Dagur - 04.08.1989, Blaðsíða 4
$ - HU&Atl - í3ÚgB .{'• lugfibuísö^
4 - DAGUR - Föstudagur 4. ágúst 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIP, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
3000 tonna kjötflall
um mánaðamótin?
Lambakjötsútsalan, sem staðið hefur yfir
undanfarnar vikur, hefur gengið mjög vel.
Fyrirfram settu menn sér það mark að selja 600
tonn með þessum hætti og virðist það ætla að
takast. En betur má ef duga skal, því ef fram
fer sem horfir verða lambakjötsbirgðir í landinu
rúmlega þrjú þúsund tonn þegar verðlagsárinu
lýkur um næstu mánaðamót. Sérfræðingar
landbúnaðarráðherra í markaðssetningu og
sölu þessa lostætis verða því augljóslega að
finna fleiri leiðir til að minnka kjötfjallið.
Það, hversu vel almenningur hefur brugðist
við útsölutilboði landbúnaðarráðherra, sýnir
glögglega hversu mjög verðlagningin stýrir
neyslunni. Hátt verð á lambakjöti hefur fælt
neytendur frá að kaupa það og þar með átt
stóran þátt í að breyta neysluvenjum þeirra.
Og það er hægara sagt en gert að breyta þeim
venjum á nýjan leik, ef það þá yfirleitt er mögu-
legt.
Vandinn sem sauðfjárbændur standa frammi
fyrir er ekki nýr af nálinni. Snemma árs 1984
tók að síga verulega á ógæfuhliðina. Þá var
verð á stykkjuðu lambakjöti gefið frjálst og
hafði sú ákvörðun stjórnvalda mikla og tafar-
lausa hækkun í för með sér. Ekki bætti úr skák
að niðurgreiðslur á lambakjöti stóðu óbreyttar
í krónutölu í tvö ár, frá 1984-1986. Sú ákvörðun
stjórnvalda að setja kvóta á sauðfjárræktendur
en ekki aðra kjötframleiðendur hafði einnig
mikil áhrif. Hún gerði það að verkum að sauð-
fjárræktin dróst enn frekar aftur úr í sam-
keppninni við aðrar búgreinar. Neytendur
sneru sér að svína-, kjúklinga- og nautakjöt.i í
auknum mæli en létu lambakjötið að mestu
lönd og leið.
Ljóst er að ef takast á að hefja lambakjötið til
vegs og virðingar meðal íslenskra neytenda á
nýjan leik þarf að lækka verð þess til mikilla
muna. Ekki með tímabundinni útsölu eins og
nú er gert, heldur til frambúðar. Að öðrum
kosti þarf að draga enn frekar úr framleiðsl-
unni. Því hefur verið spáð að til þess að ná jafn-
vægi í sölu og framleiðslu á kindakjöti verði að
leggja niður allt að 400 sauðfjárbú á þessu ári
og sama fjölda sauðfjárbúa á næsta ári. Við því
má búgreinin ekki. Hrun sauðfjárræktarinnar
er ærið fyrir og hefur þegar haft mjög alvarleg-
ar afleiðingar í sveitum landsins svo og í þeim
þéttbýlisstöðurn þar sem fullvinnsla sauðfjár-
afurða hefur farið fram.
Það er nóg komið af niðurskurði. Það hljóta
að finnast færar leiðir til að auka neysluna. Hún
eykst um leið og verðið lækkar. BB.
Hvað er að gerqst
Unglingadansleikur í Dynheimum í kvöld:
Rokkbandið í villtu fjöri
Rokkbandiö á Akureyri held-
ur veglcgan unglingadansleik í
Dynheimum í kvöld, föstudag-
inn 4. ágúst. Annað kvöld spilar
það fyrir dansi í Skjólbrekku í
Mývatnssveit.
í fréttatilkynningu frá Rokk-
bandinu segir að um verslunar-
mannahelgi undanfarin ár hafi
heldur lítið verið gert fyrir akur-
eyrsk ungmenni en nú skuli úr
því bætt með fjöri í Dynheimum.
