Dagur - 12.08.1989, Síða 9

Dagur - 12.08.1989, Síða 9
8 - ÐÆtUíW'Q ta&^Í-dáýQP 1$. ágúst>V9B&-í Yfir vetrarmánuðina er ekki óalgengt að heyra í frétta- og íþróttatímum . . og í fyrsta sæti er Guðrún H. Kristjánsdóttir Akureyri.“ Skíðadrottningin, eins og hún hefur oft verið kölluð, hefur verið áberandi í skíðaíþróttinni undanfarin ár og er ekkert farin að hugsa um að leggja skíðin á hilluna - eða hvað? Guðrún er á 22. ári og býr í foreldra- húsum á Akur- eyri. Hún lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskól- anum á Akureyri fyrir tveimur árum og hefur síðan unnið hjá Mjóikursamlagi KEA milli þess sem hún er í keppnis- og æfinga- ferðum víðs vegar um heiminn. „Mér finnst eiginlega kominn tími til að halda áfram í skóla og ætla þess vegna að drífa mig í haust í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Ég er búin að taka frí í tvö ár og ef ég ætla á annað borð í skóla þá finnst mér um að gera að drífa í því núna. Raunar ætla ég mér ekki að verða hjúkrunarfræðing- ur heldur stefni ég á sjúkraþjálf- un. Hitt ætla ég að nota sem undirbúning. Ég hef lítið hugsað út í að snúa mér að skíðaþjálfun í framtíðinni en ég gæti vel hugs- að mér að kenna litlum krökkum á skíði eða þá íþróttir. Ég hef stundum verið með í því að þjálfa hópa fyrir Andrésar andar leikana og það hefur verið svolít- ið skemmtilegt." Rekin úr landsliðinu Guðrún sagði framtíðina óráðna hvað varðaði skíðin þar sem minni tími yrði til æfinga þegar skólinn byrjaði. Ekki yrði heldur mögulegt að fara með í allar utanlandsferðirnar til æfinga. „Svo er líka búið að reka mig úr landsliðinu, en ég er sko ekki hætt skíðaiðkuninni ennþá,“ sagði hún. „Mér var tilkynnt þetta núna um daginn og ástæðan var sú að ég mætti ekki á lands- liðsæfingu í Kerlingafjöllum. Það hafði verið valinn stór hópur sem kom til greina í landsliðið og síð- an átti að minnka hann smátt og smátt eftir árangri og framförum, að ég hélt. Pað kom mér þess vegna á óvart að fara ætti eftir mætingu á æfingar. Ástæðan fyrir því að ég mætti ekki á æfinguna er sú að mér finnst lítið upp úr því að hafa að æfa í Kerlingafjöll- um því aðstæðurnar þar eru allt öðru vísi en annars staðar. Landsliðið var þarna í eina viku í fyrrasumar og við hétum því öll að fara aldrei þangað aftur því þessa einu viku komumst við einn dag á skíði. Mér finnst þess vegna verið að bruðla með pen- inga að fara þarna upp eftir og Skíðasambandið ætti frekar að nota þessa peninga í eitthvað nytsamlegra. Vinnutap er önnur ástæða þess að ég fór ekki á æfinguna. Ég hef unnið mikið upp á síðkastið og vikuna sem æfingin átti að vera var mikið að gera í vinnunni hjá mér og ég hreinlega hafði ekki efni á að sleppa þeirri vinnu. Þeg- ar maður ætlar í skóla verður maður jú að eiga einhvern pening til að lifa af. Það er nokkuð dýrt að stunda þessa íþrótt. Maður reynir að nýta sumarið og vinna eins mikið og hægt er til að hafa upp í útgjöld og vinnutap sem hlýst af því að vera frá vinnu í 1-2 mán- uði á veturna til að fara út í æfingabúðir. Það er líka erfitt að eiga við þetta þegar maður er í skóla því það tapast mikið úr og þarf að vinna upp ýmsa hluti á stuttum tíma. Ef maður ætlar að stefna að einhverju stærra þá verður maður að vera duglegur að safna sér peningum yfir sumarið og vera ekki að eyða þeim í ein- hverja hluti sem nýtast ekki, eins og t.d. Kerlingafjöll." Stefni hátt „Þó svo að ég verði ekki með í landsliðinu þá ætla ég ekki að hætta. Ég ætla að æfa eins mikið og ég get skólans vegna og fara í einhverjar keppnisferðir út. Ég stefni hátt núna og ætla að halda áfram að safna punktum á alþjóðlegum mótum. Hérna heima er bara um að ræða Bikar- og íslandsmót og þar er ég búin að vinna alla titla. í fyrra náði ég að bæta árangur minn mikið úti og vil endilega halda áfram að bæta mig. Ef ég fer ekki á nein punktamót í vetur koma refsistig á þessa sem ég hef og þá get ég alveg eins gleymt þessu því mótin ganga út á það að vinna sig niður í punktum. Eftir því sem maður hefur færri punkta því framar er maður í röðinni og hefur meiri möguleika á að standa sig vel. Ef illa gengur eða ekkert er keppt eitt árið fær maður hins vegar refsistig ofan á.