Dagur - 12.08.1989, Side 4

Dagur - 12.08.1989, Side 4
6 - flUDAQ - 6361 íeugé St lueBbiEje.uB.J 4 - DAGUR - Laugardagur 12. ágúst 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Iþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJORI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Söluskattur og útihátíðir Það hefur löngum verið talið til þjóðaríþrótta hér á landi að stela undan skatti, hvaða nöfnum sem hann nefnist. Tekjuskatturinn er sniðgenginn með ýmsum ráðum. Svonefnd „svört vinna“ er alþekkt, t.d. hjá iðnaðarmönnum og margir sjálf- stæðir atvinnurekendur hafa löngum kunnað þá kúnst að skammta sér svo lág laun að þeir greiði einungis „vinnukonuútsvar" og lítinn sem eng- an tekjuskatt. Fríðindin eru hins vegar að litlu leyti færð til tekna og þeim mun meira skrifað á fyrirtækið. Margir þeirra fjölmörgu aðila í verslun og þjón- ustu, sem eiga að innheimta söluskatt fyrir ríkis- sjóð og skila honum í ríkiskassann, hafa einnig haft ráð undir rifi hverju til að komast undan að gjalda keisaranum það sem keisarans er. Svo- nefnd „nótulaus“ viðskipti er ein leiðin, en þá er viðskiptavininum boðið að sleppa við að greiða söluskatt og viðskiptin fara fram utan við kerfið. Önnur leið — og mjög vinsæl hin síðari ár - er að innheimta söluskattinn og stinga honum síðan í vasann. Þetta hefur mikið verið tíðkað hjá ýms- um hlutafélögum sem síðan eru einfaldlega látin fara á hausinn. Sumir verslunareigendur hafa einnig stolið söluskatti og selt verslunina áður en til innheimtuaðgerða hins opinbera hefur komið. Það er ekkert því til fyrirstöðu að sömu aðilar geti leikið þennan „leik“ margoft án þess það teljist refsivert athæfi. Þriðja leiðin til að komast hjá að greiða söluskatt er að sækja um undanþágu frá honum á einhverjum forsendum. Lengi vel var söluskattskerfið svo flókið og undanþáguákvæðin svo mörg að því var líkt við frumskóg. í tíð síðustu ríkisstjórnar var þetta kerfi einfaldað mjög og undanþágum fækkað. Samt sem áður leynast enn ýmsar smugur á kerfinu. Besta dæmið um slíka smugu er sá ágreiningur sem nú er risinn um það hvort aðstandendum útihátíða beri að greiða söluskatt af aðgangseyri. Deilan snýst um það hvort slíkar samkomur teljist til tónleika ellegar dansleikja. Þorri almennings er ekki í vandræðum með að kveða upp úrskurð í þeirri deilu: Útisamkomur um verslunarmannahelgi geta naumast talist til tónleika og því ber aðstandendum að greiða söluskatt af innkomunni. Þeir hafa líka gert það svo lengi sem elstu menn muna. En aðstandend- ur útihátíðarinnar í Húnaveri voru með reglurnar á hreinu. Þeir sóttu um undanþágu frá söluskatti og fengu. Og nú vilja aðstandendur hinna úti- hátíðanna sitja við sama borð. Hér kemur til kasta hæstvirts fjármálaráð- herra. Honum ber siðferðisleg skylda til að láta eitt yfir alla ganga. Vilji hann sjá af 10-12 milljón- um úr kassanum nú þegar, veitir hann öllum þessum aðilum undanþágu frá greiðslu sölu- skatts og skapar jafnframt fordæmi um gang slíkra mála í framtíðinni. Vilji hann loka einni smugu söluskattskerfisins lætur hann aðstand- endur Húnavershátíðarinnar greiða söluskatt eins og hina. Ólafur Ragnar Grímsson á völina og þar með kvölina. BB. fréffir Sauðárkrókur: Saltfiskniitningaíikipid ísnes leggst að bryggju í Sauðárkrókshöfn. Eins og sjá má er smá auka frakt ofan á lestunum. Mynd: -bjb Saltfiskur til Grikklands og Portúgals í síðustu