Dagur - 12.08.1989, Side 6

Dagur - 12.08.1989, Side 6
I \~ -6RUaMMCIifí68ftJáih9aeéa§(inðge6gt9fedLS89 -1 f erlendum veffvangi 11- Af hverju er gat í miðju faÚhhfarumar Ástarsögurnar frá Snorrahúsi njóta sívaxandi vinsælda. Nú koma út tvær bækur mánaðarlega Tilboð tilnýrra éskrifenda! Útgáfan hcfur ákveðiö að bjóða nýjum áskrifendum eina bók ókeypis um leið og þeir gerast áskrifendur. Þeir geta valið úr eftirtöldum bókum. Spennusöguflukkurinn: Morðið í Tauerngöngunum, Þcir dauðu drekka ekki Síðasta bónin, Líkið stjórnar leiknum. Ástarsöguflokkurinn: Hrakfallabálkur, Ómótstæðilegur karlmaður Sjúkrahúsið í frumskóginum, Indíánaprinsessan. Að því er best er vitað, varð Leonardo da Vinci fyrstur manna til að láta sér til hugar koma að búa til fallhlíf. Tilraunir voru þó ekki gerðar með hugmynd þessa fyrr en í upphafi 17. aldar, en þá munu hafa verið gerðar nokkrar tilraunir í Feneyjum, og var þá notaður ferhyrndur léreftsdúkur, sem var þaninn út á milli fjögurra stanga. Árið 1783 stökk Frakkinn Sébastien Lenormand út af 2. hæð með sína regnhlífina í hvorri hendi. Tilraun þessi varð honum hvatning til að láta nokkur dýr falla til jarðar ofan frá stjörnuat- hugunarturninum í Montpellier, og þegar hann sá, að dýrin lentu öll heil á húfi á jörðu niðri, stökk hann sjálfur á eftir þeim. Lenor- mand slapp einnig sjálfur óskaddaður frá þessari tilraun, en eftir þennan góða árangur mun hann þó hafa lagt fallhlífa- stökksíþróttina á hilluna. 22. október 1797 stökk André- Jacques Garnerin fyrstur manna með fallhlíf úr loftbelg. Nokkru síðar varð kona hans, Jeanne- Geneviéve, fyrst kvenna til að gerast falihlífarstökkvari. Fyrstur manna til að stökkva út úr flugvél varð Albert Berry höfuðsmaður. Það gerðist 1. mars 1913 í St. Louis í Missouri. En snúum okkur þá að gatinu í miðju fallhlífarinnar. Vissulega væri bremsukrafturinn meiri, ef ekki væri gat í miðjunni. Tilraun- ir gerðar í vindstrokkum sanna, að hálfkúlulaga fallhlíf, sem opn- ast beint á móti loftstraumnum veitir loftinu mesta mótstöðu. En vandamálið er það, að „loftpúðinn“, sem myndast innan í skerminum, verður einhvers staðar að komast út. Ef ekki væri gat í miðju fallhlífarinnar, myndi loftið sleppa út hér og þar með- fram brún fallhlífarinnar og af því leiddi, að fallið yrði mjög skrykkjótt og óstöðugt. Fallhlíf, sem ekki væri með gat í miðjunni, væri blátt áfram hættuleg. Sé hangið neðan í þannig skermi myndast sveiflu- kenndar hreyfingar og sá, sem þar hangir, kastast til og frá með miklum rykkjum. Ennþá hættulegri yrðu sveifl- urnar við notkun þeirra fallhlífa, sem hafðar eru til að hemla ferð þotuflugvéla. Þær fallhlífar eru gerðar úr netofnu efni, þannig að þær hleypa loftinu ekki aðeins út í miðjunni heldur einnig í gegn- um sjálfan fallhlífardúkinn. Ef þessar fallhlífar væru gerðar úr loftþéttu efni, myndu flugvélarn- ar sveiflast út af lendingarbraut- inni. (Fakta 9/88. - Þ.J.) SNORRAHUS Pósthólf 58 • 602 Akureyri • -23r 96-24222 Sandur frá AMku flýgur til S.-Ameríku Mauretanía heitir land í Vestur- Afríku. Þar er jarðvegurinn á EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR :--i——---------- 0,„t,e-'»tse“ö“'9'a'dS Launagreiöendum ber aö skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tfmanlega góðri leið með að fjúka allur út á Atlantshaf. Síðustu fjögur árin hafa sand- byljir geisað þar meira en 80 daga á ári. Reiknað hefur verið út frá gervihnattamyndum, að árlega hverfi 100 milljónir tonna af jarð- vegi landsins á haf út. Vindar bera rykið allt yfir til eyjanna í karabiska hafinu og til landa í Suður-Ameríku. Því miður liggja orsakir þessa vandamáls í augum uppi. Landið Mauretanía liggur í Sahel-beltinu sunnan við Sahara-eyðimörkina. Árum saman hafa langvarandi þurrkar herjað á landið og eyði- mörkin teygir sig lengra og lengra til suðurs. En það er þrautin þyngri að finna ráð til að stöðva uppblást- urinn. Olíuauðug lönd, eins og Saudi-Arabia, hafa náð mjög góðum árangri við að stöðva framsókn eyðimerkurinnar. En í Mauretaníu er lítið um gróður og því var landið illa und- ir það búið að þola löng þurrka- tímabil. Mikil fjölgun íbúa hefur leitt til rányrkju á jörðinni, og hækkandi olíuverð hefur valdið því, að skógur hefur verið felldur í stórum stíl og viðurinn notaður til eldsneytis. Þess vegna hafa stormar og þurrkar átt auðvelt með að ná yfirhöndinni. En þegar gróðurinn í Sahel visnar og jarðvegurinn fýkur burtu, taka sauðfjár- og naut- gripabændur saman föggur sínar og flytja til borganna. Arið 1960 voru íbúarnir í Nouakshott, höfuðborg Mauretaníu, innan við 20.000. Nú er íbúatalan kom- in yfir 350 þúsund. Onnur afleiðing sandstorm- anna er næringarskortur, sem nú þjáir þriðja hvert barn. Sandstormarnir birtast eins og múrveggur, mörg hundruð metrar á hæð. Þeir geta stoppað alla umferð bifreiða og ílugvéla og valda auk þess truflunum á fjar- skiptasambandi. En þessu til við- bótar eru menn farnir að óttast, að þetta mikla rykmagn í loftinu eigi sinn þátt í að lengja þurrka- tímabilið. Spurningin, sem loftslags- fræðingar velta nú fyrir sér, er hvort þurrkurinn í Sahel-beltinu sé ástand, sem haldist til fram- búðar, eða hvort hægt sé að gera sér vonir um, að einhvern daginn fari aftur að rigna. (III. Videnskab 4/88. - Þýð. ÞJ.) Fforida )etCaribiske"Hav •*''<"'x.. Afrika Sydamerika Mauretanít A hverju ári berast 100 milljónir tonna af jarðvegi frá Mauretaníu út yfir Atlantshaf og hluta af þessu magni bera vindarnir yfir til Suður-Ameríku og Karabiska hafsins.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.