“ Byrjaði seint að stunda skíði Guðrún byrjaði að æfa skíði þeg- ar hún var 11 ára. „Ég fékk fyrstu skíðin í jólagjöf árið áður en ég byrjaði að æfa og fór þá annað slagið upp í fjall. Ég á eldri bróð- ur sem ég hermdi margt eftir og hann byrjaði að æfa skíði og þá vildi ég auðvitað gera eins. Á eft- ir komu síðan næstum öll frænd- systkini okkar þannig að þetta er smitandi. Foreldrar mínir hafa þó lítið stigið á skíði það var fyrst í vetur að þau fóru aðeins að prófa. Árangurinn var nokkuð mis- jafn á þessum árum. Ég keppti tvisvar á Andrésar andar leikum og fyrsta mótið vann ég þegar ég var 12 ára en það var Páskamót Flugleiða. Ég byrjaði að stunda skíðin frekar seint en ég held það sé verra að byrja of ungur og þeir krakkar virðast ekki endast eins lengi heldur. Að keppa á mótum er mjög gott fyrir krakka þó að kannski séu óþarflega mörg mót fyrir þau, en þau þurfa metnað og hann eflist með þessu móti. Það er oft talað um að skíða- menn séu brjálaðir í skapinu og auðvitað verður fólk að hafa skap ef það ætlar að ná langt í íþrótt- um. Það þýðir ekki annað en að vera ákveðinn þegar maður legg- ur af stað í brautina en öllu má þó ofgera og það er algjör óþarfi að tryllast í hvert skipti sem illa gengur. Að vera ákveðinn í brautinni en brosa á eftir það er það sem gengur.“ Æfíngar allt árið „Pað voru örfáir sem æfðu skíði í fullorðinsflokki á Akureyri síð- astliðinn vetur og ég var eina stelpan. Það eru langflestir í aldursflokknum undir 12 ára. Það er mjög algengt að krakkar detti út á unglingsárunum, bæði fer mikill tími í æfingar og svo fer þetta að verða dýrt þegar maður er kominn í eldri flokkana. Ef maður ætlar að ná góðum árangri þarf að endurnýja skíðin árlega.“ Til að ná góðum árangri þarf miklar æfingar allan ársins hring. „Þegar ekki er hægt að komast á skíði þá er unnið eftir þjálfunarprógrami sem felur í sér líkamsrækt, hlaup og fleira. Góð- ur árangur byggist á þoli, krafti og snerpu og í suinar er ég ein- göngu búin að þjálfa kraftinn. Frá hausti fram að áramótum er tíminn oft notaður til að fara í æfingabúðir erlendis og þá erum við oft í 1-2 mánuði. Við förum 3-5 tíma á dag á skíði og síðan eru þrekæfingar á eftir. Aðstæð- urnar úti eru mjög sambærilegar því sem við eigum að venjast hér heima og svo nýtist reynslan auð- vitað á mótum úti.“ Ætlast tíl að ég standi mig Það muna sjálfsagt margir eftir Guðrúnu á Vetrar-Ólympíu- leikunum í Calgary 1988. „Þetta var mikil upplifun en mér gekk nú ekki alltof vel. Ég gerði mistök í stórsviginu og hætti keppni og þegar komið var að sviginu lá ég fárveik með influ- ensu og horfði á keppnina í sjón- varpi. Það er mikil viðurkenning að vera sendur sem fulltrúi þjóðar- innar á Ólympíuleika. Pressan var þó mikil því sem eini kven- fulltrúinn varð ég að standa mig, það var enginn annar til þess að gera það. Ég varð því auðvitað svekkt yfir hverning fór og sagð- ist ætla að æfa á fullu fyrir næstu leika og mæta þá aftur, en það er nú langt í það. Það er líka mikil hvatning að vera kosinn íþróttamaður Akur- eyrar, skíðamaður ársins og íþróttamaður Norðurlands. Þetta er eiginlega viðurkenning á að maður hafi verið að gera góða hluti og einhverjir hafi trú á manni. Það vill þó oft verða mikil pressa ef vel gengur og mér finnst ég verða að standa mig og ná meiri framförum. Ég er yfirleitt svolítið stressuð fyrir keppni en ég held að það sé í rauninni bráðnauðsynlegt, það getur verið stórhættulegt að vera of kæru- laus. Fólk ætlast til þess að ég standi mig vel því ég hef verið mikið í landsliðinu og gengið vel. Lafi®wdi0yt 1 ?