Dagur - 12.08.1989, Side 2

Dagur - 12.08.1989, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 12. ágúst 1989 Verðir laganna með tungur tvær Hallfreður Örgumleiðason: Góöan daginn, ágætu lesend- ur. Nú er venjuleg helgi runnin upp og er hún mörgum kær- komin hvíld eftir annasama verslunarmannahelgi sem enn situr í æsku vorri. Æskan hóp- aðist saman á grasbala ein- hvers staðar á Norðvesturlandi og drakk sitt brennivín í friði því aldrei þessu vant fundu verðir laganna sér eitthvað annað til dundurs en að taka áfengi af ólögráða unglingum. Aumingja Nonni frændi var búinn að hafa mikið fyrir því að líma flöskur innan á brettin á bílnum sínum og fela bjór- kassa í aftursætinu. Svo var ekkert leitað og hann varð bara svekktur. Kannski var það þess vegna sem hann lét svona ófriðlega og kom heim með sundursparkað andlit og brákaðan fót. Hann var ekki sá eini sem fékk að finna til tevatnsins því það var mjög vinsæl iðja þarna vesturfrá að sparka í andlit fólks, reyna að nauðga stúlkum og neyta áfengis og eiturlyfja sér til óbóta. Sáraumbúðir og verkja- töflur gengu til þurrðar á staðnum og verðir laganna voru himinlifandi með þetta allt saman. „Læti? Nei, jsað fór allt afskaplega vel fram og ungl- ingarnir voru til fyrirmyndar. Þeir kunna greinilega vel með vín að fara. Það var minna um pústra en á venjulegum harmonikudansleik í félags- ' heimilinu og löggæslumenn þurftu hreinlega ekkert að skipta sér af þessari friðsælu samkomu,“ sagði einn hæst- ánægður laganna vörður um drykkjumótið fyrir vestan. Orð þessa mæta manns bera æsku þjóðarinnar fagurt vitni. Hún hefur nú lært að fara með áfengi og getur meira að segja neytt örvandi eiturlyfja án þess að beita ofbeldi. Hugsið ykkur bara, sjö til átta þúsund ung- menni stunda kappdrykkju heila helgi án þess að nokkur vandræði hljótist af. Þetta hefði verið óhugsandi í mínu ungdæmi, t.d. á Laugahátíð- unum þar sem unglingum var misþyrmt í gríð og erg og þó hellti lögreglan niður miklu magni af áfengi. Tímarnir hafa sannarlega breyst til batnaðar í þessum efnum. Samt sem áður læðist að mér sá grunur að hér sé ekki allt með felldu. Varla er þó hægt að rengja orð laganna varða. Það hljóta að vera fjölmiðlarn- ir sem ýkja, blása upp hroða og ósóma sem aldrei hefur átt sér stað. Svona vinna þá þessir fjölmiðlamenn! Þeir gera ekki greinarmun á hlutveriileika og hugveruleika, sannleika og lygi. Laganna verðir hljóta að standa þar betur að vígi. Þeir segja ávallt sannleikann, stundum að vísu bara hálf- sannleikann og hann er oftast óhrekjandi lygi! Gunna litla, dóttir Siggu í næsta húsi hlýtur að hafa veitt sér marblettina sjálf og tauga- áfallið hefur bara verið ímynd- un. Nonni frændi hefur bara gengið á hurð og Tryggvi vinur hans hefur skorið sig sjálfur með brotinni flösku. Þannig hlýtur að vera hægt að skýra þá áverka sem hundruðir ungl- inga fengu þarna fyrir vestan um verslunarmannahelgina. Einnig má vera að Snæfellsás- hópurinn hafi staðið fyrir sjón- hverfingum og menn hafi ímyndað sér að þeir væru orkukúlur sem féllu til jarðar fyrir milljónum ára og hafa hagað sér samkvæmt því. „Djöfuls svínarí er þetta,“ sagði konan mín með vandlæt- ingu þegar hún sá myndir frá umræddri útihátíð. Þær sýndu dauðadrukkna unglina og sorp eins og hráviði um mótssvæð- ið. Sumir voru með skóför í andlitinu, aðrir blóðrisa hendur. Einn strákur var að kasta af sér vatni á sofandi unglingsstúlku. „Þetta eru falsaðar myndir,“ sagði ég.með þjósti." Þeim er ekkert heilagt, þessum sora- ljósmyndurum. Það er nefni- lega rirjög auðvelt að spinna blekkingarvef með samsettum ljósmyndum.“ „Heyr á endemi! Ertu ær bæði og örvita?“ skrækti konan. „Þú vilt kannski að við förum á útihátíð um næstu verslunarmannahelgi fyrst þær eru svona friðsælar.“ „Ja, ég vil frekar skemmta mér með svona fáguðum ung- mennum en fara á harmoniku- dansleik. Þar logar víst allt í slagsmálum.