandinu. Þurrkur- inn átti stóran þátt í að hægt spratt á sumunt svæðum og bændur biðu lengi eftir grasi en sérstaklega er þetta gott fyr- ir þá sem búnir voru með fyrri sláttinn og ætíuðu sér að slá Góð við þorsta p r P“'Vce Blanda Dinn^PPels|nusefi Pure Orange Juice ■ seinni slátt. Fyrir þá skipti þetta sköpum því túnin voru að skrælna upp. Það hefur enginn verið óhress með þessa rigningu, sama hvernig á það er litið,“ segir Ólafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarð- ar, um rigningarkaflann sem kom á Norðurlandi á dögun- um. Ólafur segist trúaður á að væt- an hafi verið nægilega mikil til hleypa sprettu í túnum í fullan gang og þó veður hlýni verulega á ný nægi það ekki til að þurrka tún strax upp aftur. Ólafur segir að margir bændur á Eyjafjarðar- svæðinu séu komnir talsvert áleiðis með heyskap. Lengst komnir eru bændur í nágrenni við Akureyri en lengra út með firði er heyskapur stutt kominn. „Ef brigði til góðrar tíðar á ný þá gætu bændur klárað aðal hey- skapinn frá á næsta hálfa mánuði. Og ég hef trú á að þessi rigning bjargi því að þeir sem treystu á seinni slátt fái ágætan slátt og geti endað í meðalheyskap," segir Ólafur. Stefán Skaptason, ráðunautur í S-Þingeyjarsýslu, tekur undir þau orð að regnið hafi komið eins og samkvæmt pöntun. „Nú vant- ar bara þurrkinn. Hér eru bænd- ur almennt komnir af stað en algengast er að menn séu skammt komnir. Til er þó að menn séu komnir vel á veg. Þessi væta er alveg nægileg, nú þarf bara sólina og hitann og þá eru menn fljótir að ljúka þessu af,“ segir Stefán Skaptason. JÓH Verslunarmannahelgin: Hestamenn íjölmenna á Vindheimamela ’89 - á Hestamót Skagfirðinga undanrásir kappreiðanna. í gæð- inga- og unglingakeppni leiða saman hesta sína; Ólafsfirðingar, Siglfirðingar, Húnvetningar og Skagfirðingar. íþróttakeppnin er öllum opin, svo og kappreiðar. Á sunnudag hefjast kappreiðar kl. 10 um morguninn. Einnigfara fram úrslit í greinum fyrri keppn- isdags, auk 2ja spretta í gæð- ingaskeiði. Hestamóti Skagfirð- ingar lýkur svo seinni partinn á sunnudag. Ekki ætla hestamenn að koma saman án þess að bregða sér á dansleik um helgina. Dansleikir verða í Miðgarði föstudags- og laugardagskvöld og í Árgarði í „Lýdó“ á sunnudagskvöld. Það er hljómsveit Geirmundar Val- týssonar sem mun leika öll kvöldin, eins og henni einni er lagið. Það verður þvf mikið fjör í Skagafirði um verslunarmanna- helgi, sem endranær. -bjb Hestamenn víðs vegar að af landinu munu eflaust fjöl- menna á Vindheimamela ’89 um verslunarmannahelgina, en dagana 5. og 6. ágúst fer fram Hestamót Skagfirðinga, sem að venju er haldið um þessa helgi. Búast má við að hestamenn af Norðurlandi verði fjöl- mennastir. Á Vindheimamel- um verður keppt í gæðinga- keppni, unglingakeppni, hestaíþróttum og kappreiðum. Keppni hefst kl. 9 á laugar- dagsmorgun. Á 300 metra vellinum byrjar keppni á laugardagsmorgun á B flokki gæðinga. Síðan tekur við eldri og yngri flokkur unglinga og loks A flokkur gæðinga. Á 200 metra vellinum verður keppt í tölti fullorðinna, fjórgangi ungl- inga, fjórgangi og fimmgangi full- orðinna og tölti unglinga. Um kl. 18 á laugardag fara svo fram

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.