■ ágúst DAQWBV6 9 „Ekki hætt þó ég verði ekki með í landsliðinu‘ ‘ Ég er þó ekkert hrædd við að halda áfram og hugsa að ég láti það ekkert á mig fá þó maður fari kannski að slappast með aldrin- um. Ég reyni að halda ótrauð áfram.“ Mótið þurrkaðist út úr heilanum á þeim í íþróttum vill oft verða nokkur kynjamismunun, strákum hamp- að meira en stelpum, hvernig skyldi þetta vera á skíðunum? „Það er þó nokkuð um að kynjun- um sé mismunað. Ef við stelp- urnar erum ekki að keppa á sama stað og strákarnir þá er eins og þeir sem eiga að sjá um mótin gleymi okkur. Við vorum t.d. að keppa á ísafirði eina helgina í vetur og þau stig sem við náðum þar voru ekki einu sinni reiknuð inn í Bikarinn hjá okkur. Það var eins og mótið hefði þurrkast út úr heilanum á þeim sem sáu um það. Strákarnir fengu FÍS mót, sem eru alþjóðleg, hingað í fyrra og það er mjög mikil þjálfun fyrir þá. Við stelpurnar höfum hins vegar ekki fengið slík mót hingað en þau gefa meiri möguleika á að fá að keppa heima. Meðan strákarnir voru að keppa á FÍS mótunum þá vorum við að klára Bikarmótið okkar sem féll alveg í skuggann af hinum. Mótin okkar gleymdust, voru þurrkuð út og allt fór í vit- leysu. Við virðumst bara gleym- ast ef við erum ekki að keppa á sama stað og strákarnir. Ég veit ekki hver ástæðan fyrir þessu get- ur verið. Auðvitað erum við færri og svo er kannski ekki eins skemmtilegt að horfa á okkur skíða.“ Geri það sem mig langar til Mikil og hröð þróun hefur verið í skíðaútbúnaði og tækni síðan Guðrún hóf æfingar. „Svigið er - segir Guðrún Helga Kristjánsdóttir t.d. orðið allt önnur íþrótt núna en fyrir 4-5 árum og gamlir skíða- menn fussa og sveia yfir þessu og finnst þetta hljóta að vera miklu auðveldara en áður. Stangirnar eru hálfgerðir gormar núna og gefa eftir, áður voru þær beinar og stífar og það þurfti að beygja kringum þær en núna er hægt að láta eingöngu skíðin fara réttu megin við stöngina því stangirnar gefa alveg eftir." íþróttamenn eru mjög gjarnir á að meiða sig en Guðrún hefur verið nokkuð heppin með slíkt. „Þótt ég sé hálfgerður hrakfalla- bálkur þá hef ég aðeins einu sinni meitt mig alvarlega en þá fór ég úr axlarliðnum og þurfti að fara í aðgerð til að fá það í lag. Það sem helst hrjáir skíðamenn eru hné og bak sem vilja gefa sig vegna álagsins en við erum t.d. alltaf með bogin hné og allur þunginn liggur þar ofan á.“ En hefur skíðadrottningin tíma fyrir eitthvað annað en að æfa og vinna? „Já, já þótt það fari mikill tími í æfingar þá gef ég mér alltaf tíma til að gera það sem mig langar til. Ég á eiginlega ekki önnur áhugamál en skíðin en ég hef gaman af öllum íþrótt- um. Mér finnst gaman að fara út að hlaupa og stunda líkamsrækt en ég myndi nú aldrei leggja hana fyrir mig sem keppnisíþrótt. Aðstaða til skíðaiðkana er nokkuð góð á íslandi en mér finnst hún þó langbest í Hlíðar- fjalli. Það er alveg staðreynd að hún er sú besta á landinu en það er líka hægt að gera hana ennþá betri. Landslagið skiptir miklu máli í sambandi við skíðasvæði og það er hvergi eins fjölbreytt og hér. Annars staðar er það annað hvort snarbratt, flatt eða veðrarassgat," segir skíðadrottn- ingin Guðrún Helga sem lætur ekki deigan síga og íslendingar hafa örugglega ekki séð það síð- asta af. KR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.