Dagur


Dagur - 19.08.1989, Qupperneq 4

Dagur - 19.08.1989, Qupperneq 4
C = \ íiöp -.6* J&eMK-Í 4 - DAGUR - Laugardagur 19. ágúst 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASöLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. Sl'MFAX: 96-27639 Óhófleg lyfjanotkim Fyrir réttu ári gaf heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið út skýrslu um notkun lyfja hér á landi á árunum 1983-1987. Þær staðreyndir sem þar komu fram um lyfjanotkun landsmanna voru á margan hátt sláandi. í skýrslunni var t.d. upplýst að notkun svefnlyfja hafði tvöfaldast á einungis fimm árum, frá 1981-1986 og svaraði þá til þess að nær tíundi hver landsmaður hafi tekið inn venjulegan dag- skammt af svefntöflum hvern einasta dag ársins! í sömu skýrslu kom fram að notkun geðlyfja hér á landi svarar til þess að 6. hver íslendingur yfir tví- tugt sé „dópaður" daglega. í Gallupkönnun, sem gerð var í árslok 1988, kom fram að um þriðjungur allra íslendinga, frá fermingar- að ellilífeyrisaldri, hafði tekið inn verkjalyf síðustu tvær vikurnar fyrir könnunina. Samkvæmt könnuninni var það unga fólkið sem mokaði í sig mestu af verkjatöflunum, ekki eldra fólk eins og þó hefði mátt ætla. Að fram- ansögðu má glögglega sjá að lyfjanotkun lands- manna er óhóflega mikil og reyndar komin í hreinar ógöngur. í fljótu bragði mætti ætla að lyfjanotkun sé einkamál læknis og sjúklings og komi ekki öðrum við. Svo er þó alls ekki. Það vill nefnilega svo til að ríkissjóður, í gegnum Tryggingastofnun ríkisins, greiðir um 80% af lyfjaverðinu en hlutdeild þeirra sem neyta lyfjanna er einungis 20%. Það kemur því fyrst og fremst í hlut ríkisins að fjármagna lyfja- notkunina - einnig það lyfjabruðl sem hér tíðkast. Útgjöld almannatrygginga vegna lyfjakostnaðar hafa aukist verulega umfram aðra þætti heilbrigðis- þjónustunnar á síðustu árum. Þessi útgjöld námu rúmum milljarði króna árið 1987. Ef lyfjanotkunin verður óbreytt milli áranna 1988 og 1989 nemur þessi liður 1700 milljónum króna í ár. í fjárlögum yfirstandandi árs var gert ráð fyrir að ná fram um 100 milljóna króna sparnaði í lyfjakostnaði. Vegna óhagstæðari gengisþróunar en gert var ráð fyrir við gerð fjárlaga, má þó allt eins búast við að þessi liður verði um eða yfir tveir milljarðar króna. Það er hrikaleg upphæð. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra hefur, allt frá því hann tók við yfirstjórn heilbrigðismál- anna, látið þessi mál til sín taka. Hann hefur rétti- lega bent á að aðgerða sé þörf til þess að draga úr kostnaði ríkisins vegna lyfjanotkunar. Eitt skref í þá átt er að endurskoða fyrirkomulag lyfsölu í landinu með það fyrir augum að lækka lyfjaverð. Nefnd sem ráðherra skipaði til að fjalla um þetta mál mun ljúka störfum á næstunni. í Degi í gær kom fram að heil- brigðisráðherra gerir sér vonir um að nefndin hafi fundið leiðir til að lækka lyfjakostnaðinn verulega. En fleira þarf að koma til. Það þarf nefnilega ekki síður að leita leiða til að draga úr lyfjaneyslunni sjálfri. Hún er meiri hér á landi en eðlilegt getur tal- ist og ekki í nokkru samræmi við þá almennu skoð- un að íslendingar séu með heilbrigðustu og langlíf- ustu þjóðum í heiminum. BB. úr hugskotinu Kaflaskiptin hafa enn einu sinni orðið í sumarsögunni sem nátt- úran er stöðugt að segja okkur. Þessi kaflaskipti sem manni gjarnan virðast verða í kringum hina árvissu alræmdu Verslun- armannahelgi. Síðsumarið tek- ur við af hásumrinu, haustið af síðsumrinu og svo kemur vetur- inn sem verður aftur að vori, sumri og svo framvegis. Hún bregst svo sannarlega ekki hringrásin. Húnstock Hún brást ei heldur hringrásin sem hvert og eitt einasta ár nær hámarki um Verslunarmanna- helgarnar, með örlitlum til- brigðum að vísu frá ári til árs. Hér áður fyrr hét það Þórsmörk. enn áður Þjórsárdal- ur, og gott ef ekki einhverntím- ann Húsafell eða jafnvel Þing- vellir með viðkomu á Laugar- vatni. Ferlið hefur samt alltaf verið svipað. Hópar ungmenna milli tektar og tvítugs hafa stormað úr Borginni í rútum, drukkið frá sér ráð og rænu úti í náttúrunni og fengið að launum hroðalega timburmenn, og í kaupbæti myndir á forsíðum dagblaðanna og síðar meira að segja í Sjónvarpinu, ásamt með dramantískum lýsingum frétta- manna sem gjarnan njóta hjálp- ar góðviljaðra presta, lækna eða lögfræðinga. Og tuttugu árum síðar eru svo blessuð börnin er lágu afvelta með bokkuna sér við hlið í einhverri lautinni, orðin læknar, prestar eða lög- fræðingar sem Sjónvarpið talar við af aflokinni Verslunarmanna- helginni. Að þessu sinni hét það víst Húnaver, þar