Dagur - 04.08.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 04.08.1989, Blaðsíða 11
„ *< Föstudagur 4. ágúst 1989 - DAGUR - 11 1 íþróttir i Landsmót í golfi: Misjafnt gengi hjá golfurunum Um helgina lýkur Landsmóti ísland í golfi sem nú stendur yfir á Hólmsvelli í Leiru. Kylf- ingum frá Norðurlandi hefur gengið frckar illa á fyrstu keppnisdögunum og virðast þeir ekki kunna mjög vel við sig í rigningunni á Suður- nesjunum. Eftir þrjá keppnisdaga er Har- Blóðtaka hjá Völsungum: Skarphéðinn undir hníflnn Völsungar urðu fyrir miklu áfalli síðastliðið mánudags- kvöld þegar Skarphéðinn ívarsson, einn af þeirra sterk- ustu varnarmönnum, sleit krossband í hné í fyrri hálfleik í leik Völsunga og Stjörnunnar sem fram fór í Garðabæ. Skarphéðinn fór undir skurð- arhnífinn á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri í fyrradag og er Ijóst að hans krafta njóta Völs- ungar ekki á knattspyrnuvellin- um það sem eftir lifir keppnis- tímabils. Petta er mikið áfall fyrir Völsunga sem berjast á botni 2. deildar og mega þeir vart við að missa fasta leikmenn út úr liðinu nú þegar grimmasta fallbaráttan er framundan. JÓH Skarphéðinn ívarsson er nú úr leik hjá Vðlsungum.__________________ aldur Júlíusson GA í öðru sæti í 3. flokki karla, Páll Pálsson GA í 18. sæti í sarna flokki og Guð- björn Garðarsson GA í 19. sæti. I 2. flokki karla situr Kjartan Bragason GA í 24. sæti eftir þrjá daga. Eftir tvo daga var Örn Arnar- son GA í öðru sæti og Eiríkur Haraldsson í 10. sæti í 1. flokki. í fyrsta flokki kvenna var Andrea Ásgrímsdóttir GA í þriðja sæti eftir fyrsta dag með 92 högg og í meistaraflokki kvenna var Árný Árnadóttir GA í sjö- unda sæti eftir fyrsta keppnisdag. í meistaraflokki karla gekk Birni Axelssyni best norðan- manna og var hann í 14. sæti eftir fyrsta dag. JÓH Lára Eymundsdóttir skoraði sigurniark Þórs í leiknum við KA í fyrrakvöld. Hér hefur hún snúið eina KA-stúlkuna af sér og geysist upp að niarki KA. MyndJÓH Bikarkeppni KSÍ í meistaraflokki kvenna: Baráttan skílaði Þórsstúlkum í úrslitaleikinn við ÍA - Þór vann KA verðskuldað í undanúrslitum í fyrrakvöld Þórsstúlkur tryggðu sér í fyrra- kvöld rétt til að fara í úrslita- leik bikarkeppninnar í meist- araflokki kvenna en liðið sigr- aði KA í undanúrslitaleik á Akureyri. Þór mætir því IA í úrslitaleiknum en IA siraði Val í hinum undanúrslitaleiknum. Sigur Þórs í fyrrakvöld var sanngjarn, þrátt fyrir að KA hefði öllu meiri tök á leiknum í fyrri hálfleik óx Þórsurum ásmegin í þeim síðari og bar- áttan skilaði þeim góðum mörkum sem nægðu til sigurs. Fyrstu mínúturnar fór leikur- inn að mestu fram á miðjunni og leikmenn reyndu að finna glufur á vörnum andstæðinganna. Þegar um sjö mínútur voru liðnar af leiknum braut ein Þórsstúlkan af sér út undir hliðarlínu á miðjum 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 „Nú bursta ég hann!“ „Ég burstaði hann í getraunum um daginn og nú bursta ég hann bara aftur,“ sagði Soffía Jóhannsdóttir þegar Steingrímur Björnsson, tengdafaðir hennar og getspekingur, hafði skoraö á hana í getraunaleik blaðsins. Steingrímur hafði á orði í gær að nú væri kominn tími til aö hann færi að komast út úr þessu en jafnframt þyrfti að láta Soffíu sýnaþað og sanna að hún væri honum snjallari á getraunasviðinu. Óhætt er að segja að seðlar þeirra séu mjög ólíkir og því líklegt að annað standi uppi sem öruggur sigurvegari eftir helgina. Á seðli vikunnar eru leikir úr norsku, dönsku og þýsku deild- arkeppninni. Steingrímur náöi sjö réttum um síöustu helgi þeg- ar einnig voru erlendir leikir á seðlinum en þá varð Guöbjörn Gíslason hins vegar að játa sig sigraðan með sex stig. Steingrímur: Gladbach-B. Munchen 2 Karlsruher-B.Uerdingen x Homburg-Kaiserslautern 2 Nurnberg-Leverkusen 1 W.Bremen-Dusseldorf 1 Mannheim-Bochum x Bröndby-Bronshöj 