Dagur - 04.08.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 04.08.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. ágúst 1989 - DAGUR - 3 4 fréftir F Magnús Ólafsson, bóndi á Sveinsstöðum, telur að sveitafólk eigi að leita eftir atvinnu við tölvuvinnslu: Tölvan heppfleg aukabúgrein Magnús Ólafssson, bóndi á Sveinsstöðum í Sveinsstaða- hreppi, telur að vegna óhjá- kvæmilegs samdráttar í hefð- bundnum búgreinum beri mönnum að huga í alvöru að nýjum atvinnutækifærum til sveita. Hann er á þeirri skoðun að stofnkostnaði vegna nýrra atvinnutækifæra skuli halda í lágmarki enda hafi bændur vít- in að varast í sambandi við Búið að úthluta húsnæði stúdentagarðs við Skarðshlíð: Flestir frá Norður- og Suðvesturlandi Framkvæmdum við byggingu stúdentagarðs við Skarðshlíð á Akureyri miðar vel og er nú verið að þekja húsið. Stjórn Félagsstol'nunar stúdenta á Akureyri hefur gengið frá út- hlutun íbúða og herbergja og af 27 umsóknum sem bárust fengu 23 jákvætt svar. Uthlutað var 13 einstaklings- herberbergjum, 4 paraíbúðum 4 tveggja herbergja íbúðum og 2 þriggja herbergja íbúðum. Þeir sem fengu úthlutað húsnæði koma víða að af landinu. Sem dæmi: Akureyri, Ólafsfirði, Kelduhverfi, Keflavík, Hafnar- firði, Blönduósi, Akranesi, Reykjavík, Mývatnssveit, Svarf- aðardal, Sauðárkróki, Bessa- staðahreppi og Húsavík. Skipting afgreiddra umsókna á deildir Háskólans á Akureyri er sem hér segir: Sjö í sjávarútvegsfræði, sex í rekstrardeild og tíu í hjúkrunar- deild. óþh Kælideild Vélsmiðjunnar Odda: Næg verkefni fram á næsta ár Að sögn Elíasar Þorsteinsson- ar yfirmanns hjá kælideild Vélsmiðjunnar Odda á Akur- eryri eru næg verkefni fram- undan hjá deildinni, sem end- ast munu fram á næsta ár. Ný skipulagning framleiðslunnar mun auka hagkvæmni hennar og er talin geta skilað sér í lægra verði. Nýlega skilaði Vélsmiðjan af sér kælikerfi í nýbyggingu Agætis hf. í Reykjavík. Þetta var annað verkefnið af þessu tagi sem deild- in vinnur eftir að gerðar voru skipulagsbreytingar á framleiðsl- unni. í stað þess að setja vélbún- að klefanna að mestu leyti saman hjá kaupandanum er nú gengið frá vélum, mælum og öllu tilheyr- andi í lokaða kassa á verkstæðinu og þessa kassa þarf svo bara að flytja á áfangastað og stinga í samband, nánast eins og um ísskáp sé að ræða. Elías segir að í þessu felist mun betri nýting á mannafla og auknir möguleikar á stöðlun í framleiðslunni. Þetta á svo að skila sér í lægra verði til kaupenda. Búnaðurinn getur tengst ýmsuni gerðum af kæli- klefum en klefarnir fyrir Ágæti voru smíðaðir hjá Sæplasti hf. á Dalvík. „Við ætlum okkur stóra hluti í sölu á kæli- og frystikerfum og markaðurinn er nægur,“ sagði Elías. Oddi flytur einnig inn klefa erlendis frá en að sögn Elíasar er þar um að ræða litla klefa á verði sem Oddi getur ekki keppt við. Því má segja að fyrir- tækið sé í samkeppni við sjálft sig! Kælideild Odda er nú að leggja lokahönd á frystikerfi í rækju- vinnslu á ísafirði, í samvinnu við stóran danskan vélaframleið- anda. Þá hefur verið samið við niðursuðuverksmiðju K. Jóns- sonar á Akureyrar um svipað verkefni. „Auk þessa eru nokkur verkefni í siktinu þannig að ég held að við séum með næg verk- efni fram á næsta ár,“ sagði Elías. ET offjárfestingu í nýbúgreinum. Tölvuvinnsla hverskonar er einn þeirra inöguleika sem Magnús telur að bændur