sem hljómsveit allra landsmanna Stuðmenn gekkst fyrir rokkhátíð, líklega einskonar íslensku afbrigði af hinni nafnkunnu Woodstock- hátíð, sem einmitt mun hafa verið haldin fyrir nákvæmlega tuttugu árum, í ágúst 1969, og sem margir íslenskir myndlykla- eigendur og aðrir hafa án efa barið augum þá hún var sýnd á Stöðinni um daginn, og vafa- laust yljað mörgum gömlum hippanum um hjartarætur, jafn- vel fengið hann til að gleyma því eitt augnablik að hann var að hneykslast á ungviðinu um daginn. Og liðið skundað á Húnstock, og rétt eins og vestra fyrir tuttugu árum lá við að allt færi úr böndunum sakir þess hversu miklu fleiri mættu á svæðið en ráð var fyrir gert. Og það urðu af þessum sökum, eins og og hún er örugg, fari krakkarnir aftur á móti að fikta við pólitík tekur við óvissa. Engin pólitík Það er þó sitthvað sem greinir Húnstock frá sambærilegum uppákomum erlendis, annað en þessi sérstæða lenska, að þurfa endilega að drekka frá sér ráð og rænu þegar komð er í fjöl- menni. Menn hafa til að mynda bent á þá staðreynd að svo til ekkert var þarna í umferð af eit- urlyfjum, a.m.k. ekki „opinber- lega“, sem eru næsta öruggur fylgifiskur rokkhátíða erlendis, og það sem vekur ef til vill enn meiri athygli. Þarna var engin pólitík á ferðinni, ef frá eru tald- ir nokkrir tjaldbúar sem sungu hinn fræga friðarsöng Lennons og mynd birtist af í DV, en pólitík í sinni víðustu merkingu er oft á tíðum afar áberandi á svona hátíðum, eins og þeir sem séð hafa Woodstockmyndina hafa vafalaust tekið eftir, og hún er stundum jafnvel tilefni þeirra, til að mynda rokk fyrir friði og gegn kjarnorku, fyrir umhverfisvernd og gegn mann- réttindabrotum. Erfitt er að gefa nokkra ein- hlíta skýringu á því hvers vegna pólitíkin var svo víðs fjarri í Húnaveri, og yfirleitt á slíkum samkomum hérlendis. Vera má að skýringin sé að þátttakendur séu upp til hópa ívið yngri en annars staðar, skipuleggjendur og þó fyrst og fremst tónlistar- menn séu meira áhugasamir um fyrrum eigin drykkjuskap og eða kvennafar en þau mál sem brenna á samfélaginu, eða þá að þessi mál séu einfaldlega allt- of fjarlæg í augum Unga íslands. Af nógu ætti þó að vera að taka. Hér svamla til dæmis rússneskir kjarnorkukafbátar uppi í landsteinum, og geta hvenær sem er eyðilagt öll okk- ar fiskimið. Fjöldaatvinnuleysi kann að vera í uppsiglingu nú á haustmánuðum, atvinnuleysi sem ekki síst mun bitna á ungu fólki, sérstaklega á landsbyggð- inni, á sama tíma og nokkrir hátekjukarlar rífast eins og krakkar á dagheimili útaf ról- unni, nei fyrirgefið bankastjóra- stólunum í nýja bankanum sem ber nafn íslands, rétt eins og bankinn hér fyrr á árum sem á hausinn fór. Um þessa hluti syngur jafnvel Bubbi ekki, hvað þá Megas sem fyrrum þótti Esjan vera sjúkleg, en finnur í dag fátt meira spennandi að yrkja um en næturlífið í Reykja- vík. Reynir Antonsson skrifar vestra, vandræði, en eins og þar verður að segjast, að þessi vandræði voru að ýmsu leyti alls ekki eins óskaplega mikil og ætla mætti þegar tillit er tekið til þess að þarna voru saman kom- in um sjö þúsund manns, margir rneira og minna ölvaðir. Að ekki skyldu meiðast fleiri en fjögur hundruð þeirra má gott kallast. Menn tala gjarnan um hollustu íþrótta sem andstöðu við sukkið í Húnstock, en sennilega eru það hlutfallslega mikið fleiri sem liggja slasaðir eftir hverja íþróttahelgi en þarna meiddust, og ekki virðist nú blessuð íþróttaæskan alltaf vera til hreinnar fyrirmyndar, eins og starfsmenn nýju og fínu flugstöðvarinnar í Aðaldalnum ættu að muna berlega eftir frá því fyrr í sumar. Óvissa Annars er gaman að velta því svolítið fyrir sér hver yrðu við- brögð siðgæðisvarða þjóðfé- lagsins ef menn um næstu Versl- unarmannahelgi færu að rokka gegn atvinnuleysi, kjarnorku- kafbátum, félagslegu misrétti að maður tali nú ekki um það ef farið yrði að rokka gegn sam- tryggðri pólitískri og efnahags- legri spillingu, eða duglausum, makráðum kerfiskörlum og gleymnum, en að sama skapi vinsælum stjórnmálamönnum. Líklega yrðu viðbrögð hinna árvissu hneykslunarhellna í fyrstu undrun, þvínæst vandlæt- ing, en hugsanlega loks eftirsjá, ef ekki hræðsla, því nteðan krakkarnir drekka sig „dauð“, þá vita menn að minnsta kosti hvar menn standa, nefnilega það að flestir af þessum krökk- um eru bara að „rasa út“ og verða orðnir góðir og gegnir borgarar eftir þetta tuttugu ár. Hringrásin heldur áfram og bregst ei. Þjóðfélagið kann að halda áfram til glötunar, en leiðin er að minnsta kosti þekkt Hún bregst ei hringrásm

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.