Dagur - 12.08.1989, Síða 13

Dagur - 12.08.1989, Síða 13
&9(ít x8i>q? .Sl flUMQ - Sir Laugardagur 12. ágúst 1989 - DAGUR - 13 sakamálasaga Athafiiamaður hveríur af sjónarsvioinu AKUREYRARBÆR Kartöflugeymsla Vegna hreinsunar á kartöflugeymslunni í Kaupvangsgili eru leigjendur hólfanna beðnir að tæma þau fyrir 18. ágúst. Geymslan verður opin 14.-18. ágúst frá kl. 13-17. Garðyrkjuverkstjóri. Hann var kallaður „sá stóri“. „Atvinnan“ var spil og veðmál. Hann gat staðið fyrir nánast hverju sem var frá rúllettu og póker til keppni 1. deildar liða í hornabolta. En uppáhaldsað- ferð hans var að veðja 4.000 dollurum á lokatölur númer- anna á þeim bílum, sem óku framhjá glugga hótelherbergis hans. „Sá stóri“ lifði íburðar- miklu lífi, hann veðjaði hátt á veðhlaupabrautum og í spilum, hann „keypti og seldi“ stjórn- málamenn, lögregluþjóna og fjáraflamenn og sást sjaldan á almannafæri án þess að í fylgd hans væri fögur kona. Daginn, sem hann var skotinn, þann 4. nóvember 1928, reyndi hann að fá gjaldfrest á 80.000 dollara spilaskuld. Sú skuld var það eina, sem Arnold Rothstein gat ekki bjargað sér frá, og varð til þess, að hann var skotinn til bana á Park Central hótelinu í New York. Lögreglan var þess fullviss, að Rothstein þekkti morðingjann. Hálftíma áður en hann var skotinn, var hringt til hans, þar sem hann var staddur á veitingahúsi á Broadway. Þegar hann fór, sagði hann við yfir- þjóninn: „George McManus vill hitta mig.“ Tveim dögum síðar lést „sá stóri“ á sjúkrahúsi með kúlu í kviðnum, án þess að hafa sagt frá því, hver skaut á hann. Það eina, sem hann gerði á banabeði sínum, var að gera erfðaskrá. Eiginkonan, Carolyin, fékk vel útilátna upphæð, Inez Northon, dans- stúlka í fjölleikahúsi, fékk 100.000 dollara og margir vina hans fengu sneið af kökunni. Pótt lögreglan hefði næg sönn- unargögn: Frakka, fjögur drykkjarglös og skammbyssu, var það furðulega við málið, að gjörsamlega mistókst að leggja hendur á morðingjann. Frakk- inn var eign annars fjárhættu- spilara, George McManus. Drykkjarglösin voru alsett fingraförum og voru þau rakin til þekktra náunga úr undir- heimaliðinu, en einungis McManus var ákærður. Hann gerði dómkröfu um sýknun og vann vegna ónógra sönnunar- gagna. Þar lauk lögreglurann- sókninni. Fleiri kærur voru ekki birtar og málið hafnaði meðal þeirra óleystu. Þrítugfaldur vinningur Orðrómur sagði, að McManus og fylgilið hans hefðu mútað lögregluþjónunum. Síðar var lögreglustjórinn, sem stjórnaði rannsókninni, rekinn. Hugsan- legt er einnig, að lögreglan hafi talið morðingjann vera að gera samfélaginu ágætisgreiða með því að koma Rothstein fyrir kattarnef, þar eð hann var atkvæðamikill í undirheimalíf- inu. Þegar Rothstein var 46 ára, var hann þekktur undir nafninu „spilakóngurinn". Umgengnis- félagar hans voru glæpamenn eins og A1 Capone, Dion O’Bannion og Jim Cologimo og hann hafði þá hætt samtals 10 milljónum dollara í peninga- spili. Þegar Jack Dempsey og Jess Willard kepptu um heims- meistaratitilinn í hnefaleikum, þungavigt, þá veðjaði Rothstein á Dempsey og græddi 200.000 dollara. Þegar Dempsey keppti síðar við Gene Tunney, veðjaði hann á Tunney og græddi 300.000 dollara í viðbót. í „hæsta veðmáli lífs síns“ vann Rothstein nærri 300.000 doll- ara. Það var þann 4. júlí 1921 þegar hesturinn Sidereal vann hlaup á Aqueduct-veðhlaupa- brautinni á Long Island og gaf í vinning þrítugfalt það, sem veðjað var. Mesta árátta Rothsteins var póker og hún kostaði hann lífið að