Dagur - 12.08.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 12.08.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. ágúst 1989 - DAGUR - 5 Fréttagetraun liðins mánaðar Pá er enn einn mánuðurinn lið- inn í aldanna skaut og kemur víst aldrei til baka. Fréttir liðins mánaðar eru gamlar fréttir og mörgum gleymdar. Þó er mesta furða hvað lesendum Dags hef- ur gengið vel að rifja upp það sem fréttnæmt hefur talist á liðnum mánuðum og giska á rétt svör í fréttagetraun blaðsins. Nú er komið að fréttagetraun júlímánaðar og eru spurningarnar að vanda tólf talsins og eitt svar af þrem- ur rétt. Vinsamlegast fyllið út svarseðilinn hér að neðan og sendið okkurfyrir 4. september n.k. Dregið verður úr réttum lausnum og nöfn þriggja vinn- ingshafa birt í helgarblaðinu 9. september n.k. ásamt frétta- getraun ágústmánaðar. 1) Bæjaryfirvöld á Akureyri beindu þeim tilniælum til öku- manna um miðjan mánuðinn að þeir rifjuðu upp umferðarlögin, eða öllu heldur einstök atriði þeirra, hið snarasta. Hvers vegna? (1) Vegna þess hversu mjög aft- anákeyrslum og öðrum umferð- aróhöppum hafði fjölgað í bæn- um á skömmum tíma. (X) Vegna þess að mesta ferða- helgi ársins, verslunarmanna- helgin, var skammt undan. (2) Vegna þess að til stóð að vígja fyrsta hringtorgið á Akur- eyri innan tíðar. 2) Dagur skýrði frá því í byrjun júlí að nokkrir Húsvíkingar hefðu tekið sig til og komið undirskriftalistum fyrir á tveimur bensínstöðvum á Húsavík. Undirtektir voru mjög góðar og um 400 manns skráðu sig á list- ana fyrstu dagana. Hvað vildu Húsvíkingarnir fá fram með þess- um hætti? (1) Kosningar um það hvort áfengisútsala verði opnuð á Húsavík í náinni framtíð eða ekki. (X) Ríkisstjórnarsamþykkt um að Húsavík verði opinberlega til- Viimings- hafar í júmgetraun Allnokkrir fengu 12 rétta í fréttagetraun júnímánaðar og að venju var dregið úr réttum lausnum. Upp úr kassanum góða komu nöfn eftirtalinna þátttakenda: Matthildur Gunn- arsdóttir, Presthvammi, Aðal- dælahreppi; Ragnheiður Þórð- ardóttir, Brekku, Öngulsstaða- hreppi; Erla Ásmundsdóttir, Kringlumýri 10, Akureyri. Vinningshafarnir hljóta hver um sig hljómplötu að eigin vali í verðlaun og fá þeir sérstaka úttektarseðla senda í pósti eftir helginá. Lítum þá á rétta röð í frétta- getraun júnímánaðar: 1) X 5) X 9) X 2) X 6) 2 10) X 3) 2 7) 1 11) 2 4) 1 8) 1 12) 1 Dagur þakkar þeim sem sendu inn svarseðla og hvetur lesendur til að taka þátt í getrauninni. nefnd sem höfuðstaður Norður- lands. (2) Staðfestingu á því að bensín- verð á Húsavík héldist óbreytt til ársloka 1994. 3) Um miðjan mánuðinn skýrði Dagur frá stöðunni í gömlu deilu- máli milli Akureyrarbæjar og eigenda hússins að Skipagötu 13. Um hvað snýst þessi deila? (1) Urn það hvort eigendurnir megi byggja við húsið eður ei. (X) Um það hvort fjarlægja eigi húsið eður ei. (2) Um það hvor eigi lóðina und- ir húsinu, eigandi hússins eða Akureyrarbær. 4) Hjörtur Þráinsson, bygginga- verkfræðingur frá Skútustöðum í Mývatnssveit, fékk úthlutað 600 þúsund króna styrk úr Vísinda- sjóði í byrjun júlí. Styrkinn fékk hann til að: (1) Kanna tengslin á milli kals í túnum í Þingeyjarsýslum og skjálftatíðni á Kröflusvæðinu. (X) Kanna ýmsa áður ókannaða hluti í tengslum við hinn gríðar- lega jarðskjálfta á Dalvík árið 1934. (2) Kanna tengslin á milli öflugra jarðskjálfta á Norður- landi á síðasta áratug og fjölda barnsfæðinga á sama svæði. 5) „Tilbúin á Ólympíuleika!