Dagur - 04.08.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. ágúst 19P9 DAGUR - 7
w -- ij
ráðstefhan á
ins á Akureyri
9.-12. ágúst n.k.
háskóla: „Thor and Christ in the
North.“ - Sérstakur fyrirlestur flutt-
ur við lok kynnisferðar ráðstefnu-
gesta að Kristnesi.“
Síöasti ráðstefnudagurinn
Síðasta ráðstefnudaginn, 12. ágúst.
verður dagskráin á þessa leið: Kl.
9.00, Dr. Gísli Pálsson, dósent í
mannfræði: „The Name og the
Witch-Sagas, Sorcery and Social
Context." Kl. 9.40 Margrét Her-
mannsdóttir, fornleifafræðingur,
Reykjavík: „Elsta byggðin." (bráða-
birgðatitill). Kl. 10.30 dr. Úlfar
Bragason, forstöðumaður Stofnun-
ar Sigurðar Nordals, Reykjavík:
„Sturla Thordarson and The íslend-
inga Saga: Author, Narrator and
Actor." Kl. 11.30 Þórarinn Sveins-
son M.S. og Dr. Toshiaki J. Hara,
sérfræðingar við Rannsóknastofnun
Manitobaháskóla í fiskifræði:
„Chemical Communication in the
Arctic Char (Salvelinus alpinus)
During Spawning.“ Ráðstefnunni
slitið kl. 12.30 (Conclusion). EHB
Iif undir leiðarstjömu
- spjallað
„Það eina sem er sameiginlegt
þessum fyrirlestrum er að þeir
tengjast allir norðlægum málefn-
um. A síðasta ári héldum við eina
frekar Iitla ráðstefnu um atvinnu-
mál en þessi er miklu viðameiri.
Hún er líka merkileg fyrir þá sök
að hér er um fyrstu, stóru , opnu
ráðstefnu háskólans að ræða,“
sagði Haraldur Bessason, há-
skólarektor, í tilefni af ráðstefn-
unni „Líf undir leiðarstjörnu,“
9.-12. ágúst.
Haraldur sagði að undirbúningur
hefði hafist fyrir mörgum mánuð-
um, og af eðlilegum ástæðum hefði
þurft að hyggja að mörgu þegar svo
fjölmennur hópur fyrirlesara heim-
sækir Háskólann á Akureyri.
„Dr. Hermann Pálsson er
höfundur ráðstefnuheitisins. All-
margir af fyrrverandi kollegum mín-
um í Kanada ákváðu að heimsækja
okkur hjónin í Skjaldarvík, og mér
þótti ótækt annað en að nota tæki-
færið til ao slá þessu upp í ráð-
stefnu.
Fyrsti dagurinn fer í heilbrigðis-
fræði og margir fyrirlestrar tengjast
rekstrarfræði. Það er aðeins einn
sem fjallar um sjávarútvegsfræðina,
enda tekur sú deild skólans ekki til
starfa fyrr en um áramót. í framtíð-
inni reikna ég þó með að sá þáttur
verði niun meira áberandi á ráð-
stefnum sem þessari.
Margir hafa liðsinnt okkur við
undirbúning og framkvæmd, en
fyrsta vil ég nefna Jóhann Sigurjóns-
son, skólameistara M.A., sem lét
okkur í té húsnæði skólans að
Möðruvöllum. Fyrirlesurum öllum
er ég einnig þakklátur, bæði þeim
sem koma frá Háskóla íslands og frá
Kanada og öðrum stöðum. Einn
kemur alla leið frá Persaflóa, Eggert
Petersen frá Bahrain, fyrrverandi
nemandi minn, o.fl. o.fl.“
- En hvernig heldur þú að þetta
muni ganga? „Þetta tekst vel, allir
fyrirlesarar hafa sinnt grunnrann-
sóknum á sínu sviði, auk þess mun
rið Harald Bessason háskólarektor
allt sem fram fer verða gefið út á
prenti, síðar meir,“ sagði Haraldur.
- Það vekur athygli að dr. Her-
mann Pálsson kemur nú til Akur-
eyrar í annað sinn á stuttum tíma, í
tengslum við Háskólann? „Já,“
sagði Haraldur og kímdi, „hann og
Helgi magri eru einu mennirnir sem
ég „þekki“ sem kunna bæði að tala
forn- írsku og norrænu.“
Mörgum þykir þessi ráðstefna
djarft og stórhuga fyrirtæki, en ég
tel alveg nauðsynlegt að fá hingað
fræðimenn í heimsókn, bæði
íslenska og erlenda. Þessi ráðstefna
er ekki deildaskipt, og tel ég það
hiklaust kost. Þá ber að taka fram
að ekkert ráðstefnugjald er inn-
heimt, og þeir sem vilja aðeins
hlusta t.d. á einn tiltekinn fyrirlest-
ur, eða sitja ráðstefnuna einn dag,
þeim er frjálst að hafa sína henti-
semi með það,“ sagði Haraldur
Bessason. EHB
Haraldur Bessason, háskólarcktor á Akureyri.
Mynd: EHB
vík: „Goðsagnamynstur í Hænsna
Þóris sögu“. - Hádegisverður.
Kl. 14.00, Dr. Kirsten Wolf, pró-
fessor í íslenskum fræðum við
Manitobaháskóla, Kanada: „Mel-
kólfs saga og Salomons konungs."
Kl. 14.40, Gísli Jónsson, cand.
mag., Akureyri: „Nöfn Húnvetn-
inga (og annarra íslendinga) 1703-
1845 - og að nokkru leyti til okkar
daga.“ Kl. 17.00, Dr. Hermann
Pálsson, prófessor við Edinborgar-
Dr. William Koolage, mannfræðiprófessor.
Til sölu eða leigu
stórt íbúðarhús 4 km austan Akureyrar.
400 rúmmetra útihús sambyggt íbúðarhúsi. 2000 fm
trjágarður. Land eftir samkomulagi.
Upplýsingar í síma 96-24927.
Leikfélaé Akureyrar
auglýsir eftir:
• G0LFM0TTUM
Mynstruð og einlit í jarðlitum.
Mega vera mikið slitnar. Allt kemur til greina.
• BLÚNDUSTÓRISUM
Með sem stærstri blúndu úr bomull.
Mega vera slitnir. Allt kemur til greina.
Vinsamlega hafið samband við Ónnu Torfadóttur
í sima 26203 eftir kl. 18 um helgar.
Bestu Makaupin í dag!
Hinn frúbæri
Isaxicer 1500 GLX
Verðfrákr. 798.000,—
Til afhendingar strax.
Nöldursf.
Tryggvabraut 12,