Dagur - 12.08.1989, Síða 1

Dagur - 12.08.1989, Síða 1
72. árgangur Akureyri, Iaugardagur 12. ágúst 1989 152. tölublað ýtsala g Útsala JMJ Útsala HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Fallin spýta, Helgarveðrið: Súld eða rigning Veðrið norðan og austanlands verðnr ekkert sérstaklega skemmtilegt um helgina og reyndar hafa íbúar þessa svæð- is þegar fengið forsmekkinn af því sem koma skal. Víðast hvar um allt norðan og austanvert landið má húast við norðaustanátt súld eða rigningu. Hiti vcrður í kring um 10 stig. „Þið verðið núna að setjast inn og lesa blöðin sem þið hafið ekki komist yfir að lesa í sólinni í sumar," sagði veðurfræðingurinn sem veitti upplýsingar um þetta geðþekka helgarveður. KR Vorönnin kláruð í ágúst í VMA - skólaslit og setning 9. september Nú styttist í að starf hcfjist aftur í Verkmenntaskólanum á Akureyri eftir sumarfrí. Skól- inn byrjar þó óvenju sncmnia en ástæðan er sú að eftir á að klára vorönn vegna kcnnara- verkfallsins sl. vor. Nemendur eru boðaðir í skól- ann 26. ágúst og verður kennt í 10 daga. Ekki verða eiginleg lokapróf heldur byggist námið þessa daga upp á verkefnum og smáprófum scm eru í höndum hvcrs og cins kennara. Loka- einkunn verður síöan metin út frá þeim. Valgerður Guðlaugsdóttir á skrifstofu skólans sagði að nemendur þyrftu að mæta til að klára önnina annars yrði hún þcim ónýt. Nemcndur Vcrkmenntaskól- ans fcngu nýlega sent bréf og þar kemur fram að skólaslit og setn- ing færu fram 9. september og koma nýnemar þá inn. KR Starfshópur á vegum Iðnaðarráðuneytis skilar skýrslu í haust um leiðir til jöfnunar á rafmagnsverði í landinu: Við verðum að gera eitthvað til þess að rétta okkar hag - segir Bjarni Pór Einarsson, bæjarstjóri á Húsavík „Það er orðið Ijóst að Iðnaðar- ráðuneytið viðurkennir viss sjónarmið landsbyggðarmanna í sambandi við heildsöluverð á raforku, þ.e. að Landsvirkjun sé hcimilt að gera breytingar á núverandi fyrirkomulagi,“ sagði Bjarni Þór Einarsson, bæjarstjóri á Húsavík, en hon- um ásamt Sigurði Agústssyni, rafveitustjóra á Sauðárkróki, var falið af stjórn Fjórðungs- sambands Norðlendinga sl. vor að ræða við Iðnaðarráðuneyti og Landsvirkjun um leiðir til jöfnunar á rafmagnsverði í landinu til notenda í framhaldi af jöfnun á heildsöluverði á rafmagni. Nú vinnur starfshópur á vegum Iðnaðarráðuneytisins að tillögum um það hvernig unnt sé aö lækka raforkuverð á landsbyggðinni til hins almenna notanda. Sá starfs- hópur skilar væntanlega niður- stöðuni til ráðuneytisins í haust og í framhaldi af því verður hald- inn annar fundur með Jóni Sig- urðssyni, iðnaðarráðherra, um málið. „Mérvirðist ráöherra vilja vera mjög sanngjarn í þessum málum en á það ber að líta að hér er um mjög flókið mál að ræða þar sem raunverulega er verið að togast á um hagsmuni margra aðila,“ sagöi Bjarni Þór. „Viö vonumst til að þetta verði sam- eiginlegt verkefni landshlutasam- taka, á Norðurlandi, Suðurlandi og Austurlandi. Við verðum að gera eitthvað til að rétta okkar hag," sagði Bjarni. Að sögn Sigurðar Ágústssonar hafa Sauökrækingar nú unnið áfangasigur í langvinnu stríði við stjórnvöld i lækkun á raforku- verði. Þeir hafa lengi barist fyrir lækkun á heildsöluverði á raforku frá RARIK til Rafveitu Sauðárkróks og 7 annarra sveit- arfélágsrafveitna í landinu. „Segja má að fyrir liggi ákvörðun og skrifleg tilmæli iðnaðarráð- herra til RARIK um að við fáum lækkun. Hvenær sú lækkun kern- ur til framkvæmda er hins vegar óvíst," sagði Sigurður. Hann sagðist ekki geta sagt fyrir um hversu mikið heildsöluverð yrði lækkað en vonir stæðu til að lækkunin næmi rúmum 12 prósent- um. „Hvernig sú lækkun kemur fram í smásöluverði til neytenda er erfitt aö segja til um. Stað- reyndin er sú að þessar veitur eru margar illa staddar fjárhagslega og lækkun á heildsöluverði er lið- ur í því að rétta hag þeirra. Við getum sagt að þegar til langs tíma er litið yrði heildsöluverðlækkun til þess að lækka smásöluverðið," sagöi Sigurður. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.