Svo vitnað sé til slagorðs Rokk-
bandsins: „Komið þangað sem
Rokkbandið er, þar sem fólkið
mætizt, kynnizt, kætizt.“
Skagaprður:
Hrossauppboð í Skarðsrétt
Laugardaginn 5. ágúst nk., á
morgun, standa þeir Sigurður
Magnússon og Þórður Þórar-
insson frá Sauðárkróki fyrir
opinberu hrossauppboði í
Skarðsrétt í Gönguskörðum.
Uppboðið hefst kl. 16. Boðnir
verða upp nokkrir tugir
hrossa.
Vitað er að Sigurður á mikið af
Danska eftirlitsskipið Vædderen
lagðist að bryggju á Akureyri í
gær og verður þar fram á sunnu-
dag. Almenningi gefst kostur á
að skoða skipið á laugardag og
hrossum, en er hann að bjóða
upp allt stóðið sitt? „Nei, ég á
fleiri hross en nokkra tugi,“ sagði
Sigurður, aðspurður, og er
greinilega ekki að láta allt frá sér
að þessu sinni.
Þeir félagar, Sigurður og
Þórður, miða tímasetningu á
uppboðinu við hestamannamótið
á Vindheimamelum, sem hefst á
sunnudag frá klukkan 14-16 báða
dagana. Áhöfn skipsins verður
um borð í skipinu og svarar fyrir-
spurnum fólks.
morgun. Um kl. 16, þegar upp-
boðið byrjar, verður hlé á Mel-
unum, þannig að hestamenn ættu
að geta fjölmennt á uppboðið.
-bjb
Zontakonur á Akureyri:
Kaffihlaðborð
á siumudag
Zontaklúbbur Akureyrar býður
upp á rjúkandi kaffi og hnallþór-
ur i tugatali á veglegu kaffihlað-
borði í Zontahúsinu Aðalstræti
54 á sunnudag, 6. ágúst, frá kl.
14-17. Fólk er hvatt til að líta í
kaffi að aflokinni skoðunarferð í
Nonnahús og styrkja með því
gott málefni.
„Vædderen“ til
sýnis um helgina
✓
/
Arleg Abæjarmessa á sunnudag
Árleg messa i Ábæjarkirkju í
Austurdal í Skagafirði verður
haldin næstkomandi sunnu-
dag.
Mörg undanfarin ár hefur ver-
ið messað einu sinni á ári í Ábæj-
arkirkju. Sú venja hefur komist
á, og haldist, að velja messunni
dag sextánda sunnudag sumars
en það var einmitt vígsludagur
kirkjunnar árið 1922. Þessi helgi
hittist gjarnan á verslunarmanna-
helgi enda er það jafnan svo að
kirkjugestir eru ferðamenn frá
öllum landshornum. Messuna á
síðasta ári sóttu nær 60 manns og
troðfylltu litlu steinkirkjuna.
Séra Ólafur Þ. Hallgrímsson
prestur í Mælifellsprestakalli
mun þjóna fyrir altari. Ólafur
segist búast við góðri kirkjusókn
þó svo að færð fram Austurdal-
inn sé þyngri en oft áður. í kirkj-
unni er ekkert hljóðfæri og því
taka kirkjugestir jafnan vel undir
í söngnum. Messan hefst klukkan
15.00. ET
31
Verkstjóralaus vinnuhópur
Þau áttu að vera að vinna í
kirkjugarðinu við hlið tjald-
stæðisins á Hvammstanga en
voru þess í stað öll saman-
komin innandyra. Raunar
löglega afsökuð því úti var
grenjandi rigning. En upp
stytti og út fóru þau og létu
hendur standa fram úr
ermum, þó svo að verkstjór-
inn væri víðs fjarri.
„Ágætt," var svarið þegar
krakkarnir voru spurð hvernig
það væri nú að vinna í unglinga-
vinnunni. En var þá ekki hægt
að fá aðra vinnu? „Ég hefði get-
að farið á sjóinn með pabba en
hann vildi frekar að ég byrjaði
hér,“ sagði Brynjar og Þórhild-
ur sagðist vera að passa að auki.
Eins og sjá má á myndinni
var rösklega gengið til verks í
að klippa kantana á leiðunum í
kirkjugarðinum á Hvamms-
tanga. Krakkarnir heita frá
vinstri: Aldís, Jennýfer, Elvar,
Brynjar, Hlynur, Þórhildur og
ína Björk. ET