viku kom saltfiskflutn- ingaskipið Isnes til Sauðárkróks- hafnar til að lesta saltfisk til Grikklands. Alls tók ísncsiö urn 23 tonn af saltfiski, sem verkaður var í Sandbúðum, saltfiskverkun Fiskiðju Sauðárkróks. Nokkru áður fóru 44 tonn af saltfiski frá Sandbúðum til Portúgals, með Hvítanesinu. Þess má geta að það sem af er þessu ári er búið að verka á milli 500-600 tonn af salt- fiski í Sandbúðum, sem er mjög vel tækjum búin saltfiskverkun. -bjb Sumarbústaðabyggingar í Eyjafirði: Mikift byggt en ekki í skipulögðum hverfum Sumarbústöðum í Eyjafirði hefur fjölgað mjög en ekki er almennt um að ræða skipu- lagðar byggðir heldur „viH hver og einn vera út af fyrir sig í nógu mikilli fjarlægð svo þeir sjái helst ekki manneskju,“ segir Sigtryggur Stefánsson byggingafulltrúi Eyjafjarðar. Síðastliðið sumar og í sumar hafa fjölmargir bústaðir verið reistir á svæðinu, mun fleiri en venjulega hefur verið. „Pað merkilega við Norðlend- inga er að þeir vilja ekki reisa sumarbústaði í skipulögðum hverfum heldur einangra sig. Hér á svæðinu eru skipulagðar byggð- ir í landi Veigastaða, í Svarfað- ardal og hugmyndir um skipulagt svæði á Hrísum í Saurbæjar- hreppi. Síðan eru þetta bara einn og einn bústaður á stangli á jörð," sagði Sigtryggur. Hann sagði oft brenna við að menn héldu að þeir mættu byggja kofa hist og her um landið án þess að nokkur skipti sér af því. „Þetta er náttúrulega galli og nienn verða að hlíta landslögum í þessu efni sem og öðrum. Það er fjöldinn allur af mönnum sem þarf að samþykkja bygginguna. Fólki vex þetta oft í augum en ef það kemur og leitar sér upplýs- inga þá er ákaflega auðvelt að standa að þessu," sagði Sigtrygg- ur. " KR Útgerðarfélag Akureyringa: Vinna hefst á mánudagmn - togararnir flestir farnir á veiðar Á mánudaginn hefst vinnsla hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga að nýju eftir þriggja vikna stopp. Togarar félagsins eru að tínast á veiðar að nýju og sá fyrsti landar strax eftir helgina. Svalbakur var t'yrstur á veiðar að nýju eftir stopp en hann fór af stað á miðvikudag í síðustu viku. Skipið kemur inn til löndunar á Fimm vikið úr landsliði 1 grein í Degi í gær'um að skíða- mönnum frá Akureyri hefði verið vísað úr skíðalandsíiðinu var sagt að fjórir heföu fengið „rauða" spjaldið. Hið rétta er að fimm akureyrskum skíðamönnum var vísað úr landsliðinu. Þeir eru Guðrún H. Kristjánsdóttir, María Magnúsdóttir, Vilhelm Þor- steinsson, Jóhannes Baldursson og Kristinn Svanbergsson. mánudaginn en þá hefst vinnsla að nýju í frystihúsi ÚA. Á laug- ardaginn fór Hrímbakur svo út, Haröbakur á þriðjudaginn og Vinna hefst aftur í sölum Útgerðar- félags Akurcyringa eftir þriggja vikna stopp. Kaldbakur í gær. Sólbakur er svo síðastur út af ísfisktogurunum en hann leggur úr höfn á morgun. ET íþróttir: Krakkamót KEA ámorgun Á morgun fer fram Krakkamót KEA í knattspyrnu á Þórsvell- inum á Akureyri. Þetta mót er nú orðinn árviss viðburður í knattspyrnunni á Eyjafjarðar- svæðinu og er raunar síðasta stóra mót sumarsins hjá knatt- spyrnumönnum í 6. flokki. Það kemur í hlut Þórsara að halda mótið í ár. Til keppni hafa skráð sig 7 félög og senda þau allt upp í fjögur lið hvert. Leikið verður frá klukkan 9.30 til klukk- an 17 á morgun. KEA gefur öil verðlaun á mótinu og fá allir þátt- takendur þátttökuviðurkenning- ar frá KEÁ. JÓH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.