“ Þannig hljóðaði fyrirsögn á for- síðu Dags upp úr 20. júlí. Um hvað skyldi fréttin hafa fjallað? (1) Um frækilegan sigur D-blás- arasveitar Tónlistarskólans á Akureyri á heimsmóti blás- arasveita, sem haldið var í Kerkrade í Hollandi. (X) Um Jónu Ásgeirsdóttur, nemanda í M.A., sem hefur æft af kappi undir Ólympíuleika framhaldsskólanema í efnafræði, sent haldnir verða í Ástralíu í lok þessa mánaðar. (2) Um sveit Ólafsfirðinga í skíðastökki, sem hefur undirbúið sig gaumgæfilega fyrir næstu vetrarólympíuleika, sem haldnir verða í Lillehammer í Noregi. 6) Bæjarstjórn Ólafsfjarðar ákvað að leggja í nokkurn aukakostn- að, við gerð nýja grasvallar- ins í Ólafsfirði, umfram það sem upphaflega var áætlað. Hinn aukni kostnaður stafar af því að: (1) Ákveðið var að hafa bólstruð sæti í stúkunni við völlinn, svo betur fari um vallargesti í Ólafs- firði í framtíðinni. (X) Ákveðið var að færa vallar- stæðið inn i jarðgöngin í Ólafs- fjarðarmúla svo hægt verði að nota völlinn allt árið um kring. (2) Samþykkt var að leggja hita- rör í nýja völlinn. 7) Mark h.f á Skagaströnd hefur verið að byggja upp öðru sinni eftir bruna. Dagur skýrði frá því að fyrirtækið myndi að öllum lík- indum hætta smíði plastbáta og hefja þess í stað: (1) Framleiðslu á handslökkvi- tækjum og reykskynjurum. (X) Endurvinnslu einnota plast- umbúða. (2) Útflutning á ýmsunt varn- ingi, svo sem veiðarfærum og fiskafurðum. 8) Mikill fjöldi ferðamanna var á Akureyri nær allan júlímánuö Þeir undu hag sínum að flestu leyti vel í veðurblíðunni. Þó virt- ust tvö atriði angra þá nokkuð: (1) Skortur á gistirými og hátt verð á rjómaís. (X) Skortur á símum til almenn- ingsnota og skortur á merkingum um almenningsklósett í miöbæn- unt. (2) Skortur á merkingum um almenningsklósett í miðbænum og pappírsskortur á þarfaþing- inu, þegar menn loks fundu það. 9) Sigurður Hilmarsson hjá Siglufjarðarleið birti í liðnum mánuði auglýsingu sem vakti talsverða athygli. I auglýsingunni sagðist Sigurður taka að sér: (1) Búslóðaflutninga til Norður- landanna. (X) Að flytja ræður við ýmis tækifæri. (2) Að flytja rækju til vinnslu landleiðina frá Siglufirði til Akureyrar. 10) DNG gekkst fyrir samkeppni á dögunum og bárust alls um 90 tillögur. Hvers konar samkeppni var þetta? (1) Hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á fyrirtækinu. (X) Hugmyndasamkeppni um útilistaverk, sem reisa á framan við höfuðstöðvar DNG. (2) Hugntyndasamkeppni um nýjar framleiðsluvörur fyrir DNG. 11) „Þeir eru að klekkja á okkur.“ Þessa setningu hafði Dagur eftir Helga Jakobssyni skreiðarframleiðanda á Dalvík. Hverjir eru þessir „þeir", sem Helgi gerði að umræðuefni í fréttinni og hvert var tilefniö? (1) Ráðherrarnir blessaðir, sem nýlega settu kvóta á skreiðar- framleiðendur. (X) Óprúttnir náungar, sem hvað eftir annað hafa látið greip- ar sópa um skreiðarhjallana á Dalvík að næturþeli. (2) Sunnlenskir skreiðarútflytj- endur, sem lækkuðu verð á Ítalíu- skreið um 5-10% frá fyrra ári. 12) „Gosbrunnar á baðherbergj- um“ var yfirskrift fréttar á for- síðu Dags í lok mánaðarins. Fréttin fjallaði um: (1) Tjón sem varð hjá fyrirtækj- unt og einstaklingum á Akureyri þegar holræsakerfi bæjarins réð ekki við niikið vatnsmagn vegna rigninga. (X) Hótel Norðurland og þær breytingar sem gerðar voru innanhúss áður en hótelið var tekið í notkun. (2) íburðinn í húsum hæstu skattgreiðenda á Norðurlandi. BB. Fékk Hjörtur Þráinsson styrk úr Vísindasjóði til að kann tengslin á milli kals í túnum í Þingeyjarsýslum og skjálftatíðni á Kröflusvæðinu? 1. Svarseðill (1, X eða 2) 7. 2. 8. 3. . .... . 9. 4. 10. 5. . 11. 6 12. Nafn: Heimilisfang: Sími: Utanáskriftin er: Dagur - fréttagetraun, Strandgötu 31 Pósthólf 58 602 Akureyri Lengi hefur verið deilt um húsið að Skipagötu 13 á Akureyri. Um hvað snýst dcilan?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.