“ Konan sturlaðist. Föður- bróðir hennar spilar nefnilega á harmoniku og leikur oft fyrir dansi. Að hans sögn hefur allt- af verið mikið stuð á þessum böllum og engin slagsmál. Ég var kominn í klípu. Hvort átti ég að trúa orðum þessa ágæta manns eða því sem vörður lag- anna hafði um málið að segja? Til að styggja konuna ekki frekar sagði ég rólega að það væru tvær hliðar á öllum mái- um og við skyldum ekki rasa um ráð fram. Ég stakk upp á því að við færum bæði á harmonikudansleik og útihátíð um næstu verslunarmanna- helgi svo við gætum dregið eig- in ályktanir. Þessi tillaga var samþykkt og bíð ég nú með óþreyju eftir því að þessi umdeilda helgi renni upp á ný að ári liðnu. Góðar stundir. „Það var minna um pústra en á venjulegum harmonikudansleik í félagsheimilinu og löggæslumenn þurftu hreinlega ekkert að skipta sér af þessari friðsælu samkomu,“ sagði einn hæstánægður laganna vörður um drykkjumótið fyrir vestan. heilsupósturinn Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann Ert þu vinnuþræll? Eyðir þú mestum tíma þínum í að vinna eða að hugsa um vinn- una? Ef sú er raunin er hugsan- legt að þú sért þræll vinnunnar. En þó þarf það ekki að vera raunin. Það eru ekki allir sem eyða öll- um sínum tíma í að vinna vinnu- þrælar. Sumt fólk er drifið áfram af áhuga á því sem það er að gera eða hefur fyrir atvinnu og fær mikið út úr því og fullnægingin sem það fær út úr vinnunni er sönnun þess að það sé á réttri leið og sé ekki að þræla sér út. Hins vegar eru sumir sem eru það hel- teknir af vinnunni að það er farið að nálgast það að vera sjúkdóm- ur. En hvernig er farið að því að sjá hvorum megin við strikið maður stendur? Er ég orðinn þræll vinnunnar eða er ég að vinna vegna þess að ég fæ mikið út úr því sem ég er að gera og hef gaman af? Hér á eftir eru nokkrir punktar sem eru merki um það að vinnan sé orðin sjúklega mikil og óheilbrigð. 1. Enginn leikur. - Þú eyðir litlum sem engum tíma til leikja eða skemmtana og neitar að taka frí. Þú fyllist meira að segja sekt- arkennd ef þú skreppur frá í nokkra klukkutíma. Þegar vinnu- þræll er ekki að vinna er hann eirðarlaus og uppspenntur. Hann þarf á vinnu að halda eins og hún væri eiturlyf. 2. Reynir of mikið. - Vinnan gerir þig kvíðinn og taugaspennt- an. Ekkert sem þú gerir á skrif- stofunni virðist vera nægilega gott svo að þú fínpússar og lagar til hvert einasta smáatriði hvort sem það eru minnismiðar, reikn- ingar, eða bréf. 3. Líkamleg svörun. - Þetta viðhorf þitt kallar fram viðbrögð hjá líkamanum. Þú ert þreyttur en samt finnst þér ómögulegt að slappa af. Svefninn er slitróttur og þú vaknar oft og ert þá að hugsa um vinnuna. Og það sem verra er, þú ferð á fætur á nótt- unni og hellir þér yfir eitthvert verkefni sem þú tókst með heim úr vinnunni. Af líkamlegum kvillum ert þú hugsanlega oft með höfuðverk, magaverk, bak- verk og jafnvel með magasár. 4. Einstefnu lífsmáti. - Þú stundar ekki félagslíf að neinu ráði ná ástarlíf. Vinnufélagar þínir eru orðnir drykkjufélagar og á vissan hátt komnir í staðinn fyrir fjölskylduna. 5. Einstefnu hugarfar. Ákveðni þín í að vinna mikið er farin að valda vandræðum heima hjá þér. Það bitnar á fjölskyldu þinni hve mikið þú vinnur og þú færð að heyra það annað slagið. Auk þess líst samstarfsmönnum þínum ekkert á kröfurnar sem þú gerir í vinnunni en þú röflar bara yfir því að þeir standi sig ekki. 6. Píslarvottur. - Þú lítur á vinnuna sem píningu og þig sem píslarvott. Ef þú lítur á of mikið vinnu- stress sem vandamál, þá er eitt og annað sem þú getur gert við því. Fyrst af öllu er að reyna að endurskipuleggja vinnuna. Þá skiptir mestu máli að hætta acj eyða tíma í það sem skiptir ekki máli eða borgar sig ekki. Taktu frá ákveðinn tíma í hverri vikusem þú getur notað til þess að skemmta þér eða hrein- lega bara slappa af með þínum nánustu. Einnig er nauðsynlegt að vera einn annað slagið og gera ekki neitt til þess að átta sig á hlutunum og hugsa sinn gang. Að lokum verður þú að vera við þvi búinn að taka mikilvægar ákvarð- anir í sambandi við launakjör og stöðu ef yfirmaður þinn stuðlar að því að gera þig að vinnuþræl. í rauninni gætir þú þurft að skipta um starf og verður í því sam- bandi að ákveða hvað það er sem þú vilt gera og þá er nauðsynlegt að hafa það í huga að maður get- ur ekki fengið allt af því að mað- ur getur ekki gert allt.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.