ættu að huga að. Fjárfesting í tölvu sé viðráðanleg og hún gefi núkla niöguleika í tekjuöflun til hliðar við hefðbundnar búgreinar. Með nútíma tækni segir Magn- ús að unnt sé að tengja tölvuna við préntsmiðjur og fjölmiðla og þannig megi koma texta, hvort sem væri greinum eða þýðingum, á fljótlegan og öruggan hátt til réttra aðila. Þá segir hann að bændur geti með aðstoð tölvunn- ar unnið ýmislegt sem snýr að búrekstrinum, sem áður hafi ver- ið keypt dýru verði frá þjónustu- aðilum í nærliggjandi þjónustu- kjörnum. í þessu sambandi nefn- ir Magnús bókhald, en fullkomin bókhaldsforrit geri mönnum kleift að sjá sjálfir um það. Magnús segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að þeir menn til sveita sem hafi góða þekkingu á tölvum fari út í forritagerð. Sú grein þjónustu hafi reynst mörg- um ábatasöm og ekki sé ástæða til að ætla annað en hún geti þrif- 1 ist jafn vel í sveitum sem þéttbýli. „Ég bcndi á að tölvuvinnslan verður aldrei nema þægileg hlið- argrein til þess að grípa í með öðru. Það eru mjög margir sem vantar atvinnu hluta úr ári og fyr- ir þá er upplagt að geta gripið í tölvuna,“ segir Magnús. Hann bendir á að í Vík í Mýr- dal séu menn komnir vel áleiðis í þróun einskonar fjarmiðstöðvar, þar sem samtengt tölvunet vinni ýmis verkefni fyrir t.d. aðila á höfuðborgarsvæðinu. Vel mætti hugsa sér, segir Magnús, að slík tölvutenging væri möguleg á ákveðnum svæðum til sveita. óþh Kassi eins og þessi hefur að geyma allan vél- og stjórnbúnað fyrir kæli- eða frystiklefa frá Odda. Mál n i iigarvinnan skást Elva Gunnarsdóttir og Hulda Lilja Guðmundsdóttir úr unglingavinnu Blönduóssbæjar voru að reyna að hemja ryk í rokinu á dögunum. „Strákarn- ir áttu að vera búnir að þessu, en þeir hafa sennilega bara gert þetta svona illa,“ sögðu þær. Þær voru sammála um að rykinokstur væri ekki skemmti- legasta starfíð sem þær fengjust við í unglingavinnunni og jafn sammála voru þær um að málningarvinnan væri „lang skást“. ET Lakari veiði í vötnum en undanfarin ár - Lítið um bleikju í Hópinu Það hefur víðar verið treg veiði en í laxveiöiám. Sam- kvæmt upplýsingum Dags hef- ur veiði í vötnum, jafnt á lág- lendi sem heiðarvötnum verið heldur dræm það sem af er. Framan af sumri var ekkert að hafa í vötnum á Arnarvatnsheiði en úr þessu hefur eitthvað ræst og segir Friörik Böðvarsson, bóndi á Syðsta-Ósi í Ytri-Torfustaða- hreppi, að dæmi sé um að fengist hafi allt aö 200 fiskar á eina stöng á sjö dögum í Arnarvatni og nálægum vötnum. Hins vegar segir Friðrik að ef á heildina sé litið sé veiði minni í vötnum á Arnarvatnsheiði cn undanfarin ár og telji menn að kuldinn í vor sé þar stærsti áhrifavaldurinn. Aö sögn Ólafs B. Óskarssonar, bónda í Víðidalstungu í Þorkels- hólshreppi, hefur silungsveiði í vötnum og ám á því svæði verið upp og ofan í sumar. Sum vötn hafa verið með mjög álíka veiði og undanfarin ár en önnur mun lakari. Ólafur nefndi sem dæmi að veiöi hafi verið einkar dræm í Hopinu það scm af er sumri. óþh Fyrir verslumraiaiináelgma V Tjöld 3ja til 5 manna V Svefnpokar V Bakpokar 65 og 75 1 V Vindsængur V Tjalddýnur V7 Tjaldborð V Tjaldkollar V Pottasett V Diskasett V Tjaldhælar V Kælitöskur 24, 32 og 401 V Tjaldsúlur Viðskiptaviwrmsamlegastath. aðlokaðverðurlaugardagiwi5. ágúst IIIEYFJÖRÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.