1 Silkeborg-Næstved 2 Herfölge-A.G.F. 2 Moss-Brann 1 Molde-Lilleström 1 Kongsvinger-Tromsö x SoffÍQ: Gladbach-B. Munchen 1 Karlsruher-B.Uerdingen 1 Homburg-Kaiserslautern 2 Nurnberg-Leverkusen x W.Bremen-Dusseldorf 1 Mannheim-Bochum 1 Bröndby-Bronshöj 2 Silkeborg-Næstved x Herfölge-A.G.F. 1 Moss-Brann 1 Molde-Lilleström 2 Kongsvinger-Tromsö 1 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 eigin vallarhelmingi. Hjördís Úlfarsdóttir tók aukaspyrnu fyrir KA, gaf háan bolta að marki sem fór í jörðina fyrir framan Evu Eyþórsdóttur í marki Þórs og þaðan yfir hana í markið. Þórs- arar lögðu ekki árar í bát þrátt fyr- ir þetta óvænta mark heldur sóttu að marki KA og uppskáru víta- spyrnu skömmu síðar. Steingerð- ur Jónsdóttir sköraði örugglega úr vítinu og jafnaði, 1:1. Um miðjan hálfleikinn bætti KA við öðru marki sínu. Sending fyrir Þórsmarkið virtist saklaus og örugglega í höndum Evu markvarðar en skyndilega missti hún boltann frá sér fyrir fætur Birnu Hákonardóttur sem skilaði boltanum í netið. í síðari hálfleikinn komu Þórs- arar öllu grimmari en heldur virt- ist draga af KA. Eftir ágætan kafla hjá Þór kom jöfnunarmark þegar mikil þvaga skapaðist við markteig KA en loks kom Ellen Óskarsdóttir skoti á markið sem Bára markvörður réð ekki við. Þessu fylgdu Þórsstúlkurnar eftir með mikilli baráttu og sigur- markið lá í loftinu. Það kom á 26. mín. hálfleiksins þegar Lára Eymundsdóttur skoraði eftir góða fyrirgjöf frá samhe'-ja, Sanngjarn Þórssigur og farseðill- inn í úrslitin í farteskinu. JÓH Skíðalandslið íslands í alpagreinum: Þrír skíðameiui frá Akureyri settir út úr landsliðinu Þrír akureyrskir skíðamenn haf'a verið settir út úr landsliði Islands í alpagreinum á skíðum. Þetta eru þau Guðrún H. Kristjánsdóttir, Vilhelm Þorsteinsson og Jóhanncs Baldursson. Ástæða þessa er sú að þau, ásamt tveimur öðr- um landsliðsmönnum mættu ekki til æfínga í KeriingafjöII- um um síðastliðna helgi. „í fyrra var ákveðið hjá Skíða- sambandinu að fara ekki í Kerl- ingafjöll aftur vegna þess hve illa tókst til þá og ég ákvað að halda mig við þá ákvörðun. Miðað við hvernig þetta var þá fannst mér Guðrún H. Kristjánsdóttir komin út úr skíðalandsliðinu. ekki borga sig að fara einu sinni enn í Kerlingafjöll. Þetta er dýrt og að mínu mati mætti nota pen- ingana betur með því að leggja þá í góðar æfingaferðir erlendis. Þegar ég sagðist ekki ætia að fara hringdi nýi landsliðsþjálfarinn í mig og sagði að ég væri kominn út úr liðinu,“ sagöi Guðrún í samtali við Dag. Aðeins eru nú fjórir skíða- menn af 13 á æfingunni- Fimm neituðu að fara, og fjórir hafa löglega afsökun. Sigurður Ein- arsson, formaður Skíðasam- bandsins, segir að þetta mál verði tekið fyrir hjá alpagreinanefnd og landsliðsþjálfaranum þegar æfingunni ljúki um næstu helgi. Nefndin hafi nú þá vinnureglu að setja fólk út úr landsliðinu, mæti það ekki á æfingu en endanlega- ákvörðun þurfi að taka hjá stjórn sambandsins. Því sé ekki útilok- að að áðurnefnt skíðafólk fái aft- ur inni í liðinu. JÓH Knattspyrna/4. deild: SM náði í dýrmæt stig á Laugum í fyrrakvöld fór fram leikur Eflingar og SM í 4. deildinni í knattspyrnu. Þessi leikur átti að fara fram í 2. umferð en var frestað þar til nú. SM sigraði í leiknum með þremur mörkum gegn tveimur og náði sér þar með í tvö dýrmæt stig. Með sigrinum hefur liðið lyft sér upp fyrir Æskuna og UMSE-b og situr í fjórða sæti. í leiknum í fyrrakvöld voru SM-menn alltaf fyrri til að skora. Staðan í hálfleik var 1:1 en fljót- lega í þeim síðari bætti SM við örðu marki. Guðmundur Jónsson jafnaði fyrir Eflingu en sigur- mark SM kom skömmu fyrir leikslok. Eflingarmenn áttu tals- vert í leiknum en þau tækifæri sem SM fékk voru nýtt til fulln- ustu og fyrir það lenda stigin þrjú hjá þeim. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.