lokum. Rothstein sat að spil- um ásamt fleirum, þar á meðal George McManus og „Titanic“ Thompson, sem fengið hafði (viðurnefnið af að „sökkva“ andstæðingunum. Eftir tveggja daga spilamennsku skuldaði Rothstein 150,000 dollara. Nathan Raymond skuldaði hann 80.000 dollara og Raymond var náungi, sem ekki féll vel að bíða eftir peningum sínum. Rothstein hafði ávallt greitt spilaskuldir sínar, en nú kom að undantekningunni, sem sannaði regluna. Samkvæmt heimildum í undirheimum mun hann hafa grunað spilafélaga sína um svindl, þótt ekki segði Suður-Þingeyingar Guðmundur, Valgerður og Jóhannes verða til viðtals og viðræðna við heimamenn sem hér segir: Hótel Reynihlíð, mánud. 14. ágúst kl. 21.00. Breiðumýri, þriðjud. 15. ágúst kl. 21.00. Bárðardal, miðvikud. 16. ágúst kl. 21.00. Svalbarðsströnd, fimmtud. 17. ágúst kl. 21.00. Gamla skólanum Grenivík, föstud. 18. ágúst kl. 21.00. Komið í kvöldkaffi með þingmönnum og spjallið við þá um þjóðmálin. Allir velkomnir. Framsóknarflokkurinn. hann það hreint út. Það væri þó skýring á því, hvers vegna hann vildi ekki borga, því að ekki var honum fjár vant. Glæpamennirnir juku þrýsting- inn á hann á næstu vikum, en Rothstein neitaði að borga. Örlagakvöldið, sunnudagskvöld í september, fór Rothstein til herbergis númer 439 á Central Park hótelinu til að reyna að kjafta sig úr klípunni við McManus. Talið er að viskí hafi verið drukkið sleitulítið og komið hafi til harðra deilna. McManus eða einhver fylgismanna hans dró upp skammbyssu. Líklega hefur Rothstein reynt að ná byssunni af honuni, skotið hlaupið úr í átökunum og Rothstein fallið særður á gólfið. McManus eða einhver hinna henti vopninu út um gluggann og þeir höfðu sig á braut. Einhvern veginn tókst Rothstein að reika niður stig- ann niður í anddyrið. Lögreglan telur að hann hafi verið drepinn nánast af slysni. Aðeins einu skoti var hleypt af, en glæpalýð- urinn var vanur að fylla fórnar- lömb sín af blýi, ef hann ætlaði sér að drepa einhvern. En allt eru þetta getgátur. Mað- urinn sem vissi hina raunveru- legu atburðarrás, George McManus, dó eðlilegum dauð- daga í New Jersey árið 1940. jnn\ Firmakeppni !|p í knattspyrnu Knattspyrnuráð Akureyrar auglýsir eftir þátttöku í firmakeppni utanhúss 1989. Þátttökurétt hafa öll fyrirtæki/starfshópar á Akureyri og nágrenni. Heimilt er fyrir tvo aðila að sameinast um lið I keppnina, ef þeir vegna fámennis hafa ekki I lið. Með þátttökutilkynningum skal fylgja nafnalisti yfir þá leikmenn er þátt taka og er óheimilt að breyta þeim lista eftir að keppnin er hafin. Þátttökurétt hafa þeir starfsmenn sem eru á launaskrá 1. ágúst og skólafólk er starfað hefur hjá fyrirtækinu i tvo mánuði, þó svo aðeins að það hafi ekki hafið störf annars staðar. Hverju liði er heimilt að nota leikmenn úr 1. og 2. deild, þó ekki fleiri en tvo i leik. Með þátttökutilkynningum skal fylgja staðfesting yfirmanns á því að þátttakendur uppfylli ofangreind skilyrði til þátttöku. Keppni hefst í lok ágúst. Leikið verður á moldarvellinum við aðal- leikvang. Leiktími 2x30 mín. Leikmannafjöldi 7 í liði. Frestur til að skila inn þátttökutilkynningum, ásamt þátttökugjaldi kr. 7000,- er til 15. ágúst. Skal því skilað til Sveins Björnssonar, Rimasíðu 3, sími 26091 eða Rúnars Steingrímssonar, Raflagna- deild KEA, sími 24187. Ofangreindir veita allar nánari upplýsingar um keppnina. K.R.A. Slys gera ehúúzgfc ■ áC r m r m Okum eins og menni boo a undan serluæ-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.